Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
KOPASKER
Nýr umboðsmaður okkar frá 1. ágúst er Kristbjörg
Sigurðardóttir, Boðagerði 3, sími 96-52106.
Nauðungarúppboð
Eftir kröfu Atla Gíslasonar hrl. og Sigurðar Þóroddssonar hdl. fer fram opin-
bert uppboð fimmtudaginn 9. ágúst nk. að Smiðshöfða 17 og hefst það
kl. 14.00. Seldar verða ýmsar eignir Bílalakks hf.
Eftir kröfu Atla Gislasonar hrl. ca 6-7 þúsund lítrar oliuakryllakk.
Eftir kröfu Siguróar Þóroddssonar hdl. ca 17 þúsund lítrar málningarefni,
5 blöndunartaeki, dósapressa, hillur, rekkar, skrifborð, stólar, slökkvitaeki,
ryksuga, afgreiðsluborð, ryðvamarvökvi, sandpappír o.fl.
Greiðsla við hamarshögg. Uppboóshaktarínn í Reykjavik
Lax selst nú aðeins fyrir brot af þvi sem áður var. - Fylgir humarinn í kjölfarið?
íslenskur lax oröinn skyndibitafæða:
Aldrei framar eftirsóttur
nn
^V*VTV
AÐALBOKARI
Ólafsfjarðarbær auglýsir stöðú aðalbókara lausa
til umsóknar.
Umsóknir, ertilgreini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist undirrituðum fyrir 20. ágúst 1990.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Ólafsfirði 1. ágúst 1990.
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði,
Ólafsvegi 4,625 Ólafsfirði,
simi 96-62151.
Ólafur Sigurðsson skrifar:
Ekki er neinn vafi á að íslenskur
laxfiskur var í flokki þeirra matvæla
sem töldust til gæðarétta og var hann
verðlagður samkvæmt því. Lax, að-
allega frá íslandi og Noregi, var við-
ast hvar á matseðlum dýrari veit-
ingahúsa, annaðhvort nýr eða reykt-
ur. Sá íslenski var þó einkum reykl
ur og var þess sérstaklega getið á
matseðlum veitingahúsanna að um
íslenskan lax væri að ræða. Orðspor-
ið leyndi sér ekki, allir sóttust eftir
þessum gæðafiski.
Nú er öldin önnur. íslenskur lax
og reyndar lax yfirleitt er falhnn í
verði víöast hvar og hann er boðinn
sem hluti af skyndibitafæðu á sjálfs-
afgreiðslum veitingahúsa, svo sem
við þjóðvegi í Evrópu. Þar er hann
settur í samlokur sem seldar eru á
sama verði og annað algengt álegg á
brauð. - Ekkert getur héðan af bjarg-
að laxinum frá því aö verða algeng
og ódýr matvara sem menn kaupa
án þess að spyrja frekar um uppruna
hans eða ástand. Hann er orðinn að
skyndibitafæðu og verður aldrei
framar eftirsóttur sérstaklega.
Þetta hefur skeð á örfáum árum.
Við íslendingar ætluðum að taka
fiskirækt með trompi, aðferð sem
varla hefur enn komist af tilrauna-
stiginu, og hér átti að græða stórfé á
framleiðslu laxfiska með því að
framleiða þá í kerum. - Allir áttu að
geta keypt lax og notið þessa góð-
fisks. En menn áttuðu sig ekki á því
að það sem er algengt og auðfengið
verður einnig verðlagt í samræmi við
það. Verðið lækkaði því snarlega og
er nú svo komið að lax selst ekki
lengur nema fyrir brot af því sem
áður var.
Margar aörar matvörutegundir,
þ.á.m. humar, eru enn í háu verði
þrátt fyrir tilraunir manna til að gera
hann hka að almenningsfæðu. Hum-
arveiðar, frágangur og flutningur er
þó enn ekki eins auðveldur og á
meðan magnið er ekki yfirfljótandi á
mörkuðunum getur verð á humar
haldist hátt og því er hann enn eftirs-
óttur víöast hvar og seldur dýrt á
góðum og virtum veitingahúsum.
Ekki hefur þó íslendinga vantað
viljann til að eyðileggja líka þann
gæðamat því þeir hafa boðið erlend-
um kaupendum humars (og gera
kannski enn) skötusel til að drýgja
humarinn með! Erlendir fiskkaup-
menn og þeir er selja til veitingahús-
anna hafa þó ekki haft erindi sem
erfiði í þeim mæli sem þarf til að
gera humarinn að verðlausri vöru
eins og laxinn. - Ekki ennþá. Við ís-
lendingar myndum reyna okkar
besta, bara ef skötuselur veiddist í
slíkum magni að „gagn“ væri að.
