Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990.
dv Lesendur
Blönduósingar
gangast undir próf
Snorri Bjarnason, Blönduósi, skrifar:
Á liðnu kjörtímabili breyttist
Blönduós í bæ. í viðtali við oddvita
kom þá fram að litlu breytti þetta
fyrir staðinn en sagði í spaugi að við
fengjum þó bjórinn - sem og varð.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Nýráðinn bæjarstjóri lýsti því yfir í
viðtali að hann væri því fylgjandi að
hér yrði opnuð áfengisútsala og taldi
það mikinn ávinning og sérstaklega
fjárhagslega. - Hefur þá sennilega
haft í huga lögreglu og sjúkrahús!
Bæjarstjórn hefur ákveðið að kosið
verði um hvort opnuð skuli áfengis-
útsala.
Vegna þess að ég lenti í því með
afstöðu minni í áfengismálum að
vera skipaður formaður áfengis-
varnanefndar, þá datt mér í hug að
framkvæma smá skyndipróf. - Ég fór
til vinkonu minnar í Lionessu-
klúbbnum og spurði hvort þær
myndu ekki vilja fylgja eftir góðum
árangri Lionsmanna á vímuvarnar-
daginn, þann 5. maí sl., meö því að
birta áskorun um að hafna áfengisút-
sölu. - Hún taldi það af og frá, því
um það væru svo skiptar skoðanir!
Þær höfðu hka kvöldið áður komið
saman og fengið sér í glas og fagnað
árangri hðins vetrar. - Einkunn 0
stig!
Þá frétti ég að samband kvenfélaga
A-Hún. ætlaði að halda sinn árlega
fund 12. maí. Ég skrifaði þeim fallegt
bréf og fór með það til formannsins
sem tók mér vel og þakkaði mér fyr-
ir að leggja þetta erindi inn til þeirra.
Formaðurinn las bréfiö og óskaði
eftir umræðum. - Eftir því sem ég
hefi frétt ræddu nokkrar konur ein-
arðlega um að taka afstöðu eins og í
bjórmálinu og skora á bæjarbúa að
hafna áfengisútsölu. Aðrar lögðust
þungt á móti.
Útkoman varð sú að þær skyldu
þegja. - Einkunnin á prófinu: fall.
Það verður að teljast lélegt, en þetta
var nú skyndipróf! - Nú eru aðeins
fáir dagar þar til Blönduósingar
gangast undir sitt próf og vonandi
koma þeir stoltir með sín skírteini,
sem alþjóð fylgist með, og þurfa ekki
að skammast sín.
Reiðhjól fyrir borgarstjóra?
Jóhannes J. skrifar:
í auglýsingu frá Nýjum vettvangi
sá ég að sá flokkur vill fá reiðhjól
fyrir borgarstjóra. Mér fmnst þetta
stórkostlega sniðugt. - Reykjavik
yrði örugglega fyrsta borgin í Evrópu
þar sem reiðhjól hlýtur slíka virðing-
arstöðu!
Það þyrfti ekki matartíma og gæti
verið til viðtals allan sólarhringinn.
Þá gætum við einnig fengð svona tíu
reiðhjól til að stjórna landinu, ef
þessi tilraun í borginni gengi að ósk-
um. - Fyrir umhverfisráðherra gæt-
um við svo vel fengið fjallahjól.
Burt með biðlistana
- 500 íbúðir á ári
í Reykjavík eru þúsundir fólks á
biðlistum eftir húsnæði til að full-
nægja frumþörf mannsins fyrir
þak yfir höfuðið. í þeim hópi eru
um 1350 aldraðir hjá Reykjavíkur-
borg einni, hundruð öryrkja hjá
þeirra samtökum og þúsundir
námsmanna sem hýrast í leiguhús-
næði af ýmsu tagi um alla borg.
Hjá Búseta er talan um 2000 manns.
Reykjavíkurborg er með langan
biðlista eftir leiguhúsnæði og alhr
þekkja biðröðina hjá Verkamanna-
bústöðum. Biðröðin skiptir þús-
undum.
Engin stefna hjá borginni
Þetta ástand má skrifa á reikning
borgarinnar að stærstum hluta.
Ekkert stórátak hefur verið gert í
Reykjavík í húsnæðismálum í tvo
áratugi. Það litla sem gert hefur
verið er á vegum ýmissa félagssam-
taka og dugar skammt. Hið fræga
lóðaframboð fyrir alla hefur snúist
um einbýlishúsalóðir sem eru
hættar að ganga út. Fjölbýlishúsa-
lóðum er fyrst og fremst úthlutað
til „réttra“ aðila og í mjög takmörk-
uðu magni. Leiguíbúöir borgarinn-
ar eru orðnar gamlar og úrsér-
gengnar flestar enda viðhald í lág-
marki og borginni til skammar.
Það má ætla að húsnæði þyki vera
ölmusa á stundum en ekki sjálfsögð
mannréttindi.
Engar bitastæðar áætlanir hafa
verið gerðar í áratugi um úrbætur
og þegar stærstu árgangar íslands-
sögunnar streymdu út á vinnu-
markaðinn og unga fólkið þurfti
htlar íbúðir þá var helst hægt að
fá lóðir fyrir 2-3 hundruð fermetra
einbýlishús. Gamla fólkið hefur
svo verið rekið í dýrar eignaríbúðir
sem hefur kostað það aleiguna og
oft á tíðum meira. Leiguíbúðir eru
nánast bannorð. Byggingarfélag
ungs fólks - Byggung, sem stofnað
var í Heimdalli á sínum tíma, er
horfið.
