Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990.
15
íslenskar hendur eða útlendar?
Undanfariö hefur nokkuð veriö
fjallað um vinnu erlendra málm-
iðnaöarmanna hér á landi. Margir
hafa undrast þennan innflutning á
sama tíma og verkefni hafa verið
af skornum skammti og nokkur
fiöldi málmiðnaðarmanna at-
vinnulaus á Reykjavíkursvæðinu.
Þetta ástand leiðir hugann að því
hvaða reglur gilda um innflutning
vinnuafls og hvort þeim er fylgt
nægilega vel eftir eða getur veriö
að þessar reglur séu óþarfar og
standi í vegi fyrir að ýmsar verk-
legar framkvæmdir séu unnar hér
á landi á sem hagkvæmastan hátt?
Um þetta er erfitt að dæma en
hitt er vist að ýmislegt hefur farið
úr skorðum undanfarið hvað varö-
ar leyfi fyrir þá erlendu menn sem
hér hafa starfað og starfa enn. Þess
eru dæmi að útlendingar hafa kom-
ið inn í landið sem venjulegir ferða-
menn en farið strax að vinna störf
sem þeim var alltaf ætlað að inna
af hendi og voru oft í raun tilgang-
ur heimsóknar þeirra hingað. Slíkt
athæfi er að sjálfsögðu brot á lögum
og hafa nokkrir aðilar verið stöðv-
aðir við þá iðju.
Svo eru aðrir sem hafa sótt um
atvinnuleyfi og lofað að uppfylla
öll skilyrði sem sett eru. Þvi miður
hefur reynslan sýnt að þessi loforð
eru oft og tíðum brotin. Hitt er þó
enn verra að lítið sem ekkert virð-
ist gert af opinberri hálfu til að
kanna h'vort staðið er við umrædd
skilyrði. Slíkt andvaraleysi eru við-
komandi aðilar ekki lengi að not-
færa sér og áður en varir hafa lof-
orðin góðu gleymst og allt veður á
súðum.
Sömu reglur fyrir alla
í hverju eru þá þau skilyrði fólgin
sem sett eru vegna innflutnings
KjaUarinn
Ingólfur Sverrisson
framkvstj. Félags
málmiðnaðarfyrirtækja
erlends vinnuafls? I sem allra
stystu máli þarf viðkomandi verka-
lýðsfélag að gefa umsögn sína áður
en leyfi er veitt og síðan þarf að
uppfylla ýmis ákvæði laga, reglna
og kjarasamninga sem gilda hér á
landi. Þetta á m.a. að koma í veg
fyrir að inn sé flutt ódýrt vinnuafl
í löngum bunum og því búið illt
atlæti til þess eins og ná niður
kostnaði á sama tíma og innlend
fyrirtæki verða að uppfylla um-
rædd ákvæði með þeim útgjöldum
sem því fylgja. Samkvæmt orðanna
hljóðan ætti því að vera tryggt að
innlend fyrirtæki sitji við sama
borð og þau erlendu hvað varðar
samkeppnisstöðu, t.d. við útboð
verka. En er það nú svo?
Mismunun
Á aðalfundi Félags málmiðnaðar-
fyrirtækja sem haldinn var nýlega
var ályktað um þessi mál og þar
segir m.a.: „Fundurinn mótmælir
harðlega þeirri mismunun sem
innlendur málmiðnaður býr við
gagnvart erlendum samkeppnis-
fyrirtækjum sem tekið hafa að sér
verkefni hér á landi.
í því sambandi er bent á að þess-
ir aðilar hafa stundað innflutning
á erlendu vinnuafli í stórum stíl
og greitt átölulaust laun sem eru
mun lægri en það kaup sem inn-
lendar smiðjur hafa samið um að
borga sínum iðnaðarmönnum og
auk þess sem önnur kjör þessara
útlendinga eru mun lakari og þá
um leið kostnaðarminni. Fundur-
inn fullyrðir ennfremur að þessi
erlendu fyrirtæki greiða ekki
nándar nærri öll þau launatengdu
gjöld, skatta og skyldur sem inn-
lendum fyrirtækjum er gert að
standa skil á.“
Það sem þarna er verið að segja
er einfaldlega það að íslenskum
fyrirtækjum og erlendum er mis-
munað og við það versnar staða
þeirra íslensku svo mikið að þau
verða ekki samkeppnishæf í eigin
landi hvað varðar verð á einstök-
um verkum. Þess eru varla nokkur
dæmi að slíkt viögangist meðal sið-
menntaðra þjóða þó að eflaust megi
finna þess dæmi meðal þeirra sem
við teljum lítt til fyrirmyndar.
