Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 17
16 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. fþróttir Tekur Jordan við Celtic? Forráðamerm skoska knattspyrnu- liðsins Celtic eru nú orðnir þreyttir á slöku gengi liðsins undanfarin ár og breytingar eru fyrirhugaðar hjá liöinu. Erkifjandi Celtic, Glasgow Rangers, hefur veriö alls ráðandi í skosku knattspyrnunni undanfarin ár og unnið skoska meistaratitil- inn íjórum sinnum síðustu fimm árin. Þetta líkar forráðamönnum Celtic eðlilega illa og nú eru taldar miklar líkur á því að Joe Jord- an, fyrrum leikmaður meö Leeds, Manchester United, AC Milan, Verona, Southampton og skoska landsliðinu, taki við liðinu af Billy McNeiU. Joe Jordan lék 52 landsleiki fyrir Skota og býr yfir míkilli reynslu sem atvinnumaður til margra ára. Hann er hins vegar tiltölulega nýr af nálinni sem ffamkvæmdastjóri. Hann hefur stjómað málum hjá Bristol City síðasta keppnistímabil og náð frábærum árangri með liðið. Bristol City færðist upp um deild og leik- ur í 2. deild næsta vetur. Ef Jordan fer til Celtic er talið liklegt að Bobby Gould, stjóri Wimbledon, taki viö stjóminni hjá Bristol City. -SK • Joe Jordan kom Bristol City upp í 2. deild i vetur og nú eru líkur á því að hann fari tii Celtic. George Graham í vondum málum George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, er 1 slæmum málum þessa dagana. Óhófleg kvensemi framkvæmdastjórans virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Yngismær nokkur sem Graham ku hafa farið illa með notaði meirihluta sjöundu síðu enska blaðsins Sunday Mirr- or um síöustu helgi til að ausa úr skálum reiði sinnar og fer fljóðið ekki fögrum orðum um framkvæmdasfjórann. Graham átti í ástarsambandi við 26 ára gamla hnátu, Paula Milton (sjá mynd), og meðan á sambandi þeirra stóð og allt lék í lyndi lagði Graham það í vana sinn að tryggja sér trúnað meyjarinnar með alls kyns fagurgala og engín önnur kona átti að vera til í hans heimi. En annað kom á daginn. Paula Milton trúði ekki sínum eigin augum á dögunum er hún las um náið samband framkvæmdastjórans og bandariskrar stúlku sem heitir Arianne Accristo í Sunday Mirror. Ungfrú Milton trylltist og ber Graham ekki vel söguna í enska blaö- inu. Hún segist meöal annars ekki geta skiliö það hvemig Graham geti skammað og refsað leikmönnum Arsenal á sama tíma og hann svívirði kvenfólk i löngum bunum. Þá segir Paula Milton eirrnig aö það geti svo sem verið aö Arsenal sé fyrrverandi meistari í ensku knattspyrnunni en framkvæmdastjóri liðsins sé ekkert ofurmenni í rekkjunni. Ekki er líklegt að samband Grahams og bandarísku stúlkunnar Accristo verði langlíff. Hún er fráskilin og fyrrverandi eiginmaður hennar segir að komist hún að einhverju óhreinu í sínu ástarsam- bandi pakki hún samstundis niður og kveðji. Hvort umtal stúlkunnar um Graham á við rök að styðjast skal ósagt látið en víst er aö umfjöllun Sunday Mirror mun ef til vill skaða imynd framkvæmdastjórans út á viö og jafnvel hins fræga félags einnig. -SK • Paula Miiton, 26 ára ensk yngismær, ber George Graham fram- kvæmdastjóra Arsenal ekki vel söguna eins og fram kemur í grein- inni