Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
Lögreglan leitar minksins i garðin-
um. Lögreglumaöurinn var með
hanska og vopnaður barefli. Ungur
ibúi fylgist með álengdar.
Minkur 1 Breiðholti:
Krakkar
voru í tjaldi
í garðinum
Hundur ok a bfl
„Ég var stödd í sjoppunni í
Bjarnabúð í Biskupstungum fyrir
helgi þegar ég varö fyrír því óláni
að hundur keyrði á bilinn minn,“
segir Lára Hannesdóttir í Mosfells-
bæ.
Málsatvik voru þau að Lára
skrapp inn í sjoppuna og þegar hún
kemur út aftur sér hún hvar sjálf-
skiptrí Mazdabifreið haföi verið
lagt skáhallt fyrir aftan Fiat Uno
bifreið hennar.
„Um leið og ég kom út sá ég hvar
stór hundur var á ferð og flugi inni
í bílnum sem var í gangi. Hann var
að reyna að komast út úr bilnum
en á hlaðinu var tík sem hann hef-
ur sjálfsagt langað til að komast í
nánari kynni við. Ég hugsaði með
mér hvaða brjálæði væri að skilja
hundinn eftir í bílnum og hat'a
hann í gangi. Ég settist svo inn í
bílinn minn og var eitthvað að
spjalla við son minn, en um leiö og
ég ætlaði að setja lykilinn í kveikj-
ulásinn veit ég ekki fyrr til en
Mazdan skellur á hurðinni mín
megin. Mér dauðbrá og var fljót aö
snara mér út úr bílnum farþega-
megin, ég fór svo aftur inn í sjopp-
una og sagði að hundur heföi keyrt
á bílinn minn.
Ég veit ekki nákvæmlega hvernig
hundurinn hefur farið að þessu en
honum hefúr einhvern veginn tek-
ist að koma bílnum í gír. Ég var í
100 prósent rétti og fæ allt tjón
bætt enda bíllinn kyrrstæður og
ekki í gangi. Mér frnnst hins vegar
sjálfsagt að benda fólkí á að það á
ekki að skilja bíla eftir kyrrstæða
í gangi og lausa hunda í þeím. Þaö
getur valdið slysum eins og sann-
aðist í mínu tilviki,“ segir Lára.
-J.Mar
Náttúrufræðingar:
Ætiaaðkanna
atvinnumögu-
leika eriendis
Á löngum fundi náttúrufræðinga
hjá ríkinu í gær var ákveðið að efna
til könnunar meðal félagsmanna á
viðbrögðum við lagasetningu ríkis-
stjórnarinnar. Á fundinum í gær var
gerð könnun meðal fundarmanna og
vildi einn þriðji þeirra segja upp
störfum. Það er hins vegar ljóst að
náttúrufræðingar hjá ríkinu, sem
eru um 350 talsins, eru ekki búnir
að taka neina ákvörðun um aðgerðir.
Á fundinum var samþykkt að félag-
ið athugaði um atvinnumöguleika
fyrir félagsmenn hér heima og er-
lendis. Sagði formaður félagsins,
Auður Antonsdóttir, að fyrir suma
félagsmenn væri auðvelt að fá vinnu
erlendis. Einnig voru viðraðar verk-
takahugmyndir, það er að segja að
náttúrufræðingar vinni eitthvað af
þeirri vinnu, sem þeir inna af hendi
nú, sem verktakar.
-SMJ
Feröamannastraumur:
Komum útlend-
ingafjölgaði
Komum erlendra ferðamanna hef-
ur fjölgað um rúm fjögur prósent ef
miðað er við fyrstu sjö mánuði þessa
árs og í fyrra. Um síðustu mánaða-
mót höfðu 88.507 útlendingar lagt leiö
sína til landsins en þeir voru 85.025
á sama tíma árið 1989.
Bretum hefur fjölgað verulega en
komum Ncrðurlandabúa fækkaði.
