Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990.
49
Afmæli
Bessi Bjamason
Bessi Bjarnason leikari, Hlunna-
vogi 13, Reykjavík, er sextugur í
dag. Bessi er fæddur í Reykjavík.
Hann lauk verslunarskólaprófi 1949
og var í námi í Leiklistarskóla Lár-
usar Pálssonar 1949-1950 og var í
fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins 1950-1952. Bessi vann í
Kassagerðinni 1949-1952 og var bók-
ari í Landssmiðjunni 1952-1962.
Hann hefur verið leikari í Þjóðleik-
húsinu frá 1952, var gestaleikari
með Leikfélagi Hafnarfjarðar í
Skím sem segir sex, 1953, og lék í
Húrra, krakki, með Leikfélagi
Reykjavíkur í Austurbæjarbíói.
Bessi skemmti með Sumargleðinni
1971-1986 og með leikflokknum Lillý
verður léttari 1973-1974. Hann
skemmti með Gunnari Eyjólfssyni
1955-1970 og hefur staðið fyrir út-
gáfu á bamaleikritum, lesnum
barnasögum og ýmsu skemmtiefni
á hljómplötum og snældum. Meðal
helstu hlutverka Bessa eru: Jónatan
(1960) og Kasper (1974) í Kard-
imommubænum, Mikki refur í Dýr-
unum í Hálsaskógi, Aldinborinn í
Ferðinni til tunglsins, Gvendur í
Skugga-Sveini, Palvek og Kovarik í
Góða dátanum Sveijk, Hrólfur í
Hrólfi, Peter í Hunangsilmi, Gvend-
ur snemmbæri í Nýársnóttinni,
prinsinn í Hvað varstu að gera í
nótt?, Argan í ímyndunarveikinni,
George í Á sama tíma að ári, Sveyk
í Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni,
Harpagon í Aurasálinni, Jamie í
My Fair Lady, litli kall í Stöðvið
heiminn, Christopher Mahon í
Lukkuriddaranum, Michael í Ég vil!
Ég vil!, skemmtistjórinn í Kabarett,
Nathan Detroit í Gæjar og píur, Cliff
Lewis í Horíðu reiður um öxl, Mick
í Húsverðinum, Perry í Allt í garðin-
um, Gústaf í Hvernig er heilsan?,
leikarinn í Náttbóhnu, Tómas í í
öruggri borg, Gustur í Gusti, viðar-
höggsmaðurinn í Rashomon og
Baddi í Bílaverkstæði Badda. Bessi
hefur sungið í mörgum óperettum,
m.a. í Sumar í Tyrol, Kysstu mig,
Kata, Betlistúdentinum, Sardas-
furstynjunni og í óperunni Töfra-
flautunni, 1956, ogtitilhlutverkið
Mikado hjá íslensku óperunni, 1982.
Hann hefur dansað dr. Coppelíus í
Coppelíu, 1974, og leikið í kvikmynd-
unumNiðursetningnum, 1953,
Skilaboð til Söndru og Bílaverk-
stæði Badda. Hann var gjaídkeri
Félags íslenskra leikara 1954-1987
og í stjórn Lífeyrissjóðs leikara.
Bessi kvæntist 30. desember 1952
Erlu Sigþórsdóttir, f. 19. júh 1931,
bókasafnsfræðingi. Þau skhdu 1979.
Foreldrar Erlu voru Sigþór Jó-
hannsson, sjómaður í Rvík, og kona
hans, Jóna Finnbogadóttir. Böm
Bessa og Erlu: Sigþór, f. 9. maí 1952,
d. 11. nóvember 1970; Kolbrún, f. 21.
júní 1954, skrifstofumaður í Rvík,
gift Pétri Jóhannessyni innkaupa-
stjóra, ogBjarni, f. 24. júlí 1957, verk-
fræðingur í Rvík, kvæntur Guðrúnu
Baldvinsdóttur lækni. Bessi kvænt-
ist 24. júní 1988 Margréti Guð-
mundsdóttur, f. 22. nóvember 1933,
leikkonu. Foreldrar Margrétar eru
Guðmundur Bjarnason, b. á Hæli í
Flókadal, og kona hans, Stefanía
Amórsdóttir. Systkini Bessa eru:
Inga, f. 5. júní 1923, starfsmaöur
Félags eldri borgara á Selfossi, gift
Kjartani Ögmundssyni, fyrrv.
mjólkurbílstjóra; Snorri, f. 24. sept-
ember 1925, kennari á Blönduósi,
kvæntur Erlu Aðalsteinsdóttur, og
Björgvin, f. 5. maí 1928, bifvélavirki
í Rvík, kvæntur Hrefnu Jóhannes-
dóttur.