Þörf á að takast á við
krefjandi verkefni
Það er því ekki til mikils mælst
þó að mismunun af þessu tagi verði
afnumin. I þessu sambandi má
benda á að í þeim viðamiklu verk-
efnum sem fram undan eru við
uppbyggingu orkufreks iðnaðar
felast verulegir möguleikar fyrir
innlend málmiðnaðarfyrirtæki og
starfsmenn þeirra. Þessa mögu-
leika verður að nýta, bæði til að
auka tekjur innlendra aðila og ekki
síður til að treysta getu íslendinga
við vandasöm verkefni þar sem
krafist er ýtrustu fæmi í tæknileg-
um og verklegum efnum.
Með því móti ætti okkur að tak-
ast að nýta væntanlega uppbygg-
ingu orkufreks iðnaðar til að takast
á við enn „verðmætari“ verkefni í
framtíðinni. Það hefur hins vegar
verið háttur svonefndra vanþró-
aðra þjóða að fá erlent vinnuafl til
að leysa fyrir sig vandasöm störf
við slíka uppbyggingu en við það
hefur lítil sem engin þekking orðið
eftir til að byggja á frekari sókn til
betri lífskjara. Þvílíkt hlutskipti er
íslendingum ekki sæmandi.
Lög og reglur
séu öllum Ijósar
Til þess að tryggja að íslenskur
málmiðnaður og aðrar skyldar
greinar geti tekið virkan þátt í því
mikla átaki, sem fram undan er,
verður að vera fullt jafnræði með
þeim og erlendum keppinautum;
þau vafasömu forréttindi, sem út-
lendingum hafa verið sköpuð, m.a.
með því að flytja inn ódýrt vinnu-
afl og setja það síðan nánast á guð
og gaddinn, hljóta að koma til end-
urskoðunar.
Hér er þó alls ekki verið að leggja
til að erlendum aðilum verði mein-
að að taka þátt í umræddum fram-
kvæmdum og ennþá síður að er-
lendum starfsmönnum verði skil-
yrðislaust bannað að starfa hér á
landi. Það eina sem farið er fram á
er að jafnræðis sé gætt og að allir
fari eftir gildandi lögum og samn-
ingum en kíkirinn ekki einlægt
settur á blinda augað þegar útlend-
ingar eiga í hlut.
Af þessum sökum er full ástæða
til að vekja athygli þeirra sem
ganga frá útboðsgögnum fyrir
væntanlegar stóriðjuframkvæmdir
á nauðsyn þess að öllum sem hyggj-
ast leggja fram tilboð sé strax á
undirbúningsstigi gerð fullnægj-
andi grein fyrir kostnaðarliðum
sem eiga rætur í gildandi lögum,
reglum og kjarasamningum hér á
landi. Þar komi skýrt fram hvaða
launatengd gjöld, skatta og skyldur
þarf að greiða og hvaða aðbúnaðar
er krafist fyrir starfsmenn, bæði
hvað varðar öryggi og aðstöðu alla.
Með því ætti að vera tryggt að
allir tilboðsgjafar gangi út frá sömu
forsendum en vaði ekki í villu og
svíma og æth svo þegar á hólminn
er komið að vinna verkin eins og
væru þeir staddir í landi þar sem
lög og reglur eru vegin og léttvæg
fundin.
Ingólfur Sverrisson
„Þess eru dæmi að útlendingar hafa
komið inn í landið sem venjulegir
ferðamenn en farið strax að vinna störf
sem þeim var alltaf ætlað að inna af
• hendi..
Lýðræðisleg innflytjendastefna
„Ef hagkvæmt reyndist að tvöfalda
stærð þjóðarinnar á skömmum tíma,
myndum við þá vilja auka innflytj-
endastrauminn sem því svarar?“
„Vegna alþjóðlegs þrýstings verður að leyfa einhverja innflytjend-
ur,“ segir hér m.a. - Flóttafólk í flóttamannabúðum i Hong Kong
bíður úrlausnar.
Alkunn er sú umræða sem hefur
átt sér stað undanfarið í dagblöðum
um andúð á innflytjendum. En
hvað er hægt að skrifa um þetta
mál án þess að það særi neinn eða
móðgi? Það er greinilegt af blaða-
skrifunum um þetta mál að menn
geta ekki tjáð sig um það nema
undir miklu álagi, hvort sem þeir
eru með eða á móti innflytjend-
um.
Það má þó ekki verða til þess að
kæfa yfirvegaða umræðu.
Væri illa komið fyrir lýðræði
okkar ef slík öfgakennd sjónarmið
réðu ferðinni í þessu máli. Svo er
þó ekki. Yfirvegaðri sjónarmið
hlýtur að vera annars staðar að
finna.
