Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990. Útlönd Sogaðist upp úr sæti sínu Skemmdir kannaðar á þotunni sem flugstjórinn sogaðist út um. Símamynd Reuter Breskur flugstjóri segist vilja fara í loftiö aftur þrátt fyrir að hafa komist í hann krappan yfir Suður-Englandi á sunnudaginn. Flugstjórinn, Timothy Lancaster, bjóst ekki við að halda lífí er hann sogaðist út um gluggann á þotunni sem hann flaug meö 81 farþega á leiö M Birmingham til Malaga á Spáni. Hann kveðst hafa heyrt brothljóð er Mmrúður á þotu hans brotnuöu í sjö þúsund metra hæð og andartaki síðar sogaðist hann upp úr sæti sínu. Tveimur úr áhöfninni tókst að grípa í fætur flugstjórans og halda honum föstum þar til vélinni hafði verið nauðlent í Southampton fimmt- án mínútum efiir slysiö. Lancaster liggur nú á sjúkrahúsi meö brotinn olnboga, úlnlið og þumal- fingur. Hann er einnig kalinn á annarri hendi. Jakki flugstjórans fannst á akri í suðurhluta Englands í gær. Vilja ffugræningjann framseldan Sovésk yfirvöld fóru fram á þaö í gær að piiturinn sem rændi sovéskri flugvél seint á fóstudagskvöld og neyddi fiugstjórann tfl að fljúga til Stokk- hólms yrði framseldur. Sjálfur ætlar pilturinn, sem er sautján ára, að fara fram á pólitískt hæli i Svíþjóð. Óljóst er hversu langan tima það tek- ur að fjalla um beiðni sovéskra yfirvalda. Ekki verður hægt að framselja piltinn eftir að dómur hefur falhð. Piltur- inn var settur í gæsluvarðhald á sunnudaginn. Ákæra á hendur honum verður að hafa verið lögð fram i síðasta lagi 21. júm'. Sovésk yfirvöld þökkuðu sænskum yfirvöldum í gær fyrir að hafa séð til þess að farþegar sovésku flugvélarinnar gátu snúið fljótt aftur til Sovét- ríkjanna. Pilturinn er sagöur hafa rænt flugvélinni eftir rifrildi við foreldra sína út af skellinöðru. Átök í Búkarest Á meðan embættismenn rúmönsku stjórnarinnar og fulltrúar stjómar- andstæðinga, sem verið hafa í hungurverkfalli, undirrituðu samkomulag í gær brutust út átök mifli mótmælenda og öryggissveita fyrir utan aðal- bækástöðvar stjómarinnar. Samkvæmt samkomulaginu samþykkir stjómin í meginatriðum aðal- kröfu þeirra sem voru í hungurverkfahi, nefhilega leyfi fyrir óháðum sjónvarpsstöðvum í Rúmeníu. Kröfiimenn höfðu verið í hungurverkfalli M því í apríllok. Þeim óx hins vegar ásmegin við átökin í gær og sögðust ekki hætta aðgerðum sínum fyrr en leyfi fyrir sjónvarpsstöð hefði verið gefið út. Átökin milli mótmæienda og öryggissveita voru ekki sögð alvarleg. Komið upp um smygl á flóttamönnum Bandarísk yfirvöld hafa komið upp um áætíun um að smygla allt að þtjátíu og fimm þúsund Kínveijum M Panama til Bandaríkjanna. Máhð varö uppvist er útsendarar á vegum Bandaríkjastjómar, dulbúnir sem eiturlyfjasmyglarar, komust ixm í innsta hring Kínveijanna. Um sextíu manns voru handteknir í gær og af þeim eru margir sem flúðu Kína eftir að yfirvöld þar brutu á bak aftur uppreisn námsmanna. Bandarísku embættismennirnir kváðust hafa sannanir fyrir þvi að um þrjátíu og fimm þúsund Kínverjar væru í Panama og biðu eftir flutningi til Bandarflganna. Smyglið á þeim þangaö var skipulagt stuttu áður en Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama í desember síðasthðnum. SQðmarandstaðan fagnar Stuðningsmenn Bandaiags lýðræðisafla í Búigaríu kveiktu i borðum kommúnista fyrír framan þinghúsið í miðborg Sofiu í gær, einum degi eftir fyrstu frjálsu kosningarnar i landinu i fjóra áratugi. Súnamynd Reuter Þrátt fyrir augljósan sigur fymun kommúnistaflokks Búigaríu, sem nú nefnir sig Sósíahstaflokk Búlgaríu, hefur stjómarandstaðan í landinu fagnaö þvi að einræöinu skuh lokið. Yfir tíu þúsund stuðningsmenn Bandalags lýðræðisafla þyrptust út á götur Soflu seint í gærkvöldi til aö fagna fyrstu frjálsu kosningunum í Búlgaríu i fjóra áratugi. Ekki er búist við opinberum tölum fyrr en í kvðld en skoðanakönnun gerð á vegum hinnar virtu Infas-stofhunar i V-Þýskalandi sýnir að fyrrum kommúnistar hlutu 47,6 prósent en Banda- iag lýðræðisafla 36,2 prósent. DV Hin nýja stjóm ísraels: Harðlínumenn fá aukin völd Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hlaut í gær stuðning þingsins við ráðherralista nýrrar stjórnar sinnar en sú stjórn er mesta harðlínustjórn í SÖgu landsins. Símamynd Reuter Harðhnumenn í ísrael styrktu stöðu sína í gær þegar hin nýja stjóm Yitzhak Shamirs hlaut stuðning meirihluta ísraelska þingsins eftir haröar og langar deilur. Fulltrúar Palestínumanna og fuhtrúar stjórn- arandstöðunnar segja að nýja stjórn- in muni ekki ýta undir friðarhorfur í þessum heimshluta. Sextíu og tveir þingmenn lýstu yfir stuðningi við ráðherrahsta Shamirs en 