Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990.
Fréttir
DV
Valgeir Sveinsson, ellefu bama faðir sem fannst í Papey í gær:
Fylgdist með leitinni að
sjálf um sér í útvarpinu
- „mér brá er ég heyrði að búið væri að leita við eyna“
Valgeir Sveinsson sagöist alltaf hafa veriö viss um aö leitarmennirnir kæmu.
DV-mynd JAK
Jaf ntef li í biðskákinni
Sjöttu einvígisskák Karpovs og
Kasparovs, sem fór í biö í fyrri-
nótt, lauk meö jafntefli án þess að
biðstaðan yrði tefld áfram. Ka-
sparov bauð jafntefli í gærmorgun
og Karpov þáði eftir nokkurra
stunda umhugsun. Helsti aðstoðar-
maður Karpovs, ungverski stór-
meistarinn Lajos Portisch, kom
boðum hans til skila.
Kasparov hafði vinningsfæri í
skákinni eftir peðsfóm en lék óná-
kvæmt undir lok setunnar. Rann-
sóknir á biðstöðunni sýndu að
vamir Karpovs héldu. Biðleikur-
inn var 42. He8.
Sjöunda skákin verður tefld í
kvöld og nótt og þá hefur Karpov,
sem hefur 2,5 v. gegn 3,5 v. heims-
meistarans, hvítt. -JLÁ
„Mér leist ekkert á blikuna þegar
ég heyrði í útvarpinu í bústaðnum í
gærmorgim að tvisvar væri búiö að
leita að mér í Papey - hélt að þeir
kæmu ekki aftur í bráö. Þá fór ég að
búa mig undir langa dvöl og hugsaði
um magann. En ég vissi alltaf að leit-
armennirnir kæmu,“ sagði Valgeir
Sveinsson, rúmlega sextugur Reyk-
víkingur sem fannst í Papey síðdegis
í gær. Þar hafði hann hafst viö á býli
í eynni eftir að trilla hans steytti á
skeri og sökk á miðvikudag. Honum
tókst að komast á gúmbát að eyj-
unni. Valgeir er ellefu bama faðir og
er búsettur í Vestmannaeyjum. Hann
hlaut stórt branasár á fæti þegar
hann var að huga að ’flugeldi sem
hann ætlaði að gera vart við sig með
í eynni á miðvikudagskvöld:
„Ég var að lesa leiðbeiningamar á
rakettunni þegar blossinn kviknaöi.
Hún skaust af staö og lenti undir
mér. Mig logsveið - hnefastór blettur
á fætinum varð svartvu-. Það kvikn-
aði í eldhúsgólfinu og allt fylltist af
reyk. Ég klæddi mig úr buxunum,
hökkti út á annarri löppinni til að
anda en fór svo í stígvél tíl að stappa
eldinn niður með fótunum."
Um klukkan 13.30 á miðvikudag
var Valgeir að skipta um olíusíu í
trillu sinni við Papey þegar báturinn
steytti á skeri við Flateyjarbót:
„Ég náði ekki að kalla í talstööina
- vildi frekar bjarga mér. Ég henti
gúmmíbátnum út þegar trillan var
uppi á skerinu. Hann blés út á hvolfi.
Ég náði að rétta hann við eftír nokkr-
ar mínútur, tók vinnuflotgalla, nest-
ispoka og hitabrúsa og stökk svo í
gúmmíbátinn. Síðan kom fylla og
trillan steinsökk. Mér gekk illa að
komast aö Papey vegna straumkasts
en náði um síöir taki á þara tíl að
draga mig í land. Það tók mig svo
þijá tíma að finna býhð í þokunni.
Mér gekk illa að sofa um nóttina
vegna branasársins á fætinum.
