Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
Heimsmarkaður:
Fiskverð
á uppleið
Almenn fiskveröshækkun hefur
orðið á Bandaríkjamarkaði í kjölfar
hækkunar í Evrópu. Coldwater Sea-
food Corporation, dótturfyrirtæki
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
hefur þannig hækkað sína vöru um
3 til 6 prósent. Eftir hækkunina er
þorskblokkin komin í 1,95 dollara.
Eftir sem áður greiðir Evrópumark-
aður hærra verða en þar fer þorsk-
blokkin á 2 til 2,15 dollara.
Ástæða þessara hækkana er sam-
dráttur í fiskveiðum í heiminum.
Hans gætir beggja vegna hafs. Auk
þessa hefur Evrópumarkaður verið
að styrkjast á kostnað annarra mark-
aða. Hann hefur þannig tekið umtals-
vert frá Ameríkumarkaði í þorski og
ýsu og af Asíumarkaöi í grálúðu,
karfa og öðrum fisktegundum.
-gse
Skaui 4 skúma
með haglabyssu
Ölvaður sölumaður úr Reykjavík
var handtekinn á Breiðamerkur-
sandi, skammt .vestan við Jökulsár-
lón, um helgina eftir að hafa skotið
á og drepið friðaða fugla.
Eitthvað mun manninum hafa
staðið stuggur af hinum tignarlega
og ógnvekjandi skúm sem ver hreið-
ur sín á söndunum. Þegar lögreglan
kom aö manninum hafði hann skotið
fjóra skúma. Lögreglan lagði hald á
bifreið mannsins og skotvopn, enda
var hann grunaður um ölvun. Fugl-
amir eru nú geymdir í frystigeymsl-
um lögreglunnar á Höfn.
Maðurinn hafði byssuleyfi en
ströng viðurlög eru við því að vera
ölvaður og hafa skotvopn undir
höndum. Auk þess er óleyfilegt að
skjóta friðaða fugla.
-ÓTT
Svettu hrossin
boðin upp
Bæjarfógeti hefur ákveðið að bjóða
upp hesta Sigríöar Stefánsdóttur þar
sem um stórfellt og endurtekið brot
er að ræða. Eins og DV hefur skýrt
frá svelti hún hrossin þannig að þau
voru orðin mjög veikburða. Áöur
hefur konan svelt 2 hross þannig að
nauðsynlegt var að lóga þeim. Upp-
boð á þessum 10 hrossum verður
haldið á fimmtudaginn næstkomandi
kl. 18 við rétt Sigurjóns Sveinssonar
forðagæslumanns við Kaldárselsveg.
-PÍ
Vilja segja sig úr
Mikii óiga er nú á meðal hesta-
manna vegna hrossadóma á vegum
Búnaðarfélags íslands. Haida
hestamenn þvi fram aö dómar séu
nú mun harðari en í venjulegu ári
sem sé reyndar vaninn þau ár sem
landsmót hestamanna fari fram.
Nú þykir mönnum hins vegar
keyra um þverbak og gerast þær
raddir sífeiit háværari sem vilja
úrsögn Félags hrossabænda úr
Búnaðarféiagi íslands.
„Það er rétt aö bændur hafa
margir komið að máii við okkur
og viijað gera eitthvað í máiinu
strax," sagði séra Haildór Gutm-
arsson í Holti en hann er í stjórn
Félags hrossabænda. Sagði hann
að óánægjuna mætti greina um
land allt.
Menn munu hins vegar ekki vera
á einu máii um það hvort uppgjör
við ráðunautana sé heppiiegt strax
og eru margir sem vilja geyma það
tii haustsins. Sagði Halldór að hann
teldi erfitt að koma því i kring fyr-
ir iandsmótiö sem liæfist i júlíbyrj-
un.
