Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 7
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990.
7
Fréttir
Verklok framkvæmda við Blöndu:
Bitnar hart á at-
vinnulífi nyrðra
Þórhallur Ásmundsson, DV, Nl. vestra:
Veröi ekki gripiö til fyrirbyggjandi
aðgerða munu verklok fram-
kvæmda viö Blönduvirkjun, aö 2
árum liðnum, hafa alvarleg eftir-
köst er harðast bitna á atvinnulífi
í A- Húnavatnssýslu, sérstaklega á
Blönduósi. Þetta kemur fram í
skýrslu sem Öm Daníel Jónsson
gerði að beiðni samstarfsnefndar
um atvinnumál í Norðurlandi
vestra, sem kynnt var þingmönn-
um kjördæmisins og Steingrími
Hermannssyni á fundi nýlega.
Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á
Blönduósi, segir von heimamanna
þegar þessar niðurstöður liggi fyrir
að strax verði bmgðist við. Niður-
staðan komi ekki á óvart og stað-
festi bókun ríkisstjórnar frá 1982.
Þar skuldbyndu stjórnvöld sig til
að stuðla að atvinnuuppbyggingu á
virkjunarsvæði Blöndu, til að
mæta þeirri lægð í atvinnulífi sem
verklok virkjunarinnar yllu. Sam-
dráttur í landbúnaði hefði síðan
orðið til þess að kalla enn frekar á
efndir stjórnvalda. Nægði þar að
benda á þá staðreynd að slátrun í
sláturhúsinu á Blönduósi hefði á
fáum árum hrapað úr 70 þúsund
fjár niður í 35 þúsund.
„Það þarf að kortleggja æskilega
þróun uppbyggingar á svæöinu og
á ég allt eins von á því að hún nái
í Skagafjörð, en Lýtingsstaða-
hreppur og Seyluhreppur eru aöil-
ar að virkjunarsamningnum. Það
er búið að setja ýmsa hluti á blaö,
sem ganga út á að dempa áhrif
verkloka við Blöndu á bygginga-
riðnað svæðisins fyrsta kastið.
Annars býst ég við að Byggðastofn-
un verði fahð aö vinna að fram-
gangi þessara verkefna, og einnig
hefur iðnráðgjafi Norðurlands
vestra tekiö að sér að greina ná-
kvæmar þær hugmyndir sem uppi
eru, en ekki er vert að greina frá
að svo stöddu,“ sagði Ófeigur
Gestsson.
Skilafrestur til að senda inn myndir tengdar ferðalögum og útivist i Ijós-
myndasamkeppni DV og ferðamálaárs Evrópu 1990 rennur út þann 31.
ágúst. Þátttakendur sendi myndirnar í umslagi merktu, Ijósmyndasam-
keppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal senda lokað
umslag sem inniheldur nafn, síma og heimilisfang þátttakandans. Þegar
hafa borist margar myndir af öllum gerðum en heimilt er að senda svart-
hvítar myndir, litmyndir og litskyggnur. Þessi keppnismynd sýnir ævintýra-
legt stökk ungs manns.
Gjögur:
af svölum sumarbústaðar
- og brenndist talsvert á höndum
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Kristmundur Kristmundsson (Sörla-
sonar) brenndist talsvert á höndum
og hár hans sviönaði þegar eldur
komst í olíubrúsa, sem hann var að
hella úr í ofn í sumarbústað að
morgni miðvikudags 22. ágúst.
Atvikið átti sér stað í sumarbú-
staðnum glæsilega hér á Gjögri, sem
vígður var í fyrra með viðhöfn. Krist-
mundur var með 5 lítra brúsa og
helti extra-fínni olíunni á ofninn í
eldstónni. Glóð var í ofninum og
komst eldur í brúsann. Logaði strax
glatt en Kristmundur stökk 5-6
metra út á svalir hússins og kastaði
logandi brúsanum niður. Brenndist
nokkuð við það á höndum, hlaut
brunasár á þeirri vinstri og hár hans
sviðnaði. Kona hans var með tveggja
ára barn þeirra í öðru herbergi. Kom
fram og setti blauta tusku á ofninn.
Engar teljandi skemmdir urðu á bú-
staðnum.
Héraðslæknirinn var í hinni mán-
aðarlegu vitjun hér á staðnum, aðal-
lega til að kanna sálarlíf Árnes-
hreppsbúa eftir að nýi presturinn var
settur í embætti á dögunum. Hann
gerði að sárum Kristmundar en fólki
fannst að hann hefði mátt vera betur
útbúinn með lyf og sárabindi.
Loftnet lóranstöðvarlnnar málað:
Gengur loftneta-
klif ur í ættir?
Stefan Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi:
Á síðastliðnu sumri og á því sumri
sem nú fer að styttast hefur verið
unnið við að skrapa flagnaða máln-
ingu og ryð af loftneti lóranstöövar-
innar að Gufuskálum, Snæfellsnesi,
og það síðan málað.
Er þetta mikil vinna og tímafrek,
m.a. vegna þess að ekki er hægt að
fara upp í netið nema í hægu og
þurru veðri. Þar að auki er mastrið
412 m hátt og er því bæði tímafrekt
og erfitt að fara alla leið upp með
málningu og annan búnað.
Við vinnuna eru menn í góðum
öryggisbeltum sem minna helst á
belti fallhlífarmanna. Eru þau þann-
ig úr garði gerð að alltaf er hægt að
krækja þeim í festu á a.m.k. einum
stað í einu.
Tveir ungir piltar, 19 og 20 ára,
þeir Steinn Sigurðsson og William
H. Clark, voru fengnir til að vinna
verkiö og líkar þeim það vel. Er það
enda varla nema von því ofan úr
netinu er ægimikið útsýni í björtu
veöri. Ætla má aö loftnetaklifur
gangi í ættir því faðir Steins og afi
Williams, Sigurður Steinsson, raf-
virki lóranstöðvarinnar, vann við
loftnet varnarliðsins á árum áður en
nú hafa yngri ættliðirnir tekið við.
Málararnir komnir á neðsta pall
netsins. Myndin var tekin 21.ágúst
sl. DV-mynd Stefán Þór
£
Þrír ættliðir loftnetaklifrara. Frá vinstri Sigurður Steinsson, sonur hans Steinn og afabarn Sigurðar William H. Clark.
DV-mynd Stefán Þór
' .‘iii -~"*f &
Hjrn y | f j j . j 1: {.SwMíBÍ
k ' ■ írWmKL
Gjögur:
Flugvöllurinn lengdur
Regína Thorarensen, DV, Gjögii
Að sögn Aðalbjöms Sverrissonar,
sem er framkvæmdastjóri Stranda-
verks hf„ sem stofnað var 1977 og
hefur aðsetur á Hólmavík, tók fyr-
irtækið að sér stækkun á flugvell-
inum á Gjögri í sumar. Flugbrautin
verður lengd um 200 metra í aust-
ur.
Verkinu hefur miöað vel og verk-
stjórinn, Björn Sverrisson, reiknar
með að það taki um einn mánuð
með því að vinna 10 tíma vinnu-
dag. Um síðustu helgi var unnið
bæöi á laugardag og sunnudag.