Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990.
Spumingin
Hverjir verða bikarmeist
arar í knattspyrnu?
Þorsteinn Broddason verslunarm.:
Æ, æ, hveijir eru að keppa? Valur -
annars hef ég ekki hundsvit á knatt-
spymu
Magnús Sigurðsson verslunarm.: Ég
vissi ekki einu sinni að það væri bik-
arúrslitaleikur. Ég ætla að skjóta á
KR-inga enda gamall vesturbæingur
sjálfur.
Amhildur Valgarðsdóttir nemi: Hef
ekki hugmynd, vil ekki reyna að
giska á það.
Axel Axelsson nemi: Ég ætla að
skjóta á Val.
Hlynur Halldórsson nemi: Æ, nú
fórstu alveg með það. Bíddu við. Ég
vona að KR-ingar tapi.
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir íþrótta-
kennari: Valur. Þeir vinna 2-1 og
Anthony Karl Gregory skorar annað
markið.
Lesendur
Forsætisráðherra hefur talað:
Ef ekki EB hvað þá?
Þorbjörn Sigurðsson skrifar:
Nú hefur sjálfur forsætisráöherra,
Steingrímur Hermannsson, talað og
hann hefur gert það á skýran og óve-
fengjanlegan hátt. Ekki í Tímanum,
heldur í Morgimblaðinu. Einhverjir
reka vafalaust upp stór augu þegar
þeir sjá forman Framsóknarflokks-
ins og forsætisráðherra tjá sig um
eitt helsta baráttumál íslendinga í
nánni framtíð í blaði helsta and-
stöðuflokksins. - Ég segi hins vegar;
mæh forsætisráðherra manna heil-
asttir að telja aðild að Evrópubanda-
laginu ekki koma til greina.
En forsætisráðhera segir líka að
viö eigum að leita náinna samninga
og samstarfs við EB og laga okkur
að mörkuðum þar. Þarna tekur ráð-
herrann ekki fram hvað hann vilji
aö viö gerum ef EKKI næst sam-
komulag við EB og viö lögum okkur
ekki að mörkuðum þar. Eigum við
íslendingar þá aö bíða og taka það
rólega? Kannski að bíða eftir annarri
heimsstyrjöld sem skapi svipaðar
aðstæður og á árunum 1940-50?
Mér finnst að forsætisráðherra
verði að ljúka við sína „theoríu“ um
EB málið og segja hvað hann hyggst
fyrir ef við náum engum samnning-
um við EB. Það þýðir lítið að segja
sem svo að við verðum bara að vera
bjartsýnir og vona að við náum góð-
um samningum. - Ekki hjálpar yfir-
lýsing hans í Morgunblaðinu upp á
sakirnar í þeim efnum. Það er fylgst
með yfirlýsingum forsætisráðherra í
svp mikilvægu máli.
Ég er í raun alveg undrandi á því
að stjómmálamenn sem ræða EB
vilja ekki ræða aðra kosti en þá að
ganga í EB eða gera sérsamninga viö
það. Enginn ræðir aðra möguleika
og alls engan sérstakan, heldur er
slegið úr og í, allt frá Ameríku til
Japans. - Væri nú ekki rétt að snúa
sér að möguleikanum á því að gera
samkomulag um fríverslun við
Bandaríkin eins og sami ráðherra
hefur þó ýjað aö þótt langt sé um lið-
ið. Þótt ekki sé nema til aö hafa eitt-
hvað handfast þegar EB dettur út úr
myndinni - eins og forsætisráðherra
telur æskilegt!
Frá maraþonhlaupinu um sl. helgi. - Breski sigurvegarinn nálgast markið.
íslenskt eða er-
lent maraþon?
Þórunn skrifar:
Þar sem nú er nýafstaðið Reykja-
víkurmaraþon finnst mér rétti
tíminn til að setjast niður og skrifa
nokkrar línur. - Mér finnst að ekki
ætti að leyfa útlendingum aö taka
þátt í þessu hlaupi, til þess að við
Islendingar getum unnið - svona til
tilbreytingar!
Þetta er jú „Reykjavíkurmaraþon",
eða hvað? - Ég sá í DV aö einungis
einn íslendingur var í 10 eftstu sæt-
unum í fullu maraþoni karla - eng-
inn í þremur efstu sætunum í
kvennaílokki. Og sigurvegarinn í
skemmtiskokkinu var Breti!
Mér finnst að annaðhvort ætti að-
eins að leyfa íslendingum að taka
þátt eða skíra Reykjavíkurmara-
þonið upp á nýtt. Feröamannamara-
þon, eða útlendingamaraþon? Hvað
fmnst ykkur?
Góð þjónusta
á03og02
Gunnar Þórarinsson skrifar:
Ég hringi stundum - og jafnvel of
mikið - og ræði þá gjaman um leið
við símastúlkumar sem svara manni
bæði hjá 03 og 02. Þetta straf þeirra
hlýtur að vera þreytandi og mætti
því vera vel launað til að mæta kröf-
um um þá þjónustu sem maður fær
í hvert sinn er fólk þarf á samskipt-
um við þær að halda.
Það em einmitt svona þjónustu-
störf sem oft og tíðum em illa launuð
og hvergi nærri í samræmi við þá
vinnu og þjónustu sem veitt er. Mér
er sagt að starflð sé lýjandi og mæði
á taugum og andlegri heilsu þeirra
sem starfinu gegna. Fólk hringir ekki
alltaf af nauðsyn, og því er beint
ónæði stór hluti af vinnutímanum.
