Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. 11 Utlönd Saddam Hussein sér glóru í Persaflóadeilunni. - Hugmynd Luries um stöðu íraka. Dregur úr spennu við PersafLóa eftir hraða hemaðaruppbyggingu: Næsti leikur Saddams Olían er að lækka í verði og verð- bréfin hækka. Þetta er einn mæli- kvarðinn á stríðshættuna við Persa- flóa og segir okkur að nú um stund sé friðvænlegra en var meðan Bandaríkjamenn og stuðningsríki þeirra voru að koma herafla sínum fyrir. Bandaríkjamenn fóru geyst og aðr- ir fylgdu á eftir - Bretar sýnu ákaf- astir, þá Frakkar en aðir hafa hikað og beðið. Nýsjálendingar hættu til dæmis við að senda herlið en töldu sig geta séð af nokkru af mjólkur- dufti fyrir flóttamenn. Það er hvort eð er offramleiðsla á því. Núna standa stríðsmennirnir gráir fyrir jámum andspænis hvor öðrum við landamæri Kúvæts og bíða. Þetta er ekki pattstaða heldur ótefld skák þótt menn þykist vita hvernig fer ef annar aðilinn ákveður að hefja leik- inn og ýta fram peði. Brögðóttur refur Enn sem komið er verður Persa- flóadeilan að teljast taugastríð þar sem Bandaríkjamenn eru í hlutverki hins sterka með hramminn á lofti en Saddam sér um óvæntu leikina. Hann er brögðótti refurinn sem getur sig þó hvergi hrært. Hemaðaráætlun Bandaríkja- manna er að svelta Saddam inni - Wállenbergmálið: Vonbrigði í upphaf i Wallenbergnefndin, sem nú er stödd í Sovétríkjunum, varð fyrir vonbrigðum við upphaf rannsóknar sinnar. Engar upplýsingar var að fá um erlenda fanga í fangelsinu í bæn- um Vladimir en nefndin hefur undir höndum nöfn átta erlendra fanga sem segjast hafa hitt eða heyrt talað um sænska stjórnarerindrekann Raoul Wallenberg. Sovésk yfirvöld segjast nú reiðubú- in að opna öll þau skjalasöfn sem varpað gætu ljósi á hvarf Wallen- bergs. Hann bjargaði lífi þúsunda gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni og sást síðast í Búdapest í janúar 1945 á leið til fundar við sovéskan herfor- ingja. Hingað til hafa sovésk yfirvöld haldið því fram að Wallenberg hafi látist úr hjartaslagi í fangelsi í Moskvu 1947. Svíar hafa ekki trúað þeirri fullyrðingu. í Vladimir fengu nefndarmenn þær upplýsingar að öll skjöl um útlend- inga séu hjá sovésku leyniþjón- ustunni, innanríkisráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu. bíða þar til eitthvað brestur í liði herstjórans og þeir geta þurft að bíða lengi. Það kom því nokkuð á óvart þegar- ýmsir herforingjar í liði Bandaríkjamanna fóru að tala um hemaðaráætlanir og skyndisóknir. í fljótu bragði virtist þetta ganga þvert á augljós markmið herfararinnar til Persaflóa. Sérfræðingar fóru að rifja upp að þessir sömu herforingjar voru í eld- línunni í Víetnamstríðinu, þá sem ungir og efnilegir liðsforingjar. Gat það verið að þeir væm orðnir óþolin- móðir og hugsuðu sem svo: „Þetta er þó í það minnsta rétt stríð á með- an Saddam er hataðasti þjóðarleið- togi heims.'