Það er hörmulegt til þess að vita
að íslenskur lax skuli hafa fallið svo
í verði. Eldislax, meira að segja
reyktur, er slepjulegur og illa falhnn
til framleiðslu og stenst engan veg-
inn samanburð við þann náttúrulax
sem lengst af var þekktur. Nú er
enginn óhultur lengur fyrir eldislaxi,
hann er alls staðar, jafnvel í hinum
bestu veiðiám, og því fer sem fer.
Gróðahyggja og grunnhyggni okkar
íslendinga á sér engin takmörk að
því er virðist. Verst er að stjórn-
málamenn okkar og ríkisstjórnir
hafa ekki heldur haft manndóm til
að sporna gegn þessari þróun heldur
veitt skattfé okkar til þessarar
skemmdarstarfsemi. Það eitt er lítið
dæmi um það hvað við eigum dæma-
laust óhæfa stjórnendur. Kannski
erum við ekki verr settir undir stjórn
Evrópubandalagsins þegar allt kem-
ur til ahs.
AUGLYSING
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða forstöðumann
skrifstofu húnæðisnefndar Hafnarfjarðar (áður Stjórn
verkamannabústaða).
Jafnframt er óskað eftir starfsmanni til almennra skrif-
stofustarfa á sömu skrifstofu.
Nánari upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður
kostnaðareftirlits á Bæjarskrifstofunum eða í síma
53444.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfestur er til 15. ágúst nk. og skal umsókn-
um skilað á Bæjarskrifstofurnar, Strandgötu 6, Hafn-
arfirði.
Hafnarfjarðarbær
Forseti til flótta-
mannahjálpar SÞ?
Ólafur Sveinsson skrifar:
Þaö var í morgunútvarpinu nú
fyrir skömmu að ég hlýddi á spjall
þáttarstjómenda við tvo þekkta
menn í þjóðlífi okkar, þá Indriða
G. Þorsteinsson og Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, í tilefni þess að
10 ár eru nú hðin frá því núverandi
forseti íslands tók við embætti. -
Ég hélt nú að þau tímamót væru
ekki sérstakur afmælisatburður.
En það var sjálft umræðueftiið sem
ég hneykslaðist á og held ég mig
því við efniö.
Þama var nefnilega á afar ó-
smekklegan hátt verið að ýja að þvi
að núverandi forseti gæfi ekki kost
á sér við næsta forsetakjör og var
farið aö finna honum annað starf
þarna í hljóðstofu útvarpsins.
Það var sagt sem svo að forset-
ixm, sem væri enn á góöum aldri
og við góða heilsu, þyrfti ekki nauð-
synlega að draga sig í hlé. Hann
gæti sem best fengið stöðu við
hvaða embætti sem væri, innan-
lands eða utan. Var svo farið að
tefja upp embætti viö hæfi. - Einna
helst var staldraö við forstöðu-
mann flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna. Það hefði Poul
Hartling fengið á sínum tima og
allt væri þetta opið og til umræðu.
Mér finnst þetta allt eitt allsherj-
ar rugl og raunar fmnst mér frétta-
fiutningur um 10 ára starfsafmæli
forseta íslands vera það líka. Hér
hlýtur eitthvaö annað að búa undir
en að þau tíraamót séu svona
merkileg. Þaö skyldi þó ekki vera
að einhver eða einhverjir séu nú
þegar farnir að bera víurnar í þetta
æðsta embætti þjóðarinnar óg finn-
ist ekki ráð nema í tíma sé tekið. -
Maður hefur svo sem lesið í blöðum
og tímaritum nöfn manna og
kvenna sem koma eiga til greina
við næsta kjör til forsetaembættis
og kannski var þetta spjall í morg-
unútvarpi bara einn Uður í þeim
áróöri sem menn eru famir að
undirbúa vegna þeirra kosninga.
Aukablað
TÓMSTUNDIR OG ÚTIVIST
Miðvikudaginn 15. ágústnk. mun aukablað um tómstundir
og útivist íylgja DV.
í blaðinu verður m.a. Qallað um golf, skotveiði, vatnaíþróttir,
hjólreiðar, þ. á m. reiðhjól, hlaupahjól og einhjólunga.
fjallað verður um útivist og trimm afýmsum toga, m.a. sund
og gönguferðir, og þekktir íslendingar spurðir hvernig þeir
verji tómstundum sínum.
Einnig verður Qallað um hinýmsu gæludýr
og umönnun þeirra.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka-
blaði, hafi samband við auqlýsinqadeild DV hið fýrsta
í síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til 9. ágúst.
Auglýsingadeild