Hrossaræktarráöunautarnir
tveir, þeir Þorkell Bjarnason og
Kristinn Hugason, hafa dæmt
marga hesta þaö sem af er árinu,
meöal annars með tiliiti til lands-
mótsins. Eru margir hrossaeigend-
ur ákafiega ósáttir við dóma þeirra
enda getur slæmur dómur lækkað
hesta verulega í verði og útiiokað
möguleika þeirra á að komast í
ættbók. í kringum landsmótið
koma margir útlendingar hingaö
tii lands og hugsuðu hestamenn sér
gott til glóðarinnar. Þá hefur ein-
kunnagjöfinni verið breytt, til
dæmis varðandi dóma fyrir bygg-
ingu. Hafa mörg hross lækkað í
einkunn ef tekið er mið af þeirri
einkunn er þau fengu fyrr á árinu.
Að söp Halldórs sjá menn ýmsa
möguleika um framvindu mála.
VOja menn þá starfa i farvegi
hrossaræktarnefndarinnar en
segja sig úr lögum við Búnaðarfé-
lagið. Sagði Halldór að lögum sam-
kvæmt hefðu hrossabændur leyfi
til að stofna fagfélag sem tæki að
sér hrossadóma og réði til þess sér-
staka ráðunauta. Átti Halldór von
á frekari fundaiiöldum um þetta
mál fljótlega og er gert ráð fyrir
umræðu um úrsögnina innan Fé-
lags hrossabænda á næstuniú.
-SMJ
Það fór vel um þennan hrossahóp sem Ijósmyndari DV festi á filmu i gær, enda ótrúlegt að hann þurfi að þola
umdeilda hrossadóma. Þó að hrossin standi í höm þá væsir ekki um þau enda hin þrifaiegustu. Það styttist nú
I landsmót hestamanna og má gera ráð fyrir að hestar og hestamenn leysi knattspyrnuna af hólmi hjá mörgum
i júlímánuði. DV-mynd GVA
Hjólreiðamaður
og gangandi
kona slösuðust
19 ára gamall pOtur á reiðhjóli og
77 ára gömul fótgangandi kona slös-
uðust í umferðinni í Reykjavík í gær.
Einnig slasaðist ökumaður einnar
bifreiðar sem lenti í fimm bíla
árekstri á Reykjanesbraut.
POturinn slasaðist er hann hjólaði
inn á götuna og lenti á bíl sem kom
akandi á móts við NorðurfeO og Iðu-
fell í gærmorgun. Hann hlaut stóran
skurð á höfði auk innvortis meiðsla
og missti hann meðvitund. POturinn
var fluttur í skyndi á slysadeild en
hann var þó ekki talinn í lífshættu.
Ánnað slys varð er 77 ára gömul
varð fyrir bíl er hún var að ganga frá
strætisvagnaskýli og suður yfir
Miklubraut síðdegis í gær. Konan
missti meðvitund og var tahð að hún
hefði fótbrotnað. Slysið varð á móts
við strætisvagnaskýli og er hellulögð
gangstétt á umferðareyju sem hggur
á milli hinna umferðarþungu ak-
reina. Þarna er engin sebrabraut og
eru shkir staðir að sögn lögreglu
dæmigerðar slysagildrur. Á þessum
stað hafa orðið nokkur alvarleg slys,
þarámeðaldauðaslys. -ÓTT
LOKI
Dómarar gefa gulu og
rauðu spjöldin
víðar en á Ítalíu.
Veðriö á morgun:
Rigning
eða súld
Á morgun verður rigning eða
súld á Suður- og Vesturlandi en
smáskúrir víða annarsstaðar. Þó
eru allgóðar líkur á björtu veðri
á Austurlandi. Hitinn verður 9-14
stig.
SKUIUIBÍIAR
25050
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
opid um kvöld og helgar
Kgntucky
Fned
Chicken
Faxafeni 2, Reykjavík
Hjallahrauni 15, Hafnaríirði
Kjúklingar sem bragó er að
Opið alla daga frá 11-22