Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
Lesendur
Verslunarráö boöar til EB-umræðna:
Vandræðaþögn á
morgunverðarfundi
Magnús Ólafsson skrifar:
Okkur íslendingum ætlar seint
að hugnast almennir mannasiðir,
að ekki sé nú talað um sæmileg
hegðun og kurteisisreglur á opin-
berum fundum og mannamótum.
Ekki vantar það að menn séu kjaft-
gleiðir og spámannlegir í kunn-
ingjahópi, þá vita menn allt og sjá
fyrir hveija lausn fyrir sig og þjóð-
félagið. - En þegar þessir sömu
menn koma saman á fundum sem
þeir jafnvel kaupa sig inn á til að
fræðast og leggja fram fyrirspurnir
þrýtur kjarkinn og þeir sitja með
samanklemmdar varir og hegða
sér eins og drengir á fyrstu jóla-
skemmtun sinni.
Þannig var því farið þegar Versl-
unarráð íslands boöaði til eins af
morgunverðarfundum sínum ný-
lega og ekki ómerkari maður en
varaforseti framkvæmdastjómar
Evrópubandalagsins var fundar-
gestur. íslenskir athafna- og kaup-
sýslumenn flykktust á fundinn. -
Væntanlega til að afla sér fróðleiks
og vitneskju um EB en ekki síður
til að láta í sér heyra um þetta
bandalag sem getur skipt sköpum
um stöðu íslands í verslun og við-
skiptum.
Því var reiknað með að menn
Varaforseti framkvæmdastjórnar EB, Frans Andriesen. Náði ekki að
vekja áhuga íslenskra kaupsýslumanna á morgunverðarfundi Verslunar-
ráðsins.
myndu, strax að loknu framsögu-
erindi varaforsetans, biöja um orð-
ið og leggja fyrir hann spurningar,
sem hann var meira en fús til að
svara, og heyra þá um leið ofan í
þessa helstu framámenn í íslensku
viðskiptalífi. - En ónei. Skyndilega
hafði enginn áhuga á að opna
munninn, hvað þá meir. En hvað
þetta er nú líkt okkur! Alveg eins
og á fundum í stjórnmálaflokkun-
um þar sem enginn þorir að hefja
máls að loknum framsöguræðum.
Hvað skyldum við íslendingar
eiga marga frambærilega kaup-
sýslu- eða viðskiptafrömuði, þótt
ekki sé nú miðað við annað en
sæmilega tungumálaþekkingu? -
Þá má örugglega telja þá á fingrum
annarrar handar. Ég held að Versl-
unarráð og önnur íslensk hags-
munasamtök í verslun og viðskipt-
um ættu að sleppa fleiri morgun-
verðar- og fræðslufundum með er-
lendum gestum. Lions-, Kiwanis-
eða golfklúbbarnir eru sennilega
besti vettvangurinn fyrir íslenska
kaupsýslumenn til skrafs og ráða-
gerða um verslun og viðskipti. í
versta falli kútmagakvöldin hjá
Lions. - Á slíkum stundum eru
menn í essinu sínu. Þar eru menn
á heimavelli.
Kosningar yrðu kærkomnar
Spumingin
Drekkur þú mikið gos?
Haukur Jóhannesson: Nei. Maður
drekkur bara mjólk og vatn.
Margrét Ingibergsdóttir dagmamma:
Já, ég get ekki neitað þvi.
Ingi Sveinn Jónsson, 9 ára: Soldið
mikið en líka djús og mjólk. Mér
finnst gos gott.
Einar Jakob Jónsson, 11 óra: Ekki
mikið. Ég drekk frekar vatn og
mjólk. Gos er ekki vont en ég veit
að það er óhollt og skemmir tennurn-
ar.
Ragnar Sigurðsson skrifar:
Þar sem auðséð er að ríkisstjómin
getur ekki tekið á þeim málum sem
nú brenna heitast á þjóðfélaginu get
ég ekki séð að hægt sé aö komast hjá
kosningum á allra næstu vikum og
ekki síðar en í septembermánuði nk.
- Allt það fjaðrafok sem búið er að
vera í deilumáli BHMR og ríkisins,
og ekki síst í kjölfar Félagsdóms, er
þó aöalástæöan fyrir þvi að ríkis-
stjórnin á að segja af sér og boða til
kosninga.
Hvemig sem málin skipast í málum
BHMR sé ég ekki að aðrir launþega-
hópar hér geti sætt sig við að verða
skildir eftir án kjarabóta þegar verð-
bólgan er á uppleið og verðlagið stíg-
ur og hefur verið að hækka í allt
sumar. Og hvernig getur ASÍ forust-
an leyft sér að taka afstöðu til samn-
inga BHMR nema þá með þeim ein-
um hætti að styðja við bakið á laun-
þegum þess félags?
