Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Side 16
16
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
Iþróttir
Sportstúfar
Golfklúbbur Garöa-
bæjar vígöi á dögunum
nýjan golfvöll og skála
viö Vífllsstaöi. Golf-
völlurinn er 9 holur en gerð hafa
verið drög að 18 holu velli á svæö-
inu og verður frekar unnið að því
máli í náinni framtíö. Golfklúb-
bur Garðabæjar var stofnaður
árið 1986 og voru stofnfélagar hð-
lega 100 en þá hafði klúbburinn
ekkert land til umráða. Á síöasta
ári tókust svo samningar við
stjórn Ríkisspítala um afnot til
20 ára af Vífilsstaðatúni fyrir
starfsemina.
Atkinson seldur til
Real Sociedad
Dalian Atkinson, sem
lék meö hði Shefíield
Wednesday á síðasta
keppnistímabih, hefur
verið seldur til spænska 1. deildar
hðsins Real Sociedad á 170 mihj-
ónir króna, Atkinson er svartur
á hörund og leikur í stöðu ffarn-
herja og hefur leikið með B-
landsliði Englands. Atkinson er
þriðji enski leikmaðurinn sem
gegnur tíl íiös viö Real Sociedad
en fyrir hjá félaginu er John
Aldridge og nýlega var Kevin Ric-
Iiardsson seldur frá Arsenal til
spænska hðsins á 75 milljónir
króna,
Sounness kaupir
Hollending
Graham Sounness, fram-
kvæmdastjóri hjá skoska knatt-
spymufélaginu Glasgow Ran-
gers, gekk á dögunum ffá kaup-
um á hollenska útherjanum Piet-
er Huistra frá Twente Enschede.
Huistra er 23 ára og gerði hann
tveggja ára samning við skoska
liðiö. Hann hefur leikið fáeina
landsleiki lýrir Hohand en
meiðsli komu í veg fyrir að hann
væri valinn í hollenska landsliðið
sem lék í heimsmeistarakeppn-
inni á Ítalíu.
Aleinikov til Lecce
ítalska knattspymuliðið Lecce,
sem leikur í 1. deildiruii þar í
landi, hefur fest kaup á Sovét-
manninum Sergei Aleinikov frá
Juventus og skrifaði hann undir
tveggja ára samning við félagiö.
Nýr þjálfari er nú tekinn við
störfum hjá Lecce og er það fýrr-
um Jandsliðsmaður Pólverja í
knattspymu, Zbigniew Boniek.
Lecce hafði ákveðið að kaupa
rúmenska landsliðsmanninn og
Gheroghe Popescu, sem lék í
stöðu aftasta varnarmanns í
landshði Rúmena á Ítalíu, en
hann ákvað að ganga að tilboði
hollenska félagsins PSV Eind-
hoven.
Ingesson til Mechelen
Sænski landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Klas Ingesson, hef-
ur gert þriggja ára samning við
belgíska félagið Mechelen en
hann lék áður með Gautaborg í
Svíþjóð. Hinn 21 árs Svíi lék aha
þrjá leiki sænska landsliðsins í
heimsmeistarakeppninni á Ítalíu
og vakti þar mikla athygli og voru
nokkur ensk lið á hötunum eftir
honum þar á meðal Aston Viha,
Man. Utd og Arsenal.
Bayern Munchen tapaði
fyrir liði í 3. deild
Bayern Munchen fékk óvæntan
skell þegar liðið tapaði fyrir 3.
dehdar liöinu Weinheim í fyrstu
umferð þýsku bikarkeppninnar í
knattspymu á laugardaginn.
Leikurinn fór fram á heimavelh
Weínheim en síðari leikurinn fer
fram á ólympíuleikvanginum í
Múnchen. Sigurmark Weinheim
kom úr vítaspyrnu sem dæmd
var á Júrgen Kohleer, einn af
landsliðsmönnum Þjóöverja, á 27.
mínútur og þar við sat.
