Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
AEmæli
Ásta Erlingsdóttir.
Ásta Erlingsdóttir, Grandavegi 47,
Reykjavík, er sjötug í dag. Ásta er
fædd í Reykjavík og fékk snemma
áhuga fyrir störfum fööur síns. Hún
vann viö grasalækningar frá 1960,
fyrst með föður sínum og eftir and-
lát hans 1967 hélt Ásta störfum hans
áfram. Þessari arfleifö hennar hefur
hún sinnt af kærleika og gefið böm-
um sínum. Ásta hefur ferðast mikið
um landið og safnað jurtum og leitað
að heppilegum uppeldisstöðum
þeirra jurta sem áhugi hennar bein-
ist að. Kunnáttan til grasalækninga
hefur haldist í ætt föður hennar í
kvenlegg öldum saman. Ásta hefur
fengist við aö mála og teikna úr
jurtalitum og hefur haldið sýningu
á verkum sínum. Atii Magnússon
hefur samið endurminningar Ástu:
Ásta grasalæknir, líf hennar og
lækningar og dulræn reynsla, 1987.
Ásta giftist í ágúst 1938 Einari Jóns-
syni, f. 31. maí 1908, d. 1. mars 1968,
vélstjóra. Foreldrar Einars em: Jón
Einarsson, b. í Vaðlakoti í Gaul-
veijabæjarhreppi, og kona hans,
Ingibjörg Ámadóttir. Böm Ástu og
Einars em: Baldvin, f. 30. ágúst 1938,
vélvirki í Astralíu, kvæntur Elísa-
betu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú
böm; Regína, f. 11. júní 1940, d. 1.
september 1980, hárgreiðslukona,
gift Eggerti N. Bjarnasyni rann-
sóknalögreglumanni, eiga þau fimm
böm; Ásthildur Kristín, f. 16. febrú-
ar 1945, fegmnarsérfræðingur í
Garðabæ, gift Jóhanni Inga Jó-
hannssyni verkstjóra, eiga þau tvö
böm; Einar, f. 31. júlí 1952, nemandi
í HÍ, á hann tvö börn; Ólöf Ingi-
björg, f. 14. júlí ,1956, gift Hlyni Hö-
skuldssyni bankastarfsmanni í
Rvík, eiga þau tvö börn, og Jón, f.
27. febrúar 1959, rennismiður í Rvík,
og á hann eitt bam. Ásta giftist í
júh 1974 seinni manni sínum, Ingi-
mar Lámssyni, f. 3. apríl 1922,
verkamanni. Foreldrar Ingimars
eru: Láms Helgason, b. á Heiði á
Langanesi, og kona hans, Arnþrúð-
ur Sæmundsdóttir. Systkini Ástu
em: Jón, f. 25. apríl 1908, d. 29. júní
1941, vélstjóri í Rvík; Gissur Ólafur,
f. 21. mars 1909, þýðandi og fyrrv.
umdæmisstjóri Pósts og síma á Sel-
fossi; Stefanía, f. 22. apríl 1910, hús-
móðir í Kanada; Gunnþómnn, f. 10.
ágúst 1911, húsmóðir í Rvík; Svein-
bjöm, f. 28. mars 1913, vélstjóri i
Rvík; Þorsteinn, f. 21. júh 1914,
rennismiður í Rvík; Soffia, f. 18. júní
1916, d. 24. júní 1916; Óh Fiíippus, f.
11. júh 1917, d. 14. desember 1955,
verkamaður í Rvík; Soffía, f. 24.
september 1922, húsmóðir í Rvík;
Regína, f. 30. september 1923, hús-
móðir í Rvík, og Einar Sveinn, f. 3.
mars 1926, vömbílstjóri í Rvík.
