Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 11
Lögreglan útvegaði dóms- málaráðhenra bólfélaga Til harðra deilna hefur komið á franska þinginu vegna frétta um að lögregla haíi reynt að nýta sér að einn af fyrrum ráðherrum landins var hommi til að leiða hann í gildru. Þá er lögreglan grunuð um að hafa myrt ungan prest sem einnig var hommi. Það var einn af starfsmönum rann- sóknardeildar lögreglimnar sem sem sagði frá málinu í upphafi. Saga hans hefur orðið til þess að þingmenn kreflast rannsóknar á rannsóknar- deild lögreglunnar. Ríkisstjómin hefur hafnað öllum kröfum um rann- sókn og segir aö þingmenn séu í þessu máii aðeins að hlaupa á eftir slúðursögum. Það var rannsóknarlögreglumað- urinn Jean-Marc Dufourg sem sagði dagblaðinu Le Figaro að honum hefði verið skipað að ráða ungan mann til að verða bólfélagi Pierre Arpaiilange meðan hann var dómsmálaráðherra. Ráðherrann vék úr starfi fyrr í þess- um mánuði. Dufourg hefur nú verið rekinn úr starfi hjá lögreglunni en er þó ekki laus allra mála. Hann er grunaöur um að eiga þátt í morði á ungum presti sem var leiðtogi samtaka homma í prestastétt. Presturinn, sem hét Joseph Dounce, sást síðast á lífi í fór með þremur lögreglumönnum. Eftir það spurðist ekkert til hans í nokkra daga eða þar til lík hans fannst nakið og illa útleikið úti í skógi nærri París. Reuter HITACHI RAFMAGNSVERKFÆRI \boö a ■ ImIIQuI FAST VIÐA I BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990. Utlönd r vv Veitingastaður í miðbæ Kópavogs > Tilboð vikunnar Sérríbœtt krabbasúpa Einiberjamarinerað lambafille með villibráðarsósu, rifsberjahlaupi, hnetukartöflum og grœnmeti Kaffi kr. 980 Réttur dagsins virka daga kr. 560 Opið frá kl. 11.30 til 23.30 Hamraborg 11 - sími 42166

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.