Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 15 Umgengnin um landið okkar Nú stendur yfir ár umhverfis- vemdar og er ekki vanþörf á að takast á við þau vandamál sem þar er enn um að ræða. Á undanfórn- um árum hefur mikið verið rætt um umgengni okkar um landið og það ánægjulega er að ekki er annað að sjá en að sú umræða hafi skilað umtalsverðum árangri. Árlega em einhver félagasamtök, fleiri eða færri hveiju sinni, sem taka til hendi og þrífa með vegum landsins, fyrirtæki taka til á lóðum sínum og nánasta umhverfi og svo má lengi telja. Sjálfur ferðast ég mikið um landið, bæði í byggð og um óbyggðir, og þar sé ég svo greinilegan mun á umgengni ferða- langa að nánast er eins og bylting nú á fáum árum. Maður kemur að snyrtilegum tjaldstæðum og sárin eftir hirðu- lausa torfærubflaeigendur eru nú hægt og hægt að gróa og ný sár orðin undantekning. Nú sér maður varla rasl á víðavangi við fjölsótt- ustu ferðamannastaðina. Að græða landið Það er oft tekist á með stórhuga umræðu við að græða upp sár ald- anna og skrýða landið aftur gróðri. Mjög athyglisverður þáttur var í sjónvarpinu sl. vetur þar sem fyrr- verandi skógræktarstjóri fór með okkur á þrjá staði á hálendinu þar sem birkiskógar vaxa í 4-500 metra hæð. Þetta var þáttur sem vert er að þakka fyrir. Þessi staðreynd, sem fáum mun kunn, vekur óneit- anlega bjartsýni um að græðing landsins geti og eigi að skfla ár- angri. KjaHaiinn Benedikt Gunnarsson tæknifræðingur og framkvæmdastjóri Sú stórhuga ákvörðun, sem tekin var á hátíðarfundi Alþingis íslend- inga á Lögbergi við Oxará 28. júlí 1974, þegar minnst var 1100 ára búsetu í landinu, en þar var ákveð- ið að verja einum milljarði króna til landgræðslu- og gróðurvernd- aráætlunar á fimm ára tímabfli, sýndi virkilega að hugur fylgdi máli á þeim tíma enda var þetta verulegt íjármagn þá. En þá voru verðbólgutímar og framlagið ekki verðtryggt svo þessi verðmæti guf- uðu verulega upp á tímabilinu. En, og hvað þá? Hvað um allan óþverrann? En aðrir þættir mega ekki gleym- ast í ákafanum við að græða upp uppblásið land. Það getur stundum minnt á það að sópa undir teppið. Hvað um fjörurnar og sveitir landsins? Ráðherrar okkar láta mynda sig í bak og fyrir með glófa á höndum við að tína rusl úr til- tölulega hreinni fjöru. En hér duga engin vettlingatök. Stór hluti af fjörum landsins er þakinn drash og óþverra og það kostar mikið átak að færa það til betri vegar en það þarf að gera. Við eignuðum okkur með sam- stöðu og hörku miðin kringum landið og berum því ábyrgð á að þeim sé ekki spfllt. Og fjörurnar eru sú perlufesti sem öðra fremur getur prýtt landið en á þá festi hef- ur nú illa fallið og ekki vansalaust að gera ekkert í því aö hreinsa burt þann sora. íslenskir sjómenn hugsa nú, sem betur fer, meira um að halda fiski- fellur eitthvað til og það eru ekki aðeins íslendingar sem sigla hér við strendur. Og hvað um þá sem telja sig eiga rétt til allra gagna ís- lenskrar náttúru, þá sem lifa af jörðinni? Hvernig umgangast íslensk- ir bændur umhverfi sitt? Nú er það íjarri mér að alhæfa en við förum hvergi um sveitir landsins svo að ekki séu áberandi ruslahaugar í nágrenni einhvers býlis og ónýt tæki, spýtnarusl og annað drasl eins og hráviði í kring- um eitthvert býlið og oftast fleiri. Og þegar við göngum um fialls- hlíðar og úthaga rekumst við á ónýtt girðingarusl, ryðgaðan gaddavír, grautfúna staura liggj- naiiuppistanaanai giromgar sem fyrir löngu eru hættar að þjóna ein- hverjum tilgangi, hafi tilgangur einhvern tíma verið raunveruleg- ur, enda ekki heldar nokkurri skepnu en öllum skepnum hættu- legar og ekki augnayndi. Eða þá allar húsarústirnar, hrúg- ur af ryðbrunnu bhkki og fúnu timbri, eða grautfúnir steinkumb- aldar, gluggalausir og þaklausir en fullir af drasli og mæna tómum tóftum til vegfaranda? Og enn end- urtek ég að alhæfing á ekki við en hver einn sem þetta á við um er einum of margur og margir skapa mörg stór og ljót sár á umhverfið. Og þessi sár læknast ekki með eintómri skógrækt. Benedikt Gunnarsson „...alhæflng á ekki við en hver og einn sem þetta á við um er einum of margur og margir skapa mörg stór og ljót sár á umhverfið.