Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÖBER 1990.
9
Útlönd
Gro Harlem Brundtland á tali við Jan P. Syse eftir að hann baöst lausnar í gær fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Simamynd Reuter
Noregur:
Brundtland
aftur f orsætis
ráðherra
Miðflokkurinn í Noregi neitaði í
gærkvöldi að styðja hreina hægri
stjórn Jan P. Syse sem í gær baðst
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt
vegna ágreinings um afstöðuna til
Evrópubandalagsins. Samtímis lýsti
Miðflokkurinn því yfir að stærsti
þingflokkurinn ætti að mynda stjórn.
Forseti norska stórþingsins mun í
dag mæla með því við Harald ríkis-
arfa, sem nú gegnir störfum kon-
ungs, að Brundtland verði falin
myndun nýrrar stjórnar. Þykir því
nú aht benda til að þriðja stjórn Gro
Harlem Brundtiands verði mynduð
fyrir lok þessarar viku.
Jan P. Syse, leiðtogi Hægri flokks-
ins, varð í gærkvöldi mjög vonsvik-
inn er niðurstaöa fundar þingflokks
Miðflokksins lá fyrir. Klukkustundu
áður hafði Kristilegi þjóðarflokkur-
hm, sem einnig var í stjórn Syse,
lýst yfir stuðningi viö nýja stjórn
Hægri flokksins.
Ástæða samþykktar Miðflokksins
er ágreiningurinn um hvaða afstöðu
Noregur eigi að taka í samningavið-
ræðum EFTA, Fríverslunarsamtaka
Evrópu, og EB, Evrópubandalagsins.
í samþykkt þingflokks Miðflokksins
segir að flokkurinn muni halda fast
við þá stefnu sína að Noregur eigi
ekki að ganga í Evrópubandalagið
og að samkomulag um evrópskt efna-
hagssvæði eigi aö vera skýrt af-
markað frá aðild. í samþykktinni
segir einnig að aðild að Evrópu-
bandalaginu sé pólitísk stefna Hægri
flokksins. Á landsfundi flokksins
hafi því verið lýst yfir að samkomu-
lag um evrópskt efnahagssvæði
„væri nauðsynlegur en ófullnægj-
andi áfangi að takmarki flokksins að
EB-aðild.“ Þaö væri erfitt fyrir Miö-
flokkinn að styðja stjórn sem hefði
slíkt markmið með samkomulaginu
um evrópskt efnahagssvæði að þvi
er lýst er yfir í samþykktinni. í'henni
er einnig komið inn á afstöðu Verka-
mannaflokksins til Evrópubanda-
lagsins og vísað til þess að sterk öfl
innan hans séu andvíg aðild Noregs.
Gro Harlem Brundtland, sem fékk
fregnina um samþykkt Miðflokksins
frá blaðamönnum, kvaðst þurfa að
ræða við Miðflokkinn til þess aö fá
tryggingu fyrir því aö öruggur
grundvöllur væri fyrir stjórnar-
myndun Verkamannaflokksins. Hún
ætlar ekki að krefjast stuðningsyfir-
lýsingar flokksins en vill fá stuöning
hans í mikilvægum málefnum.
Brundtland vildi ekki svara því
hversu fljótt stjórnarmyndun gæti
verið lokið en heimildarmenn innan
Verkamannaflokksins gáfu í skyn að
ný stjórn gæti tekiö við þegar á fóstu-
dag. Það eru hins vegar skiptar skoð-
anir innan Verkamannaflokksins
hvort rétt sé að taka viö stjórn núna
því borgaralegur meirihluti verði
áfram á þingi næstu þrjú árin.
Brundtland hefur tvisvar áður
gegnt embætti forsætisráðherra síð-
ustu tíu árin. Fyrsta stjórn hennar
sat frá janúar 1981 til október sama
ár. Brundtland tók aftur við stjórnar-
taumunum í maí 1986 þegar samstarf
borgaraflokkanna fór út um þúfur
og sat sú stjórn hennar þar til í októ-
ber í fyrra. Þá tók stjórn Syse við að
loknum kosningum.
Evrópubandalagsmál hafa verið
örlagarík í samstarfi borgaralegu
flokkanna í Noregi allt frá því aö þau
komu á dagskrá á sjöunda áratugn-
um. Á meðan EB-aðild var ekki til
umræðu gekk samstarfið vel. En
vorið 1971, þegar Noregur stóð í
samningaviðræðum við EB um aðild,
féll stjórn Per Bortens vepia ósam-
komulags innan stjórnarinnar. Tíu
árum seinna komust borgaralegu
flokkarnir aftur til valda. Þaö er álit
sérfræðinga að langur tími geti liðiö
áöur en þeir reyna samvinnu á ný.