Foreldrar Bessa voru Bjarni Sig-
mundsson, f. 26. febrúar 1898, d.
1979, bílstjóri í Rvík, og kona hans,
Guðrún Snorradóttur, f. 13. ágúst
1896, d. 31. desember 1989. Bjarni var
sonur Sigmundar, b. á Hvalskeri á
Rauðasandi, Hjálmarssonar, b. á
Sjöundá á Rauðasandi, Sigmunds-
sonar, b. á Stökkum á Rauðasandi,
Jónssonar, b. á Stökkum, Magnús-
sonar. Móðir Hjálmars var Björg
Helgadóttir, b. í Gröf, Jónssonar og
konu hans, Guðrúnar Bjarnadóttur.
Móðir Sigmundar á Hvalskeri var
Guðrún Lýösdóttir, b. á Þverá á
Barðaströnd, Guðmundssonar, b. á
Hamri á Barðaströnd, Jónssonar.
Móðir Lýðs var Guðrún Ólafsdóttir
frá Brjánslæk. Móðir Bjarna var
Ingibjörg Einarsdóttir, b. í Flatey,
Einarssonar, b. á Hvallátrum, Guð-
mundssonar, b. í Miðhúsum í Reyk-
hólasveit, Sveinssonar. Móðir Ein-
ars var Guðrún Torfadóttir, b. á
Kinnastöðum í Reykhólasveit. Móð-
ir Einars Einarssonar var Ingibjörg
Pétursdóttir, b. í Flatey, Jónssonar
og konu hans, Guðrúnar Einars-
dóttur. Móðir Ingibjargar var Krist-
ín Magnúsdóttir, b. á Efri-Vaðh á
Barðaströnd, Magnússonar, b. á
Auðshaugi, Erlendssonar. Móðir
Magnúsar á Vaðli var Kristín Þor-
grímnsdóttir. Móðir Kristínar var
Hervör ljósmóðir Ásgeirsdóttir, b. á
Litlanesi, Bjamasonar, ogkona
hans, Kristín Guðbrandsdóttir, b. á
Laugarbóli.
Guðrún var dóttir Snorra, b. í
Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði,
Bessasonar, b. í Kýrholti, Steinsson-
ar. Móðir Bessa var Herdís Einars-
dóttir, systir Guðrúnar, langömmu
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Móðir Guðrúnar var Anna Björns-
Bessi Bjarnason.
dóttir, b. í Enni í Viðvíkursveit, 111-
ugasonar, b. í Marbæh, Björnsson-
ar, b. á Óslandi, Björnssonar, ríka á
Hofsstöðum, Illugasonar, fóður
Gunnlaugs, langafa Páls Einarsson-
ar borgarstjóra. Móðir Önnu var
Helga Jónsdóttir, b. í Stóragerði,
Vigfússonar, b. á Þröm, Erlendsson-
ar. Móðir Vigfúsar var Hahdóra
Þorláksdóttir, lögréttumanns á Sól-
heimum, Björnssonar og konu hans,
Guðrúnar Jónsdóttur, sýslumanns
á Sólheimum, Magnússonar, bróður
Áma prófessors. Móðir Jóns var
Valgerður Jónsdóttir, b. á Skegg-
stöðum, Jónssonar, ættföður Skegg-
staðaættarinnar. Bessi tekur á móti
gestum í skrúðgaröi heimilis síns
kl. 16-19 á afmælisdaginn.
amingju
Daníel Guðjónsson,
Norðurgötu 39B, Akureyri.
80 ára
Margrét J ónsdóttir,
Nóatúni 24, Reykjavík.
Anne Marie H. Lamb,
Túngötu 33, Reykjavík.
Héðinn Kristófersson,
Eyjalandi l.Djupavogi.
FriðfmnurS. Ámason,
Aðalstræti 13, Akureyri.
Krisijana Sigurðardóttir,
Hásteinsvegi 48, Vestmannaeyjum
Karl Ottó Karlsson,
Drápuhhð 2, Reykjavík.
Hrafnhildur Aðalsteinsdóttir,
Noröurgötu 34, Akureyri.
Haukur Hallgrímsson,
Vogalandi 2, Reykjavík.
Jóna Guðrún Björnsdóttir,
Hátúni 10A, Reykjavík.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
Selsvöllum 18, Grindavík.
PáUÞórElísson,
Gimh, Reyðarfjaröarhreppi.
