Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
11
Sviðsljós
Líkaminn hefur ekki endalaust úthald - hvorki hjá kvikmyndastjörnum né
öörum. Því hefur Elizabeth fengið að kynnast.
Heilsa Eliza-
bethar Taylor
Kvikmyndastjarnan Elizabeth Ta-
ylor hefur nú verið á sjúkrahúsi í tvo
mánuði. Hún fékk heiftarlega
lungnabólgu en þegar hún lagðist inn
í apríl sl. var hún hætt komin. Lækn-
ar segja hana ná sér að fullu. Aðgerð
var gerð og Elizabeth er nú á bata-
vegi.
Að sögn hjúkrunarfólks er Eliza-
beth nú í ró og næði og hvílist vel.
Hún er 58 ára gömul og hefur verið
gift 7 sinnum - geri aörir betur.
Þungt hvílir á kvikmyndastjömunni
að eyða þeim orðrómi að hún hafi
smitast af eyðni. Kveðst hún hafa
farið í eyðnipróf, sem var neikvætt,
svo fólk þurfi ekki að velta þessu
fyrir sér frekar.
Elizabeth hefur ekki verið heilsu-
hraust undanfarin ár og m.a. þurft
að gangast undir aðgerð í baki. Hina
slæmu heilsu má að miklu leyti rekja
til ^fnotkunar á áfengi og fíkniefnum
en það hefur veriö mikið vandamál
hjá henni.
-hmó
Fangelsisvist lottóyinningur
Meira en 200 manns, sem töldu sig
sigurvegara í ríkislottói Kalifomiu í
Bandarikjunum, urðu fyrir miklum
vonbrigðum er þeir sáu að vinning-
urinn var aðeins frítt uppihald í fang-
elsi ríkisins.
„Þú ert sigurvegari. Ertu laus í
kvöld?" var spurt og þegar svarið var
nei fékk viðkomandi það um hæl að
engar áhyggjur þyrfti að hafa af
kvöldinu, aðrir mundu sjá um það.
Maður sem ætlaöi að sækja vinning
sinn var leiddur inn í stóra bygg-
ingu. í stað þess að fá vinninginn
fékk hann handjám um úlnhði sína.
Þessi maður var einn 500 manna sem
ekki mættu fyrir rétti eftir að hafa
verið ákærðir.
Lögreglan náði um 200 manns sem
ekki hafði náðst til áður með því að
senda þeini bréf þar sem sagði að
þeir væm í úrtaki fyrir ríkislottóið.
I bréfinu sagði að sækja mætti vinn-
inginn á ákveðnum stað fostudag
einn.
Þessi „gildm“ aðferð tókst svo vel
að sum fómarlambanna vildu fá að
vita hvort þau gætu ekki fengið vinn-
inginn þó svo að þau hefðu veriö
handtekin.
-hmó
Vinningstölur laugardaginn
9. iúní '90
VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 o 5.323.595
2. 4af5^p 7 76.860
3. 4af 5 126 7.365
4. 3af5 4.054 534
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
8.954.441 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Billy og Christie:
Sterkt hjónaband
Óhætt er að leggja allar sögusagnir
til hliðar um að samband Billy Joel
og konu hans, Christie Brinkley,
standi völtum fótum.
Billy segir hjónaband þeirra mjög
sterkt eins og það hafi alltaf verið.
„Þegar lítið er að gerast í skemmt-
analífinu þá er farið að búa til sögur
um okkar samband. Það versta er
að bamið okkar, Alexa Ray, sem er
fjögurra ára gömul, verður fyrir
barðinu á þessu líka,“ segir Billy.
Sögur hafa heyrst um að Billy sé
farinn að hitta aðra konu en sem
fyrr segir geta Gróur gleymt slíkum
sögum, að minnsta kosti í bih.
-hmó
I
AKUREYRARBLAÐ
A
MORGUN
Akureyrarblað fylgir DV á morgun og
er það 10. árið í röð sem sérstakt
Akureyrarblað er gefið út.
Fjölbreytt efni er í blaðinu sem er 28
síður að stærð. Mefna má viðtöl við
Halldór Jónsson, nýráðinn bæjar-
stjóra, Jón Arnþórsson, baráttumann
fyrir álveri við EyjaQörð, Pétur Valdi-
marsson, formann Þjóðarflokksins, og
íþróttakappana gamalkunnu, Hauk
Jóhannsson ogTómas Leifsson.
Hýtt fóik í bæjarstjórn Akureyrar er
tekið tali, vinnustaðir heimsóttir og
rætt við fólk á förnum vegi.
Þá er í blaðinu stórt kort af Akureyri
með ölium nauðsynlegum upplýsing-
um fyrir ferðamenn sem koma til bæj-
arins.