Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990.
7
Sandkom
Fréttir
Ekkert
vinstrisnakk
í Víkurbiaðinu
fráHúsavíkraá
lcsaklausuum
fimdahöld fjár-
málaráðherra
þarnyrðra.Sá
erritarklaus-
unaveltiríþví
sambandi vöngum yfir því að orðið
„vinstri" sé nánast horfið úr stjórn-
málaumræðu á islandi. Efþað er ein-
hvers staðar að ftnna þá sé þaö einna
helst á síðum Moggans. En um fund
Ólats Ragnars segir Víkurblaðið:
„Þannigtókst ÓlafiRagnari Gríms-
sy ni að tala í tæpa tvo tíma á fundi
hér síðastliðinn sunnudag án þess að
taka sér orðið „vinstri" i munn. í
máli hans var allt löðrandi afjafnað-
armönnum, félagshyggjufólki og
jafnvel jafnaðaröflum en aungvir
vinstrimenn. Villta vinstrið er horfið
í hina miklu miðju."
Peningar í
handboltanum
Nú gangaþær
sögurtjöllum
hærra. sem
Sandkornsrit-
ariselurekki
dýraraenhann
keypti.aði'in-
hverjirfræknir
handknattleiksmenn fái Ijárf úlgur.
misstórar þó, fyrir þaö að koma heim
og leika með þessu félagi en ekki
hinu. Þannig heyrðíst því fleygt að
handboltaslání nokkur sem fer að
koma heim muni fá heilar fimm
milljónir beint og óbeint fyrir að
koma heim að leika með ákveðnu
félagi. Þessi hármál munu vera opin-
bert leyndarmál í handboltageiran-
um en þar sem viðkvæmnin og „hyst-
erían" er óskapleg vegna þeirra
skirrast skríbentar við að nefna
ákveðin nöfn og félög í þessu sam-
hengi. Hins vegar er fullyrt að meiri
peningur sé í sportinu en menn
grunar.
Skammstöfunar-
Þegarlands-
málablöðunum
erflettblasa
oftarenekkí
viðmanniein-
kennilegarfyr-
irsagnirsem
virðastekki
eiga neitt skylt við íslensku. Þannig
mátti lesa þessa fyrirsögn í Degi á
fóstudaginn: „Hvorki smekklegt eöa
eðlilegt að MSKÞ hafi áfram umboð
fyrir MS - segir forstjóri MS.“ Nú er
þessi ekki sú versta cn nógu slæm
samt. Svo gerist það ósjaldan að skýr-
ing á skammstöfun í fyrirsögn fæst
ekkimeðlestrifréttarinnar. Hvernig
í ósköpuntun eiga lcsendur Dags, sem
eíga behna annars staðar en á hlað-
inu fyrir utan ritstjórnarskrifstofur
blaðsins, að skilja svona lagaö og
hvernig í ósköpunum er hægt að ætl-
ast til þess að áhugi maima vakni við
að lesa einhverjar torráðnar skamm-
stafanir í fyrirsögnum? Á Suðurnesj-
um mega menn lika passa sig á þess-
um endalausu SSS-skammstöfimum.
Kókosbollur
Konanokkur
komeíttsinntil
geðlæknisog
vildi fá vottorð
uppáaöhún væri alveg
jés w normal.
Læknirinn
rannsakaði konuna hátt og lágt og
gaf siðan út umbeöið vottorð. Hann
sagðí að konan gæti verið hin ánægð-
asta þar sem hún væri cðlilegri en
flest fólk. En hvers vegna kom konan
og vildi vottoröið. Hún gaf þá skýr-
ingu að maðurinn sinn héldi því fram
að eitthvað meira en lítið væri að á
„efstu hæðinni" hjá konunni. „Hugs-
iö yður læknir, það er bara vegna
þess að mér finnst kókosbollur svo
góðar." „Kókosbollur," átlæknirinn
eftir konunni. „Mér finnst þær líka
æðislega góðar," Viðþessi orðlifnaði
heldur betur yfir konunni sem sagði:
„Komíð heim meðmérlæknir.égá
fullan fataskáp af kókosbollum. ‘ ‘
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Erfiðleikar hjá páfagaukaræktendum:
Úrkynjun herjar
á stofninn hér
Áhugamenn um páfagauka og
páfagaukaræktendur hafa þungar
áhyggjur af ástandi stofnsins hér á
landi. Mun úrkynjun herja á stofn-
inn og eru sumar tegundir í útrým-
ingarhættu.