NTB
Finnsk yfirvöld um EB-EFTA-viðræðumar:
Óttast neikvæðar af•
leiðingar afsagnar Syse
Utanríkisviðskiptaráðherra Finn- legt evrópskt efnahagssvæði sem nú átt í erfiðleikum meö undanþáguhst-
lands, Pertti Salolainen, lýsti því yfir standa yfir. ann. Kvaöst ráðherrann því vonast
í gær að afsögn norsku stjórnarinnar Sagði Salolainen að afleiðingamar til að Noregur gæti leyst vandann
gæti haft afleiðingar fyrir samninga- gætu jafnvel orðiö neikvæðar. Benti sem fyrst.
viðræður EFTA og EB um sameigin- hann á að norska stjórnin hefði áður fnb
Utanríkisráðherra Svíþjóðar um EB-aðild:
Umræður um sameig-
inlega umsókn tíma-
bærar eftir áramót
„Finnland, Noregur og Svíþjóö
geta byrjað að ræða sameiginlega
umsókn um aðild að Evrópubanda-
laginu, EB, þegar eftir áramót." Þetta
segir Sten Andersson, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, í viðtah blaðið Dag-
ens Industri í morgun.
Ráðherrann er bjartsýnn á mögu-
leika ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu, RÖSE, um að
binda enda á skiptingu Evrópu í stór-
veldablokkir. Þar með skapaðist
grundvöllur fyrir umsókn Svía um
aðild að Evrópubandalaginu.
Andersson segir að á næsta ári
komi betur í ljós hvað póhtísk sam-
eining Evrópubandalagsins þýði í
raun og þá liggi einnig fyrir árangur-
inn af leiðtogafundi RÖSE sem hald-
inn verður í nóvember. TT
EB-aðild
einnig vanda-
mál í Svíþjóð
Afstaðan til Evrópubandalagsins,
EB, sem felldi norsku stjórnina,
verður einnig vandamál fyrir borg-
aralega stjórn í Svíþjóð ef shk kemst
til valda eftir næstu kosningar, að
því er stjómmálasérfræðingar segja.
Vangaveltur eru nú hafnar um aöild
Kristilegra demókrata að borgara-
legri stjóm í stað Miðflokksins. Það
er hins vegar enn markmiðið að fá
Miðflokkinn með í stjórn, að því er
Hægri flokkurinn og Þjóðarflokkur-
inn fuhyrða.
Sænski Miðflokkurinn er neikvæð-
ari gagnvart aðild að Evrópubanda-
laginu heldur en Hægri flokkurinn
og Þjóðarflokkurinn sem hafa hug á
að sækja um aðhd ef þeir sigra í
næstu kosningum. Velta menn því
nú fyrir sér hvort svipað því sem
geröist í Noregi gæti gerst í Svíþjóð.
Carl Bildt, leiðtogi Háegri flokksins,
bendir á að sænski Miðflokkurinn
sé ekki jafnandvígur Evrópubanda-
laginu og systurflokkur hans í Nor-
egi. Afstaða sænska Miöflokksins sé
óljós en hann útiloki ekki lengur
aðild.
Kristilegir demókratar eru hlynnt-
ir aðild að Evrópubandalaginu og
vilja sækja um hana árið 1991. Flokk-
urinn hefur einnig látiö af því mark-
miði sínu að lokun kjarnorkuvera
hefjist 1995 til 1996 og er því að nálg-
ast stefnu Þjóðarflokksins. Hingað til
hefur spurningin um kjarnorkuver
verið talin stærri ógnun við samstarf
borgaralegu flokkanna í Svíþjóð en
Evrópubandalagsmáhn.
Samkvæmt skoðanakönnunum
komast Kristilegir demókratar á
þing og innan Hægri flokksins og
Þjóðarflokksins gerast þær raddir
háværari sem vilja að flokkarnir segi
skihð við Miðflokkinn og reyni sjálf-
ir að mynda minnihlutastjórn eða
leita stuðnings Kristilegra demó-
krata.
Svenska Dagbladet hefur mælt með
slíku fyrirkomulagi en Carl Bildt
hikar. Hann hefur áður sagt að hann
muni ekki taka þátt í minnihluta-
stjórn og hann er ekki reiðubúinn
að segja skihð við Miðflokkinn.
Menn úr rööum borgarlegu þing-
flokkanna þriggja telja að Hægri
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn
nálgist hvor annan en Miðflokkurinn
marki sér eigin stefnu í mörgum
málum. Auk Evrópubandalagsmála
og orkumála eru það efnahagsmáhn
semskiljaflokkanaað. TT
Vinningstölur laugardaginn
27. okt. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 5.837.853
2. ri 311.095
3. 4af 5 161 6.666
4. 3af5 6073 412
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
10.035.345 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002