Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
7
33 v Sandkom
Henti einhver
húsinu?
ÞeirhjáBjörg-
unarsveitun-
umscgjastvera
íhinummestu
vandraiöum
þessadaganaút
afLukkutríói
sínu.Svoer
nefnilcga mál
meðvextiað
aöalvinningur-
inn.semcr
glæsilegt ein-
býlishús í Graf-
arvogi, virðist ekki ætla að ganga út.
Rætnar tungur segja reyndar að hús-
ið hafl aldrex verið í umferð en það
fær nú tæpast staðist. Það var gefin
út ein milljón míða ogaðeins 200.000
eftir. Það er reyndar mjög „heppi-
legt“ að húsið skyldi ekki ganga út
strax þvi þá hefði þetta líklega verið
búiö spil. í samtali viö D V fyrir helgi
segist einn björgunarsveitamanna
hins vegar óttast að húsinu haft ein-
faldlega verið hent! Það væri líklega
einsdatmi í happdrættissögu ístend-
inga ef einhver hefði hent heilu húsi.
Áttuðu sig ekki
á því hve góðir
þeirvoru
Bandaríkja-
inenn hljóta að
ví>ra ofsalega
góöir í knatt-
spvnmúrþví
aðþeirunnu
okkarmenn
4-l.Þaðvarí
sjálfusórekki
nemavonaö
LárnsLoftsson
aðstoðarlands-
liðsþjálfari
hcldi þps-u
: framenþað vafðist siðan dálítið fyrir
honum að útskýra 5-1 tap Banda-
ríkjamanna fyrir Tékkum. Lárus var
helst á því að Bandaríkjamenn hefðu
vanmetið sjálfa sig og ekki áttað sig
á því hve góðir þeir voru í raun og
veru. Verst fyrir okkur að þeir skyldu
átta sig á því á meðan þeir voru að
leika við okkm-. Við verðum bara að
vona að þessi kennd renni af Banda-
ríkjamönnum sem fyrst því ella
verða þeir sendir heim frá Ítalíu með
fyrstu flugvél. Þetta er reyndar í
fyrsta skiptí sem maður heyrir um
að þessi ágæta þjóð vamneti sjáifa sig.
Geðprúðir karl-
menn til sölu
Sandkorns-
ritarifókkný-
legaíliendurn-
arfréttabréffrá
hjónamiðlun-
imii J - J. Þar
eráferðinni
forvitnilegur
texti og rná
meðalannars
nefna: „Það
komanýir
karlmenn í
hvcrri viku og
konhr með bom eru engin IVrirstaða.
Geðprýði og gott skap er áskilið og
18 ára og eldri. Reglusamir menn
hafa oftast meiri möguleika. Hluti af
góðum degi er að kynnast nýrri og
betrikarlmanni. Margir hafafundið
hamíngjuna fyrir mína milligöngu."
Þetta kallar maðm' að kuima að aug-
lýsa! Síðar í auglýsingrmni kemur
svo frara að miðlarinn tekur að sér
að aka fyrir kvenfólk hvenær sem er
sólarhringsins. Eínnig er hann með
neyðarvakt fyrir kvenfólk í
vandræðum.
Horfa til himins
I Svoerþað
einnHafnar-
fjaröarbrand-
ariílokin:
Vitiðþiðaf
hvcrjuhatn-
firskirkarl-
mennhorfa
stoðugt tilhim-
ímliessadav-
ana?
.Ju.þaðstafar
afþvíaöþeir
I hafaheyrtað
hafnfirskar konur séu alltaf með
annan fótinn í Reykjavík.
Umsjón: Sigurður M. Jónsson
Fréttir
Ahugi á andlegum málum fer vaxandi:
Upparnir eru komnir
á skyggnilýsingar
- ungt fólk áhugasamt, segir Þórhallur Guðmundsson miðill
Áhugi íslendinga á andlegum mál-
efnum virðist vera vaxandi og birtist
það meðal annars í aukinni ásókn á
skyggnilýsingar og þátttöku miðla í
íjölmiðlum.
