Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Page 32
AS KO I Ð KZL Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990. Kókið hækkar um 6 prósent Braut rúður í Alþingishúsinu Leitin í Ölfusá: Stór krani til Selfoss í morgun Leitarmenn hófu aftur leit að bíl- flakinu i Ölfusá í morgun. Einn af stærstu krönum landsins kom til Selfoss frá Reykjavík árla morguns og mun hann aðstoða við leitina. Að sögn lögreglu hafa hugsanlegir ^staðir verið lóðaðir út í ánni á síð- ustu dögum. Þrátt fyrir það er ekkert hægt að fullyrða ennþá hvort þar sé um að ræða bíhnn sem fór út í ána nýlega þegar tveir menn létust. Björgunarsveitarmenn slysavarna- félaganna og fleiri taka þátt í leitinni í Ölfusá í dag. _órr DV kemur næst út íostudaginn 25. maí. Smáauglýsingadeildin er opin í dag, miðvikudag, til kl. 22.00. Lokað á morgun, uppstigningar- '^?fag. Síminn er 27022. LOKI Þeir hjá Aðalverktökum hafa vitað af hækkuninni á kókinu. „Það er um sex prósent hækkun frá verskmiðjunni að ræða. Viö höfum Wkki hækkað verðið frá því í október síðastliðnum og þessi hækkun er lægri en almennar verðhækkanir á tímabilinu," sagði Bæring Ólafsson, sölustjóri hjá Vífilfelli, við DV. Kóka kóla hækkar nú um sex pró- sent á verðlista. Að sögn Bærings þýðir það að tveggja lítra flöskur kosta 190-195 krónur, eins og hálfs lítra um 175 krónur, dós 65-70 og þessi litla klassíska um 45 krónur innihaldið. Þessar tölur miðast við 25-30 prósent álagningu kaupmanns- ins sem getur verið hærri. -hlh Maður um þrítugt slapp á harða- hlaupum frá eftirlitsmanni viö Al- þingishúsið í gærkvöldi eftir að hafa brotið tvær rúður og kastað steinum að anddyri hússins. Rúðurnar sem brotnuðu eru á norðurhlið Alþingis- hússins, andspænis fatageymslum þingmanna. Maðurinn kastaði einn- ig steini að aðalhurðinni en hann lenti á rimlaverki. Lögreglan leitar nú að manninum. Erlendur Sveinsson aðalþingvörð- jjr sagði í samtali við DV í morgun áð tveir sjónarvottar hefðu verið að þessum skemmdarverkum. Því stæðu vonir til þess að maðurinn myndi nást enda hefur lýsing verið gefin á honum til lögreglu. -ÓTT Þjóðarsáttin í kjarasamningum rofin: Verkamenn Aðal verktaka fengu 23 nrÁQAnt hnÞlflrim |#l Vvvl I m I liArlVIVMI I Samkomulag tókst í gær milli verkamanna og vinnuvélastjóra annars vegar og Islenskra aðal- verktaka hins vegar. Launadeila hefur staðið nokkurn tima og í gær var tillaga trá Aðalverktökum bor- in upp á tveimur fundum - hjá verkamönnum og vinnuvélastjór- um. Áöur haíði verið gert sam- komulag við iðnaöarmenn. Verkamenn samþykktu tilboðið með 40 atkvæðum gegn 20 og vinnuvélastjórar samþykktu með naumum meirihluta - eða fjögurra atkvæða mun. - að mati starfsmanna sem hafa samþykkt „Við metum þessar hækkanir sem 23 prósenta hækkun á yfir- vinnuna cn dagvinna hækkar ekki. Yfirvinnutaxtamir sjálfir hækka ekki heldur er verkstjórum uppá- lagt að skrifa fleiri tíma en unnir eru til að ná fram hækkununum án þess aö taxtar hækki. í því sam- komulagi sem gert hefur verið verður tilfærsla á vinnutíma - sams konar og búið var að semja um við iðnaðarmenn," sagði einn starfsmanna íslenskra aðalverk- taka. „Þetta verður að vera þeirra mat. En þetta er ekki svo gott. Þetta er innan þess ramma sem hefur verið til viðmiðunar. Starfsmenn hafa haft rétt til að vinna sér inn bónusa og fleira á sumrin og þetta er í því formi. Meira hef ég ekki um þetta að segja aö sinni," sagði Ólafur Thors, starfsmannastjóri íslenskra aðalverktaka. „Ég vii ekkert segja um þetta fyrr enn ég hef heyrt í Stefáni Frið- finnssyni en hann hefur verið okk- ar tengiliður í þetta fyrirtæki,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, þegar DV ræddi við hann í morgun. Islenskir aðalverktakar eru í Vinnuveitendasambandinu. „Það eru miklar malbikunar- framkvæmdir framundan, meðal annars á flugbraut. Það er fyrirséð að það þarf að vinna mikla yfir- vinnu og því var staða fyrirtækis- ins erfið. Við vitum líka að Varnar- liðinu er illa við allar vinnudeilur og Aðalverktakar hafa eflaust verið undir miklum þrýstingi um að semja við okkur,“ sagði starfsmað- ur íslenskra aðalverktaka. -sme Gjaldþrot Nesco: Nálgast milljarð í töpuðum kröfum Höggmyndir Ásmundar Sveinssonar draga jafnan að sér marga ferðamenn. Nokkrir ferðamenn vitu verk hans fyrir sér í gær og er að sjá að höggmyndin Móðurást hafi vakið sérstaka hrifningu þeirra. Voru móðirin og barn- ið mynduð í bak og fyrir með þar til gerðum græjum. DV-mynd GVA Nesco fyrirtækin fjögur, sem eru til gjaldþrotameðferðar, munu hvergi nærri koma til með að eiga fyrir kröfum. Láta mun nærri að kröfur séu um einn milljarður. Stærst fyrirtækjanna var Nesco framleiðslufélag. Á núgildandi verð- lagi eru kröfur í það þrotabú rúmar 700 milljónir. Skiptafundir voru haldnir í tveimur fyrirtækjanna fyrr í vikunni. Samtals voru kröfur í þau 110 milljónir króna. Eignir eru nánast engar í öllum fjórum tilfellunum. Rannsóknarlög- reglan vinnur nú að rannsókn um hugsanleg undanskot eigna og eins hvort kröfuhöfum hafi verið mis- munað. Stærsta fyrirtækið, Nesco framleiðslufélag, á stórar kröfur á hin fyrirtækin en þau eiga lítið eða ekkert þannig að þaö er fátt sem fæst upp í þær kröfur. Kröfur framleiðslufélagsins á Nes- co Laugaveg og Neco Xenon eru um 61 milljón. Eignir þeirra þrotabúa eru nánast engar. Rannsóknarlögreglan vill ekki staðfesta hvort rannsóknin hafi leitt í ljós undanskot eigna. -sme * Veðrið á morgun: Léttskýjað og vægt næturfrost Á morgun verður hæg breytileg átt, þurrt og yfirleitt léttskýjað um allt land. Hiti 2-6 stig norðan- lands en 7-12 stig syðra að degin- um. Allvíða má búast við vægu næturfrosti. SAFARÍKAR CRILLSTEIKUR UrtiJ Jarlíi nn TRYGCVAGÖTU SPRENGISANDI BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.