Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 28
, 36 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990. Meiming DV Dietrich Buxtehude í gærkvöldi hófst 50 ára afmælishátíð Hallgríms- kirkju með tónleikum þar sem flutt voru verk eftir danska tónskáldið Dietrich Buxtehude. Flytjendur voru Sten Lindholm, orgelleikari frá Danmörku, Hamrahlíðarkórinn og strengjasveit yngri deildar Tónhstarskólans í Reykjavík undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og þau Inga Backmann sópransöngkona, Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari, Inga Rós Ing- ólfsdóttir seUóleikari og Hörður Áskelsson orgelleik- ari. Afmæhshátíðin mun halda áfram næstu daga með helgihaldi, tónleikum, fyrirlestmm og sýningum en efni hátíðarinnar er Barrokk á Noröurlöndum. Fyrir tónleikana hélt Sten Lindholm einkar fróðlegt erindi um Buxtehude þar sem rakinn var æfiferiU tónskálds- ins og rætt um tónverk hans. Trúlega er Buxtehude þekktastur fyrir þann áhuga sem J.S. Bach sýndi verk- um hans og orgeUeik. Kom vel fram á tónleikunum á hveiju sú aðdáun byggðist. í heild voru verkin mjög stílhrein, í góðu jafnvægi og hugmyndaauðgi oft tölu- verð. Orgelverkin em djarflegust en Lindholm flutti þarna tvær prelúdíur og eina passacagUu auk nokk- urra sálmaforleikja og gerði það mjög vel. Mátti vel heyra hvaðan ýmis stílbrögð sem menn hafa þekkt Tónlist Finnur Torfi Stefánsson best hjá Bach em komin. Magnificat-lofsöngur Maríu fyrir kór, strengi og orgel er mjög vel byggt verk. Var það flutt af HamrahUðarkómum ásamt strengjasveit yngri defidar TónUstarskólans og Herði Áskelssyni á orgel og tókst sá flutningur með ágætum, enda ekki við öðru að búast þar sem Þorgerður Ingólfsdóttir er annas vegar. Sama er að segja um flutning Ingu Back- mann, Unnar Maríu, Ingu Rósar og Harðar á einsöng- skantötu fyrir sópran, fiðlu og fylgirödd, Singet dem Herrn ein neues Lied. Fiöluleikur Unnar Mariu hljóm- aði sérlega vel með fögrum tóni og góðri hrynjandi. í heUd var flutningur á þessum tónleikum vandaður og vel heppnaður og var fróðlegt að heyra þessi verk hins mikla Dana. Hálfvandræðalegt ástand skapaðist um klapp í kirkjunni og vissu gestir ekki hvort það væri heimflt. Væri gott að taka fram áður til hvers væri ætlast um þau efni. Afmæli Jón Gunnar Amdal Jón Gunnar Arndal sjúkranudd- ari, Hamrahlíð 17, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Jón Gunnar er fæddur í Rvik og ólst þar upp. Starfsferili Jón vann í Kassagerð Reykjavíkur 1954—1961 en varð blindur 1962 og vann í blindravinnustofunni í Rvík 1962-1972. Jón var í námi í Synskadades yrkesskola í Espo í Finnlandi 1972-1973 og 1976-1977 og lauk prófl sem heUsuþjálfari 1977, auk þess hefur hann farið á sjö nám- skeið í Synskadades yrkesskole eftir það. Jón hefur verið sjúkranuddari hjá Styrktarfélgagi lamaðra og fatl- aðra frá 1973. Hann var í stjóm og var varaformaður Blindrafélagsins í mörg ár og var formaður skemmti- nefndar þess. Jón var formaður merkjasölunefndar Blindrafélags- ins í mörg ár og er félagi í Finn- lands-svenska blindrasambandinu. Fjöiskylda Systkini Jóns samfeðra em: Al- bert, prentari í Hafnarflrði, kvæntur BrynhUdi Kristinsdóttur; Jónína, ræstingastjóri á Landakoti, gift Hjalta Skaptasyni strætisvagnstjóra, og Sigurður, vörubUstjóri í Hafnar- firði, kvæntur