Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. m Viðskipti Markaðurinn 1 Rotterdam nötrar: Islendingar geta varist bombu íraks í þrjá mánuði íslendingar ættu að geta varist bensínbombunni, sem írakar hafa varpað með innrásinni í Kuwait, næstu þrjá mánuðina. Eftir það verða landsmenn að gefast upp og horfast í augu við hærra bensínverð, jafnvel yfir 60 krónur lítrarin, hafi ekki hægst um á oliumörkuöum er- lendis. Verð á blýlausu bensíni hér- lendis er núna 52 krónur lítrinn og 56,50 á súperbensíni. íslendingar eru óvenjulega vel settir með birgðir af bensíni. I næstu viku kemur 10 þús- und tonna farmur af bensíni og verða þá til í landinu yfir 20 þúsund tonn Fréttaljós Jón G. Hauksson af bensíni. Þaö ætti að duga til að fóðra bíla landsmanna í að minnsta kosti þrjá mánuði - og gott betur. Blýlaust bensín komið í 286 dollara í Rotterdam Verð á blýlausu bensíni var 286 dollarar tonnið í Rotterdam í gær. Og haldi menn sér fast: verð á súper- bensíni var 316 dollarar tonnið. Það verð á blýlausu bensíni, sem nú gild- ir hérlendis, 52 krónur lítrinn, mið- ast við um 220 dollara á tonniö í Rott- erdam. Eins og glöggt hefur mátt sjá á DV-skráningum á bensíni, sem hafa birst reglulega á fimmtudögum frá haustinu 1987 og sýna veröið í Rott- erdam, hefur skráð verð á bensíni verið rokkandi á bilinu 200 til 210 dollarar tonnið undanfarna mánuði og það hefur þótt í hærri kantinum. Verðið núna er því bombuverð og komið upp úr öllu valdi. Verð á hráolíu, tegundinni Brent úr Norðursjónum, hefur rokkað nokkuð síðustu mánuði. Það var í kringum 19 dollara tunnan í mars en var komið niður í um 14 dollara um miðjan júní. í gær var verðið á hráolíunni 25 dollarar tunnan. Lækkandi dollar hefur hjálpað Bensinverð á íslandi hefur verið nokkuð stöðugt undanfama mánuði. Það stafar mest af þvi að dollarinn hefur lækkað hægt og bítandi hér- lendis gagnvart krónunni. Innkaups- verð á bensíni hefur því ekki hækkað í nokkurn tíma. Hinn 1. júní í fyrra lyfti verð á bens- íni á íslenskum bensínstöðvum sér yfir 50 króna markið. Sú verðhækk- un kom í kjölfarið á snarhækkandi gengi dollarans og óvenjuháu bens- ínverði í Rotterdam í fyrravor. Verð á bensíni hefur því verið nánast óbreytt í rúmlega eitt ár. Um mitt sumar 1987 var verð á bensíni hérlendis í kringum 30 krón- ur. Raunar var verðið enn hærra árið 1985 þegar lítrinn var á um 35 krónur. Arið 1986 lækkaði verðið niöur í um 25 krónur. Landsmenn voru himinlifandi og nefndu þetta einfaldlega góðæri. Olíukreppurnar 1973 og 1979 Heimurinn hefur áður staðið frammi fyrir olíukreppu. Tvær eru þekktar á síðustu 20 árum. Sú fyrri var árið 1973 og sú seinni 1979 í kjöl- far þess að íranskeisara var steypt af stóli í svonefndri alþýðubyltingu og klerkastéttin með Kohmeini í broddi fylkingar tók við völdum.. Verð á hráolíu í Rotterdam var um 13 dollarar tunnan í nóvember 1978. Síðan féll bomban í byrjun ársins 1979. Verðið hækkaði jafnt og þétt og var komið í um 40 dollara tunnan í - bensínlítrmn yfir 60 krónur í lok október? Verð á blýlausu og súperbensíni frá 1. júlí 1987. Eftir þrjá mánuði gæti veröið á bensíni verið komið yfir 60 krónur lítrinn. $ Bensínverð í Rotterdam 1979 verö á tonn í dollurum o 390 - - Sffrf; O "" pB- O ey V v 240 “ oí | í 1 m ■ w i des. jan. 1 1 1 1 feb. mars apríl maí júní í oliukreppunni 1979 var verð bensíns i Rotterdam svona. Tonnið fór í um 400 dollara. nóvember það ár. A þessum tíma var tonnið af bensini komið í um 400 dollara. Næstu ár á eftir lækkaði verðið aðeins á hráolíu og var komið niður í um 28 dollara snemma árs 1986 þegar það féll skyndilega um 10 dollara vegna aukinnar framleiðslu OPEC. Bensínbomban, sem Saddam Huss- ein, forseti íraks, hefur sprengt með innrásinni í Kuwait, kemur illa við íslenskt efnahagslíf sem búið hefur við alvarlega kreppu siðustu tvö ár- in. lítra af blýlausu bensini á 52 krónur fara 33,75 krónur til rikisins. Verð- kerfið er þannig að hækki bensin- verð erlendis fær ríkissjóöur meira í kassann. Verri viðskiptakjör, aukin verðbólga og minni kaka Þjóðhagsstofnun gerði fyrr á árinu ráð fyrir því að botni efnahagssveifl- unnar, minnkun kökunnar, væri náð og í lok ársins, sérstaklega þó á næsta ári, færi línan upp á viö og við tæki hagvöxtur, stækkun kökunnar, auk- in þjóðarframleiðsla. Ahrif hærra olíuverðs núna á ís- lenskan þjóðarbúskap eru þau að viðskiptakjörin, verð á útflutningi borið saman við verð á innflutningi, versna. Versnandi viðskiptakjör rýra rauntekjur þjóðarinnar. í olíukrepp- unni 1979 var þetta þannig að þjóðar- framleiðslan jókst um 2,5 prósent en verri viðskiptakjör minnkuðu þjóð- artekjumar um 1 