En stúlkurnar sem em hjá 03 og
02 veita ávallt sömu elskulegu þjón-
ustuna. Það er óvíða sem fólk mætir
jafngóðri þjónustu alia daga og í
þessum þjóðnauðsynlegu símanúm-
emm, sem em orðin landsþekkt og
metin aö verðleikum. - Stúlkumar
eiga því allt gott skihð, ekki síst góð
laun og virðingu þeirra sem starfmu
sfjórna.
Púðurtunnan
Persaflói
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Það er áreiðanlega stórkostlegt aö
vera borinn í hlutlausu ríki og halda
sínum réttindum þar, þegar stríð
brýst út í landinu sem maður ákvað
að taka sér bólfestu í til að höndla
gull og græna skóga. - Og þá er þaö
ekki síður gott aö geta komið aftur
til íslands og finna að flest er þar
með líku sniði og áður, þ. á m. um-
ræðuefnið.
Um þessar mundir er líka frábært
aö teljast til Norömanna, Dana eða
Svía í Kúvæt ellegar í írak, og hafa
þar af leiðandi smávon um að verða
fluttur á brott er syrta tekur í álinn,
líkt og nú þessa dagana. í stað þess
að bera baggann sem fylgir því að
vera innfæddur suður þar og eiga
hvenær sem er von á að fá afhent
alvæpni til að freta á „óvini sína“,
manneskjur af öðru þjóðemi sem
ekkert hafa gert manni. - Og deyja
svo ef til vill sjálfur með kúlur í lík-
amanum langt um aldur fram.
Púðurtunnuna viö Persaflóa hefur
ekki ennþá tekist að gera óvirka.
Ástandið á þeim bæjum versnar
stöðugt og gerist æ ískyggilegra.
Hafnbann var sett á íraka sem kunn-
ugt er. Vildu Bandaríkjamenn og
fleiri þjóðir beygja þá þannig til
hlýðni. En írakar, öllu heldur foring-
inn, Saddam Hussein, er forhertur,
og einnig háll sem áll.
Hann er til alls vis og mun ekki
hika eitt augnablik við að beita efna-
vopnum álíti hann hlut sínum ógnað.
Líkt og ofsóttir Kúrdar máttu þola
af hans hendi fyrir örfáum árum.
Geram heldur ekki lítið úr greind
mannsins sem er sagður afburða
snjall.
Irakar ráða yfir fjórða stærsta her-
aflanum í heiminum í dag. Og vafa-
laust þeim best þjálfaða og reyndasta
sem nú er starfræktur í veröldinni.
Sjö ára vígöld gagnvart írönum, sam-
fara geysilegu mannfalli, hefur kennt
þeim margt. - Takist höfðingja íraka
hins vegar að láta gamlan draum
araba rætast, sem sé þann að sam-
eina öll ríkin þarna undir einn aðila,
er allsendis óvíst hver framvindan
kann að verða gagnvart Vesturlönd-
um. - Verum því á varðbergi.
Ég veit að mörgum á gervihnatta-
öld og á tímum stóm prófanna þykir
eftirfarandi ábending fráleit og ódýr
lausn. Ég læt hana samt flakka. Hún
er svohljóðandi; Kristnir menn ættu
í sameiningu aö biðja til guðs um að
afstýra slíkri vá. Kirkjunnar þjónar,
takið þetta til athugunar, sökum þess
að máttur bænarinnar er í fullu gildi,
og guði þóknanleg sem fyrr.
Fyrsta íslenska klámmyndin:
Vettvangur
kynn-
ingar:
Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar:
Ég var að hlusta á rás 2 í Ríkisút-
varpinu í morgun og þar var klifaö
á því að á meðal dagskrárefnis myndi
verða kynning á „fyrstu íslensku
klámmyndinni". - Útvarpsmenn
hefðu sérstaklega kynnt sér hana
með því að fá eintak af henni lánað
til að horfa á!
Ég varð yfir mig undrandi, raunar
næ ég varla upp í nefiö á mér af reiði
- og skömm yfir því að útvarpsmenn
í þjónustu almennings og sem fá
greidd laun af skattfé landsmanna
skuli vera á þönum um borg og bý
til að ná í eintak af klámmynd sem
er það auvirðilegasta efni sem fyrir-
finnst á markaði þjóða.
Er svo komið að Útvarpið þurfi aö
lepja dreggjamar úr neðstu þrepum
þjóðfélagsins til aö ná athygli hlust-
enda? Eða er þetta það efni sem mest
og best gengur í íslenskar þjóðarsálir
nú um stundir? Ef svo er ætti snar-
lega að hættta að nefna menningu í
sömu andrá og Ríkisútvarpið. - Ég
RUV!
mun a.m.k. ekki hika lengur við að
taka saman höndum við þá aðila sem
em þessa dagana að efna til mót-
mæla og undirskriftasöfnunar gegn
valdníðslu þessa opinbera fjölmiöils
sem neyðir þá sem hafa útvarp og
sjónvarp til að standa skil á greiðsl-
um, þótt engin sé áhuginn á að mót-
taka dagskrá þess.
P.S. Mér var sagt rétt í þessu er ég
er að ljúka viö þessar línur, að í
gærkvöldi (þriðjudaginn 21. ágúst)
hafi verið sérstaklega tekið fram af
stjórnanda rásar 2 er hann kynnti
efni morgunútvarps, að á dagskrá
þess væri áhugaverður fróðleikur
um „fyrstu íslensku klámmyndina".
- Ef þetta er rétt og mat stjómenda
hjá RÚV á dagskrárefni er í takt við
þessa ábendingu, þá hafa öll sund
lokast hvað varðar velsæmi og sið-
gæði hjá þessum hnignandi fjölmiðh.
- En hvaða álit skyldi Úvarpsráð
hafa á þessu máh? Skoðaöi það
kannski myndina líka og lét sér vel
lynda?