Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 26. OKTÖBER 1990. Prófkjör sjálfstæðismanna á Austurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum: Alþingismenn í hættu í öllum kjördæmunum - alls staðar búist við tvísýnum úrslitum Sjálfstæðismenn velja um helgina frambjóðendur á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í fjórum kjördæm- um. Prófkjör verða haldin í kjör- dæmunum íjórum. í DV í gær var fjallað um prófkjörið í Reykjavík. Prófkjör verða á laugardag í þremur kjördæmum; Austurlandi, Suður- landi og Vestfjörðum. Austurland Viðmælendur DV í Austurlands- kjördæmi voru allir á þeirri skoðun að EgiU Jónsson alþingismaður sé öruggur um að halda fyrsta sæti á framboðslistanum. Hins vegar stefnir í mikla baráttu um annað sæti. Kristinn Pétursson alþingis- maður er alls ekki öruggur. Helst er talið að Hrafnkell A. Jónsson komi til með að komast upp fyrir Kristin. „Það er ekki heppilegt að báðir þingmennirnir séu frá byggðarlög- um hvor á sínum jaðri kjördæmis- ins. Hrafnkell mun njóta þess að vera frá miðsvæðinu. Það dugar honum til að ná öðru sætí,“ sagði einn við- mælendanna. Aðrir líklegir eru Arnbjörg Sveins- dóttír og Guðni Nikulásson. Flestír sem DV ræddi við voru á því að þessi flmm verði í flmm efstu sætum list- ans. Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo þingmenn í Austurlandskjördæmi. Þátttakendur í prófkjörinu eru tíu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði, Dóra M. Gunnarsdóttir, Fáskrúðs- firði, Egill Jónsson, Seljavöllum, Ein- ar Rafn Haraldsson, Egilsstöðum, Guðjón H. Þorbjörnsson, Höfn, Guðni Nikulásson, Egilsstöðum, Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, Kristínn Pétursson, Bakkafirði, Rúnar Pálsson, Egilsstöðum og Stella Steinþórsdóttir Neskaupsstað. Suðurland Tíu þátttakendur verða í prófkjör- inu á Suðurlandi. Hvergi er eins erf- itt að finna út af viðtölum við flokks- menn hvernig úrslitín geta hugsan- lega orðið. Eitt eru allir sammála um, það er að Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er mjög ör- uggur um að verða í fyrsta sætí. Egg- ert Haukdal var í öðru sæti síðast og Árni Johnsen í þriðja. Aðalbarátt- an er milli þeirra tveggja. Mikill per- sónulegur ágreiningur er milli þeirra og vandséð hvernig þeir geta unnið saman nái þeir báðir þingsæti næsta vor. Árni er líklegur til að verða í öðru sætí. Sjálfstæðismenn í Eyjum, sem DV ræddi við, voru á því að Árni nái Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson öðru eða þriðja sætí. Amar Sigur- mundsson mun ekki fá meiri stuðn- ing en Árni. Eggert Haukdhl þarf að óttast um sæti sitt. Ekki er einhugur um Eggert í hans næsta nágrenni og sérstaklega meðal ungra sjálfstæðis- manna. Drífa Hjartardóttír mun ógna honum verulega. Það þeirra sem hefur betur verður í þriðja sæti. „Því má ekki gleyma að Eggert Haukdal er óútreiknanlegur,“ sagði einn viðmælenda DV. Þá er talið að framboð Jóhannesar Kristjánssonar á Höfðabrekku geti skekkt myndina enn frekar. Jóhannes er eini Skaft- fellingurinn í prófkjörinu. Þátttakendurnir eru tíu: Brynleif- ur H. Steingrímsson, Selfossi, Amar Sigurmundsson, Vestmannaeyjum, Arndís Jónsdóttír, Selfossi, Árni Johnsen, Reykjavík, Baldur Þór- hallsson, Djúpárhreppi, Drífa Hjart- ardóttir, Keldum, Eggert Haukdal, Bergþórshvoli, Jóhannes Kristjáns- son, Höfðabrekku, Kjartan Bjöms- son, Selfossi og Þorsteinn Pálsson, Reykjavík. Vestfirðir Matthías Bjarnason alþingismaður er líklega ömggur um að halda sætí sínu sem efsti