Áhugakona um páfagauka úr
skáldastétt sagði í samtali við DV að
ungur páfagaukur sem hún hefði átt
og var af Dísartegund hefði skyndi-
lega dottið niður dauður, langt fyrir
aldur fram. Sagðist hún rekja ótíma-
bært dauðsfall hans til erfðagalla
sem komið hefði upp vegna skyld-
leikaræktunar. Þá sagði hún að áber-
andi væri að svokölluðum hvítingj-
um (albinóum) hefði fjölgaö veru-
lega. Þeir eru ófrjóir sjálfir.
Þá mun vera orðið mjög erfitt að
fá páfagauka því ræktendum hefur
fækkað mikið að undanfórnu vegna
Slippstöðin á Akureyri:
margvíslegra erfiðleika við ræktun.
Að sögn Hans Larsen, verslunar-
stjóra í Dýraríkinu, þá er eftirspum
eftir páfagaukum nú mun meiri en
framboðið. Hann sagðist þó eiga von
á því að það lagaðist með haustinu.
Hans sagðist geta tekiö undir
áhyggjuraddir þeirra sem óttast úr-
kynjun enda hefði hér verið nánast
sami stofn páfagauka í 15 til 18 ár.
Lagafrumvarp sem felur í sér að
innflutningur verði leyfður, með
ströngum skilyrðum þó, var til með-
ferðar á Alþingi en tókst ekki að
ljúka afgreiðslu málsins. Aö sögn
Brynjólfs Sandholts yfirdýralæknis á
þetta lagafrumvarp að fela í sér aö
hægt verði aö flytja inn fugla til und-
aneldis en þá verður að geyma í ein-
angrunarstöð áður.
-SMJ
Páfagaukum hefur fækkað mikið undanfarið og kenna menn um skyldleika-
ræktun og úrkynjun.
veiðasjóður
smíði „sænska
skipsins“?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Svo kann að fara að ekki verði úr
því að Slippstöðin á Akureyri smíði
nýtt skip fyrir útgerðarmann afla-
skipsins Þórunnar Sveinsdóttur í
Vestmannaeyjum eins og samningar
höfðu verið gerðir um.
Samningar höfðu tekist milli aðila
um að Shppstöðin keypti skrokk-
hluta sem sænsk skipasmíðastöð var
byrjuð að smíða fyrir annað fyrir-
tæki í Vestmannaeyjum, en sænsku •
skipasmíðastöðinni mun hafa veriö
lokað vegna fjárhagserfiðleika. Átti
að flytja skrokkhlutanna til Akur-
eyrar og smíða síðan skipið þar fyrir
útgerðarmann Þórunnar Sveinsdótt-
ur og taka aflaskipið upp í.
Það nýjasta í málinu mun vera að
Fiskveiðasjóður vill lána þessum að-
ila í Eyjum til að kaupa skipið sem
Slippstöðin hefur nær lokið smíði á,
en ekki hefur tekist að selja vegna
þess að Fiskveiðasjóður hefur neitað
kaupendum um fyrirgreiðslu í tví-
gang til þessa. Skipið hentar hins
vegar ekki þessum aðila í Eyjum.
Grænt ljós hefur hins vegar ekki
fengist frá Fiskveiðasjóði um fyrir-
greiðslu til kaupa á „sænska skip-
inu“.