Þessi aukni áhugi virðist reyndar
ekki vera bundinn við ísland því víða
erlendis hefur áhugi vaxið og má þar_
meðal annars nefna England en í
nýlegri grein í Sunday Times er þess
getið.
Hafa sumir viljað kalla þetta lífs-
stílsbreytingu hjá ungu fólki eftir
hina miklu efnishyggjubylgju sem
gengið hefur yfir Vesturlönd og birt-
ist meðal annars í „uppunum". Hefur
verið haft á orði að „upparnir" séu
nú komnir á skyggnilýsingar.
DV hafði samband við ungan mið-
il, Þórhall Guðmundsson, sem vakið
hefur nokkra athygh og leitaði áhts
hans á þessum aukna áhuga. Stað-
festi Þórhallur aukinn áhuga íslend-
inga á þessum málefnum sem hann
sagði að hefði ávallt verið mikil, þó
hann hafi risið og hnigið.
„Það virðist vera viss bylgja hjá
ungu fólki og maður sér það á
skyggnilýsingum að þar kemur mik-
ið af ungu fólki. Áður fyrr var það
meira eldra fólkið sem sótti þetta en
tímarnir breytast og mennirnir með.
Unga fólkið virðist sjá að það er ein-
hver tilgangur með því að lifa lífinu
og ýmsar spumingar hafa verið að
vakna,“ sagði Þórhallur en hann er
með skyggnilýsingar auk þess sem
hann sér um þátt á útvarpsstöðinni
Bylgjunni. Auk Þórhalls þá má geta
þeirra Þórunnar Maggíar og Jónu
Rúnu Kvaran en þær eru báðar með
skyggnilýsingar auk þess sem Jóna
~Rúna hefur séð um fastan pistil í
Pressunni.
Enginn „bisness“
Þórhallur segist hafa greint miðils-
gáfuna hjá sér síðan hann var barn
en þegar hann stóð á tvítugu hafi
hann fariö að starfa með hana. Síð-
ustu 10 árin hefur hann síðan starfað
að þessum málum. Hann er nú með-
limur í Sálarrannsóknafélaginu.
Auk þess má geta þess að hann er
frændi séra Sigurðar Hauks Guð-
jónssonar sem þekktur er fyrir
áhuga sinn á þessu málefni.
- En er mikill „bisness" að vera
miðill nú á tímum?
„Ekki af minni hálfu. Þó að ég
starfi við þetta nánast öllum stund-
um lifi ég ekki af þessu,“ sagði Þór-
haliur. -SMJ
Þórhallur Guðmundsson er orðinn
vel þekktur miðill þrátt fyrir ungan
aldur en hann segir að það sé ekki
mikið upp úr starfinu að hafa enda
væntanlega sóst eftir öðrum verð-
mætum.
„Fíflalætin i þeim.“ Eitthvað á þessa leið gæti þessi yfirvegaði hvolpur
verið að hugsa. Systkini hans eru með hugann allan við leikinn en það er
vist algengara viðfangsefni hjá ungviðinu en heimspekilegar vangaveltur.
DV-mynd RASI
Deilan um meöferöarheimiliö:
Leitað verði sátta
- segir í ályktun frá Öryrkjabandalaginu
„Þetta er afskaplega leiðinlegt mál
og fundum við okkur knúna til að
álykta um það,“ sagði Ásgerður Ingi-
marsdóttir, framkvæmdastjóri Ör-
yrkjabandalagsins, í viðtali við DV.
Stjórn bandalagsins hefur nýverið
ályktað og lýst yfir áhyggjum sínum
vegna þeirra samskiptaörðugleika
sem átt hafa sér stað milli íbúa og
starfsfólks meðferðarheimilisins að
Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi og ná-
granna þess að undanförnu.
