Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. 15 Er okrað á öldruðum? Undir fyrirsögninni „Af hverju siðareglur fyrir borgarfulltrúa" birtist síðastliðinn laugardag aug- lýsing með 4 af stefnuskráratriðum B-listans. Af framsetningu og efni mátti sjá handbragð 2. manns list- ans, Alfreðs Þorsteinssonar, sem einstakur er fyrir ósmekklegan og rangfærðan málflutning í borgar- stjórn. í þriðja atriði þessarar auglýs- ingar er þess getið að ákveðnir byggingarverktakar á vegum ýmissa samtaka aldraðra selji „öldruðum íbúðir á óeðlilega háu verði“ vegna skilyrða viö lóðaút- hiutun af hálfu borgaryfirvalda. Hvað skyldi nú vera hæft í þessu? Fyrir 2 árum lét byggingarnefnd aldraðra á vegum borgarinnar gera athuganir á verði íbúða á þessu sviði á nokkuð breiðum grundvelli af óháðum ráðgefandi verkfræð- ingi. Þó að þessi athugun væri all- víðtæk og erfiö, varð það niður- staðan að ekki væri um óeðlilega hátt verð að ræða hjá þessum félög- um aldraðra og byggingarverktök- um þeirra. Samvinna þessara ýmsu félaga, samtaka aldraðra og byggingar- verktaka við borgina hófst 1983 þegar auglýst var á vegum borgar- innar eftir slíkum aðilum, sem vildu vinna að þessum málum með borgaryfirvöldum. Síðan hafa verið byggðar yfir 300 íbúðir í slíkri samvinnu og nú eru í byggingu um 160 íbúðir til við- bótar á vegum ýmissa samtaka, en byggingarverktakar framkvæma. Með þessu hefur fengist töluverð KjaUarinn Páll Gíslason læknir og borgarfulltrúi. Skipar 8. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík reynsla af þessum framkvæmdum, sem felast í 9 byggingum hér í Reykjavík, og nú þegar hafa verið byggðar á 8. hundraö íbúðir fyrir aldraða í borginni. Borgin hefur úthlutað lóðum, sem taldar hafa verið heppilegast- ar, og byggt jafnframt upp kerfi þjónustumiðstöðva við húsin eða í nágrenni þeirra á sinn kostnað og óháð byggingarkostnaði lóðanna. Hafa hvergi skapast nein veruleg vandkvæði sem ekki hafa verið leyst. Hér er um fjármagnsfrekar fram- kvæmdir að ræða og því nauðsyn- legt að tryggja framgang þessa án þess aö taka of mikla áhættu. Það þarf því öruggan og dugmikinn byggingarverktaka til þessa. Þetta hafa félög aldraðra skilið og því leitað til sömu verktakanna. Til að forðast of mikinn fjármagnskostn- að þarf að byggja á stuttum tíma, 15-18 mánuðum. Þetta hefur oftast tekist. Utan af landi höfum við nokkur sorgleg dæmi um hið gagnstæða þar sem allt hefur farið úr böndum og til þess að gamla fólkið biði ekki stórkostlegt fjárhagslegt tjón hafa sveitarfélögin orðið að skerast í leikinn og sum þeirra með upphæð- ir sem íþyngja mun fjárhag þeirra um langan tíma. Það er því mjög mikilvægt og í hag félagsmanna að ráða byggingarverktaka sem ekki bregst. Nýtt og gamalt Mörgum vex í augum að eldri íbúðir hafa staðið í stað hvað verð snertir um alllangt skeið meðan byggingarkostnaður nýrra íbúða hefur aukist, þannig að misræmi hefur myndast þegar skipta skal um íbúð. Þá þarf að minnast þess að eldri íbúðir eru viðhaldsfrekar og oft bíða á næsta leiti meiriháttar viðhaldsaðgerðir sem lækka sölu- verðið. Það er því ekki einhlítt að bera saman herbergjaijölda eða fermetra. Þá hefur lánakerfi ríkis- ins hvatt til mismunar í verði á nýju og notuðu húsnæði. Sé tekið tillit til sérstakrar gerðar íbúða fyr- ir aldraða þá má fullyrða að verð þeirra er ekki óeðlilegt. Borgin byggi og selji! Þá vilja Alfreð og Co að borgin hafi útboð á íbúðum til sölu á kostnaðarverði. Til að þetta væri fýsilegt þarf tvær forsendur: 1. Að borgin hafi nóg fé til fram- kvæmda á þessu sviði. 