Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
9
Utlönd
Vestrænum ferða-
mönnum snúið við
Mikil mótmæli hafa verið víða um heim vegna innrásar íraka í Kuwait. Á þessari mynd, sem tekin var í London,
má sjá konu frá Kuwait mótmæla innrásinni. Símamynd Reuter
Landamæri íraks og Jórdaníu:
íraskir hermenn sneru í gær við
bílalest vestrænna ríkisborgara sem
reyndu að aka frá Bagdad í írak til
landamæra Jórdaníu, að því er ít-
alskir stjómarerindrekar greindu
frá í morgun.
Sögðu þeir að átta til tíu bílar hefðu
farið frá Bagdad í gærmorgun og
ekið í þrjár eða fjórar klukkustundb'
í áttina að landamærum Jórdaníu.
Þá hefðu þeir verið stöðvaðir af
íröskum hermönnum og snúið til
baka.
Önnur vestræn sendiráð kváðust
litlar sem engar upplýsingar hafa um
mögulega flutninga á útlendingum
frá höfuðborg íraks. Sænski sendi-
fulltrúinn í Jórdaníu greindi reyndar
frá því að tveimur sænskum kaup-
sýslumönnum heíði tekist að komast
til Jórdaníu frá írak í leigubíl.
í nótt barst svo fregn um að yfir
sjötíu japanskir ferðamenn og
nokkrir aðrir útlendingar hefðu,
ásamt íröskum knattspyrnumönn-
um, verið fluttir í íraskri flugvél til
Jórdaníu.
Jórdanskir embættismenn til-
kynntu í gær að írakar hefðu opnað
landamærin við Jórdaníu á mánu-
dag. En í viðtali við sendifulltrúa
Svía í Bagdad vísaði íraska utanrík-
isráðuneytið á bug fullyrðingum um
að útlendingum væri heimilt að fara
frá írak. Sænska utanríkisráðuneyt-
ið hefur ekki getað fengið staðfesta
fréttina um að útlendingum væri
leyft að fara frá Kuwait.
Seint í gærkvöldi tilkynnti sendi-
herra íraks í Jórdaníu í útvarpi að
landamæri íraks og Jórdaníu væru
opin öllum útlendingum sem vildu
fara frá írak.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
segir að um fjörutíu bandarískir rík-
isborgarar, sem íraskir hermenn
fluttu frá Kuwait, séu í haldi á hóteli
í Bagdad og að þeim sé ekki leyft að
faraþaðan. ReuterogTT
fríska þjóðarráðið, sem í gær féll frá í gær þar sem segir aö Afrlska
frá, um stundarsakir, vopnaðri þjóðarráðið muni ekki beita vopna-
baráttu gegn stjóm hvíta minni- valdi gegn stjórninni. Þeir segja að
hlutans í Suður-Afríku, hefur full- stjórnin hafi ekki gefið nóg eftir en
vissað stuðningsmenn sína um að stjórnvöld hafa m.a ákveðið að láta
nái umbætur ekki fram að ganga í lausa pólitíska fanga. Ákvörðun
landinu muni vopnin verða látin þjóðarráðsinshefuríraunruttveg-
tala. inn fyrir friðarviöræöur blökku-
Sumir blökkumenn í Suður-Afr- manna og fulltrúa stjórnvalda.
íku eru varir um sig vegna yfirlýs- Reuter
ingar Afríska þjóðarráðsins, ANC,
Sovétríkin:
Andstæðingar
í samvinnu
Boris Jeltsin, sem hér sést, og Gor-
batsjov Sovétforseti hafa nú gert
með sér samning um umbótaáætlun
í efnahagsmálum. Simamynd Reuter
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti og
Boris Jeltsin, forseti rússneska lýð-
veldisins, hafa gert með sér samning
um sameiginlega umbótaáætlun í
efnahagsmálum. Segir Pravda, mál-
gagn sbvéskra kommúnista, að þessi
samningur jafngildi póhtísku banda-
lagi þessara tveggja manna. Sameig-
inleg nefnd kom saman til fundar í
vikunni til að ræða nýja róttæka
umbótaáætlun og mun nefndin skila
af sér áliti í lok mánaðarins.
í forystugrein Pravda, á forsíðu
blaðsins, voru báðir menn hylltir
fyrir að leggja til hliðar ágreining
sinn en þeir- hafa lengi verið póli-
tískir andstæðingar. Æ síðan árið
1987, þegar skildi með þeim, hefur
Jeltsin gagnrýnt harkalega hversu
hægt gengur að innleiða efnahags-
legar umbætur í Sovétríkjunum.
Hann hefur sagt að Sovétforseta hafi
hvorki tekist að brjóta á bak aftur
andstöðu íhaldsmanna í sovéska
kommúnistaflokknum né kerfis-
karla.
Síðustu mánuði hefur Gorbatsjov
siglt milh skers og báru, reynt að
halda bæöi róttækum umbótasinn-
um sem og íhaldssamari kommúnist-
um innan flokksins. Á þingi flokks-
ins í síðasta mánuði sætti forsetinn
mikihi gagnrýni, ekki síst frá Jeltsin
sem þá tilkynnti að hann hygðist
segja sig úr sovéska kommúnista-
flokknum. Nú hafa þeir hins vegar
gert með sér samning sem róttækir
fagna mjög. Reuter
Bein lína um
breyttar
gj a Ideyrisreglu r!
Breytingar á gjaldeyrisreglum á íslandi eru framundan. í meginatriöum stuöla
þær aö frjálsari gjaldeyrisviöskiptum. Viöskiptavinum íslandsbanka og öörum
þeim sem hafa áhuga á aö kynna sér nánar áhrif
þessara breytinga er velkomiö aö hringja í
UPPLÝSINGASÍMA ÍSLANDSBANKA:
91-679455
!' ■/. <o
Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. s
Íw
<
Q
ÍSLANDSBANKl
-í takt við nýja tíma!