Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
Menning
Millimúsík
Svissneska hljómsveitin I Salonisti hélt tónleika á
vegum Listahátíöar í Reykjavík í Listasafni Siguijóns
Ólafssonarí gær. Fimm hljóöfæraleikarar skipa hljóm-
sveitina og fluttu þeir létta tónlist að mestu frá fyrri
hluta þessarar aldar.
Þaö virðist vefjast fyrir mönnum hvernig skilgreina
beri létta tónlist af þessu tagi. Hún þykir vandaðri en
venjuleg dægurtónhst en þó ekki eins góö og fagurtón-
hst. Ríkharður Öm Pálsson, gagnrýnandi Alþýðu-
blaðsins, vill kaha hana mihimúsík og virðist það ekki
verra heiti en hvað annað. Til þess að flnna út nánar
hvað milhmúsík er þarf ekki annað en að fara á tón-
leika hjá I Salonisti og hlusta.
Lögin, sem þeir félagar léku, höfðu ýmislegt sameig:
inlegt. Mest áberandi var að í þeim öhum var mikií
áhersla lögð á laghnu. Annað skýrt einkenni var aö
undirleikur var mjög einfaldur. Þannig var lag eftir
lag með svokölluðum Um Pa Ba undirleik og verður
vart lengra komist í hugmyndalegri sparsemi í tón-
hst. Að þessu leyti er munurinn á millimúsík og fagur-
tónhst mikh þar sem í síðara dæminu er mjög sóst
eftir því að margir hlutir séu í gangi í senn, jafnt í
bakgrunni sem forgrunni. Hins vegar voru laglínurnar
sem I Salonisti léku oft haganlega gerðar og töluvert
í þær lagt. í þessu liggur að sjálfsögðu skýringin á
vinsældum þessara laga. Áheyrandinn þarf aðeins að
grípa eitt, laghnuna. Undirspihð er svo líkt því sem
liann þekkir úr öörum lögum að það krefst ekki um-
hugsunar. Þegar áheyrandinn verður leiður á laglín-
unni er ekkert eftir. Það er skýringin á því að engin
klassísk dægurlög eru til. Það er sögulega rangt sem
haft er eftir Antal Dorati í efnisskrá að til sé ódauðleg
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
létt tónhst. Hinar ýmsu kynslóðir manna virðst hafa
einkennilega sterka löngun tíl að geta kahað dægurlög-
in sín klassísk. Á tímum hippakynslóðarinnar voru
plötur Bítlanna stundum ekki nema þriggja daga gaml-
ar þegar stórar fyrirsagnir birtust í blöðum um að
þetta væri sönn klassík. Jasskynslóðin er jafnsann-
færð um að hennar dægurtónlist sé ódauðleg. Það
þarf varla að taka fram að börn hippanna þekkja ekki
mun á Bítlunum og hljómsveit Ottos Sylvester og
flnnst Rolhng Stones vera hallærislegir kahar með
gráa fiðringinn.
Þessar miklu áhyggjur af ódauðleikanum eru að
sjálfsögðu óþarfar. Hvað er rangt við aö hafa gaman
af tónlist þótt ekki sé tryggt aö hún verði eilífur eyma-
karl? Auðvitað ekki neitt. Að minnsta kosti ekki þegar
hún er spiluð eins vel og hjá I Salonisti. Og allra síst
þegar tónleikarnir eru haldnir á vordegi inni á Laugar-
nestanga innan um höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar
og með útsýn yfir sundin, Viðey og Esju. Þarna er
saman komin öh sú eilífð sem einn maður kemst yfir
að meðtaka á einu síðdegi og ekki á það bætandi. Þess
vegna var það hreinn óþarfi að gefa þeim félögum í I
Salonisti syndakvittun frá Antal Dorati í efnisskrá.
Finnur Torfi Stefánsson
Kvikmyndir
Háskólabíó - Skuggaverk
★ ★
Kjarnorkusprengja verður til
Einhver eftirminnhegasti og um leið
sorglegasti at-burður í veraldarsögunni skeði 6. ágúst
1945 þegar
Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima.
Þremur dögum seinna vörpuðu þeir annarri sprengju
á Nagasaki. í vitiseldi þessum létust á annað hundrað
þúsund manns á nokkrum sekúndum.
Hvað var það sem gerði það að verkum að kjarnorku-
sprengjunni var varpað á mannabyggð, kannski að
ástæðulausu, því tahð er að Japanir hefðu ekki haft
kraft í að halda stríðinu lengi áfram hvort eð var?
Skuggaverk (Shadowmaker) fjallar um þá tvo menn
sem kannski meira en aðrir báru ábyrgð á því að kjarn-
orkusprengjan varð að veruleika. Annar þeirra var
hershöfðinginn Leshe R. Groves sem stjómaði fram-
kvæmdinni með föðurlandsást að leiðarljósi. Hvað sem
það kostaði urðu Bandaríkjamenn að verða á undan
Þjóðveijum og þótt hann fengi þær upplýsingar að
Þjóðveijar mundu ekki ná að gera kjamorkusprengju
heldur hann þeim upplýsingum leyndum fyrir vísinda-
mönnunum svo ekki komi hik á þá.
