Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. 15 Skylduspamaður: Eitt hnupl ríkis- ins af ungu fólki Fyrir skömmu fékk sumarvinnu- veitandi minn sent bréf frá Veð- deild Landsbankans þar sem hon- um var tilkynnt að fyrirtæki hans bæri að standa skil á skyldusparn- aði þeirra ungmenna sem hjá hon- um starfa og eiga lögum sam- kvæmt að fela ríkinu umsjón hluta (15%) tekna sinna. Vinnuveitandinn hefur nefnilega um árabil haft þann ágæta hátt á að borga út allt kaup til starfs- manna sinna og þar með talinn skylduspamaðinn. Enda er það sjálfsagt að fólk fái að ráðstafa launum sínum að vild, jafnvel ungt fólk. Sumir og sumir ekki Þessi svonefndi skyldusparnaður er reyndar dæmigerður fyrir það misrétti sem ríkiskerfið er svo ein- staklega duglegt að bjóða fólki upp á. Má þar einnig nefna þann „menningarlega" mismun sem rík- ið sér á tónleikahaldi í Háskólabíói og Húnaveri svo að nýlegt dæmi sé tekið. Það er nefnilega ekki þannig að allir þurfi að greiða þennan skatt sem nefnist skyldusparnaður. Nei, aldeilis ekki. Til að lenda í kerfis- kvörninni þurfa menn að vera á ákveðnum aldri, hvorki of ungir né of gamlir, búa með þessum en ekki hinum, vera svona fáa mánuði á ári í skóla og svona marga í vinnu, vera að kaupa hitt en ekki þetta eða með öörum orðum að vera hitt en ekki þetta. Að vísu eiga menn ,á ákveðnum aldri að greiða þcnnan skatt sam- kvæmt lögum en geta samkvæmt lögum fengið undanþágu ef þeir KjáUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi i HÍ sanna fyrir manneskjunni í lúg- unni í veðdefid Landsbankans að þeir séu svona og svona, geri hitt og þetta og þar fram eftir götunum. Hnupl í góðri trú Nú finnst ef til vill einhverjum undarlegt að kalla skyldusparnað- inn skatt og hnupl en þáö er hann engu að síður. Skyldusparnaður- inn ber um 5% raunvexti eftir því sem ég best veit. Á almennum markaði má hins vegar fá 8-9% vexti og jafnvel enn meira. Við getum því tekið dæmi um mann sem á 500.000 kr. á skyldu- spamaðarreikningi. Nú standa þessir peningar þar í fiögur ár og á þeim tíma eru raunvextir kr. 107.775. Hefði féð hins vegar verið ávaxtað á 9% vöxtum á almennum markaði væru raunvextir kr. 205.790. Hér er því um verulegan mismun að ræða og þegar upphæðimar em hærri og tíminn lengri getur ein- staklingur á ákveðnum aldri meö ýmis ytri einkenni sér í óhag tapað hundruðum þúsunda. Þetta kerfi hefur ábyggilega verið byggt af góðhjörtuðum félags- hyggjusinnum sem vildu hafa svo- lítið vit fyrir öðrum en eins og ætíð þegar kokkabækur kommúnism- ans hafa verið notaðar þá reynist baksturinn steinsmuguvaldur og ólán þeim sem bragðar. Gott að spara en enginn sparar! Rökin fyrir þessu kerfi eru án efá þau að það sé gott fyrir unga fólkið (sem er svona en ekki hinsegin) að spara og huga að framtíð. Ef skyldusparnaðurinn væri ekki þá færu örugglega allir peningarnir í tóma vitleysu, og jamm og jamm. Fyrir það fyrsta er ég ekki viss um að allir séu sammála um hvað er tóm vitleysa og hvað ekki sb. Húnaver og Háskólabíó. í öðru lagi finnst mér þetta við- horf lýsa ákveðnu virðingarleysi gagnvart fólki sem hefur annars rétt til aö gera hvað það vill og gegnir sömu skyldum og annað fólk. Það má gifta sig og