“ Gælt við leiftursókn Herforingjarnir töluðu um að þeir kærðu sig ekkert um hálfkák og sögðu að leiftursókn væri skynsam- legust í stööunni. Málið gekk meira að segja svo langt að upplýst var að áætlun Bandaríkjamanna væri í fimm liðum og að háþróaður raf- eindabúnaður yrði notaður til að mgla öll fjarskipti írakshers. Verðbréf féllu í verði við þetta tal. Síðan kom í ljós að það voru ekki gömlu stríðsjálkarnir sem áttu svona erfitt með aö halda aftur af sér held- ur var þetta liður í taugastríðinu. Saddam var einmitt á sömu stundu að þrengja að sendiráðum erlendra ríkja í Kúvæt og Bush Bandaríkjafor- seti taldi rétt að vara hann við. Sendi- ráðin eru jú enn opin þótt aðþrengd séu. Saddam veit jafnvel og áður að Bandaríkjamenn ætla ekki að sleppa honum frá deilunni án þess að hann verði að gjalda fyrir uppátækið. Her- foringjar Bandaríkjamanna hafa lýst því í smáatriðum hvernig þeir ætli að eyðileggja flugflota íraka og taka Kúvætborg á einum degi. Öll spjót standa því á Saddam og hann verður að finna næsta leik í stöðunni. Undankomuleið með hryðjuverkum Talið er að sá leikur gæti orðið óvæntur. Einn möguleikinn er að hefja hryðjuverk víða um heim. Saddam hefur lengi haldið hlífiskildi yfir hópum hryðjuverkamanna, einkum frá Palestínu. Flestir hafa þeir að vísu hallað sér að íran á síð- utu árum en heimildir herma aö allt frá því í vor hafi þeir verið að færa starfsemi sína yfir til íraks. Það þykir í það minnsta engin til- viljun að jafn alræmdir hryðjuverka- menn og Mohammed Abbas, Abu Nidal og Ahmed Jabril hafa sést í Bagdad. Þetta eru menn sem hafa ýmis voðaverk á samviskunni. Abb- as bar ábyrgðina á ráninu á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro árið 1985. Nidal stóð fyrir mann- skæðum skotárásum á flugvöllunum í Róm og Vínarborg fyrir jóhn 1985 og árás á bænahús gyðinga í Istam- bul árið eftir. Jabril er tahnn bera ábyrgð á sprengingunni í PanAm þotunni yfir Locherby skömmu fyrir áramótin 1988. í allt er áætlað að um 1400 hryðju- verkamenn eigi nú hæli í írak þótt þéir hafi ekki allir jafnmikið á sam- viskunni og þeir þrír sem hér hafa verið taldir. Abbas hefur reyndar þegar skipað mönnum sínum að ráð- ast gegn Bandaríkjamönnum í Saudi-Arabíu þótt slík yfirlýsing sé ekki tekin alvarlega ein og sér. Abbas hefur hka úr ýmsum þægilegri skot- mörkum að velja. Skiluóu árangri í Líbanon Tilgangurinn með víðtækum hryðjuverkum er sá að fæla þjóðir heims frá því að veita Bandaríkja- mönnum lið gegn írak og losna þann- ig úr herkvínni. Menn minnast þess að eftir röð hryðjuverka í Líbanon árin 1983 og 1984 ákváðu Bandaríkja- menn að hörfa með herafla sinn frá landinu og hafa ekki látið til sín taka þar efttr það. 3UWAFELL RAFMAGNSVATNSHITARAR þrjár mismunandi gerðir, verð frá 12.100,- MALNING Innimálning, útimálning, þakmálning i PaiYTfX ;É; 20% ódýrara í 10 lítra umbúðum IREINLÆTISTÆKI WCkr. 16.100,- WC + handlaug kr. 19.000,- WC + handlaug í borði kr. 22.500,- PARKET Verð frá kr. 2.225,- massíft eikarparket lakkað og tilbúið BÍLSKÚRSHURÐIR frá kr. 25.000»~" 50% afslátturaf blöndunartækjum. Útlitsgallaðir stálvaskar Mottur 1000 kr. stk. Góðarvörur á góðu verði A 3URSTAFELL Bíldshöfða 14, s. 676840 og 672545 TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.