Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. 11 United Airlines kaupir bróðurpartinn af Atlantshafsflugi Pan Am: Stöðugt harðari sam- keppni liggur í loftinu - spár um að minni flugfélaganna bíði verulegir erfiðleikar Búist er viö að samkeppni í flugi yfir Atlantshaf, milli Evrópú og Bandaríkjanna, fari hraðvaxandi á næstu mánuðum eftir að fiugrisamir Pan Am og United Airhnes áttu með v sér kaup þannig að United eignaðist flugleið Pan Am frá Lundúnum til Bandaríkjanna. Undanfarin misseri hefur Pan Am tapað verulega á fluginu yflr Atlants- hafið og ætlar eftirleiöis að einbeita sér aö öðrum flugleiðum. United Airhnes er á hinn bóginn breskt flug- félag sem fram til þessa hefur staðið í skugganum af British Airways. Kaupa heiian flota af þotum Núna verður United eitt af stærri flugfélögum heims eins og sést best af samningi sem gerður var við Boe- ing flugvélaverksmiðjurnar um kaup á þotum á dögunum. Það er stærsti samningur um flugvélakaup sem nokkru sinni hefur verið gerður. Sérfræðingar í flugmálum gera því skóna að í vetur muní United og Brit- ish Airways berjast af hörku um hylli farþega sem þurfa að bregða sér á mhh Lundúna og Bandaríkj- anna. Þeir hjá British Airways láta sér þó fátt um finnast og segjast ekki sjá fram á aukna samkeppni á flugleið- inni. Fáir verða tíl að taka þau orð trúanlega því augljóst er að United ætlar sér stærri hlut af kökunni en Pan Am hafði. Eina ástæðan fyrir að Pan Am seldi aha aðstööu sína th flugs yfir At- lantshafið er að tap var á rekstrinum og forráðamenn félagsins lögðu ekki út í verðstríð viö keppinautana. Sagt er að undanfarna mánuði hafi Brit- ish Airways náð að græða á Atlants- hafsfluginu meðan margir keppi- nauta félagsins tapi. Þannig er talað um að jafn öflugt félag og Lufthansa eigi í erfiðleikum með að halda úti fluginu vestur um haf. Dökkt útlit hjá litlu félögunum Nú ætlar United að feta í fótspor helsta keppinautarins og reka At- lantshafsflugið með sama arði. Má þá nærri geta hvemig hinum minni spámönnum gengur að etja kappi við þessa risa á þessari ofsetnu flugleið. Enn er ekki ljóst hvort bresk flug- málayfirvöld samþykkja kaup Un- ited á Atlantshafsflugi Pan Am. Un- ited er að meirihluta í eigu banda- ríska risafyrirtækisins UAL sem til þessa hefur haft samvinnu við Brit- ish Airways um flugið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sú samvinna er nú augljóslega úr sögunni og ekki ljóst hvort bresk yfirvöld láta það viðgangast að British Airways, sem er í eigu breska ríkisins, missi spón úr aski sínum. Kaupin á flugleiðum Pan Am þykja ein mestu tíðindi í viðskiptaheimin- um í ár. Pan Am fékk 400 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Heiður- inn af viðskiptunum á Stephen M. Wolf, stjórnarformaður UAL, sem hefur mikinn áhuga á að keppa við evrópsku flugfélögin og efla dóttur- fyrirtækið United í samkeppninni. Það er ekki bara British Airways sem mætir með þessu aukinni sam- keppni heldur missa bandarísku flugfélögin, sem th þessa hafa verið umsvifamikh í Evrópufluginu, einn- ig spón úr aski sínum. Einkum er talað um að American Airlines og Delta Air Lines verið að búa sig und- ir samdrátt. Stórtíðindi í viðskiptalífinu Stephen M. Wolf hefur talað dig- urbarkalega eftir að kaupin voru um garð gengin. Hann segir að British Airways verði að búa sig undir grimma samkeppni í Atlantshafs- fluginu en spáir því jafnframt að samvinna félaganna geti haldið áfram á öðrum