Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Qupperneq 13
'
■
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990.
Garðar og gróður
um aö gróðurkassar séu steyptir nið-
ur í gólfplötu."
Garðhúsið stóreykur möguleika á
allri ræktun. Vaxtarhraði plantna
margfaldast og hægt er að rækta
gróður sem vonlaust væri annars.
Vegna gróskunnar er því aðalmálið
að hafa hemil á gróðrinum þannig
að hann verði ekki úti um allt og
nreki fólk inn til sín aftur. Fólk verð-
ur að átta sig á því að það er ekki
síður verið að rækta mannfólkið en
plönturnar.
Góð loftræsting
,.Það er algjört aðalatriði að loft-
ræstingin sé góð og það sé hægt að
opna vel út,“ segir Símon Ólafsson
húsasmiðameistari. „Maður nýtur
ekki sólarinnar í gegnum gler því
hitinn verður of mikill og ertandi.
Maður er heldur ekki í beinni snert-
ingu við náttúruna.
Hitasveiflur geta verið mjög miklar
inni í svona húsum og því mikilvægt
að allt efni og loftræsting sé í lagi.
Það skiptir miklu máh hvemig gler-
efni er notað, hvort notað er plexí-
gler, glært rúðugler eða reyklitað.
Húsið þarf að vera úr efni eins og
áh eða PVC prófílum sem eru ónæm
fyrir hita- og rakasveiflum. Timbur
þolir þær mun síður."
Garðhúseigandi sem DV talaði við
vísaði þessum fullyrðingum alger-
lega á bug. Hann er með garðhús úr
timhri og sagðist aldrei hafa lent í
vandræðum með það og þekkti ekki
dæmi um að slík vandræði hefðu
komið upp. Þar að auki væri tréverk-
Unnið að uppsetningu sólstofu.
ið miklu náttúrulegra og hlýlegra og
félh því mun betur inn í umhverflð.
Til hverra á að leita?
Óteljandi leiðir eru mögulegar þeg-
ar byggja skal garðhús. Oft er fyrst
látið hanna húsið og teikningar
fengnar sem síðan þurfa samþykki
byggingarnefndar. Þá er rétt að láta
bjóða í gluggasmíði og glerverk. Því
næst er hugsað um frágang hússins
og efni í það og að lokum er talað við
smið til að framkvæma verkið.
Ráðgjöf um uppsetningu og að-
íerðir við hana geta arkitektar og
þeir sem selja húsin best gefið. Þá
er einnig mjög gott að tala viö garð-
skálaeigendur, sjá í hvaða vandræð-
um þeir hafa lent og hvað þeir telja
að betur mætti fara. Því þótt sérfræð-
ingar hafi kannski mestu þekking-
una þá eru þeir þó ahtaf að selja sína
vöru og þjónustu.
Hugguleg sólstofa
kostar á við
meðal fólksbifreið
Verð á huggulegri sólstofu er svip-
að og á meðal fólksbifreið. Verðið fer
alveg eftir þeim fjármunum og kröf-
um sem fólk gerir á sama hátt og
sumir keyra um á Benz meðan aðrir
eru hæstánægðir með Trabantinn
sinn. Þá skiptir miklu máh hversu
mikið fólkið vinnur sjálft.
Heildarkostnaður fer þó varla und-
ir hálfa mihjón. Þegar búiö er að taka
saman kostnað við teikningu, undir-
stöður, sólstofuna sjálfa, gler, frá-
gang, hitalögn, flísalögn og húsgögn
getur kostnaðurinn slagað hátt í
mihjónina og jafnvel gott betur.
-PÍ
BLOMAMIÐSTÖÐIN H.F.
Leiðbeiningar
um meðferð afskorinna blóma.
1. Látið blómin standa stundarkorn í vatni áður en
umbúðir eru fjarlægðar.
2. Vasinn þarf að vera vel hreinn, sápuþveginn og
síðan skolaður.
3. Næringarefni, seld í blómabúðum, lengja líf blóma.
4. Skerið eða klippið af stöngulenda, áður en blómin
eru látin í vasa. Ekki skal brjóta eða merja stöngul-
enda.
5. Fjarlægið öll blöð, sem annars lenda í vatni. Þau
auka gerlagróður og stytta líf blóma.
' 6. Bætið reglulega í vasann, en skiptið ekki um vatn,
ef næringarefni er notað.
7. Geymið blómin á köldum stað um nætur og lengið
þannig líf þeirra.
8. Blóm þola ekki beina sól eða dragsúg.
Blómamiðstöðin leggur áherslu á góð blóm og
sendir þau í verslanir um land allt.
Hvernig væri að líta við í næstu blómaverslun,
reyna þessi ráð og geyma auglýsinguna.
Bætið lífið með biómum
Blómamiðstöðin h.f.
Stillum hraða í hóf
og HUGSUM FRAM
A VEGINN!
Sælureitur fjölskyldunnar. Garðskálaeigendur segja að notkun gömlu stof-
unnar hafi alveg dottið niður eftir að skálinn var byggður og stofan sé því
í raun óþörf.
IUMFERÐAR
'RAÐ
Gullfalleg garðhúsgögn í sumarbústað-
ínn, blómagarðinn eða garðstofuna.
Sferk og góð. Þau eru litekta og þola að
N standa úti allan órsins hring. Seljum
n j , einnig bœði lítil og stór blómaker, ein
' i mest seldu blómaker í Evrópu.
Gœðavara ó góðu verði.
\ 'J ! Þriggja óra ábyrgð.
STOLAR, BORÐ
LEGUBEKKIR,
BLOMAKER,
HJOLABORÐ OG FLEIRA
0PIÐTILKL.4 LAUGARDAG
(DCí&El
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •
L