Steinþóm Amdal. Ætt Foreldrar Jóns em: Þorsteinn Arndal, f. 26. október 1901, skipstjóri í Hafnarfirði, og Ingibjörg Jóns- dóttir, b. í Vík á Flateyjardal, Sigur- geirssonar, f. 17. september 1897, d. 8. janúar 1959. Þorsteins er sonur Finnboga Amdals, kennara og skálds, síðast í Hafnarfiröi, bróður Sigurjóns, afa Ingólfs Margeirsson- ar ritstjóra. Finnbogi var sonur Jó- hanns, b. í Ósgröf á Landi, bróður Jónasar, langafa Þórs veðurfræð- ings og rithöfundanna Jökuls og Svövu Jakobsdóttur. Jóhann var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, Finn- bogasonar, b. á ReynifeUi á Rangár- vöUum, ÞorgUssonar. Móðir Finn- boga var Sigríöur Eiríksdóttir, þurrabúðarmanns í Stöðlakoti á Jón Gunnar Arndal. Stokkseyri, Höskuldssonar, b. á Kirkjulæk, Eiríkssonar, b. á Ægis- síðu, Bjamasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Þorsteins var Jónína Árna- dóttir, sjómanns á Auðnum á Vatns- leysuströnd, Jónssonar, b. á Auön- um á Vatnsleysuströnd, Árnasonar, b. á Reykjum í Ölfusi, Jónssonar. Andlát Guðrún Scheving Jónsdóttir, Skála- gerði 15, lést á Landspítalanum 24. október. Guðrún Bjarnadóttir, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, andaöist á heimUi sínu miðvikudaginn 24. október. Magnús J. Kristinsson rafmagnseft- irUtsmaður lést á Landspítalanum 24. október. Jaröaifarir Snjófríður Jónsdóttir, Kirkjuvegi 4, Vík í Mýrdal, sem lést 15. október, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 27. október kl. 13. Lilja Sigfúsdóttir frá Kirkjubæ, Vest- mannaeyjum, Eyjaholti 6, Garði, sem lést 15. október, verður jarösungin frá Útskálakirkju laugardaginn 27. október kl. 13.30. Oddbjörg Guðjónsdóttir, Hátúni 10, verður jarðsungin í dag, fóstudaginn 26. október, kl. 13.30 frá Fossvogskap- ellu. Tilkyimingar Tilkynning frá Borgaraflokknum Að gefnu tUefni vill formaður Borgára- flokksins og framkvæmdastjóm taka fram að svoköUuð Heimastjórnarsamtök eru með öUu óviökomandi Borgara- flokknum og félagasamtökum hans og hefiir flokkurinn ekki haft nein afskipti af stofnun þeirra. Fundir M-hátíð á Vesturlandi slitið á sunnudag M-hátíð á Vesturlandi, sem staðið hefur yfir meö hléum frá því snemma á árinu, verður formlega shtið kl. 15 á sunnudag í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar verð- ur boðið upp á fiölbreytta dagskrá, þar sem Skólahljómsveit Akraness mun m.a. leika. Þá flytur bæjarstjórinn, GísU Gísla- son ávarp. Flutt verður brot úr leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur, Spá Völv- unnar. Flytjendur era auk höfundar þau Helga Braga Jónsdóttir og Jakob Þór Ein- arsson. Þá munu Gauti Jóhannesson leika á píanó og Snjólaug Guömunds- dóttir, formaöur framkvæmdanefndar M-hátíðar á Vesturlandi, flytur ávarp. Einnig verður boðið upp á dagskrá, tekna saman af Steinunni Jóhannesdóttur, „Stiklað á stórskáldum". Ennfremur verður kórsamsöngur þar sem flytjendur eru kirkjukórar Akraness, Borgaraess og Hvanneyrarkirkju auk Kveldúlfskórs- ins og félaga úr karlakómum Söng- bræðrum. Einsöngvari er Sigurður Bragason, stjómandi Úlrik Ólason, und- irleikari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, óbó- leikari Ólafur Flosason. Endapunktur lokadagskrárinnar er svo ávarp mennta- málaráðherra, Svavars Gestssonar, þar sem hann slitur M-hátíð á Vesturlandi formlega. Bridgesamband íslands stofnanakeppni BSÍ Hin árlega stofnanakeppni BSÍ verður haldin í Sigtúni 9 dagana 11.