ítalir unnu blakkeppnina
á friðarleikunum
Itaha sigraði í karla-
flokki í blakkeppninni
á friðarleikunum í Se-
attle. ítalir báru sigur-:
orð af Sovétmönnum, 3-1. Sovét-
menn unnu fyrstu lotuna, 15-9,
en töpuðu næstu þremur, 15-7,
15-7 og 15-10. í keppni um þriðja
sætið sigruðu heimsmeistarar
Kúbumanna hð Bandaríkjanna,
3-0.
Gunnar og félagar
í efsta sæti
Gunnar Gíslason og félagar hans
í Hácken eru í efsta sæti í 1. deild
sænsku knattspymunnar eftír
mikilvægan sigur á Frölunda um
helgina. Leiknum lauk með stór-
sigrí Hácken sem skoraði 4 mörk
gegn einu marki Frölunda. Hác-
ken hefur ekki tapað leik á
keppnistímbilinu, hefur unnið 8
leiki og gert 7 jafntefli og er raeð
31 stig en Helsingborg og Frö-
lunda fýlgja fast á eftir og era
með 29 stig.
• Karen Sævarsdóttir, sigurvegari í meistaraflokki kvenna á landsmótinu
í golfi, fagnar íslandsmeistaratitlinum. Með henni á verðlaunapallinum eru
þær Ragnhildur Sigurðardóttir, sem hafnaði í öðru sæti, og Þórdís Geirs-
dóttir sem varð þriðja. DV-mynd GK
Hraðmót í knattspyrnu
Firmakeppni í knattspyrnu fer fram á Víkurvelli,
Vík í Mýrdal, 11. ágúst. Uppl. og skráning
ísíma 98-71279.
Síðasti skráningardagur fímmtudagurinn 9. ágúst.
ísland í
5.sæti
íslenska drengjalandsliðið í
knattspymu hafnaði í 5. sæti á
Norðurlandamótinu sem lauk í
Finnlandi á mánudag.
íslenska liðið sigraði Norð-
menn, 2-1, í síðasta leik sínum.
Það var hinn stórefnilegi Akur-
eyringur, Guðmundur Bene-
diktsson, sem skoraði bæði mörk
íslenska hðsins eftir að Norð-
menn höfðu náð forystunni í
leiknum snemma í fyrri hálfleik.
Danir urðu Norðurlandameist-
arar, hlutu 7 stíg, Englendingar
komu næstir með 6 stig, Svíar
fengu 5 stíg og Noregur, ísland
og Finnland luku keppni með 4
stig en markatalan ákvað sæta-
röðina.
íslenska liðið stóð sig þokkalega
þegar á hehdina er litið. íslend-
ingar voru eina þjóðin sem bar
sigurorð af Norðurlandameistur-
unum, Dönum, og var það mjög
glæsilegur sigur. Hins vegar átti
hðið einnig slaka leiki eins og 0-4
tapið gegn Englendingum.
Þess má geta að Guðmundur
Benediktsson, besti maður ís-
lendinga á mótínu, varð 3.
markahæsti leikmaður keppn-
innar.
-RR
• Bobby Robson, þjálfari PSV Eindhoven og fyrrum landsliðseinvaldur Englei
son hefur keypt til hollenska liðsins. Þetta eru þeir Erwin Koeman, Johny Bos
Popescu.
Tveir Kanar
til Hauka
„Ég var að fá það staðfest
fyrir nokkrum mínútum
að til okkar koma tveir
Bandaríkjamenn, þjálfari
og leikmaöur," sagði Ingvar Krist-
insson, formaður körfuknattleiks-
deildar Hauka, í samtali við DV í
gær. Nokkur hð í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik hafa nú ráðið th sín
erlenda leikmenn og þjálfara og önn-
ur era með máhn í vinnslu. Keppnin
í úrvalsdeildinni hefst þann 7. októb-
er.
„Leikmaðurinn, sem kemur th
okkar, heitir Mike Noblik og er 25
ára, hvítur og 1,96 metrar á hæð.
Hann þykir mjög sterkur varnar-
maður og hefur leikið með Maimi
háskólanum og verið þar aðstoðar-
þjálfari síðustu tvö árin. Þjálfarinn
heitir Glenn Thomas og er 27 ára.
