Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
Afmæli
Róbert Hlöðversson
Dr. Róbert Hlöðversson fóðurfræð-
ingur, Fjarðarseli 33, Reykjavík, er
fertugurídag.
Starfsferill
Róbert fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp til ársins 1960 en átti síðan
heima að Skálmholti í Flóa í tvö ár
og loks í Ey í Vestur-Landeyjum til
ársins 1970. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1973, varð búfræði-
kandidat frá búvísindadeild Bænda-
skólans á Hvanneyri 1977 og lauk
doktorsprófi frá fóðurfræðideild
Landbúnaðarháskólans í Uppsölum
í Svíþjóð 1985.
Róbert vann öll almenn störf til
sjávar og sveita til ársins 1978. Hann
stundaði rannsóknarstörf við fóður-
fræðideild sænska Landbúnaðar-
háskólans á árunum 1978-83 og
starfaði síðan í eitt ár sem aðalkenn-
ari á grunngreinasviði við búvis-
indadeild Bændaskólans á Hvann-
eyri. Hann flutti síðan aftur til Sví-
þjóðar og starfaði þar sem sérfræð-
ingur við fóðurfræöideild sænska
Landbúnaðarháskólans til ársins
1987. Þá flutti hann heim og starfaði
í eitt ár sem forstöðumaður gæðaeft-
irlits hjá EWOS hf. í Reykjavík.
Róbert er einn af stofnendum Rann-
sóknarþjónustunnar hf. og var
framkvæmdastjóri hennar til 1989
er hann varð sölustjóri hjá Gróco
hf. í Reykjavík. Róbert hefur svo
verið ráðinn fóðurfræðingur hjá
Jötni hf. í Reykjavík frá næstu mán-
aðamótum.
Róbert hefur ritað fjölda vísinda-
greina um búvísindi í erlend vís-
indarit, auk þess sem hann hefur
ritað fjölda greina um landbúnað í
innlend og erlend landbúnaðarrit.
Fjölskylda
Róbert kvæntist27. september
1974 Ingibjörgu Garðarsdóttur, f.
12.10.1952, auglýsingastjóra Stöðvar
2, en hún er dóttir Garðars Sigurðs-
sonar, rafvirkja í Reykjavík, og Ingu
Benediktsdóttur, verslunarstjóra í
Reykjavík.
Börn Róberts og Ingibjargar eru
Bárður Steinn, f. 20.5.1973, nemi við
MS; Garðar Örn, f. 2.6.1977, og
Helga, f. 14.9.1978.
Systkini Róberts eru Binna, f. 29.
október 1946, skrifstofumaður í
Vestmannaeyjum, gift Torfa Har-
aldssyni verkstjóra og eiga þau tvö
böm; Erna, f. 28. ágúst 1948, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, gift Ni-
els Ch. Nielsen svæfingarlækni og
eiga þau tvö börn; Valþór, f. 6. apríl
1952, blaðamaður og bæjarfulltrúi í
Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Gunn-
arsdóttur fóstru og eiga þau þijú
böm; Jódís, f. 16. júní 1958, verslun-
armaður í Kópavogi, gift Einari Óla-
syni ljósmyndara og eiga þau þrjú
börn; Bryndís, f. 8.10.1960, laganemi
í Reykjavík; Jón Hrafn, f. 26. maí
1962, húsasmiður í Reykjavík, í sam-
búð með Elsu Dóru Gísladóttur
myndlistarkonu; Orri Vignir, f. 20.
júní 1964, háskólanemi í alþjóða-
tengslum í Sacramento í Bandaríkj-
unum, í sambúð með Helgu Dagnýju
Árnadóttur háskólanema, og Hlöð-
ver, f. 26. mars 1966, nemi í vélvirkj-
un í Reykjavík, í sambúð með
Margréti Sigríði Sævarsdóttur iðn-
skólanema og eiga þau eitt bam.
Foreldrar Róberts: Hlööver Kristj-
ánsson, f. 11. desember 1925, örygg-
isfulltrúi hjá íslenska álfélaginu, og
kona hans, Ester Jónsdóttir, f. 5.
mars 1927, sjúkraliði.