Ragna Ólafsdóttir,
Réttarbakka 5, Reykjavík.
Gylfi Gunnarsson,
Gijótaseh 8, Reykjavík.
Ásgrimur Stefánsson,
Stóru-Þúfu II, Miklaholtshreppi.
Guðný H. Björnsdóttir,
Austurgörðum II, Kelduneshi'eppi.
Pálína Úranusdóttir,
Miðskógum 7, Bessastaöaltreppi.
Einar E. Guðmundsson,
Giljaseh 9, Reykjavik.
Sveinn O. Gunnarsson,
Heiðarseli 25, Reykjavík.
Hjördís Arnardóttir,
Víkurströnd 16, Seltjamarnesi.
Karl Runólfsson,
Sigtuni II, Mýrdalshreppi.
Maigrét Guðbergsdóttir,
Fitiamýri.Vestur-Eyjafiallahreppi.
Ásta Sigrún Guðjónsdóttir
Ásta Sigrún Guðjónsdóttir hús-
móðir, Eyjahrauni 1, Vestmanna-
eyjum, er áttatíu og fimm ára í dag.
Ásta Sigrún fæddist í Varmadal á
Rangárvöhum en ólst upp í Krók-
túni í Hvolhreppi. Hún fór til
Reykjavíkur tuttugu og þriggja ára
að aldri og var þar vinnukona í einn
vetur en flutti síðan til Vestmanna-
eyja þar sem hún hefur búið síðan.
Ásta Sigrún var vinnukona í Eyjum
í tvo vetur. Hún giftist 1.10.1929
Valtý Brandssyni, f. 3.6.1901, d. 1.4.
1976, verkamanni og sjómanni, en
hann er sonur Jóhönnu Jónsdóttur
og Brands Ingimundarsonar, verka-
fólks.
Ásta Sigrún og Valtýr bjuggu á
Hvoh í fiórtán ár, þá bjuggu þau í
bragga í Eyjum í þrettán ár en
byggðu sér síðan hús að Strembu-
götu 10 í Eyjum. Áriö 1981 fluttu hún
að Eyjahrauni 1 í þjónustuíbúðir
aldraðra.
Ásta Sigrún eignaðist þrettán böm
og ól upp eitt fósturbarn. Börnin era
Helga, f. 21.7.1928, húsmóðir og
póstur í Garðabæ, gift Birni Björns-
syni og eiga þau tvö börn; Jóhanna,
f. 17.6.1930, húsmóðir ogfisk-
vinnslukona í Keflavík, gift Brynj-
ari Þórarinssyni og eiga þau sex
börn; óskírð, f. 1931, d. í júlí sama
ár; Ása, f. 7.8.1933, d. 24.4.1981,
húsmóðir í Vestmannaeyjum, var
gift Georg Sigurðssyni og eignuðust
þau fjögur börn; Vilborg, f. í mars
1936, d. 1938; Sveinn, f. 4.4.1937, bryti
við Skíðaskálann í Hveradölum,
búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Sig-
urrósu Jónasdóttur; Guðbrandur, f.
5.8.1939, skipstjóri og nú starfsmað-
ur við Keflavíkurflugvöll, búsettur
í Njarðvíkum, kvæntur Hrefnu
Jónsdóttur og eiga þau tvö börn;
Ástvaldur, f. 5.2.1941, fiskverkandi
í Vestmannaeyjum, kvæntur Halld-
óru Sigurðardóttur og eiga þau þrjár
dætur; Auðberg Óli, f. 15.12.1944,
verkamaður við Áhaldahúsið í Eyj-
um, kvæntur Margréti Óskarsdótt-
ur og eiga þau tvö börn; Kristín, f.
22.9.1946, húsmóðir ogfiskverka-
kona, gift Gunnari Ámasyni og eiga
þau þrjú böm; Jón, f. 17.4.1948,
verkamaður við laxeldi í Eyjum,
kvæntur Þórhhdi Guðmundsdóttur
og eiga þau tvö börn; Sigríður, f. í
maí 1949, d. 1953, og Óskar, f. 7.3.
1951, plötusmiður í Eyjum, kvæntur
Jóhönnu Þórðardóttur og eiga þau
tvö börn. Fósturdóttir Ástu Sigrún-
ar er Ásta María, f. 22.10.1947, hús-
móðir og fiskverkakona, gift Hall-
Ásta Sigrún Guðjónsdóttir.
grími Júlíussyni og eiga þau þrjú
börn.
