Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990.
15
Bakþankarvegna
Hafskipsmálsins
„Flestir munu sammála um að Helgarpósturinn var ekki áreiðaniegasti
fjölmiðill landsins á þeim tíma', segir greinarhöf. m.a.
Nýlega féll dómur í Hafskipsmál-
inu svonefnda. Ég verö aö játa að
þetta mál hefur orðið mér ærið
umhugsunarefni í kjölfar dómsins.
Allt frá miðju ári 1985 hefur Haf-
skipsmálið verið í umræðunni.
Þegar sýkna liggur fyrir í nær-
fellt öllum ákæruliðum hljóta
menn að spyrja sig. „Hvað skeði
eiginlega?"
Hávær og hatrömm umræða fór
fram í fjölmiðlum, meðal stjórn-
málamanna, á sjálfu alþingi, í þjóð-
félaginu öllu.
Rannsókn var framkvæmd,
menn hnepptir í gæsluvarðhald,
ákærur gefnar út og hátt reitt til
höggs og nú liggur fyrir að ákærðir
eru sýknaðir af nánast öllum
ákæruliðum.
Hver ber ábyrgð á þessu máli,
málatilbúnaði og ákærum?
Múgæsing?
Mig minnir að Helgarpósturinn
hafi lagt af stað með gífurlegar
ásakanir á fyrirtækið Hafskip og
forráðamenn þess. Flestir munu
sammála um að Helgarpósturinn
var ekki áreiðanlegasti fjölmiðill
landsins á þeim tíma.
Síðar varð Helgarpósturinn
gjaldþrota og einhverjir hafa sjálf-
sagt tapað á þvi gjaldþroti.
í kjölfar þessa fluttu margir
stjómmálamenn heitar ádeilu- og
heimsósómaræður vegna málsins.
í því sambandi ekki ómerkari
menn en núverandi fjármálaráð-
herra og utanríkisráðherra.
Umræðurnar á alþingi voru auð-
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
vitað eins og olía á hinn heita eld
múgæsingar sem var að kvikna.
Allt ætlaði um koll að keyra. Ég
hefi alltaf talið íslenska þjóð skyn-
sama og vel menntaða þó að ég
verði að játa að það renna á mig
tvær grímur þegar ég hugsa til
þeirra hughrifa og ijöldaæsinga
sem geta gripið þjóöina, sbr. t.d.
Geirfinnsmáhð og Hafskipsmál-
ið.
Rannsókn og ákæra
Eitt er umræða íjölmiðla og
óábyrgra stjórnmálamanna. Ann-
að er rannsókn ríkisvaldsins og
ákæra. Þar telur maður að byggt
sé á rökum.
Mikið lá viö í rannsókninni.
Menn voru teknir nær því að næt-
urlagi og hnepptir í gæsluvarðhald
að sjónvarpinu viðstöddu!
Nú þegar dómur liggur fyrir er
ofarlega í mínum huga ein spurn-
ing.
Hvernig getur verið svo gríðar-
legur munur á mati ákæruvalds
annars vegar og dómsvalds hins
vegar?
Akæruvaldið ákærir á grundvelli
rannsóknr og laga og dómsvaldið
fellir síðan úrskurð á grundvelli
framkominna gagna og hinna
sömu laga.
Ákæruliðir eru um 250 alls. Kraf-
ist er margra ára fangelsisdóms og
hárra fjársekta.
Dómsorð eru að sakfellt er í 5
ákæruatriðum af 250 og ákæran
fellur nærfellt í heild.
Hátt reitt til höggs, en höggið
reynist vindhögg.
Þarna er býsna mikill munur á
mati ákæruvalds og dómsvalds.
Ábyrgð
Mönnum verður tíðrætt um á-
byrgð. Segir ekki einhvers staðar:
„Ábyrgð var / oft erfið sögð / enda
af fullu / niðurlögð."
í þessu máli voru bankamenn
ákærðir fyrir mistök í starfi og
reyndar sýknaðir.
Mér er spurn um ákæruvaldið.
Líklega nemur kostnaður ríkis-
valdsins af þessum málarekstri öll-
um 100 milljónum króna.
Spurning dagsins hlýtur að vera:
„Ef bankamenn eru taldir gera
mistök í mati á veðhæfni og útlán-
um og talin ástæða til að saksækja
þá, hvað með ákæruvald sem met-
ur afbrot og sök svo ranglega?"
Á að kalla ákæruvaldið til
ábyrgðar fyrir mistök?
í 4-5 ár hafa einstaklingar og fjöl-
skyldur átt undir högg aö sækja.
Áhrif málarekstrar á starf þeirra,
sálarlíf og rekstur fyrirtækja eru
mikil.
