Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
Merming______________________________pv
Hef ndin er sæt - sár
Ný sjónvarpsmynd Ásgríms Sverrissonar fjallar um
samband tveggja vina við sömu stúlkuna, hinn sígildi
þríhyrningur ástar meö ívafi haturs og hefndar sem
óhjákvæmilega leiðir til uppgjörs.
Stúlkan, Herdís, hafði átt í ástarsambandi við Ketil
hinn bjarta. Vinur hans, Eyjólfur svarti, er líka hrifinn
af henni án þess að það sé endurgoldið.
Og þó. Hans tækifæri kom. Hann sagði Herdísi frá
hliðarspori Ketils og komst með því yfir hana eina
nótt. Eftir það hverfur hún til síns heima, í afdahnn
til fóður síns og vill við hvorugan piltinn tala.
Þar elur hún síðan barn í fyllingu tímans, barn sem
er ávöxtur þessarar einu nætur með Eyjólfi.
En ekkert af þessu veit áhorfandinn, þegar hann
fylgist með þeim félögum í upphafi myndar, þar sem
þeir hossast á fámálugu ferðalagi í leigubíl til þess að
reyna að ná tali af stúlkunni. Eyjólfur hefur af flátt-
skap hvatt til fararinnar því að nú ætlar hann að ná
fram hefndum á Herdísi sem ekkert vill við hann kann-
ast.
Ketill veit sem sé ekkert heldur um það sem gerst
hefur og „vinur" hans ætlar að upplýsáhann um stað-
reyndir á dramatískan hátt.
Uppgjörið verður með nokkuð öðrum hætti en til
var stofnað og eins og við var aö búast snúast vopnin
í höndum hefnandans. Hann hefur á endanum þaö
eitt að hugga sig við aö eftir standa þau öll þrjú nokk-
um veginn jafnóhamingjusöm.
Hefndin er sæt, en hún er líka sár.
Herdís er líka á milh tveggja elda þar sem togast á
ást hennar annars vegar á fóðumum, sem ekki vih
sleppa henni, og hins vegar á Katli sem hún vill helst
fara tU aftur.
Samtölin í myndinni eru heldur sundurslitin og inni-
haldslítil og málfariö oft flatneskjulegt. Þar við bætist
þaö sem virðist vera iUviðráðanlegt vandamál við
vinnslu íslenskra mynda en það er tal og hljóðsetning.
Framsögnin var oft þvinguö og óeðhleg og óþarfa
„stúdíóhljómur“ í talinu en atburðir fara að mestu
frarn úti undir bem lofti.
óbreyttum endurtekningum. Það virðist meginregla i
verkum þessum að setja fram stefin með því að tví-
taka þau eða þrítaka óbreytt í striklotu. Endurtekning-
ar eru að sönnu mikilvægar í tónhst og rétt er það að
Njáll á Bergþórshvoh lét segja sér tíðindi þrisvar, en
þó aðeins einu sinni og af ærinni ástæðu. Þannig á
aö nota endurtekningar.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni er ekki þar með sagt að
etýður Rachmaninoff séu alveg ónýtar. Sú nr. 4 hljóm-
aði ágætlega og eitthvað mátti frnna í nr. 2 og nr. 7
líka. Síðast en ekki síst em þær allar mjög erfitt og
hollt tæknilegt viðfangsefni fyrir píanóleikara og
sennUega liggur aðdráttarafl þeirra fyrst og fremst í
því. Þarf mikið áræði og dug til að flytja svo mikið af
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
fingurbrjótum á einum tónleikum. Að auki þarf mikla
hæfileika til þess að skUa því verki eins vel og Þor-
steinn Gauti gerði á þessum tónleikum. Hann hefur
mjög faUegan tón, einnig þegar sterkt var spilað og
vald hans á styrkmun hinna ýmsu radda var oft með
ágætum. Þar sem tónlistin bauð upp á túlkun, eins og
t.d. í Skrjabín, var hún mjög góð. Hinn stálfingraði
skírleiki, sem kvað vera aðalatriðið á píanókeppnum
nútímans, var misjafn , en oft býsna góður. Það sem
þá furðaði mest, sem óvanir em íþróttum af þessu
tagi, var að píanistinn skyldi enn halda öllum fingmm
þegar átökin voru afstaðin.
Þrekvirki
Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék einleik á píanó á tón-
leikum í íslensku óperunni í gær. Tónleikar þessir
voru haldnir á vegum Evrópusambands píanókenn-
ara, EPTA. Á efnisskránni voru verk eftir Alexander
Skriabín og Sergei Rachmaninoff.
