Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Page 26
34
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
Fólk í fréttum________________dv
Jón Baldursson
Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörg-
ensen urðu í öðru sæti í tvímenn-
ingskeppni og fjórða sæti í sveita-
keppni á hinu fræga Cavendishmóti
í New York. Jón er fæddur 23. des-
ember 1954 í Reykjavík, gagnfræð-
ingur frá Langholtsskóla 1971 og
lauk prentnámi 1976. Hann var
prentari hjá Hilmi hf. 1976-1983 og
var framkvæmdastjóri Bridgesam-
bands íslands 1983-1984. Jón hefur
verið skrifstofumaður hjá Flugleið-
um frá 1. september 1984. Hann var
í formaður Bridsfélagsins Ásanna
1977-1978 og í stjórn Bridsfélags
Reykjavíkur 1978-1982 og Bridge-
sambands íslands 1982-1988. Jón
var íslandsmeistari í tvímennings-
keppni í brids 1981-1984 og íslands-
meistari í sveitakeppni í brids 1982,
1985,1986 og 1988. Hann var bikar-
meistari í brids 1983,1986 og 1987
og var í landsliðinu í brids fyrst 1975
Og SÍðan 1982-1984 Og 1985-1988. Jón
var í fjórða til fimmta sæti í Evrópu-
mótinu í sveitakeppni í brids 1987
og var í sveitinni sem vann Norður-
landameistaratitilinn í brids 1988.
Hann þjálfaði unglingalandsliðið í
brids 1982 og 1989. Jón var í brids-
sveit Flugleiða sem vann Evrópu-
meistaratitil flugfélaga (ASCA) 1987
og 1988. Jón kvæntist 27. ágúst 1983
Elínu Guðnýju Bjarnadóttur, f. 3.
janúar 1956, aðstoðarstúlku hjá
tannlækni. Foreldrar Elínar eru:
Bjarni Kristjánsson, verkamaður á
Þingeyri, og kona hans, Mary Karls-
dóttir. Dóttir Elínar er: Ragnheiður,
f. 13. ágúst 1974. Synir Jóns og Elín-
ar eru: Jón Bjarni, f. 8. ágúst 1985,
og Magni Rafn, f. 1. maí 1987. Systk-
ini Jóns eru: Hafliði, f. 29. október
1944, skipstjóri í Rvík, sambýliskona
hans er: Guðlaug Sigmarsdóttir;
Brynja, f. 24. desember 1946, ritari í
Rvík, gift Guðmundi Jónssyni fram-
kvæmdastjóra; Guðmundur Ólafur,
f. 19. september 1949, framkvæmda-
stjóri í Rvík, kvæntur Helgu Stef-
ánsdóttur; Halldóra, f. 22. desember
1952, kennari á Reyðarflrði, gift
Hilmari Sigurjónssyni kennara, og
Baldur, f. 2. janúar 1957, d. 21. des-
ember 1979.
Foreldrar Jóns eru: Baldur Guð-
mundsson, f. 14. maí 1911, d. 14.
ágúst 1989, útgerðarmaður í Rvík,
og kona hans, Magnea Guðrún Rafn
Jónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 8.6.
81. Baldur var sonur Guðmundar,
útvegsb. á Vatnseyri í Patreksfirði,
Þórðarsonar. Móðir Baldurs var
Anna, systir Láru, ömmu Láru Val-
gerðar, lögfræðings ASÍ, og Halldórs
Júlíussonar, forstöðumanns á Sól-
heimum, Anna var dóttir Helga, b.
á Öskubrekku í Barðastrandar-
sýslu, Arasonar og konu hans, Þu-
ríðar Kristjánsdóttur.
Magnea var dóttir Jóns, útgerðar-
manns á Suðureyri í Tálknafirði,
Guðmundssonar og konu hans,
Halldóru Kristjánsdóttir, útgerðar-
manns á Sellátri, Arngrímssonar,
prests á Brjánslæk, Bjarnasonar.
Móðir Arngríms var Guðrún Sig-
urðardóttir, klausturhaldara á
Kirkjubæjarklaustri, Ólafssonar,
sýslumanns í Haga, Árnasonar,
bróður Guðrúnar, konu Ólafs Jóns-
sonar, lögsagnara á Eyri, ættmóður
Eyrarættarinnar, langömmu Jóns
forseta. Móðir Sigurðar var Guðrún
Hjaltadóttir, prófasts og málara i
Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Móðir
Halldóru var Þórey Eiríksdóttir, b.
á Miðjanesi, Sveinssonar og konu
hans, Ingibjargar, systur Sigríðar,
langömmu Svanhildar, móður Ólafs
Ragnars Grímssonar. Ingibjörg var
dóttir Friðriks, prófasts á Stað á
Reykjanesi, Jónssonar og konu
hans, Valgerðar Pálsdóttur, prests á
Stað, Hjálmarssonar. Móðir Páls var
Filippía Pálsdóttir, systir Bjama
Jón Baldursson.
landlæknis. Móðir Valgerðar var
Ingibjörg, systir Páls, langafa Jón-
asar, afa Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar hagfræðings. Ingibjörg var
dóttir Bjama, prests á Mel, Péturs-
sonar og konu hans, Steinunnar
Pálsdóttur, systur Filippíu.