Hin persónan er vísindamaðurinn J. Robert Oppen-
heimer, tragísk persóna í mannkynssögunni sem
margt hefur verið skrifað um. Að þessi friðarins mað-
ur skuh hafa lagt alla sína krafta í gerð kjamorku-
sprengjunnar er spuming sem sagnfræðingar sem og
aðrir hafa lengi velt fyrir sér.
Það er Paul Newman sem leikur Leshe. R. Groves.
Hann hefur oft verið betri en meðfæddir hæfileikar
hans til túlkunar á dramatískum augnablikum leyna
sér ekki og þótt persónan sé ekki beint sannfærandi
er leikur Newmans sterkur. Dwight Schultz á við erf-
iðara hlutverk að ghma og því miður nær hann ekki
að sýna nógu vel þær miklu tilfinningabylgjur sem
hljóta að hafa farið í gegnum Oppenheimer á sumum
þeim örlagastundum sem hann upplifir.
Leikstjóri er Roland Joffé og fyrirfram hefði maður
búist við sterkari kvikmynd frá leikstjóra The Killing
Fields og The Mission. Skuggaverk er ekki eins heil-
steypt verk og fyrri myndir hans tvær. Kannski er
ástæðan sú, sem hann hefur verið gagnrýndur hvað
mest fyrir, að farið er i kringum sannleikann eða hon-
um hagrætt. Hvað sem því hður nær Skuggaverk ekki
þeim tökum á manni sem efnið gefur til kynna og
verður því nokkuð langdregin.
SKUGGAVERK (SHADOWMAKERS).
Lelkstjórl: Roland Joffé.
HandritfBruce Roblnson og Roland Joffé.
Kvikmyndun: Vilmos Zsigmond.
Tónlist Ennio Morricone.
Aðalhlutverk: Paul Newman, Dwight Schultz, Bonnie Bedelia,
John Cusack, Laura Dern og Natasha Richardson.
Hilmar Karlsson
Húsmæðrafélag Kópavogs
tekið á móti greiðslum í dag, 12. júni,
milli 17 og 19 í Hamraborg 1, 3. hæð.
Utskrift úr Skrifstofu- og
ritaraskólanum
Skrifstofu- og ritaraskólinn (SR), áður
Ritaraskólinn, útskrifaði nýlega 160 nem-
endur af þremur stöðum á landinu:
Reykjavik 11. maí og Selfossi og Vest-
mannaeyjum 18. maí sl. U.þ.b. 130 nem-
endur útskrifuðust með almennt skrif-
stofupróf eftir eins árs nám við skólann
og 30 nemendur útskrifúðust með sér-
hæft skrifstofupróf af seinna námsárinu.
í Skrifstofu- og ritaraskólanum er nú
hægt að taka tveggja ára nám og er hvort
námsár sjálfstætt. Á fyrra árinu velja
nemendur um bókfærslu- og enskusvið
og á seinna árlnu velja þeir um fjármála-
og rekstrarbraut eða sölu- og markaðs-
braut. Inntökuskilyrði á fyrra árið eru
18 ára aldur og grunnskólapróf, en á
seinna árið lágmarkseinkunnin 7,0 í öll-
um greinum af fyrra árinu eða sambæri-
leg menntun. Næsta skólaár í SR hefst
10. september og er innritun þegar hafin.
Á myndinni eru nemendur sem hlutu
hæstu einkunn af öllum sviðvun.
Félag eldri borgara
Opið hús verður í Goðheimum, Sigtúni
3, 17. júní nk. Húsið opnað kl. 14. Leik-
hópurinn Snúður og Snælda sér um dag-
skrána sem ber heitið „Allar vildu meyj-
amar hann eiga“ og er úr verkum Davíðs
Stefánssonar. Dansleikur hefst kl. 20.
Tapað fundið
Smásögur töpuðust
Glært plasthylki með þremur smásögum
og ljósmynd af dreng tapaðist i strætis-
vagnaskýlinu á Brúnavegi á móts við
Hrafnistu í endaðan maí. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 24265 eftir kl. 18.
Leðurjakki tapaðist
Svartur leðurjakki í bamastærð tapaðist
á tröppum á Laugavegi 30 annan í hvita-
sunnu. Leðuijakkinn er með herðapúð-
um og málmstjömum á brjóststykki,
spæll að aftan og röndótt fóður. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 621222.
MINNINGARKORT
Sími:
694100
Flóamarkaður
Þessir strákar á myndinni, þeir Gísli
Sverrisson, Guðmundur Bjömsson, Ás-
geir Halldórsson og Amar Snorri Jóns-
son héldu nýlega flóamarkað í Mosgerði
12, til styrktar Mæðrastyrksnefnd.