Hann hefur meðal annars verið þjálf-
ari hjá sænska liðinu Alvik og þekk-
ir því nokkuð th körfuboltans í Evr-
ópu. Viö eram nokkuð bjartsýnir á
komandi keppnistímabil en í kjölfar
kynslóðaskipta í liðinu geram við
okkur ekki vonir um toppsæti næsta
vetur,“ sagði Ingvar Kristinsson.
Tveir leikmenn, sem léku með Hauk-
um í fyrra, verða ekki með liðinu í
vetur, þeir Ingimar Jónsson og ívar
Webster sem mun leika með UÍA í
1. deild.
Frábær sovéskur þjálfari
tekurvið Valsliðinu
Auk Hauka hafa Valur, Tindastóh
og Grindavík gengið að fullu frá sín-
um málum fyrir næsta keppnistíma-
bil. Sovétmaðurinn Vladimir Obuk-
hov mun þjálfa Valshöið en hann á
sérlega glæshegan ferh að baki sem
þjálfari og þjálfaði meðal annars so-
véska landsliðið fyrir fimm árum.
Undir hans stjórn varð sovéska hðið
Evrópumeistari landsliða 1985 og í
2. sæti á HM1986. Bandaríkjamaður-
inn David Grissom, sem lék með
Reyni Sandgerði í úrvalsdehdinni í
fyrra, mun leika meö Val.
• Tékkneskur þjálfari og leikmað-
ur eru mættir th Sauðárkróks og
Grindvíkingar hafa ráðið th sín leik-
mann frá Puerto Rico eins og DV
skýrði frá á dögunum. Gunnar Þor-
varðarson mun þjálfa hð Grindvík-
inga.
• ÍR-ingar hafa ekki gengið frá
ráðningu leikmanns en heyrst hefur
að þeir hafi jafnvel áhuga á að fá
Tommy Lee aftur. Jón Jörundsson
þjálfar lið ÍR.
• KR-ingar hafa ráðið Pál Kol-
beinsson sem þjálfara og einhveijar
líkur eru á því að Johnatan Bow, sem
lék með Haukum í fyrra, leiki með
KR.
• Suðurnesjahðin, ÍBK og UMFN,
hafa ekki enn gengið frá ráðningu
leikmanna og þjálfara og sömu sögu
er að segja af nýhð^um í Snæfelh í
Stykkishólmi.
• Þórsarar frá Akureyri höfðu
samið við Patrick Releford, sem lék
með UMFN í fyrra, en nú heyrast
þær raddir að kappinn hafi hætt við
ahtsaman. -SK
Islandsmet hjá Mörtu
í5000 m hlaupi
- íslendingar stóðu sig vel 1 Menden og Köln
Marta Emstdóttir, hlaupakona úr
ÍR, setti nýtt glæshegt íslandsmet í
5000 metra hlaupi á fijálsíþróttamóti
í Menden í Vestur-Þýskalandi um
helgina.
Martha sigraði í hlaupinu og hljóp
á tímanum 16:07,% mínútum og bætti
eldra met sitt um heilar 15 sekúndur
en það var sett fyrir rúmu ári.
Hópur 5 frjálsíþróttamanna keppti á
mótinu í Menden og einnig í Köln.
Gunnlaugur Skúlason, UMSS, náði
besta árangri ársins í 3000 m hlaupi,
8:39,58 mín. í 800 m hlaupi kepptu
Margrét Brynjólfsdóttir, UMSS,
Hulda Pálsdóttir, ÍR, og Lillý Viðars-
dóttir, UÍA, Margrét fékk tímann
2:17,43, Hulda 2:18,66 og Lihý 2:23,34.
Þetta er besti árangur Margrétar og
Huldu.
í Köln varð Marta önnur í 3000 m
hlaupi og bætti árangur sinn ffá því
fyrr í sumar en hún hljóp nú á 9:24,42.
Gunnlaugur náði sínum besta tíma í
5000 m hlaupi, 14:51,26, og er það besti
árangur íslendings í greininni í ár.
-GH/RR