Etýður Skriabíns em ljúfar tónsmíöar og reikandi
svo sem vera ber í rómantíkinni. Hljóma þær mjög í
anda Liszts og Chopins, ef til viU má segja að þær séu
eins konar flæktur Chopin. Þegar tók að líða á feril
Skrjabíns gerðist tónamál hans persónulegra, djarfara
og sífellt smástígara. Hefur það stundum veriö kallað
atónaU impressjónismi. Ýmis einkenni þessa stíls
mátti heyra í Sónötu nr. 5, sem er frumlegt og áhri-
farík't verk, þar sem tónskáldinu virðist takast ágæt-
lega að sameina hljómfræðilegar nýjungar sínar hefð-
bundinni formbyggingu.
Tónlist Sergei Rachmaninoffs, sem virðist njóta tölu-
verðra vinsælda hér á landi, hefur áður verið gagn-
rýnd í pistlum þessum fyrir að vera meir umbúðir en
innihald. Sú skoðun gagnrýnanda breyttist ekki á þess-
um tónleikum en þarna voru fluttar níu Etudes-table-
aux op. 39 . Ágallamir eru að mestu þeir sömu og í
sumum öðrum verkum þessa vinsæla höfundar. íburð-
urinn ber innihaldið ofurhði og mikið af efninu hljóm-
ar eins og það sé fengið láni hjá öðrum og endurútgef-
ið í skreyttri mynd. Eitt af því sem stuðlar aö því að
gera þessa tónlist hjakkkennda er hve mikið er af
Leiklist
Auður Eydal
í tveimur aðalhlutverkunum eru óreyndir leikarar,
þau Þormar Þorkelsson (Hjálmar Hjálmarsson leggur
honum til rödd) og Ylfa Edelstein en aðrir í stórum
hlutverkum eru atvinnuleikarar, þeir Róbert Am-
fmnsson og Skúh Gautason.
Myndatakan byggist mikiö á skotum sem sýna fólk
í mismunandi mikilli geðshræringu og hér fer eins og
fyrri daginn að mikill munur (allt of mikill) er á þeim
sem reynsluna hafa og hinum.
Róbert er sérstaklega heilsteyptur í hlutverki Hann-
esar, föður Herdísar, og hefur hvert svipbrigöi á valdi
sínu. Persóna Eyjólfs er heldur einlit ímynd skúrks-
ins. Skúh er yfirlætisfull og sleip Jagó-manngerð, og
kemst langt með að túlka tærandi afbrýðisemina og
hatrið, sem hvetur Eyjó til uppljóstrana.
Þaö er mikiö gælt við útlit þeirra Þormars og Ylfu í
myndatökunni svo aö stundum minnti frekar á auglýs-
ingar eða myndefni á tónlistarmyndböndum. Þaú
myndast bæði vel en minna fór fyrir leikrænum til-
þrifum.
Þrátt fyrir hádramadískan efnivið varð útkoman
heldur rýr, mest hróp og köll. Kannski hefði verið ráð
að fá einhvern utanaðkomandi til að fara yfir eða jafn-
velskrifahandritið. AE
Rikisútvarpiö - Sjónvarp sýnir: VIRKID
Framleiöandi: Alvara
Kvikmyndataka og lýsing: Rafn Rafnsson
Hljóöupptaka: Tindur Hafsteinsson
Hljóövinnsla: Böövar Guömundsson
Tónlist: Styrmir Sigurösson
Klipping: Skafti Guömundsson, Ásgrímur Sverrisson
Leikmynd og tœkníbrellur: Úlfur Karlsson
Handrit og leikstjórn: Ásgrimur Sverrisson
Fundir
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundur veröur haldinn í safnaðarsal
kirkjunnar finuntudaginn 1. nóvember
kl. 20.30. Frú Steinunn Jóhannesdóttir
leikkona les upp. Þá kynnir frú Áslaug
Stefánsdóttir Indlandsstarflö sem er ný
starfsgrein innan Hallgrímskirkju. Jó-
hannes Pálmason, formaöur sóknar-
nefndar Hallgrímskirkju, kemur á fund-
inn. Söngur, kaffl og að lokum verður
hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson
flytur.
