Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990. 25 Tippað á tólf Geir Kristjánsson tekur við tæpiega þriggja milljóna króna ávísun frá Há- koni Gunnarssyni, frsmkvæmdastjóra íslenskra getrauna. DV-mynd E.J. Tólfurnar loða við Sæbjörgu Hreinsunarátaki íslenskra get- rauna lauk á laugardaginn með þre- fóldum potti auk Sprengipotts. Heild- arvinningar voru 3.655.721 króna. Sem fyrr voru úrslit snúin. Einungis ein tólfa fannst. Það var fyrrverandi markvörður Fram, Geir Kristjáns- son sem vinnur í fiskbúðinni Sæ- björgu, sem náði tólfunni ásamt tveimur vinnufélögum sínum. Geir var heldur betur á heimavelli er hann tippaði, því hann setti get-' raunaseðilinn sinn i sölukassa í Framheimilinu í Safamýri. Á seðlin- um voru 17 r-aðir. Ein þeirra var með tólf réttum en að auki voru þrjár ell- efur á seðlinum. Geir og félagar hans Jakob Júlíusson og Garðar Einars- son hljóta því samtals 2.945.606 krón- ur í vinning. Úrslit voru ekki mjög snúin. Helst kom sigur Stjörnumanna í Garðabæ, á Þór á Akureyri á óvart. Einnig voru tipparar óhressir með sigur AaB á Næstved. Það er frekar líklegt að Vestmannaeyingar hafi tippað á sitt lið, Akurnesingar á sitt lið, og Víkingarnir úr Hæðargarði á sitt lið. Það gafst ekki vel að þessu sinni en þessi lið munu auðvitað vinna marga sæta sigra í sumar. Fyrsti vinningur var 2.874.598 krónur. Annar vinningur 781.123 krónur skiptast milli 44 raða með ellefu rétta og hlýtur hver röð 17.752 krónur. Nú verður hlé á starfsemi íslenskra getrauna þangað til Heims- meistarakeppnin í knattspyrnu hefst 8. júní næstkomandi. Fylkismenn fengu flest áheit í síð- ustu viku 42.023 raöir. Framarar fengu áheit 28.143 raða. Á tímabilinu 1. júlí 1989 til 1. maí 1990fenguFylkis- menn flest áheit fyrir 1.048.720 raðir. Fram fékk áheit 981.866 raða, K.R. fékk áheit 621.103 raða,‘Valur fékk áheit fyrir 440.059 raðir og Í.A. fékk áheit fyrir 417.623 raðir. Það skiptir okkur máli að í borgarstjórn Reykjavíkur sitji kona sem er traustur fulltrúi félagshyggju og vinstri stefnu. Guðrún Ágústsdóttir er slíkur fulltrúi. Hún er þekkt úr kvennabaráttunni, fyrir störf sín að umferðar- og samgöngu- málum og menningarmálum. Þá hefur hún unnið dyggilega í þágu bárna og unglinga og aldraðra Reykvíkinga. Við undirrit- aðar skorum áykkur, Reykvíkingar góðir, að tryggja Guðrúnu Ágústsdóttur setu í borgarstjórn Reykjavikur. Kristbjörg Kjeld leikkona Lena Bergmann meinatæknir Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur Sjöfn Ingólfsdóttir bókavörður Guðrún Stephensen leikkona Margrét Guðnadóttir prófessor Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarþolsfræðingur Silja Áðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Kristrún Ágústsdóttir húsmóðir Svava Jakobsdóttir rithöfundur Guðrún Ásmundsdóttir leikkona I fyrsta skipti: Sameiginlegur getraunaseðill vrvL -mj Vins-fri Alþýðu- bandalagid Sérstakur heimsmeistaraseðill hef- ur verið tekinn í notkun. Nýr hug- búnaður fyrir íslenskar getraunir var vígður í gær. Seðillinn er með þrettán leikjum. íslendingar eru með sameiginlegan pott með Dönum og Svíum og tippa á tvo seðla á meðan á riðlakeppninni á HM stendur. Búist er við geysistórum potti og hafa menn tippað á að potturinn verði eitthundrað milljónir króna. Þetta er í fyrsta skipti í sögu heims- ins, að tippaö er á sameiginlegan seð- il, þar sem þrenns konar gjaldmiðill er notaður. Verð raðarinnar er mið- að við tvær sænskar krónur sem gerir tuttugu íslenskar krónur. Danir og Svíar opna fyrir sölu hjá sér í næstu viku. íslendingar geta tippað til klukkan 14.55 laugardaginn 9. júní næstkomandi, en Danir loka fyrir sölu hjá sér miðvikudaginn 6. júní og Svíar 7. júní. Heildarupphæð vinninga í Danmörku og Svíþjóð ætti að liggja fyrir föstudaginn 8. júní. Það er til mikils að vinna og má búast við mikilli þátttöku á íslandi. Leikir fyrra seðilsins eru: Sovétríkin-Rúmenía Ítalía-Austurríki Bandaríkin-Tékkóslóvakía Brasilía-Svíþjóð V-Þýskaland-Júgóslavía Kosta Ríka-Skotland Frantz Howitz, framkvæmdastjóri Dansk Tipstjeneste AS, Hákon Gunnars- son, framkvæmdastjóri íslenskra getrauna og Richard Frigren, fram- kvæmdastjóri AB Tipstjánst, búast viö mikilli þátttöku tippara, enda freista eitt hundrað milljónir margra. DV-mynd E.J. helgi og því sé það vis kostur. Þrír leikir eru leiknir í 1. deildinni íslensku 22. júlí: Í.A.-Valur, Víking- ur-K.R. og Fram-Í.B.V. Þaö skyldi þó aldrei vera að íslensk hð tylli sér á danska getraunaseðilinn. - ekkibara heppni England-írland Belgía-S Kórea Uraguay-Spánn Argentína-Sovétríkin Júgóslavía-Kólombía Kamerún-Rúmenía Austurríki-Tékkóslóvakía. Tippa Danir á íslenska leiki? Danskir knattspyrnumenn fara í frí yfir hásumarið. Dansk Tipstjen- este hefur þá þurft að grípa til þess ráðs aö nota leiki úr TOTO keppn- inni á getraunaseðla sína. Reyndar eru TOTO leikirnir leiknir beinlínis fyrir getraunafyrirtæki víða um Evr- ópu, á meðan frí er hjá þeim. Dönsk hð taka þátt í TOTO keppninni. Nú hafa komiö upp erfiðleikar hjá Dönum. TOTO leikir 21. og 22. júlí næstkomandi, hafa verið færðir til og því eiga Danir í erfiðleikum meö að fá nógu marga leiki á getraunaseð- ilinn sinn þá helgi. í danska Tips- bladet hefur verið bent á að leiknir séu leikir á Norðurlöndunum sömu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.