prósent. Verði olíu- verð áfram hátt em minni líkur á að íslendingar rétti úr kútnum og sjái fram á hagvöxt eftir meira en tveggja ára bið. Ahrifi bombu Saddams Hussein á viðskiptajöfnuðinn íslenska eru þau að olíureikningur landsmanna hækkar. Hækkun upp á um þrjá milljarða hefur verið nefnd. Mikil hætta er á að dollarinn lækki þegar til lengri tíma er litið vegna þess aö hærra olíuverð eykur enn á við- skiptahalla Bandaríkjamanna sem aftur þýðir samdráttaráhrif og minni getu þeirra til að flytja inn vömr. Þetta gæti haft áhrif á fisksölu okkar vestra. Áhrifin á þjónustujöfnuðinn [13 Bensín Bensín i Rotterdam var á 286 doll- ara tonnið i gær. verða þau að hann versnar þar sem hærra olíuverð er eins og köld vatns- gusa á rekstur flugfélaganna. Steingrimur getur ekki sett bráðabirgða- lög á Hussein Verðbólgan á eftir að aukast. Hærra olíuverð fer beint inn í fram- færsluvísitöluna og vömr fyrir- tækja, sem nota mikla olíu, þurfa að hækka í verði til að reksturinn gangi. Auk þess pressar aukinn viðskipta- halh og versnandi viðskiptakjör á gengislækkun. Aukin verðbólga magnar upp lætin á vinnumarkaðn- um þar sem launþegar finna beint fyrir kaupmáttarskerðingu. Þjóðar- sáttin á vinnumarkaðnum, sem lík- lega náði hámarki sínu í BHMR- deilunni, gæti því verið í hættu. Og litið dugir fyrir ríkisstjómina að setja bráðabirgðalög á Saddam Huss- ein. Svona var brugðist við í síðustu olíukreppu í olíukreppunni 1979 bmgðust iðn- Súperbensinið var í gær komiö i 316 dollara tonnið i Rotterdam. ríkin við hærra olíuverði með því eina og einfalda ráði að draga úr notkun á oh'u. Bensínhákum var lagt og menn óku eyðslulitlum bílum eða tóku strætó. Dregið var úr sunnu- dagsbíltúrum og nágrannar og vinnufélagar tóku að aka saman í vinnuna og náðu þannig betri nýt- ingu á bílum. Rannsóknir olíusérfræðinga í olíu- kreppunum 1973 og 1979 sýndu að erfitt er að draga úr olíunotkun þrátt fyrir hækkandi verð. Verðteygni olíu og bensíns er mjög lítil til skamms tíma litið, aðeins um -0,036. Þetta þýðir að sé verðið tvöfaldað, hækkað um hundrað prósent, getur notkun fyrirtækja á ohu aðeins minnkaö um 3,6 prósent. Skýringin er sú að fyrir- tæki eru föst í ákveðnum fjárfesting- um; verksmiðju, sem gengur fyrir oliu, verður ekki breytt á einni nóttu. Og hin hliðin á þessari tölu: ef fram- boð dregst saman um 3,6 prósent tvö- faldast verðið. Rannsóknir sýna að einstaklingum tekst mun betur upp en fyrirtækjunum. Olíunotkun þeirra minnkar um allt að 20 prósent tvöfaldist verðið. Orka Íslendinga verðmeiri með hækkandi olíuverði Þrátt fyrir allt svartnættið hér að framan er til björt hhð á bensín- bombu Husseins fyrir okkur íslend- inga. Hún er sú að ein þriggja helstu auðlinda íslendinga, fyrir utan fiski- miðin og þekkingu fólksins, er orkan í jörðinni. Þessi orka verður verö- meiri um leið og olíuverð hækkar. Það þýðir aftur að betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig og semja ekki af sér í viðræðunum við Atlantal- hópinn um nýtt álver. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 3,0 AHir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4 5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsogn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,5-13.75 Bb.Sb Viöskiptavixlar(torv.)(1) kaupgengi . Almennskuldabréf 14,0 Allir Vióskiptaskuldabréf(1) kaupgenqi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17.5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu isl.krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16.8-17 Sp Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Överötr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig Lánskjaravisitalajúli 2905 stig Byggingavisitala ágúst 550 stig Byggingavísitala ágúst 171,9 stig Framfærsluvísitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% 1 júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,031 Einingabréf 2 2,739 Einingabréf 3 3,312 Skammtímabréf 1,699 Lífeyrisbréf Gengisbréf T175 Kjarabréf 4,981 Markbréf 2,651 Tekjubréf 2.002 Skyndibréf 1,487 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,421 Sjóðsbréf 2 1,783 Sjóðsbréf 3 1,689 Sjóðsbréf 4 1,438 Sjóðsbréf 5 1,015 Vaxtarbréf 1.7090 Valbréf 1,6070 Islandsbréf 1,043 Fjórðungsbréf 1.043 Þingbréf 1,042 Öndvegisbréf 1,041 Sýslubréf 1,045 Reiöubréf 1,030 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.; Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 488 kr. Flugleiðir 191 kr. Hampiöjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 162 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 138 kr. Olíufélagið hf. 515 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.