Ætt og frændgarður
Hlöðver er sonur Kristjáns Jóns-
sonar og Jónínu Guðríðar Sigfús-
dóttur, b. og sjómanns í Vatnsnesi
og Tröð í Njarðvíkum, Jónssonar,
b. á Vatnsnesi, Nikulássonar, b. þar
um 1790, Jónssonar. Móðir Sigfúsar
var Kristín Magnúsdóttir, b. í Áma-
gerði í Fljótshlíð, Jónssonar, en
móðir Kristínar var Signý Vigfús-
dóttir, b. í Kornhúsum, Jónssonar.
Móðir Jónínu Guðríðar var Sigríð-
ur Jónsdóttir, útvegsb. í Tumakoti
á Vatnsleysuströnd, bróður Magn-
úsar Waage, skipherra í Stóm-
Vogum, ættföður Waageættarinnar.
Móðir Jóhönnu Maríu var Guðríður
Steindórsdóttir, prests á Staðar-
hrauni, Jónssonar, b. á Búðum á
Snæfellsnesi, Eiríkssonar. Móðir
Guðríðar Steindórsdóttur var
Hólmfríður, systir Jóns, prests og
skálds á Bægisá, Þorlákssonar.
Systir Esterar er Jenný, móðir
Úlfars Antonssonar vatnalíffræð-
ings. Önnur systir Esterar er Krist-
ín, móðir Jóns Vals Jenssonar ætt-
fræðings. Ester er dóttir Jóns,
verkamanns í Reykjavík, bróður
Einars, foður Þorsteins, útgerðar-
manns í Garði. Systir Jóns var Sig-
ríður, amma Róberts Magnússonar
verkfræðings. Jón var sonur Helga,
b. á Ósabakka á Skeiðum, Jónsson-
ar, b. á Iðu, Vigfússonar. Móðir Jóns
var Aldís Jónsdóttir, b. á Galtalæk,
Jónssonar og konu hans, Rannveig-
ar Jónsdóttur, b. á Spóastöðum,
Guðmundssonar, b. á Kópsvatni,
Þorsteinssonar, ættfoður Kóps-
vatnsættarinnar. Móðir Jóns Helga-
sonar var Kristjana Einarsdóttir,
systir Kristjáns, foður Jóhanns
læknis og Sigurhða, kaupmanns í
Silla og Valda. Móðir Kristjönu var
Vigdís Diðriksdóttir, b. í Neðradal í
Biskupstungum, Stefánssonar, b. i
Neðradal, Þorsteinssonar, langafa
Páls, langafa Markúsar Arnar Ant-
onssonar og Björns Bjamasonar
Róbert Hlöðversson.
aðstoðarritstjóra. Móðir Stefáns var
Guðrún Guðmundsdóttir, systir
Jóns á Spóastöðum. Móðir Diöriks
var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vig-
dísar var Guðrún Högnadóttir
„presta-foður“, Sigurðssonar. Móðir
Esterar var Valdís, systir Maríu,
móður Jóns Gíslasonar, formanns
Ættfræðifélagsins. Önnur systir
Valdísar var María yngri, amma
Kristins Ág. Friðfinnssonar prests.
Valdís var dóttir Jóns, b. í Selja-
tungu í Flóa, Erlendssonar, b. í Am-
arholti, Þorvarðssonar, b. í Stóra-
Klofa, Erlendssonar, b. í Þúfu á
Landi, Jónssonar. Móðir Erlends í
Þúfu var Halldóra Halldórsdóttir,
b. á Rauðnefsstöðum, Bjarnasonar,
b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt-
fóður Víkingslækjarættarinnar.
Öm Gústafsson
Örn Gústafsson, framkvaemda-
stjóri Vátryggingafélags íslands,
Gljúfraseli 1, er fertugur í dag.
Örn er fæddur í Reykjavík og ólst
þar upp.
