Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990. Fréttir Áin Stemma á Breiðamerkursandi: Ekki einsdæmi að vatnsfall hverf i Júlía Imsland, DV, Homafiröi: Þaö var ekki laust viö að vegfar- endur, sem áttu leið yfir brúna á Stemmu síöastliöinnlaugardag, yröu undrandi. Þessi vatnsmikla á var allt í einu horfin. Árfarvegurinn var þurr. Stemma er næsta vatnsfall austan viö Jökulsá á Breiðamerkurs- andi. „Viö sem erum kunnugir hér hefö- um ekki átt að láta þetta koma okkur alveg á óvart,“ segir Torfi Steinþórs- son, bóndi á Hala. „Við vorum búnir að taka eftir því nokkur síöastliðin ár aö Breiðamerkurjökulhnn var alltaf aö lækka en úr honum kemur Stemma. Þaö hlyti að enda meö því að bil kæmi á milU jökulsins og hárr- ar jökulöldu sem er þarna framan við. Þá mundi áin renna þar í gegn og yfir í Jökulsárlóniö. En aö þetta mundi gerast svona snögglega áttum viö ekki von á.“ Steinunn dóttir Torfa var stödd við Jökulsárlón klukkan 17 þennan dag. Hún heyrir þá mikla skruðninga frá jöklinum. Um einni og hálfri klukku- stund síðar kom í ljós aö Stemma var með öUu horíin úr sínum gamla far- ■ Margir voru undrandi á þvi að sjá að áin Stemma var allt i einu horfin. Hversu mikið sem (ólk leitaði gekk ekkert að finna ána. En fleiri ár en Stemma hafa horfið. Árið 1947 var bru byggð yfir Heinabergs- vötn en skömmu eftir að smíði hennar var lokið voru Heinabergsvötn með öllu horfin. DV-myndir Ragnar Imsland vegi. Hún haföi rutt sér leið yfir í Jökulsárlón. Stemma var dltölulega Utið vatns- fall fram um 1930 en þá haföi Veðurá á Breiðamerkursandi líkan hátt á og fór á milli jökuls og jökulöldu yfir í Stemmu. Eftir þessa sameiningu varð Stemma erfltt vatnsfaU. Um 1940 var notaður bátur til að ferja yfir ána sem löngum var ófær bílum eða allt þar til brúin kom. Fyrir um það bil 40 árum rann Breiðá nokkru austan við Fjallsá á Breiðamerkur- sandi og var hún jafnvel meira vatns- fall en FjaUsá. Hún hafði líkan hátt á og flutti sig yfir í Fjallsá. Til stóð að setja nýja brú yfir Stemmu á næsta ári en nú er ekki þörf fyrir hana. Vonandi njóta aðrar vegaframkvæmdir á þessum slóðum góðs af þeim peningum sem fara áttu í brúna. En Stemma er ekki eina brúaða áin sem horfið hefur. Árið 1947 var hafin smíði á stórri og myndarlegri brú yfir Heinabergsvötn í Austur-Skafta- fellssýslu sem þá voru mikUl farar- tálmi. Smíði hennar var lokið vorið 1948. Um haustið sama ár voru Heinabergsvötn með öllu horfln. Eft- ir stóö nýja brúin yfir fyrrum farveg- inn. Heinabergsvötn komu undan Heinabergsjökli og það sem þarna gerðist var að jökullinn gekk til baka og þá myndaðist lón við jökulinn sem síðar rann vestur í jökulána Kol- grímu. Nú er gamla brúin ekki leng- ur á þjóðvegi eitt. Nýr vegur var lagð- ur sunnar og nær sjónum nokkrum árum seinna. Bændur og sjómenn við tölvuvinnslu Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra undirritaði á laugardaginn samning viö Fjarvinnslustofuna Orðtak hf. á Hvammstanga þess efnis að stofan tæki að sér að tölvusetja hlutafélagaskrá frá upphafl. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal þeirra sem hafa þurft að leita upplýsinga í hlutafélaga- skrá. Hluti skrárinnar er sendur norður í einu til að vinna upp úr en frumgögn eru eftir í Reykja- vík. Aö sögn starfsmanns Hluta- félagaskrár hafa ekki hlotist af þessu teljandi vandræði. Af- greiðsla fyrirspuma varöandi þann hluta sem á Hvammstanga er hverju sínni getur tekið heldur lengri tíma en aðeins 10 til 20 prósent skrárinnar eru á Hvammstanga í einu. Ef upplýs- ingar vantar í Reykjavík eru þær sendar að norðan á myndsendi. Skráningunni Iýkur seinnipart- inn í september. í samtah við fréttaritara DV sagði ráöherra að hann vonaðist til að þessi samningur yrði visir að öðru og meira því mörg verk- efni er hægt að vinna hjá ein- staklingum og fjarvinnslustofum úti á landi. „Og ég vil láta það koma fram að ég hef falið öllum stofnunum, sem undir mín ráðu- neyti falla, að kanna hvort þar séu ekki óunnin verkefni sem hægt er að vinna úti á landi. Ég hef lofaö að ráðuneytiö leggi aukafjárveitingu til verkefna sem þannig yrðu unnin,“ sagði ráö- herra. Jón benti á að það væri raun- veruleg byggðastefna að færa verkefni til fólksins á lands- byggðinni. Það mætti ekki búa til nein gæluverkefni en i stjóm- kerfmu væri margt sem hentaði að vinna á landsbyggðinni. Fjarvinnslustofan