Tombóla
Þessir krakkar í Daltúni í Kópavogi tóku
sig til og héldu tombólu. Þau söfnuðu
rúmum þrettán hundmð krónum sem
þau færðu Rauða krossinum. Krakkamir
heita Ami Guðlaugsson, Steinar Krist-
jánsson, Hildur Björg Jónasdóttir og
Kristín Guðlaugsdóttir.
Andlát Jarðarfarir Fjölmiðlar DV
hólum andaöist 10. júní sl. á heimili
sínu, Birkivöllum 20, Selfossi.
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Árskógum 11,
Egilsstöðum, andaðist í sjúkrahús-
inu á Neskaupstað 10. júní.
Axel Bay prentmyndassmíðameist-
ari, Havnegade 102,5900 Rudköbing,
Langeland, andaðist á sjúkrahúsi í
Odense fóstudaginn 8. júní 1990.
Kolbeinn Jóhannsson, Hamarsholti,
Gnúpverjahreppi, lést í Landspítal-
anum fóstudaginn 8. júní.
Þorsteinn Halldórsson rakarameist-
ari, Ljósalandi (Vallarbraut 10), Sel-
tjamamesi, lést sunnudaginn 10.
júní á Hrafnistu í Reykjavík.
Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir,
Asparfelli 6, Reykjavík, lést af slys-
fóram laugardaginn 9. júní.
Þórný Sigríður Stefánsdóttir, Aust-
urbrún 2, lést í Borgarspítalanum 10.
júní.
Sigríður Haraldsdóttir frá Firði,
Seyðisfirði, Dalbraut 27, Reykjavík,
andaðist sunnudaginn 10. júní í
Borgarspítalanum.
er lést 2. júní, verður jarðsungin frá
Seltjamarneskirkju miðvikudaginn
16. júní kl. 13.30.
Ingibjörg Bjarnadóttir Jacobsen,
Gilsbakka, Blesugróf, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju miðviku-
daginn 13. júní kl. 15.
Egill H. Hjálmarsson bifvélavirkja-
meistari verður jarðsunginn frá As-
kirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 15.
Halldóra Melsted, Hraunbæ 162,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 14. júní kl. 13.30.
Tfikynningar
Þjónustumiðstöð aldraðra
Vesturgötu 7
Alla miövikudaga veröur starfandi
heilsuhópur, sundferð, ganga og sam-
vera. Mæting kl. 9.30. Kl. 13 myndlistar-
kennsla, leiöbeinandi Anna Guöjónsdótt-
ir. Á fimmtudag verður fariö í Norræna
húsið kl. 13.30 á sýninguna Hemám og
stríösár. Rúta frá Vesturgötu 7.
iþróttafréttamenn hins ríkis-
rekna sjónvarps kætast sjálfsagt
þessa dagana yfir beinum útsend-
ingum sínum sem virðast vera að
malakeppinautinn. Þessar útsend-
ingar era enn eitt dæmi þess að
heimurinn er að þj appast saman
og skemmtanaiðnaöurinn um leiö.
íþróttireru „showbusiness" og
knattspymumennirnír skemmti-
kraftarnir
Það fer hins vegar ekki hjá þvi
að þessar beinu útsendingar leggi
nokkrar skyldur á heröar íþrótta-
fréttaraanna rikissjónvarpsins.
Þeir þurfa nefnilega að hafa ofan
affyrir áhorfendum ogveitaupp-
lýsingum til þeirra á meðan á mjög
svo mismunandi skemmtilegum
leikjumstendur.
Víð fyrstu sýn virðist þetta ætla
að mistakast. Fréttamennimir hafa
fyllst svomiklu sjálfstraustiaðþeir
ætla að sitja einir að áhorfendun-
um í stað þess að fara að dæmi
erlendra sjónvarpsstöðva. Þar
heyrir til algerrar undantekningar
ef ekki koma fleiri en einn og fleiri
en tveir við sögu á meðan á knatt-
spymuleik (eöa öðram íþróttavið-
hurðum) stendur. Áhorfendur eiga
rétt á fjölbreytni, skemmtun og
upplýsingum. 111 þess að það sé
unnt verða fréttamennimir að
hleypa „sérfræðingum" inn í HM
stúdíósitt.- Mönnumsemhafa
unnið heima og hafa sérfræðiá-
huga á einstökum iiðum.
Þau tvö tilfelli þar sem „sérfræð-
ingum'* hefur verið hleypt að hafa
mistekist, einfaldlega af þvi að þeir
hölðu engu viö lýsinguna aö bæta.
Seinni útsendingin byggðist reynd-
ar á misskildum ungmennafélags-
anda.
Eftir því sem liður á keppnina
verður brýnna íyrir íþróttafrétta-
menn sjónvarps aö gera eitthvað
nýtt. Að öðrum kosti eiga þeir á
hættu aö áhorfendur fari aö láta
þá gjalda fábreytni lýsinganna.
Sigurður M. Jónsson