Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Spumingin Er gott að búa á íslandi? Guðni Guðjónsson rafvirki: Hvergi betra. Það getur allavega ekki verið betra enda er svo létt yfir okkur. Ebba Ásgeirsdóttir húsmóðir: Mjög gott. Hvergi betra og fólkið er vina- legt. Að vísu mætti veðriö vera betra en það er stundum leiöinlegt á vorin þar sem ég bý, nefnilega mikil rign- ing. Hef ekki prufað neitt annað. Það er ábyggilega jafngott annars staðar. Ríkey Pálsdóttir nemi: Mér þykir það. Hér er friður og engin styrjöld. Guðmundur Erlingsson sjómaður: Það er fint. Ekkert stríð og hér getur maður lifað fijálsu lífi. Davíð Pálmason matreiðslumaður: Ég held að það sé ágætt. Að vísu er dýrt aö lifa en hér eru góðir mögu- leikar með atvinnu og hana er alltaf hægt að fá. Lesendur „Nú er að renna upp timabil „ektavarnings" i Japan,“ segir hér m.a. - islenskur fiskur og vodka eru taldir væn legar vörutegundir. Off mat á íslensk- um útflutningi Kristinn Einarsson skrifar: Viö lesmnnú fréttir um að Japanir ætli að koma upp sérstakri íslands- kynningu sem vekja eigi athygli mörg hundruð þúsunda manna þar í landi. - Við höfum séð teikningu jaf fyrirhugaðri sýningarhöll og búið er að ráða íslenskan fulltrúa hinna ijapönsku fyrir verkefnið. Undirrótin að þessu öllu er sögð vera heimsókn forseta okkar íslend- inga til Japans í tilefni krýningar Japanskeisara um miðjan nóvember í haust. - Og stórblað sem sérhæfir sig í íþróttafréttum reiknar meö að umíjöllun um konur með aöstoð for- seta íslands geti komið að góðum notum og þar með komið á framfæri vörum frá hinu íjarlæga íslandi, sem auglýsi sig sem hiö hreina og ómeng- aða til orðs og æðis. Einkum sé um að ræða matvæli í hvers konar um- búöum. Þá er ekki að spyrja aö undirbún- ingsnefndinni sem samanstendur að venju af fegurðardísum, fyrryerandi og núverandi, fulltrúum frá Útflutn- ingsráði, Reykjavíkurborg, ráðu- neytum og Flugleiðum. Ekki er búið að tilkynna hver leikur kokkinn, en það hlýtur að verða opinberað innan skamms. - En nú er að renna upp tímabil „ektavarnings" í Japan. Neytendur eru tilbúnir að borga vel fyrir „ekta“ og því þá ekki að taka þátt í „geiminu"? Það sem ég sé hins vegar athuga- vert við þetta mikla prógramm er hreinlega ofmat japanskra á íslensk- um útflutningi og getu okkar til að standa við það sem boðið er fram. - Ég veit ekki til þess að nokkurt átak í þessum dúr hafi skilað árangri þeg- ar á hefur átt aö reyna. Þar hefur margt komið til. Meöfætt kæruleysi í samskiptum við erlenda aðila, van- geta á að framleiða tilskilið magn af hinni umbeðnu vöru, vankunnátta í viðskiptalegum samskiptum (t.d. bréfaskriftiun, og öðrum hefðbundn- um og formföstum leiðum til aö halda órofnu og stöðugu sambandi). Það er ekki nóg að auglýsa ísland sem land friðar og fegurðar, elds og íss og telja gesti Islandskynningar í tugum þúsunda. Það eru möguleik- amir á aö framleiöa og selja og geta staðið við samninga sem leika hér aðalhlutverkið og hafa alltaf gert. Og það eru einmitt þeir möguleikar sem við höfum enn ekki á okkar hendi. Aðrar þjóðir eru með starfs- menn í þúsundum tahð til að vinna markaði og halda þeim. Eriun við tilbúnir að framleiða og afgreiða pantanir á gjafavörum, ull- arvörum, angórafatnaði, íþróttavör- um, vatni og völdum fiskafurðum í gjafaumbúðum fyrir milljónamark- að sem eflaust verður tilbúinn og stendur opinn eftir kynningu Sugar Island og Sports-Nippon á þessum vörutegundum frá Islandi? Hingað til hefur það ekki reynst svo og hefur þó markaðurinn verið nær okkur en í ríki keisara hinnar rísandi sólar. Guð láti hins vegar gott á vita og megi allt bramboltið skila tilætluð- um árangri þótt ekki sé nema fyrir áföllnum kostnaði vegna ferðar for- seta vors, feguröardrottningar og fastafulltrúa útflutningsfyrirtækja og ráðuneyta. Blessun fylgir guðsorði Einar Ingvi Magnússon skrifar: Orð drottins sem skráð eru í heil- aga ritningu hafa oft verið nefnd lif- andi orð. Þannig er því nýja-testa- mentið nefnt lifandi orð í útgáfu nýja-testamentisins á nútímamáli, sem kom út árið 1979. Svo segir í heilagri ritningu að orð drottins sé lifandi og kröft'ugt og beittara hverju tvieggja sverði. Um þann mátt sem fylgir orði guðs hafa menn sem treysta og trúa á guö talað um í gegnum aldimar og árþúsund- in. Þessi máttur orðsins er enn fyrir hendi í