Foreldrar Ástu vom: Erlingur
Filippusson, búfræðingur og grasa-
læknir í Rvík, og kona hans, Kristín
Jónsdóttir. Erlingur var sonur
Fihppusar, b. og silfursmiðs í Kálfa-
fellskoti, Stefánssonar. Móðir Erl-
ings var Þórunn, grasalæknir og
ljósmóðir, Gísladóttir, b. á Ytri- Ás-
um í Skaftártungu, Jónssonar, bróð-
ur Eiríks, langafa sandgræðslustjó-
ranna Páls Sveinssonar og Runólfs,
föður Sveins landgræðslustjóra.
Annar bróðir Gísla var Jón, langafi
Ragnars Jónssonar bókaútgefanda,
fóður Jóns Óttars fyrrv. sjónvarps-
stjóra. Móðir Þórunnar var Þórann
ljósmóðir Sigurðardóttir, b. í Steig í
Mýrdal, Ámasonar. Móðir Þórunn-
ar var Þórann ljósmóðir, langamma
Steinunnar, langömmu Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra.
Bróðir Þórunnar var Þorsteinn, fað-
ir Ólafar, langömmu Erlends Ein-
arssonar, fyrrv. forstjóra SÍS, og
Karls, föður Hólmfríðar, ungfrú
heims 1985. Þómnn var dóttir Þor-
steins, b. og smiðs á Vatnsskarðs-
hólum í Mýrdal, Eyjólfssonar, og
konu hans, Karítasar ljósmóður,
stjúpdóttur Jóns Steingrímssonar
eldklerks, Jónsdóthn', klaustur-
haldara á Reynistað, Vigfússonar.
Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir,
biskups á Hóium, Vigfússonar.
Kristín var dóttir Jóns, b. á Gilsár-
vöhum í Borgarfirði eystra, Stefáns-
sonar, bróður Einars, afa Valgeirs
Bjömssonar hafnarsfjóra. Móðir
Kristínar var Stefanía ljósmóðir Ól-
afsdóttir, b. á Gilsárvöhum í Borgar-
firði eystra, Stefánssonar. Móðir
Ólafs var Steinunn, læknir og ljós-
móðir, Þórðardóttir, b. á Finnastöð-
um, Gíslasonar, og konu hans, Ey-
gerðar Jónsdóttur pamfils, systur
Jóns, langafa Einars H. Kvaran.
Móðir Stefaníu var Soffia, systir
Ásta Erlingsdóttir.
Ehsabetar, langömmu Gunnars
Gunnarssonar skálds. Soffia var
dóttir Sigurðar, b. í Skógum í Öxar-
firði, Þorgrímssonar og konu hans,
Rannveigar Skíða-Gunnarsdóttur,
b. í Ási í Kelduhverfi, Þorsteinsson-
ar, ættföður Skíða-Gunnarsættar-
innar, langafa Elísabetar, ömmu
Sigurðar Blöndal, fyrrv. skógrækt-
arstjóra.
Lóa North
Steinunn Ásta Ehsabet North, sem
ætíð hefur verið köhuð Lóa, hús-
móðir í Guildford á Suður-Englandi,
verður sjötug á morgun.
Lóa fæddist á Akureyri og ólst þar
upp fyrstu þrjú árin en flutti þá með
foreldmm sínum og systkinum th
Reykjavíkur.
Á yngri árum sínum vann Lóa við
verslunarstörf í Reykjavík. Hún
giftist þann 23.3.1946 dr. James
North, lækni í Guhdford á Suður-
Englandi.
Lóa og James North eiga einn son,
John Kingsweh North, f. 20.11.1953,
sem er starfsmaður hjá Barcley’s
Bank í London, en hann hefur und-
anfarin ár verið sérstakur fuhtrúi
hjá Arab Banking Corporation í
Bahrain þar sem hann býr með
fjöldskyldu sinni. John Kungswell
North kvæntist 12.3.1977 Söru Je-
hring og eiga þau tvær dætur.