Bandaríkjamenn, sem á síðustu
árum drógu úr komum sínum hingað
til lands, stóðu nokkurn veginn í stað
miðað við í fyrra.
Komur íslenskra ferðamanna hafa
hins vegar ðregist saman. í fyrra
höfðu 75.449 íslenskir ferðalangar
komið til landsins frá útlöndum en í
ár eru þeir orönir 73.215. Fækkunin
nemur 2.234 komum.
-ÓTT
Árásin á Dalbrautinm:
Fanturinn
finnstekki
Ekki hefur tekist að hafa uppi á
unga manninum sem réðst inn á
heimili eldri konu við Dalbraut í
Reykjavík og veitti henni áverka.
Ekki eru til greinargóðar lýsingar
á manninum en konan lýsir honum
sem dökkhærðum, grönnum og að
hann sé um 180 sentímetrar á hæö.
-sme
íKeflavík
Þau sem f órust í Svíþjóð
Tvær sæþotur skullu saman
skammt frá Duusbryggju í Keflavik
í gærkvöld. Stjómandi annarrar þot-
unnar slasaðist. Óttast er að hann
hafi lærbrotnað. Hinn stjórnandann
sakaði ekki.
-sme
íslendingarnir, sem létust í bílslys-
inu við bæinn Vara í Svíþjóð á
sunnudaginn, hétu Elín Halla Gunn-
arsdóttir, 29 ára, og lætur hún eftir
sig eiginmann og son; og hjónin Sig-
urður Sigurðsson og Sigurjóna Ör-
lygsdóttir, bæði 26 ára, og láta þau
eftir sig son. Elín Halla var mágkona
Sigurðar.
Þá slasaðist 12 ára drengur alvar-
lega og liggur hann nú á sjúkrahúsi
í Gautaborg en er ekki talinn í lífs-
hættu. Alls voru níu íslendingar
þarna á ferð og sluppu aðrir án telj-
andi meiðsla. -GK
„Ég leit út og sá hreyfmgu úti á
stéttinni. Ég þekki mink frá því í
gamla daga og sá því strax að þetta
var minkur," sagði Birgir Ás sem býr
í Dynskógum í Breiðholti þar sem
minkur var drepinn í hádeginu í
fyrradag.
„Þetta var yrðlingur frá því í vor.
Hann kom alveg upp að húsinu og
var að snuðra svo ég henti til hans
kjötbita. Hann fór síðan undir tré og
á meðan hringdi konan mín á lög-
regluna. Þegar þeir komu trúöu þeir
ekki að þetta væri minkur. Þeir
hristu tréð og þá stökk hann fram
og þeir náðu að slá hann í hausinn
með spýtu. Ég veit ekki til þess að
minkar hafi verið svona inni í íbúð-
arhverfi áður. Það sló óhug á krakk-
ana sem vora í tjaldi í garðinum.“
Nágranni Birgis sem býr tveimur
húsum frá segist hafa séð stóran
mink í garðinum hjá sér fyrr í sum-
ar. Þeir telja því að yrðlingurinn
hafi ráfað frá honum og það sé greni
einhvers staðar í nágrenninu.
„Það þarf að hund til þess að þefa
grenið uppi. Okkur var tjáð að mein-
dýraeyðir borgarinnar væri ekki við
fyrr en eftir helgina. Það er örugg-
legagrenihérínágrenninu.“ -pj
Sæþotuslys
Harður árekstur varð milli sendibils og litillar rútu á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar i Reykjavík í gær. Tvennt var
í sendibílnnum og slösuðust bæði mikið. Sendibíllinn er ónýtur. DV-mynd S
\
LOKI
Ætli hann missi skírteinið?
Veðrið á morgun:
um land
Á morgun verður suðaustanátt
og rigning viða um land, þó mest
um allt sunnan og vestanvert
landið. Hiti 12-17 stig, hlýjast
norðanlands.
Einn sá
ódýrasti
í bænum
ÍSVAL
v/Rauöarárstig