dag og sá ekki lítill. Um hann geta menn í dag sagt hið sama og fyrir þúsundum ára og skrif- ■ aö stendur í speki Salómons í biblíu kaþólskra: (í kaþólskri útgáfu eru nokkur rit sem ekki eru í lútersku útgáfum Biblíunnar) „Því aö hvorki grös ná plástrar gjörðu þá heila, heldur þitt orð, drottinn sem allt læknar." (16:12). - Um þessa upp- sprettu guðlegs máttar er indælt að fá að vitna um því svo mikil blessun fylgir orði guðs. - Með besta þakk- ilæti fyrir birtinguna. Nýja kirkjan í Árneshreppi. Dýrt að sýna sitt veldi Regína Thorarensen skrifar fró Gjögri: Mér finnst öldungadeildin í Ámes- hreppi hafa elst illa síðastliðið ár enda vetur slæmur. Kirkjubyggingin gengur vel hjá henni en hefur þó verið stopp 3-4 síðustu vikumar vegna þess að smiöirnir hafa verið að laga prestshúsið í hreppnum fyrir nýja prestinn. Eg harma það hvað öldungadeildin er þreytuleg, með bláa bauga fyrir neðan augun og hefur auðsjáanlega miklar áhyggjur. Geðvonskan hreint fram úr hófi nema hjá formanninum, Guðmundi í Bæ, sem er langelstur en heldur sér vel og er óstressaður. Ritarinn í stjóm hans og einnig sum- ir af þeim sem fylgja öldungadeild- inni eftir eru hins vegar stressaðir. Það er nú svo þegar skuldir hlaðast upp vegna kirkjubyggingarinnar þá reynir mikiö á sálarlífið. Kannski er öldungadeildin loksins farin að sjá að þetta var fljótfærni að fara byggja hina dýru en fallegu kirkju því alltaf kemur að skuldadögunum. Já, það getur verið dýrt að sýna sitt veldi og mikilmennsku. Skattheimta ríkisins: Sigurjón Einarsson hringdi: Ég vil taka undir leiöaraskrif DV sl. mánudag (27. ágúst) þar sem aukin skattheimta hins opin- bera er tekin til umræðu. Þaö er löngu tímabært að fólk geri sér grein fyrir því að t.d. núna er skattheimtan oröin meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, eins og líka kemur fram í forystugrein DV. í þessum skrifum er vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur fram að útþensla rík- isins og umfang þess eykst hröð- um skrefum. Mér hefur einmitt oft dottið i hug, þegar ríkið virð- ist þess umkomið að koma til aðstoðar hvar sem hrópað er á aðstoð, hvemig hið opinbera ætl- ar að fjármagna alla þá aðstoð sem einstökum þrýstihópum eða einstaklingum tekst að kría út. En auðvitað er öll þessi aöstoð flármögnuö ýmist meö hækkandi sköttum eða hreinlega nýjum. Gamalmennaskatturinn svokall- aða er eitt dæmið af mörgum. Annað dæmi mætti svo taka um aðstoð við einstök byggðarlög eða fyrirtæki, sem bókstaflega krefj- ast þess aö ríkiö komi til aðstoöar þegar mistökin hafa veriö gerð. Er ekki Sláturfélag Suöurlands að bíða þessa dagana eftir því að ríkiö flnni einhverri stofnuninni inni ínýbyggingu SS iReykjavík, svo að starfsemi fyrirtækisins megi flytja austur í sveitir? - Auðvitað veröur þá um viðbótar- skattheimtu að ræða þegar sú ákvörðun liggur á borðinu. Ráöamenn þjóðarinnar átta sig hins vegar ekki á þeirri staö- reynd, að þessi skattheimta sem er komin yfir strikið, og útþensla ríkisbáknsins stuðlar ekki að neinu öðru en því að lama sjálfs- bjárgarviðleitni landsmaima. Sú sjálfsbjargarhvöt sem svo mjög einkenndi íslendinga og hefur kannski stuðlað hvaö mest aö búsetu manna hér yfirleitt er nú aö hverfa, og það á svo eftir aö leiða til þess að menn missa vilj- ann til að vilja vinna og láta rík- inu eftir að sjá um hlutina. - Og hveijir eiga þá að greiöa skatt- ana? myndar Oddur skrifar: Ekki er mér unnt að skilja sinnuleysi viðkomandi yfirvalda hvað varðar persónuskilríki fyrir fullorðna. Hér á ég viö að ekki skuli skylda að hafa mynd af við- komandi í nafskírteini hans. - Það er svo augljóst mál, að án myndar af handhafa slíks plaggs er skírteinið nánast ónýtt og ógjlt Plagg. Maöur nokkur fátækur tapaöí veski sinu, hvers innihald var bankabók með aleigu hans. Einn- ig var nafnskírteini hans þar - auðvitaö án myndar. Stutt frá sagt; hann sá auðvitað aldrei aft- ur krónu af aleigunni. Hér er að lokum tillaga mín i þessum efnum. - Sett verði í lög að skylda sé aö öll persónuskil- ríki séu meö mynd af viðkom- andi. - i annan stað, aö stærð nafnskírteinis veröi sú sama og á öllum þessum greiðslukortum, svo sem Visa- og Euro-korturo. Nafnskirteini þau sem eru í notk- un rúmast nefnilega illa í veski, og því er þörf breytingar. ooO A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.