-13. og 18. nóvember nk. Þátttökuskilyrði í þetta mót hafa verið rýmkuð. Þátttökurétt í stofnanakeppni BSÍ1990 hafa hvers kyns hópar, stofnanir og félög, þannig að flest- ir geta verið með ef þeir hafa áhuga. Spil- uð verður sveitakeppni, allir við alla, nema þátttaka verði mjög mikil. Þá verð- ur spiluð sveitakeppni með monradsniði. Spilastaður er Sigtún 9 og spilatími kl. 13 sunnud. 11. nóv., 19.30 þriðjud. 13. nóv. og kl.13 sunnud. 18. nóv. Þátttökugjald er 12000 kr. á sveit. Allar nánari upplýs- ingar fást í síma BSÍ, 91-689360, og þangað skal tilkynna þátttöku. Breytingar á þjónustu SVR við Breiðholtsbúa Þar sem komið hefur í ljós að nýlegar breytingar á þjónustu SVR við Breið- holtsbúa hafa valdiö sumum íbúum við Arnárbakka óþægindum hefur veriö ákveðið að frá og með 26. okt. mun leið 14, Lækjartorg-Sel (hraðferð), aka rang- sælis um Amarbakka árdegis á leið til miðborgarinnar en réttsælis síðdegis á leið í Seljahverfi (frá kl. 13.05 frá Lækjar- torgi). Kvöld og helgarakstur leiðar 14 um Amarbakka verður óbreyttur frá þvi sem verið hefur. Vaka tekur að sér rekstur dekkjaverkstæðis Vaka hf. hefur tekið að sér rekstur dekkjaverkstæðis í Mosfellssveit (áður Holtadekk). Þar verður Vaka með alhliða dekkjaþjónustu, vörubíla jafnt sem fólks- bíla. Til sölu verða allar helstu tegundir nýrra og sólaðra hjólbarða, einnig verða til sölu notaðir hjólbarðar og notaöar felgur á vægu verði. Opiö verður alla virka daga kl. 8-19 og laugardaga kl. 9-17. Símanúmer er 666401. Eldri borgarar frá Aust- fjörðum í höfuðborginni Hópur eldri borgara frá Austfjörðum var á dögunum i heimsókn í höfuðborginni og nágrenni á vegum Rauða kross íslands og Rauða kross deilda Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar. Fólkið lagði m.a. leið sína í útvarpshúsið og naut þar fylgdar Péturs Péturssonar sem er landsmönnum kunnur fyrir þularstörf sín í gegnum árin. Hann sýndi fólkinu húsakynnin og sagði frá ýmsu mark- verðu og skemmtilegu í sögu Ríkisút- varpsins. Andlitslestur í fyrsta sinn á íslandi í lok mánaðarins er væntanlegur til landsins á vegum Hugræktarhússins dr. Narayan Singh Kalsa. Hann er sálfræð- ingur að mennt og hefur unnið við sín fræði á fjórða áratug en jafnframt hefur hann í 25 ár fengist við andlitslestur sem um margt er líkur lestri í lófa. Andlits- lestur byggir á því að kunna skil á ýmsum táknum í andliti fólks, vöðvum andlitsins og staðsetningu ýmissa hluta þess. Á þennan hátt má lesa t.d. hæfileika, lífs- sögu, viðhorf, sjálfsmat o.fl. um einstakl- inginn. Dr. Kalsa mun halda opinn fyrir- lestur um andlitslestur í sal Iðnaðar- mannafélagsins, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fóstudaginn 26. október kl. 20 og námskeið fyrir almenning í vikunni 28. okt. til 3. nóv. Hugræktarhúsið annast nánari upplýsingar og skráningar fyrir dr. Kalsa í síma 91-620777 á milli kl. 16.15 og 18.30 virka daga. Skráningu lýkur þann 25. október. Verkefni við Réttritunarbók Námsgagnastofnun hefur gefið út tvö verkefnahefti eftir Vénýju Lúðvíksdótt- ur. Heftin eru ætlúð tÚ notkunar með Réttritunarorðabókinni sem unnin var í samvinnu Námsgagnastofnunar og ís- lenskrar málstöðvar og gefin var út á sl. ári. Bækurnar eru einnota verkefnabæk- ur, ætlaðar 5.