Krían farin aö verpa:
Vorið óvenju-
snemma á ferð
- segir Guömundur Ólafsson
„Ég held að það sé óhætt að segja
að vorið sé óvenjusnemma á ferðinni
hérna. Sonur minn fann kríuegg
niðri í fjöru enda er komiö mikið af
kríu. Við sjáum að hún er farin að
vinna við hreiðurgerð og lætur ófrið-
lega“ sagði Guðmundur Ólafsson
bóndi á Höfn í Melasveit í Borgar-
ftrði.
Guðmundur sagði að vorið hefði
verið gott í sunnanverðum Borgar-
firði þó enn væri mikill snjór á Snæ-
fellsnesi eins og hann varð var við í
ferð þangað nýlega. Guðmundur
sagði að krían væri óvenju snemma
á ferðinni og menn væru að vonast
eftir góðu sumri. -SMJ
KOSNINGASKRIFSTOFUR
sjAlfstædisflokksins
ÍREYKimriK
mm
Nes- og Melahverfi:|
Sími: 626485
Skrifstofa: Austurstræti lOa
Starfsmenn: Kolbrún Ólafsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kosningastjóri: Þórólfur Halldórsson
Veslur- og Midbœjarh verfi:WS$B&SSÍk
Sími: 626492
Skrifstofa: Austurstræti löa
Starfsmaður: Brynhildur Andersen
Kosningastjóri: Kristján Guðmundsson
Austurbœr og Nordurmýri:
Sími: 626487
Skrifstofa: Austurstræti lOa
Starfsmaður: Dagný Lárusdóttir
Kosningastjóri: Kári Tyrfingsson
Hiíða- og Holtahverfi:\
Sfmi: 83295
Skrifstofa: Valhöll, 2. hæð
Starfsmaður: Árni Jónsson
Kosningastjóri: Jóhann Gíslason
Sími: 83571^*’
Skrifstofa: Valhöll, 2. hæð
Starfsmaður: Unnur Ingimundardóttir
Kosningastjóri: Ásgeir Hallsson
Smáíbúða-, Bústaða- og Fossv.hvetfi:
Sími: 82055
Skrifstofa: Valhöll, I. hæð
Starfsmaður: Sóphus Guðmundsson
Kosningastjóri: Óðinn Geirsson
Laugamesh verfi:SMMHIMI&WS88MlSE8i
Sími: 82328
Skrifstofa: Valhöll, I. hæð
Starfsmaður: Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
Kosningastjóri: Garðar Ingvarsson
Langholtshveifi:\
Sími: 679308
Skrifstofa: Faxafeni 5
Starfsmaður: Linda Róbertsdóttir
Kosningastjóri: Lúðvík Friðriksson
Árbœjar-, Seláshverfi og Ártúnsholt:M
Sími: 672162
Skrifstofa: Hraunbæ 102b
Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir
Kosningastjóri: Jóhannes Óli Garðarsson
Breiðholtshveifi:\_________
Bakka- og Stekkjahverfi
Sími: 670297
Skóga- og Seljahverfi
Sími: 670349
Fella- og Hólahverfi
Sími: 670359
Skrifstofa: Þönglabakka 6
Starfsmenn: Bertha Biering
Hjördís Alfreðsdóttir
Kosningastjóri: Jón Sigurðsson
Sími: 675349
Skrifstofa: Gunnlaugsbúð,
Hverafold 1-3
Starfsmaður: Ragnhildur Sandholt
Kosningastjóri: Agúst ísfeld
U tankjörstaðaskrifstofa:\____
Opið kl. 9:00-22:00 alla daga
Skrifstofa: Valhöll, 3. hæð
Starfsmenn: Kristinn Antonsson
Sími: 679054
Gísli Jensson
Sími: 679032
Kosningastjóri: Óskar V. Friðriksson
Sími: 679053
Kosningaskrifstofurnar eru opnar alla
virka daga milli kl. 16:00 og 22:00 og um
helgar milli klukkan 14:00 og 18:00.
Frambjóðendur Sjálfstœðisflokksins verða til viðtals á
kosningaskrifstofunum alla daga frá kl. 17:30 til 19:00
og um helgarfrá kl. 14:00 til 15:30. Nánari upplýsingar
á kosningaskrifstofunum.