2. Aö kostnaðarverðið yrði lægra en nú er. Þó að borgin veiti nú 367 milljón- ir til bygginga stofnana á vegum aldraðra yrði ekkert fé laust til byggingar þessara þjónustuíbúða. Nú eru í byggingu 4 hús með 160 íbúðum sem kosta á að giska 800-900 milljónir króna. Þá er þess að geta að kostnaðarverö íbúða á vegum opinberra aðila hefur ekki reynst lægra en á hinum opna, frjálsa markaði. Tillaga Framsókn- ar er því óraunhæf og skaðleg mál- efninu. Samvinna borgar og frjálsra félaga Samvinna af því tagi hefur reynst vel í þau 7 ár sem hún hefur stað- ið. Það hafa orðið algjör straum- hvörf í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem óhugsandi er að hefðu annars orðið. Ég tel að þetta samstarf eigi að efla og fá fleiri aðila inn í samstarfið. Hin frjálsu félög geta leyst þetta að mestu. En hvér er hlutur Framsóknar? Alfreð og Co ætla að bæta úr skorti á hjúkrunarheimilum. Framsókn hefur skipað heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar undanfarin ár, en það er verkefni hans að stjórna bygg- ingu sjúkrahúsa og hjúkrunár- heimila. En það hefur verið fram- kvæmt með því að gera hlut Reyk- víkinga sem minnstan og skera af hvenær sem hann hefur átt þess kost. Og hefur hann gengið nær Reykvíkingum en aðrir ráðherrar í þessum efnum. Nei! Framsókn ætti aö líta í eigin barm og hver hugur flokksins er til Reykvíkinga. Það sem hið opinbera þarf að beita sér að er að koma á fót hjúkr- unarheimilum. Þar er þörfin mjög brýn og verður ekki leyst nema með öruggri forustu Reykjavíkur- borgar, sem hlaupi í skarðið fyrir ríkisstjórnina er hefur brugðist. Páll Gíslasou „Framsókn hefur skipað heilbrigðis- ráðherra ríkisstjórnar undanfarin ár, en það er verkefni hans að stjórna byggingu sjúkrahúsa og hjúkrunar- heimila. Það hefur verið framkvæmt með því að gera hlut Reykvíkinga sem minnstan og skera af hvenær sem hann hefur átt þess kost.“ Þriðja aflið í bæjarstjóm Hafnarflarðar: Framsóknar- flokkurinn Höfum bent á heilsársútivistarsvæði við Hvaleyrarvatn, segir hér m.a. Að þessu sinni bjóða einungis fjórir flokkar fram til bæjarstjórn- ar í Hafnarfirði. Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag. Berlega hefur komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur telja að val kjósenda snúist ein- ungis um þá tvo og að önnur fram- boð eigi vart rétt á sér. Að sjálfsögðu er þetta hin mesta firra og vil ég færa fram rök fyrir því að rétt sé fyrir kjósendur að velja fulltrúa úr röðum Framsókn- arflokksins í bæjarstjórn í Hafnar- flrði. Rökokkar í fyrsta lagi er það staðreynd að Framsóknarflokkurinn er annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins og áhrif hans eru mikil í íslensku þjóðlífi. Það hlýtur því að vera mik- ilvægt fyrir jafnstórt bæjarfélag og Hafnarfjörð að eiga fulltrúa úr röð- um hans í bæjarstjórn. í öðru lagi er það staðreynd að Hafnfirðingar hafa til þessa ekki sætt sig við eins flokks stjórn bæj- arins, enda er þá skammt í hvers konar spilhngu og hrossakaup sem ég ásamt fleirum vil ekki sjá í mínu bæjarfélagi. Þótt Guðmundur Árni Stefáns- son og Jóhann Bergþórsson séu hinir ágætustu menn