hér að ofan. Framkvæmdastjórinn er á innfelldu myndinni. Bo Johansson valdi sterkan hóp: Atvinnumenn uppistaða landsliðsins - fyrir leikinn gegn Albaníu Bo Johansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti á blaða- mannafundi í gærkvöldi hvaða 16 leikmenn skipa landsliðshópinn fyr- ir landsleikinn gegn Albaníu í for- keppni Evrópukeppni landsliða þann 30. maí næstkomandi. Þetta verður 200. landsleikur íslands í knatt- spyrnu. í landsliðshópnum eru tíu leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum en liðið kemur fyrst saman til æfmga laugardaginn 26. maí. Þetta verður fyrsti leikurinn í Evrópukeppninni á þessu ári en ís- lendingar og Albanir hafa aldrei mæst á knattspyrnuvellinum áður. „Ég sá Albani leika gegn Svíum í september í fyrra og kom þá í ljós aö þeir eiga sterku landsliði á að skipa. Albanir hafa sýnt miklar framfarir á síðustu fjórum árum þannig að við eigum fyrir höndum erflðan leik. Á góðum degi á þó ís- lenska liðiö góða möguleika á sigri,“ sagði Bo Johansson á blaðamanna- fundinum í gærkvöldi. Albönum hefur gengið erfiðlega að sigra á útivöllum en í síðustu 29 leikj- um liðsins hafa 28 leikir tapast en einu sinni hefur liðinu tekist að ná jafntefli. Nokkrar breytingar hafa orðið á liöinu síðan í undankeppni heimsmeistarakeppninnar og hafa ungir og óreyndir leikmenn komið í staö reyndari leikmanna. 16 manna landsliðshópurinn sem Bo Johansson valdi í gærkvöldi lítur annars þannig út en landsleikjafjöldi hvers leikmanns er aftast í sviga: Bjarni Sigurðsson........Valur (33) Birkir Kristinsson.............Fram (3) Arnór Guðjohnsen.... Anderlecht (29) Atli Eðvaldsson..Genclerbirligi (60) Eyjólfur Sverrisson...Stuttgart (1) Guðmundur Torfason.St. Mirren (23) Guðni Bergsson......Tottenham (31) Gunnar Gíslason........Hácken (45) Krisfján Jónsson..........Fram (10) Ólafur Þórðarson.........Brann (34) Ormarr Örlygsson.................KA (6) 21 árs landsliðið valið gegn Albaníu - fyrir undankeppni ólympíuleikanna íslenska landsliðið í knattspymu skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur gegn Albaníu á Kópavogsvell- inum á þriðjudaginn kemur, 29. maí. Leikurinn er liður í undankeppni ólympíuleikanna. Auk íslands og Albaníu leika Spánverjar, Frakkar og Tékkar í þessum riðli. Marteinn Geirsson, þjálfari liðsins, hefur valið 16 leikmenn fyrir þennan leik og eru þeir eftirtaldir: Anton Markússon............Fram Bjarki Pétursson..............ÍA Bjarni Benediktsson......Stjarnan Grétar Steindórsson......:...UBK Haraldur Ingólfsson............í A Helgi Björgvinsson.......Víkingur Ingólfur Ingólfsson......Stjarnan Kristján Finnbogason...........KR Kristján Halldórsson...........ÍR Ólafur Pétursson..............