Fundur um forngríska
siðfræði
Grikklandsvinafélagið Hellas boðar til
fyrsta fræðslufundar vetrarins flmmtu-
daginn 1. nóvember kl. 20.30 í Risinu,
Hverfisgötu 105,4.h. Þar mun Vilhjálmur
Ámason, lektor í heimspeki, flytja erindi
er hann nefnir „Fomgrísk siðfræði og
kristin" og gera grein fyrir siðferðis-
hugmyndum sem riktu meðal griskra
heimspekinga á síðari hluta fomaldar og
þeim breyttu viöhorfum sem tilkoma
kristindómsins haíði í fór með sér. Fyrir-
lesari mun svara spurningum fundar-
gesta en einnig verða til umræðu önnur
mál er snerta félagsstarfið. Öllum er
heimill aðgangur.
Hagfræðistefnan á Kúbu
í kvöld, 30. október, kl. 20 heldur kú-
banski hagfræðingurinn dr. Carlos Ta-
blada erindi og svarar fyrirspumum á
Komhlöðuloftinu við veitingahúsið
Lækjarbrekku í Reykjavik. Forlagið
Pathfinder og Vináttufélag íslands og
Kúbu gangast fyrir fundinum. Hann er
öllum opinn. Tablada er á 6 vikna fyrir-
lestrarferð og talar við helstu mennta-
stofnanir á Norðurlöndum og Bretlandi
um hagfræðistefnu á Kúbu, í Austur-
Evrópu og önnur pólitísk efni.
Fæðuofnæmi
Samtök gegn astma og ofnæmi halda
fræðslufund um fæðuofnæmi í Múlabæ,
Armúla 34, 3. hæð, á morgun, miðviku-
dag, kl. 17. Bjöm Árdal læknir, sérfræð-
ingur í ofnæmissjúkdómum bama, held-
ur erindi og svarar síðan fyrirspumum.
Félagar, ekki síst foreldrar bama með
ofnæmi, em hvattir til að fjölmenna og
taka með sér gesti en allt áhugafólk er
velkomið á fræðslufúndi SAO. Kaffiveit-
ingar. Athugið breyttan ftmdartíma.
Tilkyimingar
Kvenfélag Kópavogs
Spilað verður í kvöld kl. 20.30 í félags-
heimili Kópavogs. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Haldin verður skáldakynning í dag,
þriðjudag 30. október, kl. 15 að Hverfis-
götu 105. Lesið verður úr verkum Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar. Lesarar Baldvin
Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Umsjónarmaður Helgi Sæmundsson rit-
höfundur. Opið hús í dag að Hverfisgötu
105 kl. 13.30-17.
Kvennadeild Barðstrendinga-
félagsins
Vinningar úr happdrættinu, sem haldið
var á basarnum 14. október sl„ hafa ekki
allir verið sóttir. Eftir era vinningar nr.
721, 128, 917 og 525. Upplýsingar gefur
Erla í síma 46756.
Tónleikar
Hljómsveitin Edda Borg
leikur á Púlsinum
Ný hljómsveit, Edda Borg, leikur djass
og blús á Púlsinum í kvöld. Tónleikamir
hefiast kl. 21.30. Hljómsveitina skipa:
Friðrik Karlsson, gítar, Pétur Grétars-
son, trommur, Bjami Sveinbjömsson,
bassi og Þórir Baldursson, hljómborð.
Háskólatónleikar í
Norræna húsinu
Miðvikudagjnn 31. október kl. 12.30 mun
Robyn Koh semballeikari koma fram á
Háskólatónleikum. Á efnisskrá verða
verk eftir ítölsku tónskáldin G. Fres-
cobaldi (1583-1643), B. MarceUo (1686-
1739) og B. Galuppi /1706-1785). Robyn
Koh er fædd í Austur-Malasíu og stund-
aði nám við Chetham’s School of Music
í Manchester, Royal Academy of Music í
London, Royal Northem CoUege of Music
í Manchester og hefur síöan 1988 verið
nemandi Kenneth GUbert í Mozarteum í
Salzburg.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Dr. WiUiam Fitzhugh, forstöðumaður
mannfræðideUdar Smithsonian-safnsins
í Washington, flytur fyrirlestur í boði
félagsvisindadeUdar í dag, 30. október, í
stofu 101 í Odda, hugvisindahúsi Háskól-
ans. í fyrirlestrinum veröur fiaUað um
búsetu inúíta (eskimóa) í Alaska í fiósi
nýjustu fomleifarannsókna. Fyrirlestur-
inn verður fluttur á ensku og hefst kl.