leiðum. Tahð er víst að þessi samvinna haldist fyrstu mánuðina eftir að stríðið er skollið á í fluginu yfir Atlantshafið en fáir reikna með að bræðralagið endist lengi. Raunar þykir sérfræðingum í flug- málum líklegast að bæði United og British Airways haldi vehi í fluginu mhli Evrópu og Bandaríkjanna en minni flugfélögum muni óhjákvæmi- lega blæða út. Enginn geti keppt við þessa risa þegar þeir leggja út í verð- stríð. Sérfræðingarnir segja aö fyrst Pan Am varð að gefa eftir í Atlants- hafsfluginu hljóti mörg önnur flugfé- lög að fylgja.í kjölfarið. Hjá Pan Am er því haldið fram að Atlantshafsflugið hafi verið selt til að afla íjár til endurskipulagningar félagsins. Fyrsta skrefiö var auðvitað að losna við verstu tapleiðina og ver- ið getur að.fleiri flugfélög grípi til sama ráðs. Þróunin í flugmálunum er nú öll í þá átt að risarnir verða færri og stærri. Stjómir Þýskalands og Hollands: Vilja skilagjald á bfla og ísskápa Haugarnir af notuðum bílum, ís- skápum og sjónvarpstækjum í Evr- ópubandalagslöndunum stækka ógnvekjandi. í Hollandi og Þýska- landi eru uppi hugmyndir um að neytendur borgi skilagjald til að tryggja að framleiðendur skuldbindi sig til að taka við tækjunum aftur þegar þau eru orðin úrelt og sjái um að þau verði eyðhögð. Umhverfismálaráðherra Þýska- lands, Klaus Töpfer, hefur nýlega látið í ljósi hugmyndir sínar um skhagjald á bhum. Árlega fara um tvær milljónir bíla á haugana í Þýskalandi og þeim fer stöðugt fjölg- andi. Töpfer bendir á að nú séu yfir þijá- tíu milljónir einkabíla í notkun á því svæði sem áður var Vestur-Þýska- land og einnig yfir ein mhljón vöru- bíla. Kvaöst Töpfer vonast til að bíla- iðnaðurinn fengi sjálfur áhuga á að koma á kerfi með skhagjaldi. Ef það tækist ekki myndi þýska stjórnin reyna að fá tihögu um slíkt sam- þykkta á þingi. Töpfer hefur áður mælt með skha- gjaldi á ýmsum umbúðum, svo sem mjólkurfernum og umbúðum utan af lifrarkæfu og niðursoðnum makr- íl. Öllum stjórnmálaflokkunum í Þýskalandi leist vel á þessar thlögur. Hollenska stjórnin er nú einnig sögð vera orðin þreytt á jámaruslinu og krefst þess að iönaðurinn komi á skilagjaldskerfi. Telur stjómin að eðlhegt skilagjald á bíla sé á mhh 3.400 og 6.800 íslenskra króna. Skila- gjald á ísskápa gæti orðið um 1.700 krónur, að mati stjórnarinnar. Hollenska vinnuveitendasamband- ið hefur hingað th vísað á bug áætl- unum stjórnarinnar og hagsmuna- samtök bílaiðnaðarins hafa mót- mælt. Innan stjórnmálaflokkanna í Hollandi eru þó margir fylgjandi hugmyndunum um skilagjald til þess að hægt veröi að huga að meiri end- urvinnslu og haugarnir haldi ekki áfram að stækka. Ritzau Þrjátíu milljónir einkabila eru nú í notkun á þvi svæði sem áður var Vestur- Þýskaland. Umhverfismálaráðherra Þýskalands vill að skilagjald verði sett á bílana til að tryggja að framleiðendur taki við þeim aftur og eyðileggi þá. Yfirvöld í Hollandi eru sama sinnis. Tölvupappír ílll FORMPRENT Hverlisgolu 78. simar 25960 25566 Þýsk úrvals blöndunar- tæki <%> ALFABORG BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 SÍMI 686755 [Fökus) LJósmynda- og gleraugnaverslun Lækjargötu 6B - s. 15665 SCOTCH Ijósmyndafilmur 100 - 640T - lOOO ISO fyrir skyggnur 100 - 200 - 400 ISO fyrir pappír Frábærar filmur á góðu verði FÓKUS ER MEÐ UMBOÐ FYRIR ÞESSAR UMGJARDIR: GUCCI YVES SAINT LAURENT ROTHSCHILD RENATO BALESTRA SONIA RYKEL LANVIN JEAN PATOU Zu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.