Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990.
15
Atvinnustef nu í stað álvers
„Ef ferðaþjónustan nyti sömu athygli og stóriðja væru möguleikarnir
þó enn fleiri, ekki síst á Suöurnesjum". - Frá Bláa lóninu við Svartsengi.
Ef nýtt álver rís á Islandi í náinni
framtíð mun fylgja því alvarleg
byggðaröskun. Um það blandast
engiun hugur. Því mun fylgja al-
varleg mengun, það vita allir sem
kynnt hafa sér mengunarmál nýja
álversins. Menn eru hins vegar
misjafnlega fúsir að viðurkenna
það. Og margir segja: Það gerir
ekkert tU, ef álver leysir allan okk-
ar atvinnuvanda.
í nafni aukinnar atvinnu og auk-
ins „hagvaxtar" virðast menn til-
húnir að fórna verðmætum eins og
hreinni náttúru og dýrmætri
ímynd hins ósnortna lands. En
leysir álver atvinnumál íslend-
inga? Auðvitað ekki, og slík hugsun
er háskaleg.
Álmáhð hefur lamað alla alvar-
lega umræðu um atvinnumál.
Byggðarlög hafa beðið eftir álveri
sem átti að leysa aUt. Nú hefur
verið ákveðið að ef álver rís verði
það á Keilisnesi á Vatnsleysu-
strönd. Ætla mætti af viðbrögðum
fólks að þar með væri búið að
bjarga Suðumesjum úr klóm at-
vinnuleysisins. Því miður bendir
ekkert til þess.
Þeir sem „misstu“
Mér er ekki grunlaust um að íbú-
um þeirra byggða sem „misstu" af
álveri sé létt. í þeim byggðum sem
ekki „hrepptu" álver er eins og
menn séu nú að vakna til lífsins
og átta sig á að til er líf og atvinna
án álvers. Nýjar hugmyndir skjóta
upp kolhnum, hugmyndir sem
fengu ekki rúm eða áheyrn meðan
álverssöngurinn hljómaði sem
hæst.
Menn gera kröfu um að fá brot
af þvi fjármagni sem ætlað er til
álvers og þykjast geta gert sér þó-
nokkurn mat úr því. Verst að þessi
KjaUarinn
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
þingkona Kvennalistans
tónn skuh hafa kafnað í álvers-
kórnum fram til þessa. Skyndhega
fá hugmyndir um tengingu kvóta
við byggðarlög og jöfnun orkuverðs
hljómgrunn í nafni skaðabóta
vegna „álversmissis".
Þeir sem hrepptu
Suðumesjamenn hafa lengi verið
í undarlegri stöðu í atvinnumálum.
Því miður bendir fátt th þess að
hún batni með thkomu álvers. í
fyrsta lagi leysir álver ekki at-
vinnuvanda kvenna, en atvinnu-
leysi er þrefalt meira hjá konum
en körlum á Suðumesjum, þijú
prósent á móti einu.
Þau störf sem skapast af marg-
feldiáhrifum vegna álvers eru ekki
síst hefðbundin karlastörf, flutn-
ingar á sjó og landi og vinna við
hafnir. Aðrar atvinnugreinar, sem
hafa jafnvel enn meiri margfeldis-
áhrif, svo sem ferðaþjónusta em
mun líklegri th að leysa þennan
vanda.
Suðumesjamenn hafa löngum
kvartað undan því að þeir hafi orð-
ið útundan í atvinnumálum vegna
þess að þeim sé vísað upp á „völl“
ef syrtir í áhnn. Þetta er æði klén
atvinnustefna og virðist hvorki
bera vott um stórhug eða hug-
kvæmni. Nú bendir ýmislegt th að
hernaðammsvif á Reykjanesi
minnki og atvinna íslendinga hjá
hemum í kjölfarið. Út af fyrir sig
held ég að flestir fagni þeirri þróun.
En upp á hvað er Suðumesjabú-
um boðið? - Er þeim boðiö upp á
þróun og aðstoð við markaðssetn-
ingu í fiskvinnslu, framvinnslu og
fuhvinnslu sjávarafurða? Atvinnu-
grein sem á mikla framtíð fyrir sér
á íslandi? - Er þeim boðið upp á
nýsköpun, svo sem ferðaþjónustu,
hefðbundna og óhefðbundna, upp-
lýsingavinnslu, vetnisframleiðslu
eða aöra nýtingu orkúnnar á Suð-
urnesjum? Nei, þeim er boðið upp
á álver og nú kvíða því margir að
i stað þess að vera vísað upp á völl
verði viðkvæðið ef menn vantar
atvinnu: „Þið fenguð álverið, hvað
eruö þið að kvarta?"
Framtíðin er nútíð
eftir örfá ár
Ein helstu rökin fyrir byggingu
álvers eru að auka verði hagvöxt
og það strax. Þá er ekki hirt um
hvort hagvöxturinn gangi á auð-
hndir okkar, htt mengaöa náttúru.
Ekki er hlustað á vamaðarorð um
að álver geti fært okkur tap en ekki
gróða. Menn virðast reiðubúnir til
aö bæta enn einum áhættuþættin-
um inn í þjóðarbúskapinn, ekki er
nóg að búa við sveiflur í sjávarút-
vegi, vhjum við líka taka þátt í ál-
verðslotteríinu?