Systkini Lóu vom átta og eru fjög-
ur þeirra á lífi. Systkini hennar:
Bergsveinn, f. í Reykjavík 18.12.
1908, d. 21.12.1971, fulltúi hjá Vam-
arhðinu á Keflavíkurflugvelh, var
kvæntur Magnúsínu Bjarnleifsdótt-
ur og átti hann tvö böm; Eggert
Thorberg, f. á Akureyri 12.8.1911,
d. 2.3.1988, fuhtrúi hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og síðar dyra-
vörðu á Hótel Sögu, var kvæntur
Lám Petrínu Bjamadóttur og eign-
uðust þau sjö böm; Björn, f. á Akur-
eyri 25.1.1915, fyrrv. yfirflugum-
ferðarstjóri og framkvæmdastjóri
hjá Flugmálastjóm, kvæntur Jó-
hönnu Maríu Hafliðadóttur og eign-
uðust þau fjögur böm; Ingibjörg, f.
á Akureyri 2.1.1917, d. 11.9.1989,
húsmóðir í Reykjavík, var gift Sig-
urði Kr. Þórðarsyni gjaldkera og
eignuðust þau fjögur börn; Kjartan,
f. á Akureyri 21.4.1918, bifreiða-
stjóri í Reykjavík, kvæntur Gróu
Þorleifsdóttur húsmóður og á hann
fjögur börn; Friðrik, f. á Akureyri
4.7.1921, skipstjóri og síðar dehdar-
stjóri hjá Sementsverksmiðju ríkis-
ins, kvæntur Körlu Stefánsdóttur
húsmóður og eiga þau fimm böm;
Kristbjörg María, f. í Reykjavík 2.4.
1924, húsmóðir og verslunarmaður,
gift Guðmundi Bjarnasyni, vélstjóra
hjá ÍSAL, og eiga þau tvo syni; Þór-
arinn Óttar Berg, f. í Reykjavík 24.7.
1925, d. 15.11.1978, flugrekstrarstjóri
Loftleiða og síðar Flugleiða, var
kvæntur Borghildi Edwald, hús-
móður og starfsmanni á iðnþjálfun-
ardeild á Kleppsspítala, og eignaðist
hannfimmbörn.
Foreldrar Lóu vom Jón Eyjólfur
Bergsveinsson, f. í Hvallátmm á
Breiðafirði26.6.1879, d. 17.12.1954,
skipstjóri, kaupmaður, ogforseti
Fiskifélags íslands, og síðar fyrsti
erindreki Slysavamafélags íslands,
og kona hans, Ástríður María Egg-
ertsdóttir frá Fremri-Langey á
Breiðafiröi, f. 22.6.1885, d. 16.11.
1963, húsmóðir.
Jón var sonur Bergsveins Jóns-
sonar, b. í Hvallátmm á Breiðafirði,
og konu hans, Ingibjargar, systur
Bjöms ráðherra og ritstjóra, föður
Sveins forseta og Olafs ritstjóra, afa
Ólafs B. Thors forstjóra og Ólafs
Mixa læknis. Ingibjörg var dóttir
Jóns, b. í Djúpadal, Jónssonar, b. í
Djúpadal, Arasonar, bróður Finns,
b. á Hjöllum, afa Ara Arnalds, al-
Steinunn Ásta Elísabet North.
80 ára_________ 60ára__________
Ingunn Aradóttir, Einar Jósepsson,
Kópnesbraut5,Hólmavík. Smáratúni21,Keflavík.
Guðrún Jónsdóttir, Hann veröur eriendis á afmælis-
Knerri, Breiöuvíkurhreppi. daginn.
Gísli Felixson,
Ilólavegi 18, Sauðárkróki.
þingismanns og sýslumanns, föður
Einars Amalds borgardómara og
Sigurðar Amalds bókaútgefanda,
föður Jóns Laxdal Amalds, borgar-
dómara og Ragnars Arnalds alþing-
ismanns.