Starfsferill
Öm lauk viðskiptafræðiprófi í HÍ
1976 og var viöskiptafræðingur hjá
Hagvangi hf. 1976-1978. Hann var
viðskiptafræðingur hjá Iðnaðar-
deild Sambandsins 1978-1988 og var
markaðsstjóri ullar- og skinnaiðn-
ardeildar Sambandsins 1980-1985.
Öm var markaðsstjóri skipadeildar
Sambandsins 1988-1989 og hefur
verið framkvæmdastjóri Vátrygg-
ingafélags íslands frá 1989. Hann
var formaður kjarasamninganefnd-
ar Akureyrarbæjar 1982-1986.
Fjölskylda
Örn kvæntist 14. júní 1971 Ámýju
Benediktsdóttur, f. 4. maí 1950. For-
eldrar Árnýjar eru Benedikt Kristj-
ánsson og kona hans, Ólöf Jóns-
dóttir. Böm Arnar og Ámýjar em:
Benedikt, f. 1972; Valur, f. 1979;
Öm, f. 1983, og Tinna, f. 1985. Systk-
ini Arnar eru: Helgi, bifreiðarstjóri
í Rvík, kvæntur Emu Guðmunds-
dóttur og eiga þau þrjú böm; Ein-
ar, símritari í fjarskiptastöðinni í
Gufunesi, kvæntur Kristínu Ein-
arsdóttur, verslunarmanni hjá
Máli og menningu og eiga þau tvö
böm; Gústav, leiðbeinandi á Pat-
reksfirði, kvæntur Rannveigu Har-
aldsdóttur og eiga þau þijú börn,
og Drífa, gift Kristjáni Guðmunds-
syni, fyrrv. stýrimanni í Bolungar-
vík, og eiga þau þijú böm.
Ætt
Foreldrar Arnar em: Gústaf
Ófeigsson, f. 18. nóvember 1920, bif-
reiðarstjóri í Rvík, og kona hans,
Ásdís Helgadóttir, f. 4. júlí 1921.
Til hamingju með afmælið 30. október
Inga Ásta Eiríksdóttir,
90 ára
Sigurbjörg Elíasdóttir,
Þómstöðum 2, Öngul.staðahreppi
Bentína Jónsdóttir,
Hafnarbraut 8, Suðuríjarðarhreppi
80 ára
Hólmfriður Magnúsdóttir,
Borgarbraut 22, Stykkishólmi
75 ára
Efstasundi 53, Reykjavík
Guðný Alberta Hammer,
Lækjarbraut 2, Hoítahreppi
Inger Sigfúsdóttir,
Kmmmahólum 4, Reykjavík
Erna Margrét Haraldsson,
Mela8Íðu 100, Akureyri
50 ára
Sigrún Jónsdóttir,
Hombrekku, Ólafefirði
Sigrún Sigurðardóttir,
Skólavegi 21, Búðahreppi
Jóhann Ágústsson, Skjólbraut 1A,
Kópavogi. Hann tekur á móti gest-
um á heimili dóttur sinnar á Kópa-
vogsbraut 108 kl .15-18.
70 ára
Svanlaug Halldórsdóttir,
Króksseli, Skagahreppi
60 ára
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastræti 34, Reykjavík
Petrína Gísladóttir,
Kirkjuvegi 14B, Ólafsfiröi
Sigurður Gunnarsson,
Logafold 92, Reykjavík
Guðlaugur Þ. Sveinsson,
Knarrarbergi 5, Ölfushreppí
Sigurður B. Sigurðsson,
Hallveigarstíg9, Reykjavík
Jóhannes Óskarsson,
Hlugagötu 33, Vestmannaeyjum
Helga Þórðardóttir,
Álfaskeiði 94, Hafnarfirði
Ásdís Guðmundsdóttir,
Sundstræti30, ísafirði
Úlfar Guðmundsson,
Túngötu 20, Eyrarbakka
40ára
Björn K. Björnsson,
Blómvangi 4, Hafharfirði
Gunnar J. Gunnarsson,
Hraunbæ 144, Reykjavík
Ágúst Hilmarsson,
Skútahrauni 16, Skútustaðahr.