57 lýstu sig andvíga honum. Þessi nýja stjórn er mesta harðlínustjóm sem nokkurn tíma hefur farið með völdin í ísrael. Samþykkt þingsins í gær batt enda á þriggja mánaða langa stjórnar- kreppu í ísrael sem kom til vegna ágreinings innan fyrri stjómar. Sú stjóm, sem var skipuð fulltrúum Verkamannaflokksins og Likud- flokks Shamirs, féh vegna deilna um friöarviðræður við Palestínumenn. Verkamannflokkurinn styður hug- myndir um slíkar viðræður en Likud-flokkurinn er þeim andvígur. Ljóst er að harðhnumenn innan Likud em sigurvegarar stjómardeil- unnar, hvað sem hður árangri Sham- irs. Shamir segist munu vinna aö því að ná friði við Palestínumenn en hafnar alfarið að láta af hendi land fyrir frið. Þá segist hann munu beita öhum ráöum til að brjóta á bak aftur uppreins Palestínumanna á her- teknu svæðunum en hún hefur nú staðið á þriðja ár. En hin nýja stjórn er skipuð mörg- um harölínumönnum sem' andvígir em friðarviðræðum við Palestínu- menn. Meðal þeirra er Ariel Sharon, einn helsti keppinautir Shamirs um forystuembætti Likud-flokksins, en hann tekur við embætti húsnæðis- málaráðherra. Sharon, sem leiddi her ísraela er hann réðst inn í Líban- on árið 1982, mun fara með búsetu- mál innfluttra sovéskra gyðinga. Búsetumál sovésku gyðinganna hef- ur verið viðkvæmt mál í samskiptum gyðinga og Palestínumanna þar sem hægri menn krefjast þess að gyðing- ar setjist að á herteknu svæðunum. Reuter íran-kontramálið: Poindexter dæmdur í fangelsi John Poindexter, fyrrum öryggis- ráögjafi Bandaríkjaforseta, var í gær dæmdur til sex mánaða fangelsis- vistar vegna aðildar að íran-kontra málinu svoköhuðu. Hann er eini sak- borningurinn í þessu alvarlegasta hneykshsmáh Reaganstjómarinnar sem fær fangadóm. Dómarinn í mál- inu sagði dóminn vera til að letja aðra til að feta í hans fótspor. Engin svipbrigði var að sjá a þessum fyrr- um embættismanni Reagans, fyrrum forseta, þegar dómurinn var kveðinn upp í Washington í gær né lét hann nokkuð hafa eftir sér um hann. Poindexter var fundinn sekur í apríl síðasthðnum um að bera ljúg- vitni fyrir þingi, hindra framgang réttvísinnar og síðast en ekki síst, fyrir aðild að meintu samsæri um að halda íran-kontra málinu leyndu. Lögfræðingar hans hafa þegar hafið undirbúning áfrýjunar dómsins. íran-kontra máhð snerist um aðild háttsettra bandarískra embættis- manna að leyndri sölu vopna til íran í þeirri von að það kynni að stuðla að lausn vestrænna gísla í haldi mannræningja í Líbanon. Arðinum af sölunni átti síðan að veita til kontraskæruliða í Nicaragua þrátt fyrir bann bandaríska þingsins við hernaðaraðstoðviðþá. Reuter Fundað um sameinlngu Þýskalands: Nýjar tillögur Moskvu Utanríkisráöherrar Vestur-Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, og Sovét- ríkjanna, Edúard Sévardnadze, ræddu sameiningu þýsku ríkjanna i so- véska landamærabænum Brest í gær. Símamynd Reuter Gorbatsjov Sovétforseti lagði til í morgun að sameinaö Þýskaland hefði tengsl við bæöi hemaðar- bandalögin og gaf í skyn að það kynni að ryðja brautina fyrir samkomulagi austurs og vesturs um stöðu landsins í kjölfar sameiningar. Forsetinn sagði þetta á fundi sovéska þingsins í morgun. Þessi ummæh forsetans benda til að Moskvustjórnin hafi mildað afstöðu sína til þeirrar kröfu Vesturlanda að sameinað Þýskaland eigi aðild að hinu vestræna hernaö- arbandalagi, Nato. Sovéski forsetinn sagði að ef leið- togar Nato samþykktu breytingar á hemaöarlegri stefnu bandalagsins á fyrirhuguðum fundi sínum í London í næsta mánuöi gæti farið svo að lausn fyndist á þessari deilu. Eduard Sévardnadze, sovéski utan- ríkisráöherrann, gaf einnig í skyn í gær að samningur um breytt sam- skipti hernaðarbandalaganna kynni að ryðja brautina fyrir samkomulagi um stöðu Þýskalands að sameiningu þýsku ríkjanna lokinni. Ráðherrann, sem í gær fundaði með hinum vest- ur-þýska kollega sínum, sagði um- merki um að bandalögin væm að láta af fjandskap hvort í annars garð gefa ástæðu til bjartsýni og lét aö því liggja að betri samskipti bandalag- anna kynni að auðvelda samninga um hemaðarlega stöðu hins samein- aöa Þýskalands. Kröfur Vesturlanda um að samein- að Þýskaland eigi aðild að Nato hafa reynst einn helsti þrándur í götu samnings um stöðu landsins að sam- einingu þýsku ríkjanna lokinni. En að loknum viðræðunum í gær sögöu ráðherrarnir að um framfór hefði veriö að ræða í samningaviðræðun- um. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, hafnaði því þó aö máhnu yrði frestað fram yfir sameiningu og sagði best að leysa öll mál fyrir sameininguna. Reuter /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.