og þeir njóti stuðnings margra, er ég viss um að bæjarbúar hafa lítinn áhuga á að gera þá að einvöldum í Hafnar- firði. í þriðja lagi snúast bæjarstjórn- arkosningar að stórum hluta til um val á einstaka persónum. Ég full- Kjallarinn Níels Árni Lund 1. maður á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði yrði aö það fólk sem er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn er gott fólk - venjulegt fólk sem vill bæjar- félagi sínu allt hið besta> í fjórða lagi vil ég benda á að við síðustu bæjarstjórnarkosningar kusu um 1250 mannstaðra flokka en þá sem nú eru í framboði. Þetta fólk vill hafa þriðja aflið í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og ég er sann- færður um að Framsóknarflokkur- inn er góður valkostur þeirra. í fimmta lagi fékk Framsóknar- flokkurinn í Reykjanesi 3444 at- kvæði við alþingiskosningarnar 1983 en 7043 atkvæði við síðustu kosningar sem fram fóru 1987. Það er því ljóst að fjöldi bæjarbúa vill styðja Framsóknarflokkinn og þeir fá tækifæri til þess nú. í sjötta lagi hefur enginn þeirra flokka sem nú bjóða fram í Hafnar- firði sett fram jafnskýra og afdrátt- arlausa stefnuskrá og viö fram- sóknarmenn og vil ég benda á nokkur atriði i því sambandi. Afdráttarlaus stefnuskrá Við munum vinna að framgangi umhverfismála og höfum þar bent á heilsársútivistarsvæði við Hval- eyrarvatn í svipuðum anda og Kjarnaskógur við Akureyri er. Þá viljum við að Hafnfirðingum verði gefinn kostur á landi í Krísuvík til uppgræðslu og að þar eigi þeir möguleika á að koma sér upp sum- arbústööum. Við leggjum áherslu á að nauð- synlegar endurbætur verði þegar gerðar á Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Staðreyndir sýna að vatnsskortur er í sumum bæjarhverfum á álags- tímum og fyrir þremur árum var varað við hættuástandi vegna bruna af þeim sökum. Samt sem áður hefur þessu máli ekkert verið sinnt á síðasta kjör- tímabili. Við munum beita okkur fyrir því að frárennslismálum bæjarins verði komið í viðunandi horf og að fjörur bæjarins veröi hreinsaðar. Við munum leggja áherslu á að málefnum fatlaðra verði betur sinnt en nú er og höfum það á stefnuskrá að hér rísi verndaður vinnustaður. Við -viljum að hafist veröi handa um byggingu fyrir aldraða við Sól- vang eins og samkomulag er til um en ekki hefur hlotið skilning hjá núverandi bæjarstjórn. Við teljum að biðhsti þeirra sem þurfa á húsnæði aö halda sé allt of langur, hvaða kerfi svo sem i gangi er og jafnframt að bærinn eigi að fjölga leiguíbúðum. Við leggjum áherslu á nauðsyn þess að fjölga skóladagheimilum og auðvelda foreldrum heils dags vistun fyrir börn sín. Viö styðjum hvers konar heil- brigt æskulýðs- og íþróttastarf og munum leggja okkar af mörkum til að stuðla að fjölþættri uppbygg- ingu þess. Við munum beita okkur fyrir ábyrgri fjármálastjórn bæjarins, þannig að skattpeningar íbúanna nýtist til annars en greiðslu vaxta, dráttarvaxta og afborgana lána. Framsóknarmenn ganga bjart- sýnir til þessara kosninga og stefna að því að verða hið öfluga þriðja afl í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem bænum er nauðsynlegt. Níels Árni Lund „Þá viljum viö að Hafnfirðingum verði gefinn kostur á landi í Krísuvík til upp- græðslu og að þar eigi þeir möguleika á að koma sér upp sumarbústöðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.