maöur á lista Sjálf- stæðisflokksins. Mikil barátta er milli Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar alþingismanns og Einars Kristins Guðfmnssonar varaþing- manns um annað sætí listans. Þor- valdur Garðar er ákveðinn og segist enn stefna á fyrsta sæti. Flestír, sem DV ræddi við, vom á því að Einar Kristínn muni hafa betur í barátt- unni. Jafnvel er talið að Þorvaldur geti endað í fjórða sætí listans. Guðjón A. Kristjánsson, forsetí Farmanna- og fiskimannasambands- ins, er talin líklegastur til að verða í fjórða sæti en hugsanlega hefur hann möguleika á þriðja sætí, það er ef Þorvaldur Garðar hrapar í fjórða sæti. Viðmælendur DV fyrir vestan voru á því að eina verulega keppnin sé á milli Þorvaldar Garðars og Einars Kristins. Átta þátttakendur eru í prófkjör- inu. Þau eru: Einar Kristinn Guö- finnsson, Bolungarvík, Elín Sigríður Ragnarsdóttir, Steingrímsfirði, Gísli Ólafsson, Patreksfirði, Guðjón Amar Kristjánsson, ísaflrði, Jörgína Jóns- dóttir, Tálknafirði, Matthias Bjama- son, ísafirði, Steinþór B. Kristjáns- son, Flateyri og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Reykjavík. Félagslega húsnæöiskerfið: Minnst þúsund íbúðir nauðsyn- legar á næsta ári - lífeyrissjóðimir ijármagni félagslega byggingakerfið Hefla þarf byggingu að minnsta kostí 1000 félagslegra íbúða á næsta ári til að sinna þriðjungi þeirrar þarfar sem er á félagslegu hús- næði, en um það var samið í þjóðar- sáttínni svokölluðu í febrúar. Þetta er meginniðurstaða nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði í sam- ræmi við niðurstöður kjarasamn- inga milli aðila vinnumarkaðarins. Nefndin hefur nú lokið störfum og hefur sent ráðherra niðurstöður sínar. Álit nefndarinnar byggist á ítarlegri könnun á þörfmni á fé- lagslegu húsnæði. í nefndinni sátu Guðrún Einarsdóttir frá BSRB, Hákon Hákonarson frá Húsnæðis- málastjórn, Sigurður E. Guð- mundsson frá Húsnæðisstofnun, Sigurður T. Sigurðsson frá ASÍ og Ingi Valur Jóhannsson frá félags- málaráðuneytinu. Sigurður T. Sigurðsson staðfesti í samtali við DV aö í nefndarálitinu væri talað um minnst þúsund fé- lagslegar íbúðir sem hefja þyrftí framkvæmdir við á næsta ári en vildi ekki greina frá öðram niður- stöðum fyrr en eftir að hann hefði skýrt miðstjóm ASÍ frá nefndará- litinu. Að sögn Sigurðar er þörfin á fé- lagslegum íbúðum gífurleg og því þurfi að leita tfi fjársterkra aðila um ijármögnun. Aðspurður kvað hann ekki útilokað að Verka- mannafélagið Hlíf muni leggja tíl innan ASÍ aö lífeyrissjóðimir fjár- mögnuðu að stórum hluta félags- lega kerfið, til dæmis með kaupum á skuldabréfum af Byggingasjóöi verkamanna. „Það er hrikalegur skortur á fé- lagslegum íbúðum á höfuðborgar- svæðinu og í Reykjavík er neyðar- ástand. Bara í Hafnarfirði og Kópa- vogi eru um 600 manns sem ekkert er hægt að gera fyrir þrátt fyrir þær íbúðir sem verið er að byggja. Því miður hafa stjórnvöld sýnt þessu lítinn skilning og fæst verkalýös- félög á íslandi tekið málin upp á þann hátt að krefjast nauðsynlegra úrlausna. Félagslega húsnæði- skerfið hefur einfaldlega orðið út- undan. Ef ekki verður gert eitthvað í málunum strax mun það hafa mjög alvarlegar félagslegar afleið- ingar fyrir lágtekjufólk.“ Sigurður segist þeirrar skoðunar að tryggi stjómvöld ekki nægjan- legt fjármagn til þeirra fram- kvæmda sem nefndin telur nauð- synlegar séu forsendur þjóðarsátt- arinnar brostnar. -kaa Steypa víbrar vísitölu Hagstofan hefur reiknað út bygg- byggingarkostnað að þessu sinni. ingarvísitöluna fyrir október og Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- reyndist hún vera 173,2 stíg eða 0,4 talabyggingarkostnaðarhækkaðum prósentum hærri en í september. 