Stjóm Öryrkjabandalagsins lýsir
sig og reiðubúna til þess að aðstoða
við að leita lausna á þeim deilum sem
upp eru komnar og skorar á bæjar-
stjórn Seltjarnarness að beita sér fyr-
ir sáttum í þessu máli.
í samtali DV við fulltrúa meðferð-
arheimilisins og bæjarskrifstofu Sel-
tjarnarness kom fram að sem stend-
ur væri málið í biðstöðu og að líkleg-
ast yrðu nokkrir mánuðir nýttir til
reynslu áður en ákvarðanir um
breytingar á rekstri heimilisins yrðu
teknar. -RóG.
Skákmót í Kaupmannahöfn:
Góður árangur
hjá Þresti
Þröstur Þórhallsson sigraöi á al-
þjóölegu skákmóti í Kaupmanna-
höfn sem lauk um helgina. Þröstur
varð efstur ásamt þeim Brinck-
Claussen frá Danmörku og
Pavlovic frá Júgóslavíu en þeir
fengu 6‘A vinning af 9 mögulegum.
Þröstur gat meira að segja leyft sér
að gera jafntefli í síðustu umferð.
Hannes Hlífar Stefánsson tefldi
einnig á mótinu en varð í 7. til 8.
sæti með 5 vinninga. Danir geta
verið ánægðir með mótið sem var
haldið til að gefa titlaveiðurum
þeirra möguleika og fengu tveir
Danir áfanga að alþjóðlegum titli,
þeir Antonsen og Niels Jörgen Fri-
es Nielsen. -SMJ
Byggöastofnun:
Tæpar 300 milljónir
settar til hliðar
Á síðasta ári setti Byggðastofnun
250 milljónir á afskriftareikning út-
lána og 45 milljónir á afskriftareikn-
ing hlutaijár. Stofnunin hefur því
búið sig undir 295 milljóna króna tap
vegna útlána sinna og fjárfestinga í
hlutafé fyrirtækja sem líklegt er að
fari á hausinn innan tíðar.
í upphafi síðasta árs var 231 milljón
inni á afskriftareikningi eftir 200
milljón króna framlag árið á undan.
Þessir fjármunir brunnu allir upp
því með 250 milljóna króna framlagi
á afskriftareikning í fyrra stendur
eftir tæplega sú upphæð eða 249
milljónir.
Byggðastofnun afskrifaði því um
230 milljónir í fyrra og bjó sig undir
295 milljóna króna tap til viðbótar.
Tap á rekstri stofnunarinnar varð
um 159 milljónir í fyrra.
í DV á föstudag var íjallaö um lán
opinberra sjóöa til loðdýraræktar og
fiskeldis. Þar var rangt farið með lán
Byggðastofnunar til loðdýraræktar
vegna misskilnings á milh starfs-
manns stofnunarinnar og blaða-
manns í símtali. Hið rétta er að úti-
standandi skuldir Byggðastofnunar
hjá loðdýraræktinni eru rúmar 155
milljónir króna og auk þess á hún
um 12 milljónir í hlutafé í fóðurstöðv-
um. Samanlagt nema útistandandi
lán stofnunarinnar hjá þessum
tveimur áhættusömu atvinnugrein-
um 1.049 milljónum og auk þess á
stofnunin hlutafé fyrir um 70 millj-
ónir króna. Samanlagt gerir þetta um
1.118 milljónir eöa um 700 milljónum
minna en eigiö fé stofnunarinnar.
Þótt þessar tvær greinar byðu báð-
ar skipbrot myndi eigið fé Byggða-
stofnunar því ekki brenna aÚt upp
þrátt fyrir að stofnunin yrði veik á
eftir. Henni er því allt eins hætt við
áföllum vegna 5.100 milljón króna
útistandandi lána til sjávarútvegs-
fyrirtækja sem mörg hver standa
tæpt.
-gse