Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Öldungadeild Alþingis Ungir sjálfstæðismenn kvarta undan því að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins, sem þrátt fyrir afhroð í síðustu alþingiskosningum er sá fjölmennasti á þingi, sé eins konar öldungadeild. Meðalaldur þingmanna flokksins mun vera sá hæsti á öllum Norðurlöndum og lækkaði þó umtalsvert við inngöngu tveggja fyrrverandi Borgaraflokksþingmanna á þessu ári. í greinargerð Aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundarins í fyrra var lögð á það áhersla að Sjálf- stæðisflokkurinn ætti ekki aðeins að vera „flokkur allra stétta“ - eins og hann hefur lengi gefið sig út fyrir að vera - heldur einnig „flokkur allra landsmanna“. Væntanlega er ekki átt við að allir landsmenn eigi að kjósa flokkinn eða vera í honum, heldur að flokkur- inn eigi með stefnu sinni og störfum að ná til fólks án tillits til búsetu,. atvinnu eða aldurs. Miðað við andstæða hagsmuni í þjóðfélaginu er þetta auðvitað takmark sem enginn flokkur getur náð til fulln- ustu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó oft komist nær því en aðrir flokkar að höfða til ólíkra þjóðfélagshópa. Sá þingflokkur sjálfstæðismanna, sem kjörinn var í kosningunum vorið 1987, er langt frá því að vera þver- skurður kjósenda flokksins. Það er ekki aðeins að ungt fólk, sem er að stofna heimili og koma sér fyrir í atvinnu- lífmu, eigi fáa fulltrúa meðal þingamanna Sjálfstæðis- flokksins. Það er einnig alvarleg dreifhýlisslagsíða á þingflokknum. Hann endurspeglar hvorki aldursskipt- ingu kjósenda Sjálfstæðisflokksins né skiptingu þeirra milli atvinnuvega. Enda hefur skipan þingflokksins, þar sem sömu menn hafa setið áratugum saman, reynst æðstu forystu flokks- ins þung í skauti og hindrað að flokkurinn gæti tekið með afgerandi hætti á mikilvægum málum í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar splundraðist fyrir tæpum tveimur árum eftir rúmlega eins árs setu. Á meðan á stjómarsetunni stóð var fylgi flokksins í skoð- anakönnunum svipað og í þingkosningunum. í stjórnar- andstöðunni hefur óánægjan með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og hrun Borgaraflokksins komið Sjálf- stæðisflokknum til góða. Það sýndi sig í byggðakosning- unum. Samkvæmt skoðanakönnunum stendur flokkur- inn enn afar sterkt fylgislega. Vafalaust mun þessi fylgisaukning skila sér að ein- hverju leyti í þingkosningunum næsta vor. En vandséð er hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur nýtt sér slíka stöðu og haldið henni, nema jafnvægis verði leitað milli stétta, byggðarlaga og aldurshópa í þingflokknum. Fyrir borgarstjómarkosningarnar síðastliðið vor tóku sjálfstæðismenn í Reykjavík upp þann gamla og vonda sið að skipa frambjóðendum á lista án þess að leita til kjósenda með prófkjöri. Fyrir þingkosningarnar næsta vor stefna sjálfstæðismenn hins vegar að próf- kjömm um skipan framboðslista í mörgum ef ekki öllum kjördæmum landsins. Það er vel. En það eitt að halda prófkjör tryggir að sjálfsögðu ekki að breytingar verði á skipan manna í efstu sæti framboðslistanna. Til þess að svo megi verða þurfa nýir frambjóðendur að sannfæra kjósendur um að þeir séu frekar trausts verðir en öldungarnir sem fyrir sitja. í prófkjömm Sjálfstæðisflokksins í vetur kemur í ljós hvort flokkurinn hefur á að skipa frambærilegu ungu fólki sem kjósendur treysta. Eða hvort þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins verður áfram öldungadeild Alþingis. Elías Snæland Jónsson ... það er orðið of mikið af óprúttnum leikurum á Alþingi,*‘ segir m.a. í greininni. Stj ómmálamenn: Sami rassinn undir öllum? „Það eru að minnsta kosti tvær ef ekki þrjár ríkisstjórnir búnar að lofa BHMR samanburði við kjör á almennum markaði en hafa ekki staðið við það“. Þetta er haft eftir manni nokkrum í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. í sama viðtali sagði hann: „Ég vil að þessi samanburð- ur sé gerður“. En hver var þessi maður? Ummæhn benda til þess að hann sé hlutlaus áhorfandi, nokkuð rétt- sýnn og varla fer maður aö efast um góðan vilja hans. Hann vill greinilega að þessi samanburður sé gerður - eða hvaö? Því miður er ekki allt sem sýnist. Þessi maður hefur aldeilis ekki verið hlutlaus áhorfandi í kjara- deilum BHMR og ríkisins á undan- förnum árum. Maðurinn í Mogga- viðtalinu var sjálfur forsætisráð- herrann, Steingrímur Hermanns- son. Hann hefur setið í öllum ríkis- stjómunum sem hann segir að hafl lofað BHMR margnefndum saman- buröi og þetta er fjórða ríkisstjórn- in sem svíkur. Furöulostinn