Smári Guðmundsson,
Víðimel 69, Reykjavík
Dóróthea Antonsdóttir,
Norðurgarði 19,Hvolhreppi
Gústaf er sonur Ófeigs, b. í Kols-
holti, Jónssonar, b. í Eystra-Geld-
ingaholti, Ólafssonar, b. í Eystra-
Geldingaholti, bróöur Sigríðar,
langömmu Ingigerðar, móður Guð-
rúnar Helgadóttur alþingisforseta.
Systir Ólafs var Margrét, móðir
Brynjólfs Jónssonar frá Minna-
Núpi. Ólafur var sonur Jóns, b. á
Baugsstöðum, Einarssonar og
konu hans, Sesselju Ámundadótt-
ur, málara í Syðra-Langholti, Jóns-
sonar, langafa Guðmundar, langaf-
a Jóhanns Hjartarsonar stórmeist-
ara. Móðir Jóns Ólafssonar var
Gróa Jónsdóttir, b. á Hrygg í Flóa,
Einarssonar og konu hians, Guð-
laugar Helgadóttur, systur Bjama,
langafa Guðbjarna, fóður Sig-
mundar rektors. Móðir Ófeigs var
Ingunn, systir, samfeðra, Vigdísar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Ingunn var dóttir Eiríks, b. í
Vorsabæ, Hafliðasonar og konu
hans, Ingveldar Ófeigsdóttur ríka á
Fjalli, Vigfússonar. Móðir Ingveld-
ar var Ingunn Eiríksdóttir, b. á
Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar,
ættfóður Reykjaættarinnar.
Ásdís er dóttir Helga, rafstöðvar-
stjóra á Patreksfirði, bróður Krist-
jönu, ömmu Sighvats Björgvins-
sonar alþingismanns. Helgi var
sonur Einars, b. á Einbúa í Suður-
sveit, bróður Álfheiðar, móður
Gunnars Benediktssonar rithöf-
undar. Önnur systir Einars var
Guðný, amma Einars Braga rithöf-
undar. Bróðir Einars var Stefán,
afi Stefáns Benediktssonar, þjóð-
garðsvarðar í Skaftafelli. Einar var
sonur Sigurðar, b. á Lambleiks-
stöðum, bróður Guðnýjar, ömmu
Þórbergs Þórðarsonar. Sigurður
var sonur Einars, b. á Brunnum,
Eiríkssonar, b. á Brunnum, Einars-
sonar. Móðir Eiríks var Þórdís,
systir Jóns Eiríkssonar konfer-
ensráðs og Önnu, langömmu Bene-
dikts, föður Einars skálds.
Örn Gústafsson.
Móðir Ásdísar var Soffia Jakobs-
dóttir, b. á Bakka í Tálknafirði,
Kristjánssonar, b. á Barmi í Gufu-
dalssveit, Einarssonar. Móðir
Kristjáns var Margrét Amfinns-
dóttir, systir Ingibjargar, ömmu
Bjöms Jónssonar ráðherra, fööur
Sveins forseta. Móðir Jakobs var
Anna, systir Ara, afa Lára, ömmu
Láru Júlíusdóttur, lögfræðings
ASÍ. Anna var dóttir Jóns, silfur-
smiðs í Fremri-Gufudal, Eiríksson-
ar og konu hans, Þuríðar Halldórs-
dóttur, b. á Gauksmýri, Samsonar-
sonar.
Eiríkur Kjerúlf
Eiríkur Kjerúlf, bóndi að Vallholti í
Fljótsdal í Norður-Múlasýslu, er sjö-
tíu og fimm ára í dag.
Eiríkur fæddist að Hrafnkelsstöð-
um í Fljótsdal og bjó þar með föður
sínum til ársins 1948 en þá reisti
hann nýbýlið Vallholt í landi Hrafn-
kelsstaða og hefur búið þar síðan.
Eiríkur dvelur nú um stundarsakir
á Landspítalanum í Reykjavík, deild
14G.
Fjölskylda
Eiginkona Eiriks er Droplaug J.