eignast börn og kjósa og hvað eina en ekki spara sjálft. Þar þarf ríkið að hjálpa aðeins til og koma vitinu fyrir mannskapinn. Hverjum á þessum ákveðna aldri, svona og svona, gæti dottið það snjallræði í hug, einum og með sjálfum sér, að gott væri að leggja fé til hliðar og láta það ávaxtast? Engum, segir hið opinbera, eða að minnsta kosti mjög fáum, eftir nán- ari opinbera athugun á gáfnafari þessa aldurshóps. Jæja, og hvers eiga þessir fáu að gjalda? Og hver ætlar að segja að það sé endilega heppilegt fyrir þetta ákveðna fólk að spara á þessum ákveðna tíma? Pabbaleiknum linni Þetta er auövitað tóm della og mál- ið er einfaldlega þannig vaxið að þeim sem á annað borð er treyst- andi fyrir 85% launa sinna ætti örugglega að vera treystandi fyrir þeim öllum. Og hvað með það þó að enginn spari? Er ekki betra að menn læri það fyrr en seinna að fara sparlega með fé sitt? Hinn eilífi pabbaleikur ríkisins verður að taka hér enda eins og annars staðar. Það eru nefnilega ekki allir eins og þeir sem bjuggu skyldusparnaðarskattinn til. Það er til fólk sem bjargar sér sjálft - sinnar gæfu smiðir. Glúmur Jón Björnsson „Málið er einfaldlega þannig vaxið að þeim sem á annað borð er treystandi fyrir 85% launa sinna ætti örugglega að vera treystandi fyrir þeim öllum.“ Opið bréf til dómsmálaráðherra: Adför að atvinnuréttindum Hr. dómsmálaráðherra. Ég undirritaður harma að þurfa að tilkynna yður að ég hef nú ákveðið að kæra meðferð íslenskra stjórnvalda á mannréttindamálum mínum til Mannréttindadómstóls Evrópu, en set þó einn fyrirvara um frestun aðgerða. Tvíþætt kæra Kæran er tvíþætt: í fyrsta lagi ólögmætur frávísunardómur og málsmeðferð dómsvalds að kröfu framkvæmdavalds. í öðru lagi ólögmæt aðför að at- vinnuréttindum mínum með kæru framkvæmdavaldshafa (sam- gönguráðherra) til RLR og ríkis- saksóknara um ætlað skjalafals og falsað flugnám mitt. Málið er enn sannarlega óafgreitt. Ég hef því bæði verið sviptur at- ’ vinnufrelsi og löglegum atvinnu- flugmannsréttindum mínum af framkvæmdavaldshöfum með full- um stuðningi dómsvalds sem hvorki þorir né vill skera úr um ágreining skv. stjómarskrárlögum í dómsmáli. Kæra mín til mannréttindadóm- stólsins mun fyrst og fremst snúast um þau löglegu formsatriði sem íslenskt dómsmál á að hafa skv. einkamálalögum en efnisatriði verða aukaatriði. Málsmeðferð Skv. ákvæðum einkamálalaga ritaði ég yfirborgardómara Reykja- víkur bréf og krafðist þess að hann aðstoðaði mig lögum samkvæmt til KjaJIariim Guðbrandur Jónsson flugstjóri að skrifa og semja stefnu í máh á hendur framkvæmdavaldshöfum, sem í það minnsta ætti að standast frávísunarkröfu frá stefndu. Þetta gerði yfirborgardómarinn í Reykjavík og formaður Dómarafé- lags íslands og málið var þingfest. Síðan úthlutaði yfirborgardómar- inn máhnu til borgardómara. Málsmeðferð borgardómarans var ólögmæt frá upphafi til enda. Þetta var hreinn skrípaleikur þar sem ákvæði einkamálalaga um málsmeðferð, dómsátt, bókanir um mótmæli og að í þinghaldi ætti að vera vitni og ritari dómara voru virt að vettugi. Dómarinn braut ákvæði einka- málalaga um að benda aðila á hugs- anlega gaUa í málatilbúnaði og málsmeðferð, sem valdið gæti frá- visun. Síðan vísaði