Ástríður María var dóttir Eggerts,
b. í Fremri-Langey Gíslasonar, b. á
Stakkabergi. Móðir Eggerts var
Guðrún, systir Sveinbjöms í Skál-
eyjum, föður Jóhanns Lúthers, próf-
asts í Hólmum, móðurafa Einars
Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ.
Sveinbjöm var einnig faðir Sigríðar,
ömmu Gunnlaugs Finnssonar, al-
þingismanns í Hvilft. Guðrún var
dóttir Magnúsar, b. í Skáleyjum
Einarssonar, bróður Eyjólfs eyja-
jarls, alþingismanns.
Móðir Ástríðar var Þuríður Jóns-
dóttir, b. og hafnsögumanns í Bhds-
ey Bjamasonar, hafnsögumanns í
Viðvík hjá Stykkishólmi.
Lóa tekur á móti gestum á heimhi
bróðursonar síns á Tómasarhaga 7
frá klukkan 17-19:00 á afmælisdag-
inn.
Friðrik Larsen, Þorsteinsgötu 9, Borgamesi.
Austurvegi 63, Selfossi.
ÓmarÁrnason,
------7—----------------------- Kárastíg8,Reykjavik.
70 ára GuðbjörgÁsgeirsdóttir,
------------------------------- Túngötu5, ísafirði.
Guðlaug Gísladóttir, Halldóra Vilhelmsdóttir,
Neðstaleiti 1, Reykjavík. Hríseyjargötu 11, Akureyri.
Hún verður að heiman á afinælis- Guðmundur O. Friðleifsson,
daginn. Skerseyrarvegi 3B, Hafnarfirði.
Gunnar Guðmundsson, Ragnhildur Helgadóttir,
Kjalarlandi 28, Reykjavík. Urðarbraut 4, Blönduósi.
Pétur A. Thorsteinsson, Aðalsteinn A. Guðmundsson,
Ljósheimum 8, Reykjavik. Ásbúð 28, Garöabæ.
Kikhard Örn Jónsson,
Arkarholti 6, Mosfellsbæ.
Guðrún Ester Þorsteinsdóttir,
Silfurbraut 10, Höfn í Homarfirði.
Sviðsljós
Eldri konur í íyrirsætustörfum
Ný umboðsskrifstofa fyrir fyrir-
sætur var opnuð í Groucho-klúbb-
num í London í þessari viku. Það
sem vekur athygh við þessa skrif-
stofu er að hún hefur ekki á sínum
snærum ungar og spenghegar
stúlkur heldur konur á besta aldri.
Eigendur fyrirtækisins em þær
Patti Boyd og Joanne Dainton en
þær störfuöu báðar sem fyrirsætur
fyrir íjölmörgum árum.
Þær stöhur segjast hafa gengið
frá samningi við þijátíu konur th
að annast fyrirsætustörfin. Sú
yngsta er um fertugt en sú elsta
tæplega áttræð. Á meðal þessara
kvenna era nokkrar kunnar fyrir-
sætur og leikkonur fyrri ára, t.d.
Tania Mahet sem lék í James
Bond-myndinni, Goldfinger. Að
sögn Patti og Joanne er eftirspum-
in mikh enda hefur það fólk sem
komið er yfir fertugt mesta peninga
á milh handanna. Patti, sem átti
hugmyndina um að stofnsetja fyr-
irtækið, bætti því við að auglýs-
ingastofur væru nú loks að gera sér
grein fyrir því að fólk yfir fertugt
heföi mest auraráð og það þýddi
lítið að láta unghngsstúlkur aug-
lýsa föt ætluð eldri konum.
DV er kunnugt um sambærilegar
umboðsskrifstofur í Frakklandi og
Bandaríkjunum en engar fréttir
höfum við af framgöngu þeirra.
■jf'
: ~
Ein af fyrirsætum Patti og Joanne.