Eg hef það á tilfinningunni að við
launþegar, sem erum skikkaðir til
að gjalda okkar hlut til verkalýðs-
félaga innan ASÍ, séum einhvers
konar aukapersónur sem einu gildi
hvaða skoðanir hafi. Ég veit t.d. að
það er ekki að undirlagi eöa skapi
meirihluta félaga innan ASÍ að mót-
mæla nýgerðum kjarasamningum
BHMR- manna við ríkiö. ASÍ fomst-
an hefur aldrei samið við sína við-
semjendur með neinum viðlíka ár-
angri og BHMR-menn gerðu.
Það hefur margsinnis verið rætt
að ASÍ forustan semdi t.d. um veru-
lega launahækkun til handa þeim
lægst launuöu en létu þá aðra, sem
eru komnir vemlega yfir láglauna-
taxta, eiga sig í það skiptið.
En hvað skeður? Æ ofan í æ hefur
forustan ekki treyst sér til að gera
kröfu um þannig samninga. Krafan
um 80 þúsund krónur sem lágmarks-
laun til handa öllum ASÍ félögum
eftir 3 ára samfellt starf væri t.d. eitt-
hvað til að hrósa sér af. En engu slíku
er að heilsa. í stað þess reynir ASÍ
forustan að styðja við bakiö á ríkis-
stjórninni allt hvað af tekur og lætur
sitt verksvið lönd og leið - að gera
skýlausa kröfu um hækkun launa til
sinna umbjóðenda.
Það sem yrði því kærkomnast nú
fyrir alla landsmenn og ekki síst
launþega alla sem einn er að boðað
verði til kosninga sem allra fyrst og
ríkisstjómin víki af sviðinu því
kjarabætur til launþega hafa hvort
sem er aldrei átt sér stað undir ríkis-
stjórn sem kennir sig við vinstri
flokka og styðst við hálaunaða
verkalýðsforingja sem standa sjálfir
í innbyrðis baráttu við að halda völd-
um.
Pétur Pétursson, lektor í félagsfræði:
Ég er reyndar byrjaður aðeins á þvi
eftir að ég kom heim frá Svíþjóð. Hér
á íslandi er mikil gosmenning.
Jóhann Traustason sölumaður: Nei,
ég drekk ekkert gos bara sykurskert-
an Svala. Gosið skemmir tennumar.
Góð grillkol
uppurin
Pétur Sigurðsson skrifar:
Ég get ekki á mér setið að senda
ykkur nokkrar línur eftir að hafa
leitað mig þreyttan að ákveðinni
grillkolategund sem stundum hefur
verið hér á markaðnum. Ég segi
stundum því þaö er ekki heiglum
hent að finna hvar þessi kol fást þá
og þá stundina. Ég hef gegnum árin
oröið að hringja beint til innflytjanda
til að fá upplýsingar um hvar kolin
fást.
Þetta er kolategund sem heitir því
frumlega nafni „Match Light“ og eru
gædd þeim eiginleikum að ekki þarf
neinar umsvifamiklar tiltektir til aö
kveikja í þeim og halda í þeim loga.
Aðeins eldspýtu og í þau er komin
hin prýðilegasta glóð eftir nokkrar
mínútur og tilbúin til að steikja við.
Þetta kemur sér afar vel hér í Reykja-
vík og á suðvesturhorni landsins þar
sem alltaf er gola eða vindur og því
erfitt að nota venjuleg grillkol til úti-
eldunar.
Þessi umræddu kol eru amerísk og
era því miður afar sjaldfengin í versl-
unum, hvað sem veldur. Ég trúi
varla að hér sé um að ræða einhvem
seinagang hjá innflytjanda þvi hér
er um að ræða mjög eftirsótt kol af
þeim sem mikið nota útigrill. Aldrei
hef ég séð þessi kol auglýst og þaö
er aðeins fyrir heppni ef maður sér
þau í einum eða öðram matvöru-
markaði. - Á bensínstöðvum minnist
ég ekki að hafa séð þau.
Nú langar mig til að láta reyna á
áhrif DV í þessu máli. Annars vegar
hvort þiö getið hreinlega komist aö
því hvar þessi kol fást og þá hvort
reikna megi með að þau fáist 1 fram-
tíöinni. Hins vegar, ef þið ekki kom-
ist að því, hvort einhver myndi ekki
hringja til ykkar og gefa frekari upp-
lýsingar um tilvist Match Light kol-
anna og þá hvar þau kunni að fást.
- Með fyrirfram þakklæti.
Ekki sama hvaða grillkol eru notuð úti hér á landi. - Lesendasíða er mót-
tækileg fyrir frekari upplýsingum um tilvist Match Light kolanna.