Afmæli
Sigurður Hjartarson
Sigurður Hjartarson bakarameist-
ari, Álfaskeiði 70, Hafnarflrði, er
sextugurídag.
Sigurður fæddist á ísafirði og ólst
þar upp. Hann lauk þar barnaskóla-
námi og starfaði síðan í Norska bak-
aríinu á ísafirði hjá Helga Guð-
mundssynibakarameistara. Sigurð-
ur lauk þar sveinsprófi í bakaraiðn
l. 11.1950 og starfaði þar í þrettán ár.
Á ísafirði starfaði Sigurður mikið
að félagsmálum. Hann var um ára-
bil æðsti templar stúkunnar Dags-
brúnar nr. 67. Þá söng hann mikið,
m. a. með karlakórnum, Sunnu-
kórnum og kirkjukórnum og lék á
harmóníku ásamt íleiri félögum.
Sigurður flutti til Fáskrúðsfjarðar
með fjöldskyldu sína 1953 og setti
þar upp brauðgerð og síðan al-
menna verslun en þar var hann
m.a. formaður Alþýðuflokksfélags
Fáskrúðsfjarðar um árabil og frétta-
ritari Alþýöublaðsins.
Árið 1960 flutti hann síðan til
Hafnarfjarðar og rak þá eigið bakarí
að Laugarnesvegi 52 í Reykjavík.
Hann starfaði síðan við köku- og
brauðdeild Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugveili en 1974 flutti hann til
Hafnar í Hornafirði þar sem hann
var bakarameistari hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga. Þar stofnaði
hann Alþýðuflokksfélag Austur-
Skaftfellinga, varð formaður þess,
sat í kjördæmisráði Austurlands,
var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn
1979 og sat flokksþing í Reykjavík.
Sigurður flutti aftur til Hafnar-
fjaröar 1983 og stundaði þar iðn sína
um skeið en hætti síöan þeim störf-
um vegna heilsubrests. Síðustu árin
hefur hann átt og rekið pylsuvagna
í Reykjavík en hann starfrækir nú
þrjá slíka vagna.
Sigurður sat í stjórn Bakara-
sveinafélags íslands og var formað-
ur þess um skeið.
Sigurðurkvæntist25.8.1953, Báru
Jónsdóttur, f. 25.8.1931, húsmóður,
dóttur. Jóns Níelssonar, útvegsb. í
Hafnarnesi á Fáskrúðsfirði, og Guð-
laugar Halldórsdóttur húsmóður
sem bæði eru látin.
Börn Sigurðar og Báru eru Guð-
munda Katrín, f. 12.3.1949, starfs-
stúlka hjá Norðurstjörnunni í Hafn-
arfirði, gift Þorgils Þorgilssyni
martreiðslumeistara og eiga þau
þrjú börn og eitt barnabarn; Þóra
Margrét, f. 29.10.1950, bankastarfs-
maður, gift Einari Gunnlaugssyni
tækniteiknará og eiga þau þrjú börn
og eitt barnabarn; Jóna Hjördís, f.
14.7.1953, starfsstúlka á Sólvangi í
Hafnarfirði, gift Kristjáni Ólafssyni,
starfsmanni hjá Hvaleyri hf. í Hafn-
arfirði og eiga þau þrjú börn, og Sig-
urður Ingvar, efnaverkfræöingur,
f. 6.12.1962, í sambýli með Helgu
R. Eyjólfsdóttur efnafræðinema en
þau búa í Gautaborg í Svíþjóð.
Albróðir Sigurðar er ívar L. Hjart-
arson, f. 12.1.1926. Systir Sigurðar,
samfeðra, var Ingunn Hjartardóttir,
en hún er látin. Hún var gift Þor-
valdi Steinarssyni. Systkini Sigurð-
ar sammæðra eru Matthías í. Guð-
mundsson, f. 17.4.1923, kvæntur
Margréti Árnadóttur, og Sigríður
Ásgeirsdóttir, f. 18.7.1917 en hún er
látin.
Foreldrar Sigurðar voru Hjörtur
Ólafsson, f. 23.7.1897, d. 2.7.1951,
verkamaður á ísafirði, frá Saurbæ
í Dölum, og kona hans, Þóra Sigurð-
ardóttir, f. 28.5.1896, d. 27.2.1954,
húsmóðir.
Þóra var dóttir Sigurðar, for-
manns í Bolungarvík, Árnasonar,
b. á Hóli í Bolungarvík, Jónssonar,
b. og hreppstjóra á Hóli, Guðmunds-
sonar, b. í Minnihlíð, Ásgrímssonar,
b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arn-
ardal og ættföður Arnardalsættar-
innar, Illugasonar.