ÍBK Ríkharður Daðason............Fram Rúnar Kristinsson..............KR Steinar Adolfsson...........Valur Valdimar Kristófersson...Stjarnan Þormóður Egilsson..............KR -JKS England tapaði heima - fyrir Uruguay, 1-2, í gærkvöldi Enska landsliðiö í knattspyrnu beið í gærkvöldi sinn fyrsta ósigur í 17 leikjum þegar það tapaöi, 1-2, fyr- ir Uruguay á Wembley-leikvangin- um í London. Leikurinn þótti lítið fyrir augað. Uruguay lék stífan varnarleik en átti stórhættulegar og vel útfærðar sókn- ir inn á milli. Santiago Ostolaza kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en John Barnes jafnaði snemma í þeim síð- ari. Það var síðan Jose Perdomo sem skoraði sigurmark Uruguay. Loksins vann Argentína leik Heimsmeistaralið Argentínu vann í gær sinn fyrsta sigur í tíu mánuði þegar það lagði ísraelsmenn að velli í Tel Aviv, 1-2. Sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi. Diego Maradona kom Argentínu yfir á 35. mínútu eftir skemmtilega samvinnu við Jorge Burruchaga en Tal Banim jafnaði fyrir heimamenn aðeins tveimur mínútum síöar. Claudio Caniggia, sem kom inn á sem varamaður, skoraði síðan sigur- markið eftir sendingu frá Burruc- haga um miðjan síðari hálfleik. -VS Lukic til Leeds Utd Leeds keypti í gær markvörðinn John Lukic frá Arsenal fyrir eina milljón punda eða 100 milljónir ís- lenskra króna. Lukic hefur leikiö með Arsenal í sjö ár en þangað kom hann einmitt frá Leeds á sínum tíma. Lukic er þriðji markvörðurinn í ensku knattspymunni sem kostar eina milljón punda eða meira. Arsen- al keypti á dögunum David Seaman frá QPR fyrir 1,3 milljónir punda og í fyrra keypti Crystal Palace mark- vörðinn Nigel Martyn frá Bristol Rovers fyrir eina milljón. Leeds leikur í 1. deild á ný næsta vetur eftir átta ára dvöl í 2. deild og hyggst greinilega freista þess að halda sæti sínu þar. -VS • Eyjólfur Sverrisson, sem leikur með Stuttg- art í Vestur-Þýskalandi, er í hópnum sem Bo Johansson valdi í gær. Pétur Ormslev........................Fram (34) PéturPétursson.....................KR(39) Sigurður Grétarsson................Luzern (28) Sævar Jónsson.......................Valur (54) Þorvaldur Örlygsson.........Nott. Forest (9) Landsleikurinn verður á Laugardalsvellinum og hefst kl. 20.00. Heiðurgestur á leiknum verður frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Ásgeir Sigurvinsson og kona hans munu einnig verða sérstakir gestir KSÍ á leiknum og mun Ásgeir verðaheiðraðurafKSÍ. -JKS Islandsmótið: 2. umferðin hefst á morgun Önnur umferð 1. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu hefst á morgun með þremur leikjum. í Vestamannaeyjum leika heimamenn gegn Þór frá Akureyri og hefst viðureign þeirra kl. 20. Eyjamenn fengu skell í 1. umferð gegn Fram og koma áreiðanlega grimmir til leiks á morgun. Þórsarar töpuðu einnig í sínum fyrsta leik gegn nýliöum Stjörnunnar og ætla sér örugglega að gera betur en í þeim leik. Fram og ÍA leika væntanlega á Valbjarn- arvelli kl. 16 þar sem ekkert verður leikið á aðalvellinum í Laugardal fyrr en að lokn- um landsleik íslands og Albaníu síðar í þess- um mánuði. Framarar sýndu það í Eyjum að lið þeirra er geysisterkt og þó svo að tveir leikmenn liðsins séu frá vegna meiðsla koma sterkir menn í staðinn. Skagamenn voru óheppnir gegn Vals- mönnum á Hlíðarenda á sunnudaginn og áttu skilið að minnsta kosti annað stigið, Haldi liðið áfram á sömu braut er það til alls líklegt. Alexander Högnason, hinn sterki leikmaður ÍA, var í leikbanni gegn Val og styrkir hann örugglega Skagaliðið. Stjarnan úr Garðabæ leikur sinn fyrsta heimaleik í 1. deild gegn