Afstaða stjórnvalda
Þessi yfirveguðu sjónarmið hlýt-
ur auðvitað að vera að finna hjá
þeim stjórnvöldum sem stjórna
innflytjendamálum. Þau vita t.d.
að vegna alþjóðlegs þrýstings verð-
ur að leyfa einhverja innflytjendur.
Þó ekki það marga að verulegt at-
vinnuleysi verði af. Þetta getur
auðvitað leitt til þess að atvinnu
einhverra þeirra íslendinga sem
fyrir eru sé ógnað um einhvern
tíma. Því innflutningur á vinnuafli
er að þessu leyti líkur innflutningi
á vöru: Hann leiðir til aukinnar
samkeppni.
Sagan sýnir okkur eitthvað um
hversu langt við viljum ganga í
þessum efnum. T.d. var hernáms-
liðið í síðasta stríði allt of fjölmennt
til að við hefðum viljað slíkt áfram
eftir stríð, bæði af menningarleg-
um og atvinnulegum ástæðum. Við
höfum getað sætt okkur við miklu
minni og takmarkaðri hersetu síð-
an.
Ríkisborgarar hér, sem eru af
erlendum uppruna, eru undir þrem
prósentum landsmanna og stefna
stjórnvalda hefur verið að þeir að-
KjaUarinn
Trygvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
löguðust máh landsmanna og sið-
um. "Skipta nokkrir tugir Víetnama
þar litlu um.
Ofsóknir á grundvelli uppruna,
eins og gerðust fyrir stríð er gyð-
ingum var vísað frá störfum og af
landi brott, eru ekki gjaldgengar í
dag, heimurinn er orðinn svo fjöl-
þjóðlegur að það verður ekki aftur
snúið.
Hvað snertir framandlegt útlit
sumra hinna nýrri innflytjenda þá
held ég að það venjist fljótt, hkt og
aðrar breytingar í þjóðfélagi okkar
sem eru sífeht að verða.
Hvers konar innflytjendur?
Halda mætti af umræðunni und-
anfarið að við værum nokkuð sam-
mála um hvaða eiginleikar mættu
prýða innflytjendur ef við mættum
ráða. En þegar betur er að gáð held
ég að við séum ósammála um flest.
Vil ég nefna nokkur dæmi.
Ber að stefna að því að innflytj-
endur bæti efnahag þjóðarinnar?
Það eru ekki allir íslendingar sem
halda að þörf sé á að efnahagurinn
batni né að það hafi verið farsælt
að hverfa frá hinu fátæka bænda-
samfélagi th neyslusamfélags nú-
tímans.
Viljum við greint eða gáfað fólk?
Flestir gera sig ánægða með meðal-
mennskuna í þeim efnum.
Viljum við hámenntað fólk? Við
höfum lægra hlutfall af shku fólki
en nágrannalöndin.
Viljum við listrænt fólk? Afstað-
an th listanna er vægast sagt blend-
in.
Viþum við vinnusamt fólk? Sum-
ir eru latir, aðrir iðnir, og er upp
og ofan hvort menn kjósa leti eða
iðjusemi í öðrum.
Hvernig viljum við að innflytj-
endur líti út? Eiga þeir að vera ljós-
ir, dökkir, stórir, lithr? Það er
smekksatriði. Alla vega skiptir
stærð litlu máli varðandi vinnu nú
orðið.
Viljum við flytja inn karla, konur
eða börn? Einstakhnga eða fjöl-
skyldur? Það fer eftir aðstæðum
viðtakenda hverju sinni, t.d. hvort
þeir eru að leita að maka, barni eða
starfshði.
Farsæl stefna
Og áfram má spyrja:
Viljum við stefna að góðri hehsu
landsmanna? Reykingafólk virðist
ekki einhuga um það.
Eða löngu hfi? Tíðni umferðar-
slysa og sjálfsviga bendir th ann-
ars.
Vhjum við kannski vel upp alin
börn? Fjölgun útivinnandi og ein-
stæðra foreldra bendir th minnk-
aðrar áherslu þar.
Ef fólk væri meira fyrir að velta
slíkum spumingum fyrir sér í £h-
vöru gæti það einnig spurt:
Ef hagkvæmt reynchst að tvö-
falda stærð þjóðarinnar á skömm-
um tíma, mundum við þá vhja auka
innflytjendastrauminn sem því
svarar? Vhdum við þá frekar flytja
inn fullorðna eða böm?
Af þessu má ljóst vera að sitt sýn-
ist hverjum. En innflytjendastefna
okkar hefur verið farsæl hingað th
fyrir íslendinga. Vonandi er að úr
rætist með samkeppnisvandamál,
sem upp eru að koma, með dreng-
skap og lýðræðisást.
S Tryggvi V. Líndal