Kjerúlf frá Amheiðarstöðum í
Fljótsdal, dóttir Jörgens E. Kjerúlf,
b. frá Melum í Fljótsdal, og Elísabet-
ar J. Kjerúlf frá Brekkugerði í
Fljótsdal.
Böm Eiríks og Droplaugar eru
Hjörtur, bóndi að Hrafnkelsstöðum
í Fljótsdal, en böm hans era Lilja,
Eiríkur Rúnar, Sólrún Júlía og
Benedikt Logi en barnsmóðir Hjart-
ar er Málfríður Benediktsdóttir frá
Djúpavogi; Reynir, verslunarmaður
á Egilsstöðum, kvæntur Guðbjörgu
Bjömsdóttur frá Móbergi í Hjalta-
staðarþinghá og eru synir hans Arn-
þór Bjöm og Rúnar Snær; Sigurður,
vélsmiður á Egilsstöðum, í sambýli
með Málfríði Bjömsdóttur frá Haf-
ursá í Suður-Múlasýslu en börn
hans era Eva Hrand og Adam Snær;
Rúnar Metúlsalem er lést 1958 og
Elísabet, tannfræðingur í Reykja-
vík, gift Sigurði D. Thoroddsen en
böm hennar eru Droplaug Lára og
Ulfur.
Systkini Eiríks eru sextán auk
tveggjafóstursystkina. Systkini
hans: Bam, fædd andvana 1905;
Aðalbjörg er lést 1949; Jónína er lést
1921; Þorbjörg er lést 1975; Sigurður
er lést 1915; Jón er lést 1970; Andrés
er lést 1913; Anna, búsett á Egils-
stöðum; Hjörtur er lést 1919; Sigríð-
ur, búsett á Egilsstöðum; Andrés
Hjörtur er lést 1979; Ragnhildur
Björg, búsett að Sauðhaga á Völlum;
Guðrún, tvíburasystir Ragnhildar,
búsett á Egilsstöðum; Stefán er lést
1968; Ásdís, búsett á Egilsstööum.
Fóstursystkini Eiríks era Hrafn-
kell Björgvinsson, búsettur á Reyð-
arfirði, og Anna Björgvinsdóttir,
búsett á Egilsstöðum.
Foreldrar Eiríks vora Metúsalem
J. Kjerúlf, b. á Hrafnkelsstöðum, og
Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja frá
FelliíSuðursveit.
Ætt og frændgarður
Systir Metúsalems var Sigríður,
amma Herdísar Þorgeirsdóttur, rit-
stjóra Heimsmyndar, Eiríks Jóns-
sonar fféttamanns og Ólínu Þor-
varðardóttur borgarfulltrúa. Metú-
salem var sonur Jóns Kjerúlf, b. á
Melum í Fljótsdal, Andréssonar, b.
á Melum, Jörgenssonar, læknis á
Brekku í Fljótsdal, en sá kom til
Eiríkur Kjerúlf.
íslands árið 1819, föðurbróðir
norska tónskáldsins Hálfdánar
Kjerúlfs. Móðir Jóns Kjerúlf var
Anna Jónsdóttir, b. á Melum, Þor-
steinssonar, b. á Melum, Jónssonar,
ættföður Melaættarinnar.
Móðir Metúsalems var Aðalbjörg,
systir Ragnhildar, móður Metúsal-
ems búnaðarmálastjóra og Halldórs
alþingismanns, föður Ragnars,
stjómarformanns íslenka Álfélags-
ins. Aðalbjörg var dóttir Metúsal-
ems sterka, b. í Möðrudal, Jónsson-
ar og konu hans, Kristbjargar Þórð-
ardóttur, b. í Kjarna í Eyjafirði,
Pálssonar, ættföður Kjarnaættar-
innar.
Guðrún, móðir Eiríks, var dóttir
Jóns, b. á Felli í Suðursveit, Vigfús-
sonar, b. á Felli, Jónssonar. Móöir
Vigfúsar var Guðrún Þorsteinsdótt-
ir. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var
Guðrún Margrét Davíðsdóttir frá
Rauðabergi í Fljótshverfi.