Fósturforeldrar Ástu Sigrúnar
voru Jón Jónsson bóndi og Helga
Runólfdóttir húsfreyja.
Foreldrar Ástu Maríu voru Guð-
jón Jónsson og Anna Kristín Jó-
hanndóttir.
Ásta Sigrún tekur á móti gestum
í Týsheimihnu nk. laugardag klukk-
an 18.00.
Axelína Geirsdóttir
Axehna Geirsdóttir, fyrrv. hús-
freyja í Sveinbjarnargerði á Sval-
barðsströnd, Smáratúni I á Sval-
barðseyri, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Axelína er fædd á Veigastöðum á
Svalbarðsströnd. Axehna giftist 1.
júh 1935 Halldóri Jóhannessyni frá
Sveinbjarnargerði, f. 22. september
1904, d. 14. október 1982. Foreldrar
Hahdórs voru Jóhannes Halldórs-
son frá Garðsvík, f. 3. janúar 1876,
og kona hans, Kristjana Jónsdóttir
frá Sveinbjarnargerði, f. 30. júlí 1876.
Axelína og Halldór bjuggu í Svein-
bjamargerði í um það bh íjörutíu
ár en hún býr nú í Smáratúni I á
Svalbarðseyri. Þau hjónin eignuð-
ust þijá syni og eina dóttur. Börn
Axehnu og Hahdórs eru Jónas
Eiríkur, f. 29. ágúst 1936, bóndi í
Sveinbjarnargerði II, kvæntur
Anny Larsdóttur frá Noregi og eiga
þau einn son; Jóhannes Geir, f. 26.
ágúst 1940, verkstjóri, búsettur á
Vaðlafehi á Svalbarðsströnd,
kvæntur Herdísi Jónsdóttur frá
Fornastöðum í Fnjóskadal og eiga
þau tvö börn; Haukur, f. 25. janúar
1945, bóndi í Sveinbjarnargerði I og
formaður Stéttarsambands bænda,
kvæntur Bjarneyju Bjarnadóttur og
eiga þau þrjú börn; og Vigdís, f. 15.
ágúst 1946, bóndi í Noregi, og á hún
fimm böm.
Axelína er elst fimm systkina en
tvö þeirra eru látin. Systkini Axel-
ínu: Elínbjörg, f. 23. aprh 1908, nú
látin, var gift Pétri Jóranssyni, sjó-
manni úr Keflavík, og eignuðust þau
þrjú börn; Eiríkur, f. 19. september
1911, nú látinn, var bóndi á Veiga-
stöðum; Hahdóra, f. 22. maí 1915; og
Ragnar, f. 7. nóvember 1922, en þau
bjuggu áður á Veigastöðum en búa
nú í Smáratúni I á Svalbarðseyri.
Axelína Geirsdóttir.
Foreldrar Axelínu vom Jóhann
Geir Jóhannsson, f. 17. febrúar 1882,
b. á Veigastöðum, og kona hans,
Kristjana Halldórsdóttir, f. 7. mars
1876. Jóhann Geir var sonur Jó-
hanns, b. á Parti í Reykjadal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, Jóhannssonar.
Móðir Jóhanns var Sesseha Finn-
bogadóttir Sveinssonar, b. í Garðs-
vík, Brandssonar. Móðir Jóhanns
Geirs var Guðbjörg Eiríksdóttir,
móöir Jóns, afa Guðmundar Bjarna-
sonar heilbrigðisráðherra og lang-
afa Péturs, fóðuirLindu sem var
ungfrú heimur 1988.
Kristjana var dóttir Halldórs, b. á
Veigastöðum, bróður Sesselju,
ömmu Jóns Benediktssonar, fyrrv.
yfirlögregluþjóns á Akureyri. Hall-
dór var sonur Eiríks, b. í Mógili,
Halldórssonar og konu hans,
Sesselju Hrólfsdóttur, b. oghrepp-
stjóra á Þórisstöðum, Þórðarsonar.
Móðir Sesselju Hrólfsdóttur var
Sessilía Þorláksdóttir, systir Þor-
láks, langafa Þórarins, foður Vil-
hjálms Þórs, forstjóra SÍS. Móðir
Kristjönu var Ehn Jóakimsdóttir,
b. í Fífilgerði, Þorsteinssonar, b. á
Jarlsstöðum, Þorsteinssonar.
Vilmar
Kristján
Magnús-
son
Vilmar Kristján Magnússon frá
Bolungarvík, nú th heimilis að
Kópavogsbraut 5, Kópavogi, er sjö-
tugurídag.