Orðtak hf. er ungt fyrirtæki á Hvammstanga. Einn fastur starfsmaöur er hjá fyrirtækinu en um fimmtíu ein- stakhngar eru hluthafar. Margir vinna að verkefnum fyrirtækis- ins, bæði sjómenn, bændur, kennarar, skrifstofufólk, hús- mæður og unglingar. -hmó/MÓ f dag mælir Dagfari Bandalag heiðingja A sunnudaginn efndi Þjóðkirkjan til almennrar bænastundar. Var þar beðið fyrir friði um allan heim. Reyndar voru áhöld um það lengi vel hver hefði stofnað til þessarar bænastundar vegna þess að sam- tök, sem kalla sig Jákvætt átak, höfðu staðið í þeirri meiningu að talsmenn samtakanna hefðu komið þessari bænahugmynd á framfæri við biskup. Þessu neitaði biskupinn yfir íslandi opinberlega enda hafa prestar Þjóðkirkjunnar það fyrir atvinnu að fara með bænir og biðja fyrir börnum guðs og þurfa þar af leiðandi ekki á neinum leiðbeining- um að halda frá utanaðkomandi aðilum til að biðjast fyrir í kirkjun- um. En shkur er bænarkrafturinn í þjóðinni um þessar mundir að bæði einstakhngar og félagasamtök hóp- ast til funda við biskup til að biðja um bænastundir og enda þótt þetta fólk tali við biskupinn í tvær klukkustundir veit það ekki hvaö verið var að tala um og heldur því síðan fram að það hafi beðið bisk- upinn um að biðja. Þetta var leið- rétt af biskupnum sem vissi hvað hann var að tala um viö fólkið í Jákvæöu átaki og á endanum baðst fólkið afsökunar á þessari fram- hleypni sinni og öllum misskiln- ingnum og svo báðu allir fyrir friði og allt fór vel. En það var ekki einungis fólkið í Jákvæðu átaki og Þjóökirkjunni sem vildi biðjast fyrir. Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna tók það upp hjá sjálfu sér að efna til bænastundar. Og það án þess að tala við kóng eða prest, þegar það hópaðist saman fyrir framan stjórnarráöið á mánudag- inn til að biðja fyrir ríkisstjóm- inni. Ekki talaði það við kónginn því hann var í laxveiði og ekki tal- aði það við prestinn því hann kom af fjöllum þegar bænaþulan hófst fyrir framan stjórnarráðið. Fyrst var ríkisstjóminni reist níðstöng og síðan fariö með bænir, ríkisstjórninni til bölvunar. Þetta var tilkomumikil bænastund og opinberir starfsmenn voru stoltir af þessu framtaki sínu, eins og heyra mátti í sjónvarpsviötölum við talsmenn þeirra. Vísindamaður frá Hafrannsóknastofnun kom með þorskhaus og festi hann á níöstöng- ina og fór þar ekki á milli mála að þjóðin á góða vísindamenn sem þekkja þorskhausa frá öðrum hausum og synd aö slíkir starfs- kraftar skuli ekki fá hærri laun en raun ber vitni. Þegar þessi athöfn hafði farið fram og fundarmenn voru komnir til síns heima uppgötvuðu prest- arnir í BHMR að þeir höfðu tekið þátt í heiði'nni athöfn og mótmæltu henni. Þeir voru rétt búnir að biðja fyrir friði í kirkjum sínum og höföu safnast saman við stjórnarráðið í góðri trú um að þeir ættu aðild að sannkristnum félagsskap í BHMR. En þeir höfðu aldrei beðið um böl- bænir og þekktu ekki þorskhaus- inn á níðstönginni og áttuðu sig ekki á helgispjöllunum fyrr en það var orðiö of seint. Nú stefnir allt í það að BHMR muni klofna í kristna menn og heiðingja. Samtök, sem standa fyr- ir bænastundum án þess að spyrja um leyfi og fara með bölbænir í þokkabót að guðsmönnunum við- stöddum, hljóta auðvitað að taka afleiðingunum af þeim uppákom- um. Prestar og annað kristið fólk getur ekki tekið þátt í heiðnum sið- um eða lotið höföi á bænastundum heiðingja. Almenningur vissi jú reyndar að hitinn og reiðin væri mikil í BHMR-fólki en enginn hafði hugmynd um það hingað til að deil- an væri komin á það stig að kristni- hald ætti ekki lengur upp á pall- borðið hjá BHMR. Ur því sem kom- ið er verða allir þeir sem hyggjast ganga til liðs við BHMR að afneita trúnni og fylkja sér um Pál Hall- dórsson og níðstangirnar. Fram- vegis mun BHMR standa fyrir Bandalag heiöinna manna hjá rík- inu. Það er vandlifað hjá kirkjunnar mönnum þessa dagana. Fólk í Jákvæðu átaki þykist hafa fundið upp bænastundina á undan bisk- upnum og prestar verða að sitja uppi meö heiðið stéttarfélag sem ákallar þorskhausa! Það er hins vegar af ríkisstjórn- inni að segja, sem kallaði yfir sig bölbænirnar, aö hún var víðs fjarri og varð ekki vitni aö þessari bæna- stund. Ekki hefur Þjóðkirkjunni tekist aö svæla ráðherrana út úr stjórnarráðinu. Spurning er hvort heiðingjunum í BHMR tekst það. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.