Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
13
Lesendur
rlVAR ERU
PENINGARNíR
Eru verkalýðsfélög og almennir lífeyrissjóðir gengin sér til húðar?
Leysusn upp iífeyrissjóðina
Helgi Jónsson skrifar:
Nú er nokkuð í tísku að þingmenn
og stjómarmenn lífeyrissjóða þykist
taka undir með lífeyrisgreiðendum
sem em sem óðast aö krefjast þess
að endurskoða þetta staönaða kerfi,
sem er orðinn dragbítur á að menn
fái notið þeirra flármuna sem þeir
hafa lagt í sjóðina á starfsævinni. -
Þingmenn siunir, ásamt stjórnar-
mönnum lífeyrssjóða reyna að veij-
ast, vegna þess að þeir hafa hags-
muni af því að sitja í stjórn sjóð-
anna. En það getur varla verið nema
tímaspursmál héðan af hvenær líf-
eyrissjóðirnir verða hreinlega leystir
upp og fjármunum greiðenda komið
fyrir á einkareikningum þeirra
sjálfra, líkt og fyiírkomulagið er
varðandi skylduspamað ungmenna.
Það þarf enga nýja nefnd til að
fjalla um lífeyrissjóðina, síst af öllu
ef sú nefnd er skipuð fuUtrúum þing-
flokkanna og aðúum vinnumarkað-
arins. Þetta mál á einfaldlega að vera
mál launþegans og vinnuveitandans -
með ströngu aðhaldi stéttarfélags
launþega á vinnustað og án afskipta
einhverra aðila frá ASI eða öðmm
stórum samsteypum sem ekkert er-
' indi ættu að eiga í svona mál.
„Einn sjóður fyrir alia landsmenn"
er ekki vænlegur til að sætta sjónar-
mið launþega. Þar er sama súpan og
áður, aðeins með nýju bragði. Þetta
slagorð, „fyrir alla landsmenn", sem
sífelldlega er teygt og togað á ekki
upp á pallborðið á þessum tímum.
Minni einingar og helst einstaklings-
bimdinn sparnaður fyrir hvern og
einn er það sem fólk aðhyllist. - Ekki
samkruU með margra manna stjórn
og nefndum sem maka krókinn af
sama Ufeyrissjóönum.
Leggja á verkalýðsfélög niður og í
stað þeirra komi staðbundin stéttar-
félög fyrir hvern vinnustað fyrir sig
þar sem aUir á viðkomandi vinnu-
stað eru í sama lífeyrissjóðnum. Þá
þarf heldur ekki að styðjast við nein
utanaðkomandi stéttarfélög. FuUtrú-
ar vinnuveitanda og launþega á
vinnustaðnum geta annast allt eftir-
Ut. - Þetta eru mál nútímans að gUma
við, afnám almennra lífeyrissjóða og
afnám stéttarfélaga eins og þau eru
byggð upp í dag.
Langbesta útvarpsstöðin
Þórhallur Már skrifar:
Langbesta útvarpsstöðin á íslandi
í dag er hvorki rás 1 eða 2, Bylgjan,
Stjarnan, FM 95,7, Útrás eða Aðal-
stöðin. - Ég taldi ekki upp eina sem
ber af þeim öllum eins og gull af eiri,
og á ég þá bæði við „professionaT
vinnubrögð og framsetningu efnis -
1485, eða öðru nafni gamla góða
Kanaútvarpið.
Og hvemig vU ég svo rökstyðja
þessar fuUyrðingar í stuttu máU? -
Jú, ég-vU henda fólki á að bera sam-
an vinnubrögð og framsetningu á
töluðu máU hjá íslenskum útvarps-
mönnum eins og t.d. Bjama Hauki,
Valdísi, Jóni Axel, Jóhönnu og Evu
Ásrúnu og fleiri annars vegar, hins
vegar Shadow Stevens, Mary Tum-
er, Lorrie AUen, Dick Clark, B.B.
King og Paul Harvey. - Munurinn
er sláandi.
íslensku útvarpsmennimir eru
eins og vandræðalegir amatörar
samanborið við áðurnefnda banda-
ríska útvarpsmenn. Á meðan hinir
íslensku stama, hiksta og framleiða
aUs konar aukahljóð aUan daginn
heyrir maður slíkt aldrei frá hinum
„professional“ bandaríksu starfs-
bræðmm þeirra enda em aUt aðrar
kröfur gerðar tU þeirra.
íslenskir útvarpshlustendur virð-
ast láta bjóða sér nánast hvaða lág-
kúm sem er eins og t.d. „ódýrar“
auglýsingar (beinar og óbeinar) frá
vissum matvörukaupmönnum og
gjafamiða frá kvikmyndahúseigend-
um. - Einn kunningi minn kaUar
þessar stöðvar einfaldlega „bingóút-
varp“.
