Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Síða 3
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990.
3
Fréttir
Vistunargjald fyrir kött í einangrunarstöðinni í Hrísey:
33 þúsund krónur fyrir 32 daga
Mörgum þykir það ansi dýrt að
geyma gæludýr í einangrunarstöð-
inni í Hrísey. Eins og meðfylgjandi
reikningur sýnir kostar það yfir þús-
und krónur á dag að vista köttinn
sinn þar. Daggjaldið er 450 krónur
en kattaeigendur segja að fæði fyrir
kött kosti í mesta lagi 50 krónur á
dag. Ofan á daggjaldið bætist skoð-
unargjald upp á 7000 krónur og virð-
isaukaskattur sem er 24,5%.
Þá er ótalinn flutningskostnaður.
Samkvæmt þessum reikningi kostar
það 5000 krónur að flytja köttinn frá
Akureyri til Hríseyjar og aftur til
baka. Síðan kostar það 1200 krónur
að senda köttinn með flugi frá
Reykjavík til Akureyrar - aðra leið.
Það skyldi þó ekki vera hár hótel-
kostnaöur sem var ástæðan fyrir því
að kötturinn stakk af úr vistinrii um
daginn?
Samkvæmt lögum er bannað að
flytja til landsins hvers konar dýr,
tamin og villt. Undanþágur getur
landbúnaðarráðherra veitt ef yflr-
dýralæknir samþykkir innflutning-
inn og ef dýrunum er haldið í ein-
angrun eins lengi og nauðsyn er talin
á. Ákveðið hefur verið að reisa ein-
angrunarstöð fyrir gæludýr í Hrísey
við Eyjafjörð í tengslum við einangr-
unarstöð holdanauta sem þar er fyr-
ir. Bráðabirgðaeinangrunarstöð er
rekin þar núna en enn vantar um
fimm milljónir til þess að stöðin verði
fullkláruð.
-PÍ
19 9 0 Texti (3)
16.07 Vistunargjald fyrir kött
Daggjald Í32 daga (11.06.-12.07 °90) Flutningsgjald Skoöunar- og sýbagjald 450
24m5% VSK
Greitt
Samtals kr.
Reikningurinn sýnir sundurliðaðan kostnað við að vista kött í einangrunarstöðinni í Hrísey.
Þessi ungi maður var ákveðinn í að komast út í tjarnarhólmann í Hafnar-
firði þar sem hann ætlaði að veiða siiung. Fyrst reyndi strákur að tipla á
steinunum en sá að það mundi ekki takast áfallalaust. Fói*'hann þvi úr
skóm og sokkum og óð beint út í. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað veidd-
ist þegar út í hólmann var komið. DV-mynd JAK
Noröurland vestra:
Sáttanefnd í netadeiluna
Þórhailur Asmundsson, DV, Norðurl. vestra:
Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á
fyrsta fundi sáttanefndar í netaveiði-
deildinni í Miðfirði sem haldinn var
nýlega. Það var stjórn átaksverkefnis
V-Húnvetninga sem kom því til leið-
ar að sáttanefndin var stofnuð. Báðir
sóknarprestarnir eru meðal þeirra
sex sem í nefndinni eru, séra Guðni
Þór Ólafsson á Melstað og Kristján
Bjömsson á Hvammstanga.
Auk þeirra era í nefndinni Gunnar
Tómas Sæmundsson í Hrútatungu,
formaður búnaðarsambandsins, Ól-
afur B. Óskarsson, Víðidalstungu,
formaður héraðsnefndar, og oddvit-
amir Guðmundur Haukur Sigm-ðs-
son, Hvammstanga, og Eggert Ólafs-
son, Fremri-Torfustaðahreppi.
Oft hafa menn deilt um netalagnir
hér á landi en deilurnar við Mið-
fjörðinn eru sjálfsagt með þeim harð-
vítugri sem upp hafa komið. Klögu-
mál um netalagnir við ósa Miðfjarð-
arár em árviss, en aldrei hefur kom-
ið til jafnalvarlegrar brýnu og hlaust
af upptöku veiðieftirlitsmanns á 13
netum í síðasta mánuði. Lögreglan á
Blönduósi er með málið til rannsókn-
ar og reynir að hafa uppi á öllum
eigendum netanna. Tumi Tómasson,
starfsmaður Norðurlandsdeildar
Veiðimálastofnunar, hefur úrskurð-
að að nokkur netanna, sem tekin
vom, séu ólögleg. Félag silungsveiði-
bænda við Miðfjörð, sem endurvakið
var í sumar eftir að hafa legið í dvala
á annan tug ára, hefur fordæmt að-
gerðir veiðieftirlitsmanns og íhugar
jafnvel að leita réttar síns hjá mann-
réttindadómstólnum í Haag dugi
ekki annað tii.
Með tilkomu sáttanefndar er þess
vænst að endi verði bundinn á árleg-
ar deilur veiðirétthafa í Miðfjarðará
og netaveiðimanna við ströndina.
Það sem gengur átakshópnum til
með stofnun samninganefndarinnar
er að aðilar slíðri sverðin fyrir fullt
og allt og vinni saman að hinum
ýmsu þjóðþrifamálum fyrir héraðið,
en slíkt sé útiiokað í skugga þeirra
deilna sem nú eiga sér stað.
Noröurland vestra:
Heyf engur betri en jaf nan áður
ÞórhaDur Asmundsson, DV, Norðurl. vestra:
Heyskapm- er nú víöast hvar að enda
í Norðurlandskjördæmi vestra.
Bændur virðast sammála um að
sumarið sé með betri heyskaparsum-
rum sem komið hafa og heyfengur
meiri og betri en jafnan áður.
Óvenjumikið er um háarslátt nú og
kemur rúllupökkunaraðferðin þar í
góðar þarfir. Hentugt er að pakka
hánni svo seinþurrkuð sem hún er.
Rúllupökkunin hefur sett mikinn
svip á heyskapinn í sumar og er talið
að hún hafi rúmlega tvöfaldast frá
síðasta ári. Þá voru margir að prófa
þessa aðferð með því að láta rúlla
lítinn hluta heyjanna. Mikið hefur
verið að gera hjá eigendum rúllu-
bindivéla síðustu daga og dæmi þess
að vaktir séu á vélunum. Menn voru
margir hveijir að keppast við að
klára í þurrkinum um helgina.
Annars var sprettutíð ekkert sér-
stök fram eftir sumri. Þurrkatíð hef-
ur hins vegar verið með albesta móti
í allt sumar um land aUt, enda sum-
arveðráttan í heild sú besta sem
komið hefur lengi.
Útgerðarfélag Akureyringa:
Heimalöndunarálag
hækkar um 18 prósent
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyii:
Samningar hafa tekist milli stjórnar
Útgerðarfélags Akureyringa og sjó-
manna á togurum félagsins um
hækkun heimalöndunarálags.
Fimm af 6 togurum, sem UA hefur
gert út, eru á ísfiskveiðum og hefur
öllum afla þeirra verið landað til
vinnslu á Akureyri. Sjómönnunum
hefur fundist hlutur þeirra vera lítiLL
borið saman við starfsbræður þeirra
á öðrum togurum sem landa einnig
í gáma til útflutnings og einnig gagn-
vart þeim sem eru á togurum sem
sigla við og við með afla.
Því hafa sjómenn ÚA fengið það
sem kallað hefur verið heimalöndun-
arálag og hefur það verið 12%. Sam-
kvæmt samkomulaginu hækkar
þessi prósenta verulega og verður
nú 30%.