KR. Fer leikurinn væntanlega fram á grasvelli þeirra Garð- bæinga og hefst kl. 20. Stjörnumenn komu nokkuð á óvart þegar liðið sigraði Þór á Akureyri í fyrstu umferðinni. Liðinu var spáð falh af förystumönnum félaganna í 1. deild og vilja Stjörnumenn örugglega af- sanna þá spá. KR-ingar, nýkrýndir Reykjavíkurmeistar- ar, voru ekki sannfærandi í sigurleik liðsins gegn Víkingi um síðustu helgi. Rúnar Krist- insson mun ekki leika með KR þar sem hann var rekinn af velli gegn Víkingi. Á síðasta ársþingi KSÍ var reglunum breytt á þá vegu að leikmaöur sem fær rautt spjald fer sjálíkrafa í eins leiks bann en í gömlu reglunum fór leikmaður ekki í leikbann fyrr enáhádegiáfóstudegi. -GH Keppt um Ameson-skjöldinn Á morgun veröur haldið golfmót á Grafar- holtsvellinum en keppt verður um hinn svo- nefnda Arneson-bikar. Ræst veröur út frá klukkan níu og verður leikinn 18 holu höggleik- ur með forgjöf. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. 17 Iþróttir Sport- stúfar Lið Dinamo Tirana varð um helgina al- banskur meistari í knattspyrnu í 15. sinn þó svo að félagið hafi tapað sið- asta leik sinum í deildinni gegn Partizani, 2-0. Tirana hlaut sam- tals 50 stig en Partizani varð í öðru sæti með 49 stig. Eins og kunnugt er þá leikur íslenska landsliðið í knattspyrnu sinn fyrsta leik í forkeppni Evrópu- keppni landsliða gegn Albaníu á Laugardalsvellinum 30. maí og má fastlega gera ráð fyrir að nokkir leikmenn úr þessum tveimur liðum verði í albanska liðinu. Enn kaupir Juventus leikmenn ítalska liðið Juventus sem á dögunum tryggði sér sigur í ,...y UEFA keppninni i knattspyrnu gekk í gær frá kaup- um á Paolo Di Canio frá Lazio. Kaupverðið á Di Canio var um 370 milljónir íslenkra króna. Ju- ventus sló heimsmet á dögunum þegar félagið keypti Roberto Baggio frá Fiorentina á 1,3 millj- arða íslenskra króna og fyrr í vetur keypti félagið Thomas Hássler frá Köln á 600 milljónir króna. Portland marði sigur á Phoenix Suns Portland Trailblazers og Phoenix Suns léku í fyrrinótt fyrsta leik sinn í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik. Lið Portland lék á heima- velli og sigraði naumlega, 100-98, í mjög jöfnum leik. Portland tryggði sér sigur þegar 17 sekúnd- ur voru til leiksloka. Clyde Drexl- er var aö vanda stigahæstur hjá Portland og skoraði 20 stig en hjá Phoenix var Champers stiga- hæstur með 29 stig og Kevin Jo- hnson með 20 stig. Tennismót í Fossvogi FILA tennismótið verður haldið á Víkingsvelli í Fossvogi dagana 31. maí til 4. júní. Skráning í mótið er í síma 621130 frá kl. 13 til 16 á daginn fyrir 26. maí. Gullitt framlengir samning sinn hjá AC Milan Hollenski landsliðs- maðurinn Ruud Gul- litt hefur skrifað undir nýjan þriggja ára; samning við ítalska félagsliðið AC Milan. Gullitt sem lítið hefm* getað leikið knattspyrnu á þessu ári vegna meiðsla sagði eftir að samningur hans var i hööi að hann væri mjög ánægður með að vera áfram hjá AC Milan. Hann sagöi ennfremur að Milan liðið væri frábært lið sem hjálpað hefði honum mikið þegar hann átti við meiðslin að stríða. AC Milan verður i sviðljósinu i kvöld en þá leikur Mðið til úrslita 1 Evr- ópukeppni meistaraliða