Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
11
Útlönd
Sovétríkin:
Vaxandi effna-
hagsörðugleikar
Margir vestrænir útflytjendur
fara nú fram á aö sovésk inn-
flutningsfyrirtæki greiði vörur
sinar aö fullu áður en þær eru
fluttar til Sovétríkjanna, að því
er fram kom i fréttum Reuter-
fréttastofunnar. Mörg fyrirtæki,
sem eiga viðskipti við Sovétríkin,
hafa þegar stöðvaö vörusending-
ar þangað, samkvæmt sktjðana-
könnun á vegum Reuters. í sömu
könnun kom fram að flest þessi
fyrirtæki hafa ekki fengið greitt
fyrir viðskipti i sex mánuði.
Kaupsýslumenn segja að skort-
ur á erlendum gjaldmiðli í Sovét-
rikjunum sé ein ástæða fyrir því
hversu greiðslur fyrir vörur hafi
dregist. Að auki segja þeir að í
kjölfar þess að sovésk fyrirtæki
geti nú átt viöskipti beint við
vestræn fyrirtæki panti mörg
þeirra meira en þau geti ráðið við
að greiða.
Sovésk yfirvöld vinna nú aö því
að leysa sívaxandi efnahags-
vanda þjóðarinnar en ráðgjafar-
nefnd Sovétforseta samþykkti í
gær áætlun um umbætur í efna-
hagsmálum sem felur í sér breyt-
ingar frá miðstýringu til mark-
aðshagkerfis. Áætlunin, sem
verður lögð fyrir þing Sovétríkj-
anna í dag, hefur verið harðlega
gagnrýnd af sovéskum almenn-
ingi sem og mörgum þingmönn-
um löggjafarþingsins. Hvað hún
felur í sér nákvæmlega er ekki
ljóst en í útvarpi í Moskvu í gær
var skýrt frá því að hún gerði ráð
fyrir aö verö á matvælum tvö-
faldaðist. Talið er að slík verð-
hækkun á brauðvörum komi til
framkvæmda strax 1. júlí næst-
koraandi. Flest það sem gert er
ráð fyrir í áætlun forsetanefndar-
innar kemur ekki til fram-
kvæmda fyrr en í fyrsta lagi í
haust.
Róttækir þingmenn á sovéska
löggjafarþinginu segja að al-
menningur muni ekki sætta sig
við eins miklar verðhækkanir
eins og gert er ráö fyrir í áætlun-
inni Router
* Lyktarlaus
* Allícíní auðugur
* Hi-Potency
* Lægra verð
.©
ISLENSKA
VÖRUSALAN
BORGARTÚNI 28 - 104 REYKJAVÍK
SÍMI: 624522
Útsölustaðir: apótekin, heilsumarkaðir,
stærri matvöruversl.
Urval
Ráðherra barinn
Árás á einn af ráðherrum Ion IUes-
cus, forseta Rúmeníu, í gær skyggði
á gleði forsetans yfir stórsigri í kosn-
ingunum sem fram fóru á sunnudag-
inn.
Síðdegis í gær sendi Petre Roman
forsætisráðherra tvo ráðherra til
miðbæjarins í Búkarest til að ræða
við stjórnarandstæðinga í hungur-
verkfalli. Annar ráðherranna, Sever
Georgescu, þurfti hins vegar að taka
til fótanna er mótmælendur hræktu
á hann og kýldu hann. Maður nokk-
ur er sagöur hafa tekið ráðherrann
hálstaki.
Þegar búið var að telja nær 90 pró-
sent atkvæða í gær hafði Iliescu hlot-
ið 86 prósent. Samkvæmt spám virt-
ist sem flokkur forsetans, Þjóðfrels-
ishreyfingin, myndi hljóta 261 sæti
af 387 í neðri deild þingsins og 80 af
119 sætum í efri deild. Næststærsti
flokkurinn á þingi verður Lýðræðis-
bandalag Ungverja með um 7 prósent
atkvæða. Bandalagið er flokkur ung-
verska minnihlutans í Rúmeníu.
Frjálslyndir hlutu 6 prósent atkvæða
en Bændaflokkurinn 2 prósent.
Ásakanir um víðtækt kosninga-
svindl héldu áfram að berast í gær.