Hugmyndum um raunhæfa at-
vinnusköpun er ýtt th hliðar, vetn-
isframleiðslu af því of fljótt sé að
huga það því, en framtíðin verður
orðin nútíð eftir furðu fá ár. Ferða-
þjónustan virðist eiga að bjarga sér
sjálf, og það hefur hún raunar gert
bærhega takk. Árin 1981-1987 fjölg-
aði ársverkum við hana um 38% á
höfuðborgarsvæðinu en 123% utan
þess. Tekjur af ferðaþjónustu juk-
ust um 27,2% milli áranna 1988 og
1989. Ef ferðaþjónustan nyti sömu
athygli og stóriðja væru möguleik-
arnir þó enn fleiri, ekki síst á Suð-
urnesjum, hehsuhótel við Bláa lón-
ið og ýmislegt fleira má þar nefna.
Atvinnustefna stóriðjudrauma
lamar, í stað þess að byggja upp.
Hún eyðir auðlindum, hreinni nátt-
úru og góðri ímynd landsins. Lík-
ast th mun hún auk þess kosta
þjóðarbúið allt of mikið í bein-
hörðum peningum vegna lélegra
samninga misviturra stjórnvalda.
Vantar ekki frekar atvinnustefnu
en álver?
Anna Ólafsdóttir Björnsson
„Ætla mætti af viðbrögðum fólks að
þar með væri búið að bjarga Suðurnesj-
um úr klóm atvinnuleysis. Því miður
bendir ekkert til þess.“
Fátækt eða framf arir
Það er óneitanlega sláandi mögu-
leiki að ísland verði komið í hóp
fátækustu þjóða Evrópu innan tíu
ára ef svo heldur fram sem horfir
í atvinnumálum.
Nýsköpun atvinnulífs -
minnkandi ríkisumsvif
Th þess að snúa þessari þróun
viö þarf að koma til nýsköpunar
atvinnulífs. Burðarásar slíkrar ný-
sköpunar yrðu aukið einstaklings-
frelsi og minni ríkisumsvif.
Gera þarf ríkari kröfur th stjórn-
enda fyrirtækja og lánastofnana
um að auka hagræðingu, gæta hófs
við fjárfestingar eða útlán og um-
fram allt taka fyrir það að skattfé
almennings verði varið til að halda
uppi vonlausum atvinnurekstri.
Hlutverk ríkisvaldsins í atvinnulíf-
inu á að einskorðast við það að
setja atvinnulífmu almennar leik-
reglur eins og vinsamlegra skatt-
kerfi og fuht fjármagnsfrelsi.
Aukin fjölbreytni
Það eru ekki ný sannindi að auka
þurfi fjölbreytni í atvinnulífi. Þótt
sjávarútvegur verði eftir sem áður
kjölfestan er ljóst að hann einn og
sér mun ekki duga th aö auka hag-
vöxt þannig að hann verði sam-
bærilegur og í nágrannaríkjum
okkar. Nýta þarf sem best orku
fallvatna íslands og jarðvarma.
Gæta þarf að möguleikum þjóðar-
innar th að nýta sér sífehda fjölgun
erlendra ferðamanna, t.d. með
hehsuhndum, ná betur í erlenda
laxveiðimenn og auglýsa landið
sem hreint og ómengað svæði með
fjölbreytta aðstöðu fyrir ferða-
menn.
Stækka þarf einingar í flskeldi
þannig að eigið fé shkra fyrirtækja
sé nægjanlegt fyrir shkan áhættu-
rekstur. Ýmsir möguleikar eru
KjaUarixm
Viktor B. Kjartansson
tölvunarfræðingur
og formaður
samtaka ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi
ókannaðir varðandi hátækni ýmiss
konar, t.a.m. líftækni eða orku-
vinnslu úr vetni. Efla mætti rann-
sóknir og þróunarstarfsemi, t.d.
með því að veita fyrirtækjum, sem
slíkt stunda, aukið skatthagræði.
Slíkur stuðningur myndi hjótt
skha sér í nýjum uppgötvunum og
vöruvöndun.
Nýta legu landsins
Lega landsins á mihi hinnar nýju
sameinuðu Evrópu og Norður-
Ameríku kann að reynast tekju-
drjúg auðlind ef rétt er á málum
haldið. Gera þyrfti Keflavíkurhug-
vöh að fríverslunarsvæði þar sem
hægt yrði að setja saman vörur og
geyma birgðir.
í tengslum við það mætti kanna
hagkvæmni þess að byggja hug-
skýh á Kehavikurhugvelh þar sem
hægt væri að sinna viðhaldi og
skoðun á flugvélum, jafnt innlend-
um sem erlendum. A þennan hátt
mætti nýta þá menntun sem fyrir
er í landinu og eha atvinnuhf á
Suðurnesjum.
„Hlutverk ríkisvaldsins í atvinnulífmu
á að einskorðast við það að setja at-
vinnulífmu almennar leikreglur eins
og vinsamlegra skattkerfi og fullt fjár-
magnsfrelsi.“
Mikill mannauður
Á íslandi er mjög hátt menntun-
arstig. Hér hefur því stærsta auð-
lindin enn ekki verið nefnd, það er
mannauðurinn. Möguleikar okkar
til þess aö snúa vörn í sókn og
bæta lífskjörin í stað þess að drag-
ast aftur úr öðrum þjóðum eru því
miklir.
Til þess að svo megi verða þarf
rikisvaldið að hætta beinum af-
skiptum af atvinnulífinu, breyta
þarf löggjöf, auka þarf hagræðingu
og eha nýsköpun. Hér hafa nokkrar
hugmyndir í þá átt veriö reifaðar
en ennþá er mikih hugmyndaakur
eftir ó'plægður. Síðan er að hrinda
hugmyndunum í framkvæmd.
Viktor B. Kjartansson