gegn portúglaska hðinu Benfica og fer leikurinn fram i Vínaborg. Golfmót á Hólmsvelli i Leiru um helgína Opna Dunlop mótið í golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru á laugardag og sunnu- dag og hefst keppni kl. 8. Mót þetta er 2. stigamótið sem gefur stig til landsliðs og gert er ráð fyrir aö Jóhann Benediktsson, landsliðseinvaldur í golfi, velji eftir mótið þrjá keppendur til að taka þátt á Evrópumeistaramót- inu í golfi. Skráning í mótið verð- ur i golfskálanum á Hólmsvelh á flmmtudag og fóstudag frá kl. 16 til 19. inn af velli í leik KR gegn Víkingi í fyrstu umferö 1. deildarinnar í knatt- spyrnu síðasta laugardag, og brot bans var flokkað undir ofsafengna framkomu, sem getur þýtt allt að sex leikja bann. Rúnur löglegur á ný19. júní Rúnar verður því ekki með KR í næstu fjórum leikjum liðsins í 1. deild - gegn Stjörnunni í Garðabæ annað kvöld, gegn ÍBV á KR-velli 2. júní, gegn Þór á Akureyri 6. júní og gegn Fram á KR-velli 12. júní. Hann getur byrjað að spila á ný með vest- urbæjarliöinu þegar þaö mætir FH þann 19. júní. Mál Rúnars var það eina sem lá fyrir aganefnd á fyrsta fundi hennar á keppnistímabilinu í gær. Þess skal geta að sú breyting hefur verið gerð á starfsreglum aganefndar að nú fara leikmenn sjálfkrafa í bann í næsta leik eftir að þeir hafa verið reknir af velli, í stað þess að bannið taki gildi á hádegi næsta fóstudag eftir fund nefndarinnar. Samkvæmt gömlu reglunum heföi Rúnar getað leikið gegn Stjörnunni en síðan farið í bann. -VS Rúnar Kristinsson, landsliðsmað- fjögurra leikja bann af aganefnd ur úr KR, var í gær úrskurðaður í KSÍ. Rúnar var sem kunnugt er rek- • Rúnar Kristinsson var í gær úrskurðaður af aganefnd KSÍ í fjögurra leikja bann. Hann leikur að nýju gegn FH 19. júní næstkomandi. Rúnar dæmdur 4 leikja bann - verður löglegur á ný gegn FH 19. júní Hacken tapaði í úrslitum Gunnar Gunnarsson, DV, Sviþjóó: Djurgárden varð í gærkvöldi sænskur bikarmeistari í knatt- spyrnu með því að sigra Hácken frá Gautaborg, 3-0, á heimavehi sínum i Stokkhólmi. Gunnar Gíslason gat ekki leikið með Hác- ken vegna meiðsla og þulur sænska sjónvarpsins sagði fyrir leikinn að það væri skarð fyrir skildi. Djurgárden leikur í úrvalsdeild en Hácken er í 2. sæti í suður- riðli 1. deildar. Munurinn var þó lengi vel lítill á liðunum en ódýrt mark undir lok fyrri hálfleiks sló Hácken út af laginu. Mikael Martinsson skoraði tvö marka Djurgárden og Krister Nordin eitt. Fylkir áfram í bikarnum Fylkir sigraði Grindavík, 2-1, í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ á Árbæjarvellinum í gærkvöldi. Guðmundur Baldursson skoraði fyrir Fylki í fyrri hálfleik og Kristinn Tómasson bætti síðan öðru marki við. Einar Daníelsson náði að laga stöðuna fyrir Grind- víkinga og þeir sóttu mjög undir lok leiksins en tókst ekki að jafna metin. -VS I NYJA IÞROTTAHUSINU KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI í kvöld kl. 20.30 Gestahljómsveit Miðasala í öllum hljómplötuverslunum og vídeóleigum Steinars og Skífunni Kringlunni Miðaverð 1.500 kr. Börn yngri en 6 ára fá frítt inn í fýlgd með fullorðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.