Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
35
LífsstOl
PAPRIKA
Mlkllgaröur
Það hefur orðið 32% verðlækkun á tómötum á milli vikna en samt er 108% verðmunur á milli þeirra staða þar
sem þeir eru dýrastir og ódýrastir.
SVEPPIR
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Tvöfaldur verðmunur á
sveppum og tómötum
Það er hvorki meira né minna en
tvöfaldur verðmismunur á sveppum
og tómötum þessa vikuna í þeim
verslunum sem DV gerði grænmetis-
könnun sína.
Ef litið er fyrst á tómatana kemur
í ljós að þeir hafa lækkaö um 32% frá
því í síðustu viku, en þá var meðal-
veröið 499 krónur. Dýrastir eru þeir
nú í Nóatúni við Nóatún á 429 krónur
kílóið en ódýrastir í Bónus í Skútu-
vogi þar sem þeir eru seldir í 1/2 kg
pokum á 103 krónur og kílóið því á
206 krónur. Mismunurinn er því
108%. Meðalverö á tómötum er nú
339 krónur og er ein önnur verslun
undir meðalverði, Fjarðarkaup selur
kílóið á 250 krónur sem verður að
teljast mjög gott verð.
Gúrkumar hafa lækkað um 2 krónur
kílóið og er meðalverðið nú 110.
Verðmismunurinn er þó 67% milli dýr-
ustu og ódýrustu verslunarinnar.
Mikligarður vestur í bæ, á Hringbraut-
inni, selur kílóið á 149 krónur en Bónus
á 89 krónur. í Hagkaupum í Skeifunni
er gúrkuverðið komið niður í 95 krónur
og það er fjórum krónum hærra í
Fjarðarkaupum. í Nóatúni eru gúrk-
umar á 119 krónur kílóið.
Og þá er komið að sveppunum.
Meðalverð á sveppunum er lægra en
í síðustu viku þegar það var á 769
_____________^______
Sparigrís vikunnar:
Verslunin
HAGKAUP
krónur kílóið, nú er það á 752 krón-
ur. Hagkaup er með ódýrustu svepp-
ina þessa vikuna þar sem hægt er
að fá 250 g bakka á 135 krónur og
gerir það 540 krónur á kílóiö. Nóatún
aftur á móti var með 250 g bakkana
á 100% hærra verði en Hagkaup, eða
á 270 krónur, og gerir það 1080 kíló-
ið. Fjarðarkaup selur sveppina á 590
krónur kílóið. og Mikligarður á 799
krónur kílóið.
Vínberin eru ofurlítið lægri í verði
núna en í síðustu viku. Ódýrustu
berin fást í Hagkaupum þar sem þau
eru á 344 krónur kílóið og fást einnig
blá ber á sama verði. Bæði þau
grænu og bláu voru 'falleg. Mikli-
garður er 24% dýrari með græn vín-
ber á 425 krónur kílóið. Meðalverð á
vínberjum er 378 krónur og var
Fjarðarkaup aftur undir meðalverði
með kílóið á 345 krónur.
Paprikan lækkar enn í verði og er
meðalverðið nú 487 krónur á kílóið.
Bónus auglýsir kílóið á grænu papri-
kunni á 371 krónu en selur hana í
stykkjatali, eins og fleira, á 45 krón-
ur. DV keypti nokkrar meðalstórar
paprikur sem hver um sig var rétt
um 100 g. Hefði því hver paprika átt
að seljast á 37 krónur. Kílóverð á
papriku í Bónus reyndist því vera 450
krónur og var miðað viö það verð.
Bónus er samt sem áður með lægsta
verðið. Fast á eftir er Hagkaup með
kílóið á 465 krónur og Fjarðarkaup
með kílóið á 470 krónur. Og Nóatún
seldi hana á 490 krónur. Dýrust er
paprikan í Miklagarði á 559 krónur.
Meðalverð á kartöflum er hærra
nú en síðast vegna þess að nú eru
þetta allt I. flokks kartöílur. Fjarðar-
kaup er með 3 kg poka af úrvals-
kartöflum á 225 krónur, eða 75 krón-
ur kílóið. Mikligarður var með kart-
öflur í lausu á 95 krónur og þar með
dýrasta verslunin, en kartöflurnar
þar voru ljósar og fallegar. Meðal-
verð á I. flokks kartöflum er nú 86
krónur. -GHK
Sértilboð og afsláttur:
Túnfiskur og te
Ef leitað er vel má alltaf finna eitt-
hvaö sem er á tilboðsverði þessa dag-
ana. Það er svo aftur á móti annað
mál hvort maður hefur nokkra þörf
fyrir það sem er á tilborðsverði þá
stundina.
í Fjarðarkaupum er nú hægt að fá
184 g af Neptuna túnfisk á 75 krón-
ur, en túnfiskur þessi er mjög góður
í túnfisksalat. Einnig er hálfdós af
LibbysÞ ananas á 59 krónur og kvart
dósin er á 29 krónur. 1 kg af Amo
haframjöli er á 99 krónur, Kjarna
appelsínumarmelaði á 98 krónur og
Lipton-Earl Grey te á 122 krónur.
Mikligarður selur nú gamla góða
brauðostinn á 661 krónur kílóið. Þar
býðst líka 11 Runkeby safi á 99 krón-
ur og Bic rakvélar á 112 krónur.
Sparr vörurnar eru á sérstöku til-
boðsverði, uppvþottalögurinn er á 69
krónur og þvottaefnið á 359 krónur.
í Nóatúni er nú hægt að fá 565 g
af Life ananas á 65 krónur og 500 g
af blönduðum áVöxtum frá Diadem á
119 krónur. Vörur frá Sól eru enn á
sérstöku tilboðsveröi, 900 g franskar
kartöflur á 259 krónur og sexpakki
af Trópí á 279 krónur. Sælgætisunn-
endur geta fengið sex Mars saman í
pakka á 209 krónur.
Þessa vikuna hafa staðið yfir svo-
kallaöir íslenskir dagar í verslunum
Hagkaups, en þeim lýkur á morgun.
Eru það 66 íslensk fyrirtæki sem
hafa kynnt framleiðslu sína fyrir við-
skiptavinum verslananna. Átak
þetta á rétt á sér á margan hátt og
vonandi undirstrikar það enn frem-
ur að varan þarf ekkert að vera neitt
verri þó að hún sé íslensk. Það er-
lenda er ekki alltaf best og sumt sem
framleitt er hér á landi er fullkom-
lega samkeppnishæft við innfluttar
vörur. -GHK
Okt. Nóv.Dos. Jan.Feb.MarsAprfl Maf