Menn spyrja: Var Hafskip gjald-
þrota? - 50% greiddust af almenn-
um kröfum. Þá höfðu veðskuldir
verið greiddar og eignir verið seld-
ar á lágu veröi og bústjórar starfað
lengi í búinu með nokkrum kostn-
aði.
Nú tala fjölmiðlar um neikvætt
eiginfé Stöðvar 2 og Arnarflugs upp
á mörg hundruð milljónir króna.
Spurningarnar verða margar.
Mikilvægast er að læra af reynsl-
unni.
í Hafskipsmálinu snýst spurning-
in að afloknum dómi ekki bara um
ábyrgö þeirra sem fyrirtækið ráku.
Heldur líka um ábyrgð fjölmiðla,
stjórnmálamanna, embættis-
manna ríkisins, svo nokkrir séu
nefndir.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Spurning dagsins hlýtur að vera: „Ef
bankamenn eru taldir gera mistök 1
mati á veðhæfni og útlánum og talin
er ástæða til að saksækja þá, hvað með
ákæruvald sem metur afbrot og sök svo
ranglega?“ “
Kjör og talnaleikir:
Af sældarlífi einstæðra foreldra
Eftir umræöunni í ijölmiðlum
undanfarið væri hægt að ímynda
sér að þeir sem mestu sældarlífi
lifðu hér á landi væru einstæðir
foreldrar. BHMR-menn komu fram
í sjónvarpi og báru sín kjör saman
við þær stórupphæðir sem ein-
stæðir foreldrar í hópi námsmanna
fá í sinn vasa. „Einstæðir foreldrar
hafa úr meira að spila en hjón“,
var slegið upp á forsíðu DV þann
3. ágúst sl.
Þessar uppljóstranir skapa aug-
ljóslega hættu á að hjónaskilnuð-
um og óskilgetnum börnum fjölgi
stórlega, svona rétt til að bæta kjör-
in. Var fjölmiðlarýni Morgunblaðs-
ins enda mikið niðri fyrir eftir lest-
ur DV-fréttarinnar og talaði í pistli
sínum þann 9. ágúst um að vegið
væri að fjölskyldunni og hjóna-
bandinu.
Einstæðir ríkisbubbar
Samanburður BHMR á kjörum
sínum og námslánum vakti nokkra
athygli og var slegið upp í fyrir-
sögnum blaða.
Þar sem einstæða foreldrið fengi
í þessu tilviki 106.044 krónur á
mánuði til að framfleyta sér og
börnum sínum, en meðaldagvinnu-
laun BHMR-manna í maí 1990 voru
aðeins kr. 86.367, virtist augljóst að
hér voru háskólamenntaðir ríkis-
starfsmenn hlunnfarnir ög ein-
stæðu foreldrarnir í hópi náms-
manna eins og blómi í eggi.
í áðurnefndri DV frétt var stór-
tekjum einstæðra foreldra svo aft-
ur lýst - þeir heíðu 80 þúsund krón-
um meira í ráðstöfunartekjur en
hjón með tvöfalt hærri laun. Það
var ekki laust viö að þessi uppljóm-
un DV kæmi á óvart og ekki ólík-
legt að einhverjir lesendur hafi
hugsaö sér gott til glóðarinnar að
komast í raðir hinna annáluðu rík-
isbubba - einstæðu foreldranna.
Kjallarinn
Svala Jónsdóttir
nemi í fjölmiðlun í
Kansasháskóla í
Bandarikjunum
Að hafa það ágætt
-að meðaltali
Áður en menn hlaupa til og fjölga
þjóðinni eða skilja við makann er
kannski rétt að líta aðeins á raun-
veruleikann en ekki einhver tilbúin
dæmi fjölmiðlamanna. Einstæða
foreldrið með börnin tvö í dæmi
DV var með meðallaun samkvæmt
útreikningum kjararannsóknar-
nefndar, eða 93.589 krónur á mán-
uði. En það er með blessuð meðal-
launin eins og manninn sem stóð
með annan fótinn í fótu fullri af
ísmolum og hinn í potti með sjóð-
andi vatni: Hann hafði það að með-
altali ágætt!
Landsmeðaltal af tekjum launa-
manna segir ekki nema hálfa sög-
una. Hópur hátekjumanna getur
hækkað þetta meðaltal verulega,
svo að þaö lítur út fyrir að allir
hafi það ágætt - að meðaltali.
Það segir okkur hins vegar ekki
hvort einstæðir foreldrar, sem
flestir eru konur, nái þessum með-
altekjum eða hvort þeir fylla þann
flokkinn sem eru með lægri laun.
Tíu konur meö fimmtíu þúsund og
einn forstjóri með milljón á mánuöi
hafa að meðaltali yfir hundrað þús-
und krónur í laun. Þá ættu allir að
vera ánægðir að meöaltali, eða
hvað?