“ „Stór hluti af fjörum landsins er þakinn drasli og óþverra,“ segir hér m.a. slóðum sínum og þjóðbrautum hreinum og eru mikið til hættir að andi eins og tröll hafi þeytt þessu af hendi út í buskann. Víða eru CAP gegn GATT Landbúnaðarstefna Evrópu- bandalagsins, CAP - Common Agricultural Policy, vekur sívax- andi áhyggjur og Uruguay viðræð- umar innan GATT reyna nú að koma einhverju viti fyrir Evrópu- þjóðimar í landbúnaðarstefnunni. Skattborgarar Evrópubandalags- ins borga núna beint 44 mflljarða dollara í hítina ásamt 54 mflljarða sérstökum greiðslum frá neytend- um. Þetta er um 2% af hefldarlands- framleiðslu Evrópubandalagsþjóð- anna en skiptist mjög misjafnt nið- ur á þjóðfélagshópa og þjóðir bandalagsins. 75% af fiárlögum Evrópubandalagsins fara í þessa vitleysu, sem aðeins gagnast 7,5% vinnuaflsins, asamt því að vera á góðri leið að koma t.d. Bretum á hausinn. Þeir bændur sem síst af öllu þurfa hjálp fá mest af henni en fátækir bændur utan bandalags- ins verða mest fyrir barðinu á stefnunni. Ógæfa Evrópu Landbúnaðarstefna Evrópu- bandalagsins á sér göfugar for- sendur og sögulegar skýringar eins og margt annað sem fer úr böndun- um. Eftir seinni heimsstyrjöldina var Evrópa í rústum. Hinar blóm- legu byggðir Þýskalands, Niöur- landanna og Frakklands voru svið- in jörð eftir stríðsógæfuna og iðn- aður landanna var í rúst. Ekki var ástandið mikið skárra annars staðar í álfunni þótt heita ætti að Bretar og Rússar væru sig- urvegarar stríðsins ásamt Frökk- um og svo auðvitað Bandaríkja- mönnum. Mörgum göfugum son- um Evrópu sveið nístingssárt ógæfa álfunnar og margar tihögur komu fram til þess að tryggja bjart- ari framtíð. Útiloka stríð Sérstaklega lutu sumar þeirra að því að tryggja friðinn mihi Þjóð- veija og Frakka sem höfðu fært KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur þrjár hræðflegar blóöfórnir á að- eins 70 ára bih. Jean Monnet, ráð- herra í stjórn de Gauhe, sem hafði unnið að því í báðum heimsstyij- öldunum að samhæfa stríðsrekstur Frakka og Breta, fékk nú verkefnið að byggja upp friöinn. Saardeilan eftir heimsstyrjöldina byggðist á hræðslu Frakka við það að hinar auðugu kola- og járnnámur Saar- héraðsins lentu aftur alfarið undir þýskri stjórn og þannig gætu eflt aftur stríðsöflin í Þýskalandi. Monnet fékk nú utanríkisráð- herra Frakka, Robert Schumann, í lið með sér sem lagði fram áætlun- ina sem heitir í höfuðið á honum að bæði stál- og kolaiðnaður þjóð- anna yrði settur undir sameigin- lega yfirstjórn þannig að stríð milli þjóðanna yrði í raun óframkvæm- anlegt. ítahu og Niðurlöndunum var boðið að vera með og Kola- og málmsambandið, undanfari Evr- ópubandalagsins, var stofnað 10. ágúst 1952. Afstaða Attlee og Churchill Friðarhugsjón Monnet, Schum- ans og Adenauers, sem þá var kanslari Þýskalands, var því undir- rótin að Kola- og málmsambandinu sem var fyrirrennari Evrópu- bandalagsins. Afstaða Breta var athyglisverð sem aldrei htu beint á sig sem Evrópuþjóð. Verkamanna- stjórn Attlee felldi þátttökuboðið án mikillar umhugsunar og stað- festi íhaldsflokksstjórn Churchill þá ákvörðun en hann var kosinn aftur forsætisráðherra í október 1951. Bretar með allt heimsveldið und- ir krúnunni og óumdefldir sigur-’ vegarar heimsstyijaldarinnar htu í raun niður á meginlandsatburði, sbr. hin frægu orö Churchfll í jan- úar 1952: „I love France and Belg- ium, but we must not allow oursel- ves to be pulled down to that level, - ég elska Frakkland og Belgíu en við megum ekki láta draga okkur niður á þaö stig.