Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1990.
. 50
Sviðsljós
ZsaZsa
Gabor
sloppin úr
fangelsi
Leikkonan Zsa Zsa Gabor er slopp-
in úr fangelsi eftir að hafa setið bak
við lás og slá í þrjá daga fyrir að slá
lögregluþjón. Gabor, sem er 72 ára
gömul, fagnar nú frelsi sínu og ætlar
að slá upp veislu í tilefni þess.
Hún segir það hafa verið hræðilega
lífsreynslu að vera svipt frelsi í þrjá
sólarhringa og neyðast til þess aö
dúsa í saggafullum og köldum klefa
með hrossaábreiðu eina til skjóls.
„Ég hélt að refsifangar fengju að
viðra sig úti á hverjum degi en ég
fékk aldrei ferskt loft,“ segir leikkon-
an. „Ég myndi ekki einu sinni geyma
hundana mína á slíkum stað því þeir
myndu fljótlega deyja úr lungna-
bólgu."
Gabor fagnar hundunum sinum sem eru fegnir að sjá eiganda sinn á ný.
Quaylefjölskyldan á skemmtiferð.
Varaforsetafrú
féll í ána
Dan Quayle, varaforseti Bandaríkj-
anna.
Eitt vinsælasta tómstundagaman
Dans Quayle, varaforseta Bandaríkj-
anna, og fjölskyldu hans er að sigla
niöur straumharðar ár (whitewater
rafting) sem er fólgið í því aö sigla
eftir gljúfrum í hvítfyssandi
straumkasti. Þetta er ekki með öllu
hættulaus íþrótt og minnstu munaði
að illa færi á dögunum þegar Marilyn
Quayle, eiginkona varaforsetans, féll
útbyrðis í einum slíkum leiðangri.
Óhappið átti sér stað í Colorado-
ánni í Grand Canyon-gljúfrunum
sem eru einhver þau hrikalegustu í
heiminum. Var Quayle-fjölskyldan
að sigla gegnum einn erfiðasta hluta
þeirra þegar Marilyn féll fyrir borð.
Frúin var að sjálfsögðu í björgunar-
vesti eins og varkárra er siður og
bjargaðist því fljótlega ómeidd en
hundblaut um borð á ný og mun
henni ekki hafa orðið meint af volk-
inu.
Aðgangsharðir
aðdáendur ógna
lífi leikara
42 ára skrifstofumaður í Los Ange-
les, Michael Shields, að nafni var
nýlega fundinn sekur um að senda
leikkonunni Stephanie Zimbalist 212
hótunarbréf sem hann undirritaði,
Leynilegur aðdáandi. Aðdáandinn
var dæmdur í skilorðsbundið fang-
elsi og ennfremur til þess að hafa
aldrei samband við 18 nafngreinda
einstakhnga sem tengjast leikkon-
unni og höfðu með rannsókn málsins
að gera, að henni meðtalinni, og
koma aldrei nær neinu þeirra en sem
nemur 170 metrum.
Zimbalist hefur verið vinsæl leik-
kona í bandarískum sjónvarpsþátt-
um um FBI og hafði um langa hríð
ekki mátt um frjálst höfuð strjúka
vegna hótana Shields.
Ekki er ýkja langt síðan önnur vin-
sæl sjónvarpsleikkona, Roberta
Schaffer, var myrt og bíður einn
aðdáenda hennar dóms vegna þess.
Theresa Saldana, þekkt leikkona,
varð fyrir harkalegri líkamsárás og
var árásarmaðurinn einn af aðdá-
andum hennar. Tina Nokkur Led-
better var fyrir skömmu dæmd fyrir
að senda leikaranum Michael J. Fox
tæplega 6.000 hótunarbréf.
Af þessu sést að frægðin hefur sín-
ar skuggahliðar og aðdáendur geta
verið beinlínis lífshættulegir. Margir
frægir leikarar lifa í stöðugum ótta
vegna þess og ráða sérstaka öryggis-
verði sem fylgjast með pósti frá aðdá-
endum og hafa auga með þeim sem
gerast of nærgöngulir.
Nancy Reagan, fyrrum forsetafrú, gekkst undir aðgerð vegna krabbameins
i nefi nýlega. Hún er sögð á góðum batavegi.