-7. bekk grunnskólans, og verða þær alls þrjár talsins. Megin- markmið með útgáfunni er að kenna nemendum að nota orðabækur en í heild má segja að verkefni séu ýmiss konar æfingar í stafsetningu og málfræði auk stuttra verkefna í ritun. Verkefnaheftin eru misþung, 24 bls. hvort, og eru þau í svipuðu broti og Réttritunarorðabókin. Heftin sem nú koma út eru einkum ætluð nemendum í 5. og 6. bekk grunnskóla. Gréta Guðmundsdóttir teiknaði myndir, setning og umbrot fór fram hjá Náms- gagnastofnun en Prenthúsið prentaði. Fjölmiðlar Fundur hjá Aglow Fundur verður hjá Aglow - kristilegum samtökum kvenna mánudaginn 29. okt- óber kl. 20-22 í kaffisal Bústaðakirkju. Gestur fundarins verður Sigrún Sigfús- dóttir. Sigrún hefur meðal annars gegnt starfi æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar á Akureyri. Mun Sigrún prédika orð guðs og verður boðið upp til fyrirbæna að venju. Aliar konur, sem eru þenkjandi um andleg efni, eru hvattar til að mæta og eiga stund saman í Bústaðakirkju. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Sýrð mjólk frá Baulu Nýlega kom á markað ný gerð af súr- mjólk undir vörumerkinu Baula. Þessi nýja tegund sem nefnist „sýrð mjólk" er framleidd af MSKÞ Á Húsavik eins og aðrar Baulu - vörur en dreifingaraðili er Mjólkurbú Hafnarfjarðar - Baula hf. Sýrða mjólkin frá Baulu er frábrugðin gömiu súrmjólkinni m.a. aö því leytí að í henni er að finna gerla af ættinni Bifid- us sem þekktir eru t.d. úr AB mjólk og þykja mjög hoilir. Þessi nýja mjólkurvara ætti þvi að höfða til þeirra sem aðhyllast súrmjólk og AB mjólk. Sýrða mjólkin frá 3aulu fæst bæði í eins lítra og hálfs lítra fernum. Það vanlar tónlistarútvarp Þaö taka víst næsta fáir svona fyrírsagnir alvarlega vitandi um fjölda útvarpsstööva og hve mikla áhersiu þær leggja á tónlist. Hér er hins vegar átt viö útvarpsstöð sem léki eingöngu tónlist af plötum en hið talaða orð væri aðeins notað tii að kynna flytjandann og heiti lags. Fyrirmyndimar að þessu eru fyrir hendi, til dæmis á Spáni og Frakk- landi. Þær leggja áherslu á dægur- lög allra tima, iéttklassík, djass, popp og rokk en eingöngu ljúfa tón- list sem lætur vel í eyrum og jafn- vel er hægt að raula með. Þægiieg rödd kynnir h vert lag fyrir sig í tveimur setningum eöa nokkur lög i einu líkt og lögin viö vinnuna voru ky nnt hér áður í Ríkísútvarpinu. Kynnir á slikri stöð er ekki að segja hlustendum hvemig veð'rið sé, hvað tímanum liöi og ekki hvað hann eða hún ætli að vera lengi í útsendingu. Margar tónlistarstöðvar, sem við lýði eru í dag, gætu uppfyllt þessa ósk, það þarf nefnilega ekki ailtaf að tala. Enginn þarf að ergja sig yfir ambögum og slæmri framsetningu máls og í s vona stöö er hvorki bingó né verðlaun fy rir aö velja lag. Eins og stöðvarnar em reknar í dag, margar hveijar, ef metnaðar- leysi dagskrárgeröarmanna svo yfirþyrmandi að hlustandinn kerast ekki hjá því að taka eftir því. Hvaða vinnubrögð eru það svo sem að labba ínn í hljóöstofu með plötu- bunka undir hendinni og svo beint í loftið? Síðan er látið skeika að sköpuðu um hvort það tekst að halda hlustanda viö efniö eða ekki og reynt að halda í hiö talaða mál með því að mala eins og ungfrú klukka. Máltæki segir: Þeir sem tala of mikið hugsa oflítiö. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.