Eg var svo aö hella upp á kaffi í
býlinu þegar björgunarmennimir
komu. Verst var að ég var löngu orð-
inn sígarettulaus. Þegar ég gekk svo
út úr húsimi í gær með mönnunum
sá ég tvo pakka á hillu fyrir ofan
dyrnar. Ég hafði ekki tekið eftir þeim
- var raunar farinn að hugsa um aö
hætta bara að reykja," sagði Valgeir
Sveinsson. Hann fór á Landspítalann
í morgun þar sem hugað var frekar
að branasárum hans.
„Við sáum gúmmíbátinn hans, fór-
um að býlinu - en Valgeir var ekki
heima. Hann var þá í sumarbústaðn-
um að hella upp á könnuna. Fegnir
voram við að sjá hann. Og hann okk-
ur. Ég sagöi: „Vertu ekkert að hella
upp á.“ Hann hváði en ég sagði: „Við
forum bara í land,“,“ sagði Stefán
Aðalsteinsson við DV, einn þeirra
fimm sem björguðu Valgeiri.
-ÓTT
GATT viöræöur knýja á um innflutning landbúnaöarvara:
Stef nt að 4 milljarða
lækkun á stuðningi
- segir JónSigurössonviöskiptaráöherra
Að sögn Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra er gert ráð fyrir tæp-
lega fjögra milljarða króna lækkun á
stuðningi við landbúnað hér á landi
á næstu fimm árum. Viðskiptaráð-
herra vitnaði þama til tillagna sem
sendar hafa verið út til undimefndar
um viöskipti með landbúnaðarvörar
sem starfar á vegum GATT. Þetta
kom fram á fundi sem bændasamtök-
in héldu á Hótel Sögu í gær um GATT
viöræðurnar.
Engar tillögur hafa því formlega
verið lagðar fram í GATT viðræðun-
um enda bíða íslensk stjómvöld eftir
tillögum Evrópubandalagsins. Við-
skiptaráöherra benti á hvemig heild-
arstuðningur til landbúnaðar hér á
landi hefði verið reiknaður. Miðað
við áætlaðar tölur til fjárlaga fyrir
árið 1991 er hann 14.020 milljónir
króna.
í þeim drögum að tillögum sem
sendar hafa verið út er reiknað með
að útflutningsbætur lækki um 65%
og stuðningur (AMS-stuðningur)
lækki um 25%. Miðað við áðumefnd-
ar tölur í fjárlögum 1991 er um að
ræða 3.920 milljóna lækkun á árleg-
um stuðningi við lcmdbúnað til 1996.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra hreyfði reyndar
mótmælum við þeim lækkunartölum
sem viðskiptaráðherra nefndi og
sægði að þær yrðu á bilinu 15-25%
og 45-65%. Viðskiptaráöhema tók
síðan fram að hann gerði ráð fyrir
því aö niðurstaðan hjá GATT yrði
sú aö um „skarpari breytingar" yrði
að ræða.
Viðskiptaráðherra sagði að óttí viö
innflutning landbúnaðarvara væri
ástæðulaus og sagði að slíkt hlyti að
fylgja í kjölfarið á þessum GATT til-
lögum. Sagði hann að fyrst í stað
mætti gera ráö fyrir innflutningi á
vörum eins og ostum, jógúrt, mjólk-
urís og unnum kjötvörum eöa land-
búnaðarvörum sem fallið gætu undir
iðnaöarvörur. Nefndi hann einnig til
pastarétti og kartöfluréttí.
Nefndi hann til dæmis að ísland
væri nú eina EFTA landið sem ekki
leyföi innflutning á jógúrt. Sagði
hann að innlendir framleiðsluaðilar
ættu ekki að óttast samkeppnina og
yrði beitt veröjöfnunargjaldskerfi til
að jafna aðstööu. Benti hann á aukin
þrýsting innan EFTA inn að ná sam-
stöðu um útvíkkun á Usta um þær
vörategundir sem falli undir verð-
jöfnunarkerfi og því heimilar til inn-
flutnings. -SMJ
Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði:
Álver Alumax í Suður-Karólínu:
Greiðir 35 mills
fyrir raforkuna
„Raforkuverðið tengist heims-
markaðsverði á áli sem verið hefur
mjög hátt. Því höfum viö borgað
hámarksorkuverð síðastliðin tvö ár
eða 34-35 mills. Aðeins tvær ál-
bræðslur í Bandaríkjunum sem
greiða hærra raforkuverö," sagöi
Kerry Farmer, framleiöslustjóri í ál-
veri Alumax í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum, á ftmdi með ís-
lenskum blaðamönnum.
