Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
SUZUKI SWIFT 1990
Glœsilegt útlit,
ötrúlega spameytinn.
Verð frá 613.000,-
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 68 51 00
Útlönd_______________________________________________dv
Sjálfstæðisbaráttan í Litháen:
Efnahagsþving-
anir segja til sín
Laus staða
DEILDARSTJÓRA UPPLÝSINGA-
OG FÉLAGSMÁLADEILDAR
TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS
Staöa deildarstjóra upplýsinga- og félagsmáladeildar
Tryggingastofnunar ríkisins er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist stofnuninni fyrir 15. júní 1990.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytið veitir stöö-
una.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Kjörstaðir
viö borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þ. 26. maí
1990 verða þessir:
Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjar-
skóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli,
Fellaskóli, Foldaskóli, Langholtsskóli, Laug-
arnesskóli, Melaskóli, Miðbæjarskóli, Sjó-
mannaskóli, Ölduselsskóli.
Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund,
Hrafnistu og Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Kjörfundur hefst laugardaginn 26. maí kl. 9.00 árdeg-
is og lýkur kl. 23.00.
Athygli er vakin á því að ef kjörstjórn óskar skal kjós-
andi sanna hver hann er með því að framvísa per-
sónuskilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Austur-
bæjarskólanum og þar hefst talning atkvæða þegar
að loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík
Guðmundur Vignir Jósefsson
Helgi V. Jónsson Guðríður Þorsteinsdóttir
- forsetar Eistlands og Lettlands hitta Gorbatsjov
Forsetar tveggja Eystrasaltsríkja,
Eistlands og Lettlands, ræddu í gær
við Gorbatsjov Sovétforseta um sjálf-
stæðisbaráttuna viö Eystrasalt. í
fréttum í Eistlandi var skýrt frá því
að á fundinum hefði Gorbatsjov ítr-
ekað þá kröfu sína að öll þrjú Eystra-
saltsríkin dragi til baka sjálfstæðis-
yfirlýsingar sínar og láti af baráttu
sinni fyrir fullveldi. Haft var eftir
Arnold Ruutel, forseta Eistlands, að
fundurinn heföi ekki verið ánægju-
legur.
Barátta Eystrasaltsríkjanna
þriggja fyrir endurheimt sjálfstæðis
síns fer nú harðnandi. Talið var að
, Litháar myndu ef til vill fallast á að
fresta gildistöku sjálfstæðisyfirlýs-
ingar sinnar frá 11. mars til aö auð-
velda samningaviðræður við
Moskvustjórnina. En ráðamenn í
Litháen og flestir fulltrúar á þingi
lýðveldisins hafa vísað slíkum hug-
myndum alfarið á bug. Þing lýöveld-
isins hefur enn til umfjöllunar hug-
myndir um tilslakanir af hendi Lit-
háa til að auðvelda samningaviðræð-
ur og hefur enn ekki samþykkt næsta
skref í sjálfstæðisbaráttunni. Sovét-
forseti setur sem skilyrði fyrir við-
ræðum að Litháar falli frá sjálfstæð-
isyfirlýsingunni eða fresti gildistöku
hennar að sinni.
Efnahagsþvinganir Moskvustjórn-
arinnar eru farnar að segja alvarlega
til sín í Litháen. Skrúfað verður fyrir
heitt vatn og rafmagn til flestra íbúa
lýðveldisins í lok vikunnar og verða
aöeins sjúkrahús og einstaka fyrir-
tæki sem fá að njóta þess eilítið leng-
ur. Litháar hafa nú mátt sæta efna-
hagslegum þvingunum af hendi
Moskvu í tvo mánuði.
Reuter
Efnahagsþvinganir Sovétmanna eru farnar að segja alvarlega til sín í Litháen. Skrúfað verður fyrir heitt vatn og
rafmagn til flestra íbúa lýðveldisins í lok vikunnar og þá verður flestum verksmiðjum lokað vegna skorts á oliu
og bensíni. Símamynd Reuter
Jóhannes
Inga Backman
Svavar
Guðmundur
LISTA- OG MENNINGARHÁlfÐ
G-listans ííslensku Óperunni
Uppstigningardag, 24. maíkl. 20.30.
Húsið opnar kl. 20.
Kynnir: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
auk Sigurjóns Péturssonar.
Stutt ávörp flytja: Ástráður Haraldsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Sig-
þrúðurGunnarsdóttir, Birna Þórðardóttir, GuðrúnÁgústsdóttirog
SvavarGestsson.
Tónlist og söng flytja: Kolbeinn Bjarnason, Bjartmar Guðlaugsson,
Inga Backman, Ólafur Vignir Albertsson, EinarGunnarsson, Hólm-
fríður Sigurðardóttir, Hreiðar Pálmason og djass-kvartett Guðmundar
Ingólfssonar.
Eftirhermur: Jóhannes Kristjánsson
Ljóðalestur: Viðar Eggertsson
Maddama Karen Krusenstjerna og frú Soffía Eggerts
komaíheimsókn.
FJOLMENNUM A BARATTUHATIÐINA
Bjartmar Birna
Sigþrúður
Viðar
GERUM REYKJAVÍK AÐ FÉLAGSLEGRI FYRIRMYNDARBORG!