Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 7 dv Sandkom Steingrímur í partíum og laxi Þaðerávallt mikiðaðgera hjáforsætis- ; ráðherraokk- ar, Stðingrími; : . Hermannssyni, yflrsumar- mánuðinaenda á hann mörg stefnumótin viðlaxaogstór- laxa.Þáer Steingrnnurað sjáltsögöu vinsæil í öðrum hoðum. Það getur þ ví stundum orðið dálítið orfltt fyrir flölmiölamenn að fanga athyglí hans en forvitni vakti að á meðan BHMR-deiian stóð yflr var forsætisráðherrann aldrei í viðtali hjá ríkissjónvarpinu. Samkvæmt heimiidum Sandkomsritara reyndu sjónvarpsmenn mikið til að fá forsæt- isráðherra í viðtal en honum tókst að hatha því fimm sinnum á rúmri viku. Nýandlití Ríkinu Einn gamal- reyndnraf- greiðslumnður i áfehgisútsöl- : mmi í Vest- , mannaeyjum numhafalurö- aðsigeítthvað áþvíaömifynr þjóðhátíöina hefðihannséð andlitíRikinu sem vanalega létu aldrei sjá sig þar! Ekki er vitaö hvort þessí „nýju andlit“ hafa verið að breytaum drykkjusiði en sumir telja að þetta standi í sambandi við hertar aögerðir tollvarða en sem kunnugt er tókst að upplýsa mitóð smygimál í Vestmannaeýjum fyrr í sumar. Þetta mun hafa skapað tölu- verð vandamál og menn því neyðst til að kaupa guðaveigamar í Ríkinu. Mun meðal annars mestaliur vodki hafa kiárast en sem kunnugt er var nær allt smyglgóssið í formi vodka. Einar hélt metinu Erammistaöa Guðmundar Hrafnkelsson- .'i markvarðar islenska latuls- ; liðsins í hand- knattleik, úti í SeattleíBanda- i ríkjunum var injöggóð Varði Guðmundur einsogber- serkuroger greinllega Öl alis líldegur. Segia kunnugir að þetta sé meðal annars að þakka þjálfunEinars Þorvarðar- sonar, fyirverandi landsliðsmark- varöar, en hann sér nú um mark- varðaþjálfun hjá landsliðinu. Þá voru gárungamir að segja að í einum leiknum, þegar Guðmundur var bú- inn að verja 24 skot, hefði Einar bragðið á það ráð aö stópta Guö- mundi út af og gefa órey ndari leik- mönnum möguleika. Töldu menn að meö þessu hefði Einari tekist að verja met sitt sem er 26 varin skot í lands- leik. Einnighafa menn verið að henda gaman að því að nú muni Guðmundur hafa brcytt um staðsetn- ingu í markinu, meðal annars sam- kvæmt ráðleggingu Eínars. Það gefst vel, en auðvitaö spyija menn hvort Einar hafi verið að geyma ráðlegging- arnar þar tíl þeir félagar væru hættir aö bítast um markvarðarstöðuna. Félagsdómur í Sandkorni þannöð.júli síðastliöinnvar sagtfráþviað flóriraffimm dómurumFé- lagsdómsþæðu launsam- kvæmttöxtum Bandalagshá- skólamanna hjáríkinu. Þettaerekki alls kostar rétt, þar sem umræddir dómarartaka laun samkvæmt úi- skurði Kjaradóms. Er hér með beðist velvirðingar á þessari ónákvæmni, þótt því megi hins vegar bæta við að Kjaradórour hefúr ailajafnan tetóð mið af töxtum BHMR. Umsjón: Sigurður M. Jónsson Fréttir Tjörn og friðað varpsvæði í miðborg Reykjavíkur Fyrirhugað er að stækka tjörnina fyrir framan Norræna húsið þannig að hún nái að Hringbraut og tengist gömlu Tjöminni í miðbæ Reykjavík- ur. Þar verður einnig friðað varp- svæði en alls er svæðið um sjö hekt- arar. Vonast er til aö framkvæmdir geti hafist um haust að ári liðnu. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið og hugmyndin gæti því átt eftir að breytast eitthvað í millitíðinni. í tjöminn er ætlunin að hafa hólma og þar verður væntanlega mikið fuglalíf. Við tjömina vestanverða, fyrir neðan Háskólann, verður kom- ið fyrir bakka svipuðum þeim sem nú er við gömlu Tjörnina við Frí- kirkjuveg. Suðaustan við tjörnina verður frið- að svæði þar sem fuglalífi er ætlað að blómstra. Þar verður mýrargróö- ur en svæðið verður nokkurs konar millistig milh mýrar og þurrlendis. Inni á miðju því svæði, þar sem nú er tjöm, verður votlendíssvæði. Svæðið er friðað og verður lokað yfir varptímann, 1. maí til 20. júlí. Utan um friðaða svæðið verður sýki sem tengist tjörninni. Yfir sýkið er fyrirhugað að setja brýr á fjórum stöðum en þær verða síðan teknar upp meðan á varptíma stendur þann- ig að ekki verði hægt að ganga inn á svæðið. Á meðan svæðið veröur opið verður hægt að ganga eftir þar til gerðum gönguleiðum