Kerry Farmer sagði að 23 mills
væri þaö minnsta sem álverið hefði
greitt fyrir raforku. Hefði raforku-
verð verið um 34 mills þegar álverið
var byggt, fyrir ellefu árum, hefði
hins vegar aldrei oröið af byggingu
þess. Álverið er sagt eitt best rekna
álver í heimi, rekið með tæplega 95
prósent aflcöstum. Meðalraforku-
verð til slíkra fyrirtækja í Bandaríkj-
unum mun vera um 26 mills.
„Það er ekki hátt raforkuverð sem
Atlantal hefur hugsað sér að greiða
hér og eðlilegt aö menn spyrji sig
hvaöa orkuverö íslendingar séu aö
semja um, um 17 mills. Það er þó
ekki það lægsta. Ég minni bara á
Venesúela," sagði Páll Pétursson al-
þingismaður sem sæti á í samninga-
nefnd Landsvirkjunar um orkuverð
tilnýsálvers. -hlh
Börnin gleymdust í verk-
gleði fyrrverandi meirihluta
- útilokað að hefla framkvæmdir við nýtt bamaheimili á þessu ári
„Við vitum að það er ófremdar-
ástand á barnaheimilinu. Þegar nú-
verandi meirihlutí í bæjarstjóm tók
við síðastliðið vor var ákveðið að
setja byggingu á nýju heimili fremst
á framkvæmdalistann. Reyndar er
það eina framkvæmdin sem við fyr-
irhugum á kjörtímabilinu. Fjárhags-
staðan er hins vegar svo slæm að það
er með öllu útflokað að við getum
hafið framkvæmdimar á þessu ári,“
segir Bjöm Valdimarsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði.
Eins og skýrt hefur verið frá í DV
hefur bamaheimiliö á Siglufirði ver-
ið úrskurðað heilsuspillandi fyrir
bæði böm og starfsfólk og hafa heil-
brigðisyfirvöld fariö fram á aö starf-
seminni veröi hætt. Að sögn Bjöms
eiga bæjaryfirvöld í miklum erfið-
leikum með að koma fjármálum bæj-
arins í lag eftir viðskilnað fyrri
meirihluta.
„Bömin urðu einfaldlega útímdan
við allar verklegar framkvæmdir í
bænum á undanfómum áram. Það
vora settar á annaö hundrað milljón-
ir í íþróttaframkvæmdir og annað
eins í dvalarheimih fyrir aldraða.
Einxúg voru miklar upphæöir settar
í gatnaframkvæmdir. Hins vegar var
nýtt barnaheimili látíð sitja á hakan-
um. í tíð fyrrverandi meirihluta var
bæjarsjóður rekinn með miklu tapi
og hluti framkvæmdanna flármagn-
aður með lánsfé. Af því súpum við
seyðið nú.“
Bjöm segir að trúlega veröi hægt
aö ráðst í byggingu nýs bamaheimil-
is á næsta ári eftir að böndum hefur
verið komið á skuldimar. Hann segir
trúlegt að Jöfnunarsjóður sveitarfé-
laga muni að einhverju leyti taka
þátt í þessum framkvæmdum.
Núverandi meirihluta í bæjar-
stjóm Sigluflarðar mynda Alþýðu-
flokkur og Listi óháöra en fyrrver-
andi meirihluta mynduðu Alþýöu-
bandalag, Framsóknarflokkur og
Sj álfstæðisflokkur.
-kaa