Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990. Fréttir Karl Þórðarson - 35 ára og enn meðal þeirra bestu. Fótboltalanglifi á Skaganum?: Karl orðinn 35 ára og enn í eldlínunni Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Karl Þórðarson, hinn snjalli útherji Skagamanna í knattspyrnunni, hélt upp á 35. afmælisdag sinn þann 31. maí sl. Átján er eru nú hðin frá því Karl lék sinn fyrsta meistaraflokks- leik. Svo virðist sem knattspymulang- lífi gangi í erfðir í ætt Karls. Faðir hans, Þórður Jónsson, sem lék lengi með Akranesi og einnig landsliðinu, var einnig í eldlínunni í meistara- flokki þar til hann var 35 ára. Lék síðustu leiki sína haustið 1968. Ríkharður Jónsson, sá landsfrægi knattpyrnumaður, er bróðir Þórðar og því fóðurbróðir Karls. Hann bætti um betur á sínum tíma og lék með meistaraflokki þar til hann var 37 ára gamall. Síðustu leikina lék hann haustiö 1966. Þess má til gamans geta að Karl og Sigurður Jónsson, sem nú leikur með Arsenal, eru bræðrasynir. Jón faðir Sigurðar lék einnig um tíma með gullaldarliði Skagamanna. Sig- urður lék sinn fyrsta meistaraflokks- leik með Akurnesinum sumarið 1982, þá ekki orðinn 16 ára. Skagaströnd: Grænir fingur á lofti í sumar - græða upp Spákonufellsborgina Þórhallur Ásmundssan, DV, Norðurl.vestra: Skagstrendingar færast ekki lítið í fang í sumar þegar byrjað verður að græða upp Spákonufehsborgina með trjágróðri. Ákveðið var á síðasta ári BILASPRAUTUN ÉTTINGAR Vðfifii Auðbrekku 14, simi 44250 að friða Borgina og í sumar veröur komið fyrir 35 þús. birkiplöntum í hlíðum hennar. Vegna þessa þarf að setja upp 5-6 km langa girðingu til að verja nýgróðurinn ágangi búíjár. Ekki er hægt að segja annað en skógræktarfélagið á Skagaströnd, sem stofnað var fyrir 2 árum, starfi af miklum krafti. í trjáreit þess, við Hólaberg í útjaðri bæjarins, verða í sumar gróðursettar 4500 plöntur. Fékk félagið 100 þús.kr.úr plast- pokasjóði Landverndar til verksins. Höfðahreppur stendur að trjá- græðslunni í Spákonufelh í sam- vinnu við félaga í skógræktarfélag- inu. Vinnuskólinn á Skagaströnd mun leggja þessu málefni lið ásamt bæjarstarfsmönnum. Það er því al- veg greinilegt að grænu fingurnir verða margir á Ströndinni í sumar. F— VARA- HLUTIR og flestar gerðir ÞUNGA- VINNUVÉLA með stuttum fyrirvara Fagleg ráðgjöf Leitið tilboða MARKAÐSÞJÓNUSTAN Skipholti 19 3. hæð ■ (fyrir ofan Radíóbúðina) ■ h\ símis 2 6911 g| Nýjar plötur Ýmsir flytjendur - Einkamál Verkleg æfing Selma Hrönn Maríudóttir má kallast heppin að hafa ekki fengið köllun 111 að veita sköpunarþörf sinni útrás við kvikmyndagerð eða eitthvert þaðan af dýrara sport. Nógu kostnaðarsamt er það nú samt að ráðst í hljómplötugerð og útgáfu upp á von og óvon. Platan Einkamál er harla óvenju- leg fyrir þá sök að Selma Hrönn, sem skrifuð er fyrir henni, er ein- ungis í hlutverki laga- og textahöf- undar. Hún hefur ekki einu sinni samið aUa textana sjálf. í viötölum segist Selma Hrönn vera slæmur hljóðfæraieikari og hreint afleitur söngvari. Eigi að síður ræðst hún í plötugerð og fær til liös við sig marga þekkta og minna þekkta hljóðfæraleikara og söngvara, út- setjara og upptökustjóra. Fyrir vikið er ekki margt upp á söng og spilamennsku á EinkamáU að klaga. Hins vegar er platan í mínum eyrum aðeins æfing, verkleg æfing ungs lagasmiðs sem veit ekki al- mennUega hvar hann stendur í list- inni og langar til að kanna stöð- una. Áreiðanlega hafa margir verið í þeim sporum Selmu Hrannar að langa tU að koma frá sér eigin efn- i. Það hlýtur að vera hábölvað að semja sífeUt fyrir skúifuna, hlaða upp lögum og textum og koma engu frá sér. Flestir láta sér hins vegar nægja að langa en gera ekkert í málunum. Enda er það kostnaðar- samt að senda frá sér eitt stykki hljómplötu. Mér heyrist Selma Hrönn Maríu- dóttir hafa flýtt sér heldur mikið að koma frá sér plötu. Á Einka- máU eru að vísu nokkur þokkaleg dægurlög, til dæmis Einn í húmi nætur, Vonbrigði í Gdúr og I Heard It Said. Önnur hefði mátt bijóta upp og snurfusa eða bara hreinlega stinga þeim í skúffuna og semja önnur betri. Textar eru sömuleiðis misjafnir. Rúna rokk og Saltfi- skrokk eru skelfmg þunnir. „Plot- tið“ í textanum við titillagið er fyndið en það er Uka það eina góða við þann texta. Hins vegar má heyra ágætisneista í Emn í húmi nætur, í huga mér og Hugleiðing. Að skaðlausu hefði mátt prófarka- lesa textablaðið. Það sem gefur útgáfu Einkamáls hins vegar gildi er þaö fyrst og fremst að á plötunni fær fólk að spreyta sig sem lítt eða ekkert hef- in heyrst í áður. Fyrir utan laga- og textahöfundinn sjálfan má nefna Pétur Hrafnsson, Þorstein Lýðsson og Sigríði og Sólveigu Guðnadætur. Þetta fólk stendur sig vel. Toppleik á Einkamáli á hins vegar Ruth Reginalds sem vex og dafnar með hverri plötu sem hún kemur ná- lægt. ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.