innan frið- landsins. Sunnan við Norræna húsið eru lóð- ir sem Háskólinn á. Þar er ætlunin að reisa hús undir jarðvísindi og líf- fræði og sunnan þeirra er ætlunin að reisa náttúrufræðihús sem á að hýsa náttúrufræðistofnun og nátt- úrufræðisafn. Gert er ráð fyrir nýj- um bílastæðum fyrir neðan Háskól- ann. -pj Ekið á tvo hesta Aðfaranótt laugardagsins var ekið á tvo hesta við brúna við Eystri- Rangá. Sex menn voru aö fara með 15 hesta yfir veginn þegar bíll kom aö og ók á tvo hesta sem voru í taumi. Hestana þurfti að aflífa strax á brúnni. Tveir menn féllu af baki þannig að það þurfti að flytja þá á sjúkrahús. Meiöslin voru þó smá- vægileg og þeir fengu að fara eftir að búið var sauma sár þeirra. Slysið átti sér stað um klukkan eitt um nóttina og var myrkur og talsverð móða í lofti og engin endurskins- merki á hestunum. -pj Bíllinn var talsvert skemmdur eftir áreksturinn. DV-mynd JAK Árneshreppur: Fór að rigna er heyskapur hófst Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Jón Jens Guðmundsson í Munaðar- nesi segir að staurasala sé að aukast héðan en talsvert af rekaviðnum hér er sagað í staura. Heyskapur er hér almennt byrjað- ur en spretta er léleg eftir þetta mikla hitasumar og kal víða í túnum. En um leið og bændurnir byrjuðu slátt- inn þá fór að rigna. Nú er þoka og súld. ítalir á tveimur jepp- um skemmdu gróður - óku yfir mosa og mýrlendi við Tungnafellsjökul Vestmannaeyj ar: Trébátur á lóð ísf élagsins Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: „Það var hugmyndin að varðveita einn af þessum gömlu bátum sem nú eru óöum að týna tölunni og því fór- um við fram á við bæjarráð að fá leyfi til þess að setja mótorbátinn Sæfaxa VE 25 á lóö félagsins,“ sagði Eyjólfur Marteinsson, framkvæmda- stjóri ísfélagsins hér í Eyjum. Leyfið hefur verið veitt og fyrir- hugað er að koma bátnum fyrir á lóöinni sunnan við salthúsiö á mót- um Kirkjuvegar og Miðstrætis. Bát- urinn verður málaður og reynt verð- ur að hafa snyrtilegt í kringum hann. Síðan geta þeir sem vilja skoðað bát- inn hátt og lágt. Sæfaxi er 26 tonna trébátur, smíð- aður í Njarðvík 1940. Hann var úrelt- ur 1. ágúst sl. og í hans stað var Draupnir VE keyptur til ísfélagsins. - u Nýbygging Sparisjóðsins á Þingeyri. DV-mynd Reynir Þingeyri: Sparisjóðurinn byggir Tveir Italir á tveimur Land Rover jeppum ollu töluvert miklum skemmdum við stikaða gönguleið að Tungnafellsjökli, skammt frá Nýjad- al, fyrir helgi. Mál þeirra er nú til afgreiðslu hjá sýslumanni og eiga mennimir yfir hölði sér að þurfa að borga skaðabætur. Annar ítalanna hafði ferigið upp- lýsingar hjá verðinum í ferðafélags- skálanum í Nýjadal um hvaða leið ætti að aka. Eitthvað munu upplýs- ingamar hafa skolast til hjá ítölun- um og ók annar jeppinn yfir nokkur himdmð metra svæði þannig að mosi og mýrlendi skemmdist. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var hér um misskilning að ræða og voru Italirnir mjög leiðir og aumir eftir þennan atþurð. Skálavörðurinn í Nýjadal taldi að skemmda svæðið væri á um hálfs kílómetra kafla. ítalirnir fara úr landi þann 11. ágúst og er búist við að mál þeirra verði afgreitt fyrir þann tíma. Viðar Jónsson, lögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að vægast sagt sé töluvert mikiö um að erlendir ferða- menn hafi keyrt um viðkvæmt land og valdið skemmdum. Viðar sagði í samtali við DV að svæði í kringum Landmannalaugar hefðu sérstaklega verið skemmd af völdum bíla sem keyrðuutanvega. -Ótt Reynir Traustasan, DV, Flateyri: Sparisjóður Þingeyrarhrepps flytur væntanlega í nýtt húsnæði í febrúar á næsta ári. Nú er unnið af krafti við að steypa upp húsið og að sögn spari- sjóðsstjórans, Angantýs Jónassonar, er áformað að ljúka við húsnæðið, sem er 235 m2, fyrir 1. febrúar 1991. Hann kvað kostnað við húsið full- búið vera áætlaöan 20 milljónir króna. Að sögn Angantýs hefur afkoma sparisjóðsins verið góð undanfarin ár. Verkalýðsfélagið Brynja á hluta af húsinu og mun verða með starf- semi sína þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.