11,4 prósent. Síðustu þrjá mánuði Samsvarandi vísitala fyrir eldri hefur hún hækkað um 0,8 prósent grann er 554 stig. Það er fyrst og ogjafngildirþað3,lprósenthækkun fremst verð á steypu sem hækkar áeinuári. -JGH Nýjung í blaöaútgáfu: Blaðburður með hjálp telefaxtækja - gagnast einkum fólki á faraldsfæti og aðilum 1 viöskiptalifinu Stöðugt íjölgar þeim dagblöðum í heiminum sem bjóða lesendum sín- um í fjarlægum löndum þá þjónustu að senda þeim úrval greina á tele- faxi. Enn sem komið er hefur ekkert íslensku dagblaðanna boðið upp á þessa þjónustu en meðal þeirra er- lendu blaða, sem bjóða upp á þessa þjónustu, era finnska blaðið Turan Sanomat, kanadísku blöðin The Globe og Mail og heimsblöðin New York Times og Financial Times. Eins og gefur að skilja eru margir sem sjá sér hag í þessari þjónustu. Einkum gagnast þessi þjónusta þeim sem vegna starfs síns þurfa að ferð- ast mikið en jafnframt vera upplýstir um það helsta sem gerist jafnt heima fyrir sem annars staðar í heiminum. Einnig hefur þessari þjónustu verið vel tekið í heimi viðskiptanna enda mikilvægt að hlutir gangi þar hratt fyrir sig. Geta mínútur skipt sköpum í ákvarðanatökum fyrirtækja og þar áf leiðandi haft afdrifarík áhrif á af- komu þeirra í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni. -kaa fjjjmrgpWTPAfii Bush Signs Kadiatíon CoœpÆns300” Bili SimcsFax From (118 p»8„ ot The H«W Yoik Tlme. ' Cuts Target Veíerana, Student Loans ~ tnoií-.t jwj <a •"atí'r & eourt* »nd Jjj fwíídent Bu*>i tígsnuf Ui« ‘ eoapeattttt AnariCMt «d or Wt-ed br rtáiA 'VtsíUxí Ktctcs pro&<Ua t*gt fttetnlt WBfípcat !.!>? Ccnxctsu Utte J«J j ’Jt* itumiía árr Ktíztu WASntNCTOÍf - Fttur* Ja rf * ,**>*»tnhozuftve dtXelt-reduc- títe pí«o. Con*re*«io;jj*Í eowíninoc* tncopmcnðvi rui* tn rwypag frota vtUrtn* bwjorft* ta fUMMten} AvAtat. mrx} <0 * Striofy pf Utt by c*r*o itúpprr* •oekirtf ýcávní pgtefiU. But Ui* «<imaíu*t*>í tptemd tnoi eWff! cblld nutr.tio.-; prtwnio*. And la ác- ***** pr«v*iiiag trood. Bou** œd cate crmalrittt r«o>aa^: «i tKpoxxiiKf KcdJvtid tfi pravíár náS2iÍ,T*£?“'1 k™*»- Wfif* oa * n »c«l Jiptt, Khl-h m* yeztt Th* olhrr trji Urtlcal 0r*htj»n* b> ^******1^ iMd- ftr«*i.'Jeot as*h ««oé* Bovto ht* tndi<(:«4 th*u> d*nt ««iid *cc«pt • bnns*:' Uor to 4b« en<* thr S«uU * jropc^td tret í>;,t tv« ÍO* pftjx. fiOj Museunu: ' dfituted ohiftr* rhtitxí Tæknin gefur aukna möguleika jafnt í blaðaútgáfu sem öðru. Time Fax er telefaxútgáfa af New York Times og kemur út daglega. í blaðinu er að finna úrval greina en af tæknilegum ástæðum eru myndbirtingar þó ekki mögulegar. Flugleiðir: Ekki til Hamborgar í vetur Flugleiðir munu ekki fljúga til Hamborgar í vetur. í umsókn Flug- leiða um flugleyfin til Amsterdam og Hamborgar, kom fram að félagið hygðist fljúga fimm til sex sinnum í viku til Amsterdam á sumrin og þrisvar til fjórum sinnum á vet- urna. A sumrin ætla Flugleiðir að fljúga tvisvar í viku til Hamborgar en ekki fljúga þangað á veturna. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að ekki væru for- sendur fyrir flugi til Hamborgar á veturna. Einar sagði að Arnarfiug hefði tapað á vetrarfluginu. Þá sagði Einar að Flugleiðir flygju til Frankfurt allt árið og það væri mat þeirra að nóg væri að fljúga til einnar borgar í Þýskalandi á vet- urna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.