Harry Nilsson ók fullur
Æxli fjarlægt úr
nefi Nancy Reagan
Harry Nilsson, sem í eina tíð var
þekktur tónhstarmaður, var nýlega
gripinn undir stýri í Los Angeles og
sakaður um að vera nokkuð blekað-
ur. Lögregla fullyrti að áfengismagn
í blóði söngvarans hefði numiö 2,3%
eða þrefalt meira en hæstu mörk
leyfa. Venjulegur maður, lítt vanur
áfengi, hefði átt að vera meðvítund-
arlaus eftir slíka drykkju. Lögfræð-
ingur Nilssons mætti fyrir rétti og
hélt ákaft fram sakleysi skjólstæð-
ings síns og sagöi hann hafa verið
edrú eins og templara. Ekkert mark
var tekið á fullyrðingum hans og
réttarhöld fara fram síðar í mánuðin-
um.
Frægustu lög Nhssons eru Without
You og Everybody’s Talkin úr kvik-
myndinni Midnight Cowboy. Frægö
söngvarans hefur dalað verulega á
undanlornum árum og regluseirti
hans verið nokkuð ábótavant.
Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkj-
anna, Nancy Reagan, gekkst fyrir
skömmu undir minniháttar skurðað-
gerð þar sem krabbameinsæxli var
fjarlægt úr nefi hennar. Aðgerðin fór
fram á Mayo sjúkrahúsinu í Ro-
chester og hefur Nancy nú verið send
til heimihs síns í Los Angeles og þarf
ekki á neinni eftirmeðferð að halda.
Meðan Ronald Reagan, eiginmaður
hennar, var forseti þurfti hann einn-
ig að ganga undir svipaða aðgerð við
krabbameini í nefi. Hvort þetta er
atvinnusjúkdómur í þessari stétt í
Ameríku skal ósagt látið en forsetar
þurfa óneitanlega að vera méð nefið
niðri í öllu og það virðist ekki vera
mjög hoht.
Ólyginn
sagöi...
Darlanne Flugel
Lögreglumaðurinn Hunter, sem
er íslenskum sjónvarpsáhorfend-
um að góðu kunnur, hefur fengið
nýjan starfsfélaga. Það er Dar-
lanne Flugel sem hefur verið val-
in til þess að leika Joan Malinski
sem koma mun í stað Dee Dee
McCah sem félagi Ricks Hunter.
Darlanne Flugel er ljóshærð kyn-
bomba sem kom líthlega við sögu
í kvikmyndinni Augu Láru Mars
þar sem hún lék hlutverk fyrir-
sætu, sem var myrt á hroðalegan
hátt, og einnig lék hún á móti
DeNiro í Once upon a Time in
America. Sagt er að Fred Dryer,
sem leikur Hunter lögreglumann,
sé hæstánægður með skiptin því
■Darlanne minni hann mjög á
fyrrum eiginkonu hans ^sem
starfaði sem Playboy kanínu-
stelpa.
Elvis Presley
Stjúpbróðir rokkgoðsins látna,
David Stanley, fuhyrðir að Elvis
hafi framið sjálfsmorö og andlát
hans hafi verið undirbúið. Stan-
ley fullyröir að ástæðurnar fyrir
því að Elvis afréð að binda enda
á líf sitt hafi einkum verið getu-
leysi hans í rúminu, minnkandi
vinsældir og sektarkennd vegna
þess að hann hafi ekki rækt föð-
urhlutverk sitt gagnvart Lisu
Maríu dóttur sinni sem skyldi.
Stanley staðhæfir að Elvis hafi
einu sinni áður reynt að fremja
sjálfsmorð og hann hafi kvatt
stjúpbróður sinn hinstu kveðju
tveim dögum áður en hann lést.
Amold
Schwarzenegger
er klaufskari viö að skipta um
bleiu á ungri dóttur sinni en að
berjast við óvíga heri á hvíta
tjaldinu. Arnold, sem er giftur
Mariu Shriver Kennedy, telur sig
vera talsvert jafnréttissinnaðan
og leggur sitt af mörkum við
umönnum reifabamsins. Honum
tókst mjög óhönduglega að skipta
á því þegar hann reyndi það fyrst
og endaði með því að vööla blei-
unni um háls barnsins. Arnold
reynir nú ákaft að reka af sér
slyðruorðið í þessum efnum og
æfir bleiuskipti af kappi.