Ríkidæmið finnst ekki
Þetta er ástæðan fyrir því að fáir
kannast við hina moldríku ein-
stæöu foreldra. Þeir eru einfaldlega
ekki til. Flestar einstæðar mæður
eru lítið menntaðar og stór hópur
þeirra vinnur lægst launuðu störf-
in.
Einstæðar mæður eru fjölmenn-
ar á skrifstofum opinberra stofn-
ana, þær vinna við afgreiðslu- og
þjónustustörf ýmiss konar, eru
starfstúlkur á Sóknartaxta og
verkakonur. Algengur taxti fyrir
konu er starfar við tölvuskráningu
á skrifstofu opinberrar stofnunar
eru 51.358 í byrjunarlaun. Eftir sex
ára starfsreynslu fær þessi starfs-
maður 55.046.
Meðallaun verkakvenna eru kr.
70.562, samkvæmt áðurnefndu úr-
taki kjararannsóknarnefndar. í
þessum tölum er miðað við full
dagvinnulaun og meðalyfirvinnu
hverrar stéttar bætt þar við. Það
gefur svo augaleið að einstæðar
mæður eiga erfiðara meö að vinna
yfirvinnu en aðrir og því meðaltal
þeirra eflaust lægra en tölurnar úr
úrtakinu.
Sóknartaxtar staðreynd
24 ára gömul kona í fullu starfi
við heimilishjálp hjá Reykjavíkur-
borg hefur kr. 44.777 í laun sam-
kvæmt Sóknartaxta, en getur
hækkað upp i kr. 48.497 fari hún á
námskeið hjá Sókn sem samtals
eru 130 tímar.
Við þessi kjör búa margar ein-
stæðar mæður og eiga litla mögu-
leika á hærra launuðum störfum.
Þegar raunveruleikinn blasir við
verður dæmi DV um stórtekjur
einstæðra foreldra ekki annað en
talnaleikur. í því dæmi hafði ein-
stæða foreldrið nærri 120 þúsund
krónur í ráðstöfunartekjur. Ein-
stæða móðirin á Sóknartaxtanum,
með tvö börn á framfæri, hefur
hins vegar ekki nema 79.915 til að
framfleyta sér og sínum. Eru þar
reiknuð með meðlög, mæðralaun,
barnabætur og óskertur barna-
bótaauki, að frádregnum sköttum
og barnagæslu, rétt eins og í áður-
nefndu DV-dæmi.
Lán eru ekki laun
Þegar BHMR-menn voru að bera
saman dagvinnulaun sín og upp-
hæð námslána, „gleymdu" þeir al-
veg að geta þess að heildarlaun fé-
lagsmanna þeirra voru allnokkuð
hærri, eða 119.069 að meðaltali í
maí sl. á móti 106.044 krónum á
mánuði til handa einstæða foreldr-
isins með tvö börn. Námslánin eru
ekki laun heldur verðtryggð lán
sem greidd eru til baka - sömu lán-
in og BHMR-félagar tóku á sínum
tíma.
Því má heldur ekki gleyma að
námslán eru byggð á útreiknaðri
framfærslu. Þetta er sú upphæð
sem þriggja manna fjölskylda telst
þurfa til að lifa mannsæmandi lífi
hérlendis. Hin venjulega einstæða
móðir er því fjarri því að ná þessum
lágmarkskjörum.
Talnaleikirog ódýr
fréttamennska
Talnaleikir eru vinsælt sport og
auðvelt aö búa til dæmi þar sem
ósambærilegir hlutir eru bornir
saman eða tilbúnar tekjur lagðar
að grundvelli og fá út einhverjar
sláandi tölur. Það er ódýr aðferð
til að gera krassandi fyrirsagnir og
vekja á sér athygli í ijölmiðlum.
Takmark íslenskra fjölmiðla ætti
hins vegar að vera vönduð frétta-
mennska, ekki upphlaup sem eiga
sér litla eða enga stoð í raunveru-
leikanum.
Það er auðvelt að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur og gagn-
rýna ímynduð kjör einstæðra for-
eldra. Stærsti vandinn í kjaramál-
um á íslandi er ekki stórtekjur
þeirra heldur sá gífurlegi launam-
unur sem hér ríkir og eykst stöð-
ugt. Þeir sem verst hafa orðið úti í
þessari þróun er ekki BHMR-félag-
ar heldur fólkið á lágmarkslaun-
um. Þeir sem fá lægri laun en öll
útreiknuð lágmörk til mannsæm-
andi lífskjara. í þeim hópi eru flest-
ir einstæðir foreldrar.
Svala Jónsdóttir
„Þeir sem verst hafa oröið úti í þessari
þróun eru ekki BHMR-félagar heldur
fólkið á lágmarkslaunum. Þeir sem fá
lægri laun en öll útreiknuð lágmörk til
mannsæmandi lífskjara.“