Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990. 5 Fréttir Kvótasamdráttur 10 til 20 tonna báta: Olíklegt að þeirra staða verði bætt - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „Mér þykir afar ólíklegt aö þaö náist samstaða um aö rífa þá ákvörðun upp sem þegar hefur ver- iö tekin varðandi úthlutun afla,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra þegar hann var spurður að því hvort unnt væri að bæta á einhvern hátt aðstöðu þeirra sem gera út 10 til 20 tonna báta. Eins og kom fram í DV í gær segja eigendur þessara báta að útgerð þeirra sé hrunin vegna helmings- samdráttar á kvóta þeirra ef tekið er miö af úthlutun næsta árs. Halldór sagði að þeir væru búnir að vera í kvótakerfinu um nokk- urra ára skeið og hefðu rýrar afla- heimildir eins og mörg önnur skip í flotanum. „Þaö sem hefur gerst á undan- fórnum árum er einfaldlega það að skipin undir 10 brúttólestum hafa verið frjálsari en mörg önnur skip í flotanum. Þau hafa fengið að veiða án hámarka hluta af tímabilinu en með ákveðnu hámarki undanfarið. Það er alveg ljóst að margir bátar undir 10 brúttólestum fá meiri veiðiheimildir en margir bátar á milli 10 og 20 tonn. Það var hins vegar samþykkt í meðferð þessa máls að sóknarmarksskipin fengju helming þess afla sem yrði til út- hlutunar umfram aflamarkið en aflamarksskip fengju hinn helm- inginn. Þessi skipting var staðfest af öllum hagsmunaaðilum en hún hefði að sjálfsögðu getað verið önn- ur. Það hefði kannski leitt til þess að þeir sem lítið hafa fengju meira og þeir sem mikið hafa fengju minna. Mér þykir afar ólíklegt að það náist einhver samstaða um það að rífa þá ákvörðun upp. Ef einhver á að fá meira verða aðrir að fá minna,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. Halldór sagði að helstu möguleikar þeirra sem gera út 10 til 20 tonna báta væru í tegundum sem enn væru ekki í kvótakerfmu, svo sem lúðu og steinbít. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir að þar væru takmarkaðir möguleikar. -SMJ Kvótasala er mikil núna og sést það til dæmis glögglega af miklu magni auglýsinga þar um. Þessar tvær auglýsingar héngu uppi i Kaffivagninum á Granda. DV-mynd JAK >ÁTUM KVOTANN f.KKI FASA BORT ÚR RBVKJAViK F:(UM KAW&VpUR AD VARANLEOUM KVÓTA ORANDi HF .svitóiái SIOURBJÖRN' SDA JÓN Pressumálið: Viljum ekki galdra- veiðar - segja Jónína og Ómar „Við ætlum ekki að hjálpa Birgi Dýrfjörð við að setja af stað ein- hverjar galdraveiðar innan Alþýðu- flokksins,“ sögðu brottreknir rit- stjórar Pressunnar, þau Jónína Leós- dóttir og Ómar Friðriksson, þegar ályktun frá formanni Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, Birgi Dýrfjörð, var borin undir þau. í ályktuninni krefst Birgir þess að Jónína, en ályktuninni er beint til hennar þó að ritstjórarnir svari þessu samstíga, nafngreini það fólk úr forystu Alþýðuflokksins sem hún segir að hafi reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins undir þeirra ritstjórn. Segir Birgir að eng- inn afstjórnarmönnum fulltrúaráðs- ins og stjórna flokksfélaga í Reykja- vik kannist við þetta, né heldur neinn af þeim sem skipuðu sæti á lista Nýs vettvangs. Þess má geta að Jón Daníelsson, blaðamaður á Alþýðublaðinu, hefur veriö fenginn til þess að ritstýra Pressunni fram til 1. október. Einnig má geta þess að Blaðamannafélag íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem þeim vinnubrögðum, sem við- höfð hafa verið við uppsögn starfs- fólks Pressunnar, er harðlega mót- mælt. -SMJ Fjórðungsþing Norðlendinga: Álveri verði valinn staður við Eyjafjörð - þingið skoraði á ríkisstjómina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Staðsetning nýs álvers var mál mál- anna á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga, sem haldið var á Sauðárkróki um helgina, og skoraði þingið á ríkisstjórnina að sjá til þess að álverið yrði reist í Eyjafírði. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra fullyrti á þinginu að Eyjafjörður væri enn inni í myndinni varðandi staðsetningu álversins sem og hinir staðirnir tveir, Keilisnes og Reyðar- fjörður, og stefnt væri að því að taka ákvörðun um staðarvalið í þessum mánuði. Þingmenn beggja kjördæma á Norðurlandi, sem sátu þingið sem gestir, voru ekki ánægðir með mál- flutning ráðherrans og vildu greini- lega fá afdráttarlausari yfirlýsingar um staðarvalið sem ráðherra sagðist ekki vera tilbúinn að gefa. Stefán Valgeirsson alþingismaður upplýsti að hann hefði setið fund stóriðju- nefndar fyrir skömmu þar sem Jó- hannes Nordal hefði lýst því yfir að Reyðarfjörður væri út úr myndinni varðandi staðsetningu álvers og þeim bæri því ekki saman, honum og iönaðarráðherra. p) Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! LAUGARDAGSRISAROKK í REIÐHÖLLINNI 8. SEPTEMBER Tiyggið ykkur miða á laugardagstónleikana í tíma á meðan miðar eru til Pantanasími fýrir landsbyggðina er 667556. Ath.: Forsölu á landsbyggðinni lýkur fimmtudaginn 6. sept. Miðaverð kr. 3.500. Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Stein- ar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi. Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðjnga. ísafjórður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag- firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt mmmm af verði flugferða gegn framvísun ■> aðgöngumiða að risarokktónieikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.