Bandarísku eftirhtsmennimir til-
kynntu Bush forseta að kosning-
arnar hefðu verið heiðarlegar en það
var skoðun margra annarra eftirlits-
manna að þær hefðu ekki farið fram
samkvæmt settum reglum og þá
helst vegna reynsluleysis en ekki
vegna þess að um skipulagt kosning-
asvindl hefði veriö að ræða.
Alþjóðlega Helsingsforsnefndin
gagnrýnir framkvæmd kosning-
anna. Einn fulltrúa hennar, Torstein
Hjellum, prófessor í Bergen, sagði á
fundi með fréttamönnum í Búkarest
í gær að nefndin efaöist um að kosn-
ingarnar hefðu veriö leynilegar og
frjálsar. Nefndi hann sérstaklega
framkvæmd kosninganna á lands-
byggðinni í Moldavíu, Olteníu og
Craiovu. í kjörstjórnum þar voru á
mörgum stöðum einungis fulltrúar
Þjóðfrelsishreyfingarinnar en engir
frá öðrum flokkum. Auk þess tóku
eftirlitsmenn Helsingforsnefndar-
innar eftir því að á mörgum stöðum
voru margir inni á kjörstað samtím-
is. Sums staðar var þetta fólk sem
borgarstjórar höfðu valið en annars
staðar voru hermenn inni.
Reuter og NTB
Simamynd Reuter
Aðstoðarmenn rúmenska
ráðherrans Severs Georgescu bjarga honum undan árásarmönnum.
Norður- og Suður-Yemen sameinast
Bandaríkin lýstu í gær yfir ánægju
sinni meö sameiningu Norður- og
Suður-Yemen og kváðu hana myndu
stuðla að stöðugleika og öryggi á
Arabíuskaganum.
Norður-Yemen, sem hefur verið
hallt undir Vesturlönd, og Suður-
Yemen, sem verið hefur sósíalískt,
sameinuðust formlega í gær eftir
þrjú hundruð ára aðskilnað og verða
íbúar hins nýja ríkis nær þrettán
milljónir. í síðasta mánuði tóku
Bandaríkin upp stjórnmálasamband
á ný við Suður-Yemen eftir þrjátíu
ára hlé. En ríkið var áfram á lista
Bandaríkjanna yfir þær þjóðir sem
halda hlífiskildi yfir hryðjuverka-
mönnum.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, Margaret Tutwiler,
sagði í gær að Bandaríkin myndu nú
endurskoða afstöðu sína en lagði
jafnframt á það áherslu að ekkert
ríki yrði tekið af listanum fyrr en það
hætti stuðningi við hryðjuverka-
menn.
Uppstokkun í
Varsjárbandalagið er ekki lengur
ógnun við ríki Vestur-Evrópu, að
mati vamarmálaráðherra aðildar-
ríkja Nato, Atlantshafsbandalagsins,
sem nú funda í Brussel. Ráðherrarn-
ir samþykktu víðtæka endurskoðun
á stefnu bandalagsins og þörfum þess
í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu en
í austurhluta álfunnar gengur nú
yfir bylgja lýðræðis og frelsis. Þá
samþykktu ráðherrarnir einnig að
falla frá langtímatakmarki um
þriggja prósenta árlega aukningu
framlaga til vamarmála í aðildar-
ríkjum bandalagsins en það takmark
var fyrst sett árið 1977.
Á fundinum kom fram að Bretar
eru efins um að samningur um fækk-
Nato
un hefðbundinna vopna í Evrópu, en
þær viöræður fara nú fram í Vín,
liggi fyrir í árslok eins og vonir
standa til. Tom King, varnarmála-
ráðherra Bretlands, sagði að vegna
hikandi afstöðu Sovétríkjanna til
sameiningar þýsku ríkjanna gæti svo
farið að slíkur samningur yrði ekki
undirritaður á þessu ári. Reuter
KflíUlM&AC/ Tlssues
MÝKT ER OKKAR STYRKUR
HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F.
Veiðimenn, nú geta allir
eignast hinar óviðjafnanlegu OR-
VIS flugustangir á sérstöku af-
mælisverði vegna afsláttar frá
verksmiðju á 10 ára afmæli ORVIS
á íslandi og 5 ára afmæli
Veiðivonar.
25 ára
Dæmi:
Orvis HLS-9 lína8. Kr. 36.140.
Afmælisverð kr. 28.900.
ábyrgð
eiðivi
Langholtsvegi 111,
sími 687090.
Orvis 13,6 lína 10. Kr. 48.515.
Afmælisverð kr. 37.810.
AFMÆLISTILBOÐ