borgardómar- inn máUnu frá dómi með frávísun- ardómi. RéttarUneykslið var stað- reynd. - Stefnu og málatilbúnaði yfirborgardómara Reykjavíkur og formanns Dómarafélags íslands var vísaö frá dómi. Síðan bættu þrír hæstaréttar- dómarar gráu ofan á svart með því að staðfesta villu yfirborgardóm- ara Reykjavíkur, en ekki með þeim rökum sem stóöu í frávísunardóm- inum heldur með sýknukröfu framkvæmdavaldshafa um dómkr- öfuna, það er upphæð dómkröfu (skaðabóta), sem ekki var á dag- skrá í frávísunarmáhnu lögum samkvæmt, sem aðeins fiallaði um formsatriði málsins, það er stefnu og málatilbúnað yfirborgardómara Reykjavíkur og formanns Dómara- félags íslands. Allar fullyrðingar dómsvalds- hafa um að málið hafi verið van- reifað eru hrein firra, því þeir sömdu stefnuna sjálfir, og hitt að skv. einkamálalögum skal „mál munnlega flytja“ og fékk ég ekki tækifæri til að fialla um efnisatriði málsins (dómkröfuna) í frávísun- armálinu og dómara bar lagaleg skylda til að benda á alla þá galla sem voru á málinu strax í upphafi eða áður en málinu var vísað frá dómi. - Hér hefur réttaröryggi ein- staklings verið lagt í rúst af sjálfu dómsvaldinu og ekkert þjónaði bet- ur tilgangi framkvæmdavaldshafa en einmitt það. Ólögmæt valdníðsla Þegar samgönguráðherra kærði mig fyrir skjalafals og falsað flug- nám til ríkissaksóknara, þremur mánuðum síðar, eftir að málinu var vísað frá dómi hrundi grund- völlur undan áframhaldandi rekstri málsins því án lögmætra atvinnuflugmannsréttinda get ég ekki sótt um leyfi til reksturs loft- fara í atvinnuskyni, hvað þá rekið mál fyrir dömi. Kæra samgönguráðherra liggur enn sannarlega óafgreidd hjá ríkis- saksóknara, en það mun vera ætl- un framkvæmdavaldshafa aö frysta kæruna þar næstu fimm árin eða þangað til málið fyrnist, mér til mikils miska og skaða. Þessi ólögmæta valdníðsla er hér með kærð til dómsmálaráðherra og er þess krafist að hann fyrir- skipi opinbera rannsókn á þeim lögbrotum og mannréttindabrotum sem hér hafa verið framin á mér til mikils miska og skaða fyrir mig og réttaröryggi íslenskra einstakl- inga. Dómsmálaráðherra íslands ber ábyrgð á öllum íslenskum lögum, opinberum sem einkamálalögum pg lögum um dómara og Hæstarétt íslands. Svar dómsmálaráðuneyt- isins til mín um að „ráðuneytið skorti lagaheimild" tU afskipta af vandamálum mínum til að ná fram grundvallarmannréttindum á ís- landi verður vísað til Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Hafi svar dómsmálaráðherra við þessu erindi/kæru ekki borist mér innan 10 daga frá dagsetningu þessa erindis lít ég svo á að dóms- málaráðherra íslands hafni mér um opinbera rannsókn og verður þá skilyrðum Mannréttindadóm- stóls Evrópu fullnægt og mun ég þá leggja fram kæru á hendur ís- lenskum stjórnvöldum til „The Concil og Europe, convention for the protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, The commission. P.O.Box 431 R6,67006, Strasbourg, ZDEX, France“. Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst Guðbrandur Jónsson ,,Hér hefur réttaröryggi einstaklings verið lagt í rúst af sjálfu dómsvaldinu og ekkert þjónaði betur tilgangi fram- kvæmdavaldshafa en einmitt það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.