Stórmerk lög frá Alþingi
Á síðustu klukkutímum i störfum
Alþingis á nýliðnu starfsári varð
að lögum frumvarp um nýskipan
félagslega húsnæðiskerfisins sem
valda mun tímamótum í húsnæðis-
KjaUarinn
Reynir Ingibjartsson
Er á framboðslista
Nýs vettvangs
málum. Leiguíbúðir eru lagðar að
jöfnu við eignaríbúðir sem kostur
... og með því viðurkennt að sér-
eignarstefnan, sem fylgt hefur ver-
ið í gegnum þykkt og þunnt frá
upphafi borgarbyggðar, gengur
ekki lengur sem allra lausn. Hinir
ýmsu kostir hafa verið felldir í eina
heild og sveitarfélög gerð mun
ábyrgari fyrir húsnæðismálunum,
hvert á sínum stað, en nú er. Jafn-
framt skapast mun betri tækifæri
fyrir félagasamtök að byggja og
reka húsnæði en verið hefur til
þessa. Þessi nýju lög munu því
kalla á aðgerðir af hálfu sveitarfé-
laganna og auðvelda mjög að út-
rýma biðlistunum eftir húsnæði.
2000 íbúðir í Reykjavík
næstu 4 ár
Undanfarin ár hefur nánast þurft
að berja á forsvdrsmönnum
Reykjavíkurborgar til að sækja um
lán til kaupleiguíbúða og umsóknir
í skötulíki. Litli gamli skammtur-
inn af verkamannabústöðum hefur
verið látinn nægja þrátt fyrir tí-
falda biðröð... Nú dugar ekki leng-
ur að draga lappirnar.
Strax í sumar þarf að gera vand-
aða áætlun um byggingu hundraöa
íbúða á ári fyrir næstu 4 ár. Verð-
ugt mark væri 500 íbúðir á ári en
byggingarkostnaður þeirra ahra er
svipuð upphæð og búið er að verja
í ráðhúsiö og svokallað snúnings-
hús á verðlagi þessa árs eða nærri
2600 milljónir.
Hér verða borgin og hin ýmsu
félagasamtök að stilla saman
strengi sína og það á að vera sjálf-
sagt mál aö félögin fái úthlutað lóð-
um beint frá borginni og þurfi ekki
að sitja uppi með „gæluverktaka".
Þar sem það á við á borgin að sjá
um þjónusturými og sjálf á borgin
að leggja fram úr eigin sjóðuin
verulega upphæð til að mæta því
sem vantar upp á opinber lán sem
verða i mörgum tilfellum um 90%
byggingarkostnaðar í félagslega
húsnæðiskerfinu.
250 milljónir á ári, svo einhver
tala sé nefnd, er líklega helmingur
af þeirri upphæð sem fasteignasal-
ar fá í sinn hlut ár hvert fyrir
íbúðaskipti og ekki nema hluti af
hönnunarkostnaði ráðhússins
væntanlega.
Fyrir ungt fólk í dag eru hús-
næðismálin eitt stærsta máhð. Her-
skylda húsnæðisins er því miður
enn í fullu gildi og heimilið gert að
hornreku. Burt með biðlistana hjá
ungum sem öldnum.
Reynir Ingibjartsson
„Gamla fólkið hefur svo verið rekið í
dýrar eignaríbúðir sem hefur kostað
það aleiguna og oft á tíðum meira.
Leiguíbúðir eru nánast bannorð.“
13
Nýr umboðsmaöur á STOKKSEYRI
frá 22.5. ’90
Kristrún Kalmansdóttir
Garði, sími 31302.
Sjáandinn Suzanne Gerleit
Námskeið
Helgina 26-27. maí nk. í sal Templara „Hallarseli“
í Þarabakka, Mjóddinni (Vouge-húsinu), kl. 10-17.
Upplýslngar í síma 675443
SUMARÚTSALA
JJJÖIIJJl
í FULLUM GANGI
Rýmum fýrir nýjum vörum
Sjónvörp
Verð nú
20tommu litsjónvarpstæki m/fjarst. 37.950
21" litsjónvarpstæki, flatur skjár, m/fjarst. 49.950
21" stereo, flatur skjár, m/fjarst. 55.950
Verð áður
Örbylgjuofnar
26 lítra, 600 vött
Ferðatæki
872 stereo tvöfalt segulband ^ 2 200
873 stereo, lausir hátalarar, tvöfalt + segulb. -j 1 500
891 stereosegulbandoggeislaspilari 19 950
Útvarpsklukkur
428 m/tvöföldum vekjara
Bílaútvörp m/segulbandi
523 20 vött
555 50 vött m/minni p11
Geislaspilari
292016 bita geislaspilari
Bílahátalarar
40 vött, innfelldir
60 vatta boxhátalarar
100 vatta boxhátalarar
150 innfelldir
1.610 2.650
3.600 5.450
6.300 9-520
Tónjafnari
fyrirbíla
Finlux sjónvörp
Aðeins örfá tæki á sértilboði
24" stereo m/teletext
28" stereo m/teletext
verð nú
83.653
89.950
Hljómtækjasett TEC 2518
Magnari 50 vött, útvarp/tónjafnari tvöfalt
kassettutæki, geislaspilari, plötuspilari,
2x35W hátalari.
Fákafeni 11, sími 688005