Móðir Þóru var Ingibjörg Kristín
Rósinkransdóttir, b. í Miðdal, Jóns-
sonar, og konu hans, Þóru Hall-
grímsdóttur, b. á Kroppsstöðum í
Skálavík, Svarthöfðasonar, b. á
Garðsstöðum, Hallgrímssonar,
Jónssonar, bróður Ólafs, lögsagnara
á Eyri, ættföður Eyrarættarinnar,
Sigurður Hjartarson.
langafa Jóns forseta. Móðir Þóru
var Margrét Jónsdóttir, á Laugar-
bóli, Tómassonar, og konu hans,
Þóru Jónsdóttur, b. á Laugarbóli,
Bárðarsonar, bróður Ásgríms í Arn-
ardal.
Sigurður og kona hans taka á
móti gestum að heimili sínu á af-
mælisdaginn milli klukkan 17 og 19.
Hafdís og
Hulda Magn-
úsdætur
Tvíburasysturnar Hafdís Auður
Magnúsdóttir, Kveldúlfsgötu 20,
Borgarnesi, áður aö Laugalandi í
Stafholtstungum, og Hulda Maggý
Magnúsdóttir, að Mávahlíð í Fróð-
árhreppi á Snæfellsnesi, eru fertug-
arídag.
Þær verða staddar í Borgarnesi á
afmælisdaginn.
Hafdis og Hulda Magnúsdætur
Leiðréttingar
í afmælisgrein sem birtist í blað-
inu 28.4. sl. um Sigurð Ásgeirsson,
bónda á Reykjum í Lundarreykjad-
al, slæddust inn villur sem hér með
eruleiðréttar.
1. Bróðir Sigurðar, Björn Ásgeirs-
son, var sagður látinn 6.2.1980 en
hið rétta er að hann lést 7.2.1989.
2. Sonur Oddnýjar, húsfreyju í
Stóra-Botni í Hvalfirði, var Jón
Helgason, ritstjóri Tímans og lands-
kunnur rithöfundur, ekki Jón
Helgason, prófessor frá Rauösgih.
3. Efstabæjarætt er kennd við Sig-
urð Vigfússon, b. í Efstabæ, og konu
hans, Hildi Jónsdóttur, en ekki Jón
Símonarson, b. í Efstabæ, fóður
Hildar.
Sigurður er beðinn velvirðingar á
þessum rangfærslum.
Kristín
Ingvarsdóttir
Kristín Ingvarsdóttir húsmóðir,
Jöldugróf 20, Reykjavík, er sjötug í
dag.
Kristín fæddist að Breiðabólstað á
Fellsströnd. Hún verður aö heiman
áafmælisdaginn.
Kristín Ingvarsdóttir.
í afmælisgrein um Þorgerði Þor-
gilsdóttur níræða, 5.5. sl., féllu orð
úr texta þar sem fjallað var um af-
komendur Sveins Sveinssonar í Ási.
Þar stendur því ranglega: „Systir
Sveins var Sigríður, móðir Sigríðar
Björnsdótturmyndlistarkonu...“
Textin er hins vegar réttur svona:
Systir Sveins var Sigríður, hús-
freyja á Flögu, móðir Guðríðar,
móður Sigríðar Björnsdóttur mynd-
listarkonu. Sigríður á Flögu var
einnig móðir Ágústu, móður Matt-
hildar Ólafsdóttur, konu Ágústs
Valfells.
Hlutaðeigendur eru beönir vel-
virðingar á þessum mistökum.
90 ára
Guðbjörg Torfadóttir,
Heiöarbraut 12, ísafirði.
85 ára
Bjarni Gíslason,
Jaðri, Borgarhafnarhreppi.
80ára
Kristján Jónasson,
Sörlaskjóli 86, Reykjavík.
70ára
Kristín Ingvarsdóttir,
Jöldugróf 20, Reykjavík.
Friðrik Jónsson,
Hrísteigi 37, Reykjavík.
60 ára
Þorvarður Helgason,
Lundarbrekku 8, Kópavogi.
Gunnar Hahdórsson,
Baughóh 32, Húsavík.
50ára
Hafsteinn Sigurðsson,
Höfðavegi35, Vestmannaeyjum.
Sigfús Guðmundsson,
Þiljuvöllum 6, Neskaupstað.
Sævar Sigurðsson,
Hjarðarholti 6, Selfossi.
Matthildur Valtýsdóttir,
Álftamýri 38, Reýkjavík.
Álfbeiður Bjarnadóttir,
Vífilsgötul5, Reykjavík.
40 ára
Jóhann Ólafur Þórðai-son,
Sunnuhlíð 3, Akureyri.
Jónína Jónsdóttir,
Víöihlíð 1, Sauðárkróki.
Björn Gústafsson,
Klapparbergi 25, Reykjavík.