sakleysingi Þrátt fyrir að Steingrímur hafl þannig margsvikið gefm loforð er hann yfir sig hissa á að háskóla- menn hjá ríkinu skuh ekki gefa honum enn einn frest til að standa við þau. Sá frestur átti að vera til 15. september 1991. Það má vel vera að margur les- andi þessa pistils hugsi með sér: Maöurinn hlýtur að vera kjáni. En það er ekki rétt. Hann er bara ís- lenskur stjórnmálamaður og þá þarf málflutningurinn ekki að vera í samræmi við raunveruleikann. Það sem gerir að verkum að Steingrímur slær öömm íslenskum stjómmálamönnum við er hæfi- leiki hans til að leika sakleysingj- ann. Vitanlega ættu allir að sjá hve haldhtið er að veita Steingrími og félögum nýjan frest til 15. sept. á næsta ári til að standa við gefm loforð. Næsta vor koma nýjar kosningar og ný stjóm mun telja sig óbundna af loforðum þeirrar gömlu. Óprúttnir leikarar Nú kunna margir að hugsa: En hann Steingrímur er ekki einn um aö gera þetta. Alhr stjómmála- menn lenda í því aö segja eitt og gera annað. Það er pólitík. En það er ekki satt. Það eru enn til stjórn- málamenn sem hafa tenginguna í lagi milh orða og athafna en því miður, þeim fer fækkandi. Kannski er meginástæðan sú að það er orðið of mikið af óprúttnum leikurum á alþingi - það fælir frá þá sem vilja nota önnur vinnu- brögð. Kjallariim Hallgrímur Hróðmarsson kennari i MH Úti í samfélaginu orða menn það gjarnan á þá leið að þaö sé sami rassinn undir þeim öllum. Ég hef lengi vel verið það bláeygur að halda að fulltrúar Alþýöubanda- lagsins á alþingi væra ekki með þennan rass. - Ég sá reyndar að þeir voru ekki allir jafntrúverðugir en ég hélt alltaf að það kæmi ekki að sök þar sem meirihlutinn stæði fyrir sínu. Atburðir síöustu missira hafa sannfært mig um annað. Einungis Geir Gunnarsson og Hjörleifur Guttprmsson stóðu fast á því að bráöabirgðalög á BHMR væru ekki sæmandi vinnubrögö í lýðræöis- ríki. En hvað með aðra alþingis- menn? Kvennalistakonur tóku undir með Geir og Hjörleifi og mótmæltu harðlega en aðrir full- trúar af alþingi hafa ýmist lýst yfir stuðningi viö gjörninginn eða þag- að þunnu hljóði. Sjálfstæðismenn hafa reyndar agnúast út í fram- kvæmdina en lög á BHMR voru þeim mjög að skapi. Að eyða tortryggni Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að ríkisstjórnin ætlaði aldrei aö standa við samninginn við BHMR. Þegar það er haft í huga sjá allir hve mikil hræsni var fólgin í orðum Ólafs Ragnars Grímssonar við undirritun samninganna. Hann talaði um friðarsamning til margra ára og taldi að tortryggni milli aðila væri eytt. Þá þegar var hann ásamt ráðgjöfum sínum bú- inn að upphugsa leikfléttu sem átti að þurrka út samninginn. Og þegar félagsdómur er ekki tilbúinn til að fahast á þessa póhtísku leikfléttu þá er bara leikreglunum breytt og lög sett á dóminn. Að ganga glaður til starfsins Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur ekki látið sitt eftir hggja. Þegar ráöherrar Alþýðu- bandalagsins hafa bæst í hóp þeirra sem svikið hafa samninga við starfsmenn sína vill hann ólmur gera nýjan samning. Hann gefur honum fint nafn: Heildarsamning- ur allra uppeldisstétta skal hann heita. Menn áttu von á stuðningi Svav- ars í verkfallinu í fyrra. Þá voru kennarar úthrópaðir og svívirtir í öllum íjölmiölum landsins en yfir- maður þeirra, ráðherra mennta- mála, sat þegjandi hjá. Þá heföi hann átt „að drífa sig í að vinna verkin" eins og hann talar um núna. Enginn efast um að Svavar veit hvar skórinn kreppir í skólamálum þjóðarinnar. Haft var eftir honum í útvarpinu á dögunum: „Grund- vaharatriðið er að kennarinn gangi glaður til starfsins". Það fara bara ekki saman orð og athafnir hjá þessum manni. Annar ráöherra í ríkisstjórninni hefur mjög góða þekkingu á skóla- starfi. Það er Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrum skólameistari við Menntaskólann á ísafirði. Hann hélt einmitt eftirtektarverðar ræð- ur til stuðnings kennurum í að- gerðum þeirra árið 1987. Nú hentar það honum að snúa við blaöinu. Þar höfum við enn eitt dæmi um að orð og athafnir fylgjast ekki að. Hafa þessir menn hugleitt hvað þeir era að gera íslenskri vinstri- hreyfmgu meö háttalagi sínu? Menn eru alveg hættir að bera virðingu fyrir alþingismönnum. Menn hrista bara hausinn og end- urtaka gömlu tugguna: Það er sami rassinn undir þeim öhum. En nú bæta menn æ oftar við: Æth það sé ekki best að kjósa bara íhaldið. Hallgrímur Hróðmarsson „Hann er bara íslenskur stjórnmála- maöur og þá þarf málflutningur ekki aö vera 1 samræmi við raunveruleik- ann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.