Og hvað um móðurmáUð þegar
þessar stöðvar em famar að auglýsa
„lifandi steikhús", „Ufandi trúbad-
ora“ sem skemmti í kvöld og að eitt-
hvert ákveðið lag „sé farið að gera
marga góða hluti erlendis"? - Þeir
íslensku útvarpsmenn sem em að
„reyna“ að taka viðtöl við fólk ættu
að hlusta á vinnubrögð og framsetn-
ingu Mary Turner, t.d. - Sem sé; í
Kanaútvarpinu heyrir maður margt
af því besta og vinsælasta af banda-
rísku útvarpsefni, bæði frá fortíð og
nútíð.
Alþjóðlegar fréttir sem skipta ein-
hverju máU heyrast á klukkustundar
fresti og em þær aUtaf glænýjar og
fluttar af fólki sem hefur góða lestr-
arkunnáttu. Það eina sem íslensku
útvarpsstöðvarnar hafa fram yfir
Kanaútvarpið era sæmUeg stereo-
hljómgæði. Hvenær skyldi fyrsti al-
vöru íslenski útvarpsmaðurinn
koma fram? - Vonandi þurfum við
ekki að bíða í mörg ár í viðbót!
í Kjörgarði f ékk
ég kjólinn
Guðný skrifar:
Fyrir stuttu fór ég í Kringluna til
að fá mér góðan kjól og til að skoða
fatnað í verslunum þar. Mér brá hins
vegar heldur í brún þegar ég las á
verðmiðana. ÞvUíkt verð, drottinn
minn! - Og ég fór kjóllaus heim.
Daginn eftir þurfti ég að fara niður
á Laugaveg að erinda í hanka. Rangl-
aði ég m.a. inn í Kjörgarð og kom þá
inn í verslunina Jennýju, sem er í
kjallaranum Þar brá mér enn á ný í
brún þegar ég las á verðmiðana en
þó ekki af sömu ástæðum og áður
heldur þvert á móti því þama var
fatnaður á konur, fatnaður sem er
frambærilegur \dö hvaða tækifæri
sem er - og á verði sem getur taUst
eðlUegt.
Þama keypti ég t.d. sparikjól og
síðbuxur og kostaði hvort tveggja
innan við 15 þúsund krónur. Og svo
fékk ég auk þess 10% afslátt vegna
þess að ég er lífeyrisþegi. Stytta
þurfti kjólinn og buxumar og var það
gert á staðnum á meðan ég beið og
mér algjörlega að kostnaðarlausu.
Sú þjónusta sem ég fékk þama er
því miður orðin mjög sjaldgæf en
þótti hér á árum áður sjálfsögð. - VU
ég hér með þakka þeim konum sem
aöstoðuðu mig fyrir góða þjónustu
og þoUnmæði og óska þeim velfam-
aðar í framtíðinni.
Dagvistun eða
geymslustaður?
Bréf Öldu, „Dagvistun eða geymslu-
staður?" birtist í DV 25. okt. sl.
Leiðrétting á nafhi:
Alda Baldursdóttir
varhöfundurinn
Lesendasíða DV viU hér með leið-
rétta þau mistök sem urðu við inn-
skrift lesendabréfs frá Öldu Baldurs-
dóttur sem birtist sl. fímmtudag að
misrita nafn hennar. - Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Miti hjartans mál
Klukkustundarlangur þáttur á
Aðalstöðinni í dag kl. 17
í umsjón
Svavars Gestssonar
menntamálaráðherra
Hvað gerist?
Fjárlagafrumvarpið 1991
- séð frá mismunandi
sjónarhornum
Ráðstefna Félags viðskipta- og hagfræðinga um frumvarp til fjár-
laga 1991 verður haldin í Holiday Inn miðvikudaginn 31. október
nk. kl. 15-18.
Dagskrá:
1. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli stjórnmála:
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra.
Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirspurnir/umræður.
2. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli hagfræði/efnahagsstjórnar:
Már Guðmundsson, efnahagsráðunautur fjármálaráðu-
neytisins.
Markús Möller, hagfræðingur, Seðlabankanum.
Fyrirspurnir/umræður.
3. Fjárlagafrumvarpið frá sjónarhóli vinnumarkaðarins og
atvinnufyrirtækja:
Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ.
Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ.
Fyrirspurnir/umræður.
Ráðstefnustjóri verður Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000.
Stjórnendur fyrirtækja - viðskipta- og hagfræðingar:
Þetta er ráðstefna sem þið megið ekki missa af.
FÉLj^G VjÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HÁGFRÆÐINGA