“ Niðurnjörvuð landbúnaðar- stefna Svona var nú tónninn í Evrópu eftir stríð, síðan átti Marshall að- stoðin, Vamarbandalag Evrópu (EDC), Atlantshafsbandalagið, Sovétóttinn og kalda stríðið eftir að setja mark sitt á atburðina. Þarna var samt rót landbúnaðar- stefnunnar, Evrópa í sárum, niður- lægð, sundruð og hungrið svarf að. Engin furða þótt matvælaöflunin væri njörvuð niður. í aöalatriðum sáu landbúnaðar- hagsmunir Frakka markað í Þýskalandi og iðnaðarhagsmunir Þjóðveija sáu markað í Frakklandi með þeirri útvíkkun sem varð á þegar Niðurlöndin og Ítalía komu inn í myndina. CAP styður við bændur á fimm vegu aðallega. Fast hátt hátt verð á landbúnaðarvörum um allt bandalagið sem hvetur til gífurlegrar framleiðslu. Innflutn- ingstollar á innfluttar landbúnað- arafurðir sem gerir þær ósam- keppnishæfar. Útflutningsupp- bætur til þess að koma allri um- framframleiðslu bandalagsins í lóg. Styrkir og stuðningur bæði á fram- leiðslugreinar og á stærð lands og framleiðslumagn, auk þess sem CAP greiöir sérstaklega nýsköpun- arstyrki úr FEOGA sjóönum. Verðhrun á heimsmarkaði Með tfllitslausum austri í þessa miklu hít getur Evrópubandalagið gert gífurlegan usla í veröldinni. Verðteygni á landbúnaðarvöram er yfirleitt mikil þannig að um- framframleiðsla sem „dumpað" er inn á heimsmarkaðinn skapar beint verðhrun. Þessi staðreynd ásamt viöskipta- stefnu Evrópubandalagsins hefur skapað ríkum landbúnaðarþjóðum eins og Bandaríkjunum, Astráhu og Nýja-Sjálandi gífurlega erfið- leika og hafa þó t.d. Bandaríkja- menn verið óprúttnir að ausa fé í sinn landbúnaðargeira. Fyrir fátækar þróunarþjóðir, sem bara hafa landbúnaðarafurðir til þess að byggja á í útflutningsversl- un, þýða „dump“ markaðir ríku þjóðanna einfaldlega þjóðargjald- þrot. Þetta er ein alvarlegasta hlið- in á CAP og beitir því GATT öllu afli gegn Evrópubandalaginu til þess að leiðrétta þetta. Stöðvið fjárausturinn Annað vandamál sem CAP hefur í för með sér er píning landsins með tilbúnum áburði til þess að framleiða meira og meira af sams konar framleiðslu. Ef kommissar- arnir í Brussel ætla að leiðrétta þetta með tilfærslu á styrkjum þá heita bara skýrslurnar frá fram- leiðendunum eitthvað annað. Sjálf stjórnunin með verðbeit- ingu og styrkjum í landbúnaðar- stefnu Evrópubandalagsins er því hrunin. Eina leiðin til leiðréttingar er að minnka hinn gengdarlausa fiáraustur miðstýringarinnar í Brtissel i CAP-hitina. „Vakið, - vofir salur“ íslendingar verða að fylgjast mjög náið með þessum málum því auðvitað erum við fyrst og fremst matvælaútflytjendur og eigum gíf- urlega mikið undir því að einhver skynsemi ríki í matvælafram- leiðslu veraldarinnar. Kapphlaup ríku þjóðanna um niöurgreiðslur á landbúnaðarafurðum getur hæg- lega kostað verðfall á fiskinum okkar þótt hann njóti alltaf sér- stöðu sem sérstök hollustufæða. Þá stöndum við nákvæmlega í sömu sporum og fátæku þróunarríkin með okkar landbúnað sem glæfra- stefna risaveldanna hótar að eyði- leggja og síðan að undiroka í krafti auðs og misréttis. Ekki það að við kunnum ekki að styrkja landbúnað heldur veldur annarlegur og óhagstæður verð- samanburður gegndarlausum áróðri gegn bændastéttinni sem þó horfir bara framan í sama Golíat- inn og þjóðin öll og ekki verður komið á böndum nema með sam- eiginlegu átaki allra ríkja sem nú á sér einmitt stað í hinum stór- merku GATT viðræðum sem kenndar era við Uruguay. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Kapphlaup ríku þjóðanna um niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum getur hæglega kostað verðfall á fiskinum okkar þótt hann njóti alltaf sérstöðu sem sérstök hollustufæða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.