17. Dr. Fitzhugh er sérfræðingur í menn-
ingu inúíta og áhugamaður um mann-
fheðirannsóknir á norðurslóðum. Hann
er staddur hér á landi tU að sefia upp
sýningu á gripum frá inúítum viö Ber-
ingshaf. ÖUum er heimiU aðgangur.
Tapað fundið
Svartur köttur tapaðist
úr Grafarvogi
Svartur köttur með hvítan blett á bringu
týndist í Grafarvogi 21. september sl. en
hann var nýfluttur úr Hólahverfi í Breið-
holti. Ef einhver hefur séð hann eða veif
hvar hann er niðurkominn er hann vin-
samlegast beðinn að láta vita í síma
671861.
Kvenfrakki tapaðist
á Hótel Borg
Svartur kvenfrakki var tekinn á Hótel
Borg aðfaranótt sunnudagsins sl. Sá sem
hefur jakkann undir höndum er vinsam-
legast beðinn að skUa honum í eldhús
Hótel Borgar.
Galsi er týndur
Hann er svartur og hvitur fress og hvarf
að heiman frá sér í Víkurási 410. október
sl. Hann var með ól þegar hann týndist
en vantaði símanúmer hans. Ef einhver
hefir séð hann eða veit hvar hann er nið-
urkominn er hann vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 674393 effir kl. 18.
Páfagaukurtapaðist úr Kópa-
vogi
Dökkgrænn stór páfagaukur með frekar
litinn gogg tapaðist frá Digranesvegi í
Kópavogi sl. sunnudag. Ef einhver hefur
séð hann eða veit hvar hann er niður-
kominn er hann vinsamlegast beðinn að
láta vita í síma 41402 eða 37726.
Andlát
Vilborg Sigurbergsdóttir andaöist aö
heimili sínu, Úthaga 10, Selfossi,
þann 27. október.
Erlendur Jóhannsson, Kleppsvegi 6,
lést á Landakotsspítala 27. október.
Guðfínna Jónsdóttir frá Deild lést á
hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnar-
firði, 29. október.
Ársæll Karlsson, Reykjamörk 17,
Hveragerði, andaöist á heimili sínu
þann 26. október.
Helga Hernitsdóttir, Lindahlíð, Aöal-
dal, andaðist í Sjúkrahúsi Húsavikur
27. október.
Margrét H. Steindórsdóttir, Hóla-
vallagötu 5, Reykjavík, lést á öld-
runarlækningadeild Landspítalans
aðfaranótt 28. október sl.
Jarðaifarir
Ólafía Eyleifsdóttir andaðist að
heimili sínu, Blikanesi 22,27. októb-
er. Hún veröur jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 14.30.
Utför Jakobs Helgasonar verður gerð
frá Kópavogskirkju miövikudaginn
31. október kl. 13.30.
Kveðjuathöfn um Guðbjörgu Vigfús-
dóttur, Hrafnistu, Hafnarfirði, verð-
ur í Fossvogskapellu fimmtudaginn
1. nóvember kl. 10.30. Jarðsett verður
í Vilbngaholti, Vilbngaholtshreppi,
kl. 13 sama dag.
Útför Ingibjargar Guðmundsson,
Sólheimum 25, fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 31. október kl. 13.30.
Karen Elísabet Bjarnason lést 28.
október. Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag-
inn 2. nóvember kl. 13.30.
Katharina Sybilla Magnússon, Ás-
braut 15, Kópavogi, áður Grettisgötu
29, Reykjavík, verður jarðsungin frfi
Kristskirkju, Landakoti, í dag,
þriðjudaginn 30. október kl. 13.30.
Fjölmiðlar
Fyrir svef ninn
Áður en farið er i háttinn á kvöld-
in er hægt að sytta sér stundir viö
að hlusta á alls kyns sögur frá fólki
sem hringir inn tíl útvarpsstöðv-
anna. Á einni stöðinni segja menn
kvöldsögur úr einkalífinu og á ann-
arri eru frásasgnir af draumum, allt
fráþvííbamæsku.
Undirrituöum kemur abtaf jafn-
mikið á óvart hve margir eru tilbún-
ir tíl að segja frá ýmsum leyndar-
málum einkalífsins í beinni útsend-
ingu i þessu Utla þjóðfélagi. Á stund-
um verða Irásagnimar tregafuUar
og tárvotar en oftar en ekkí eru það
hláturtaugar hlustenda sem fá létt
æðiskast. Kortcríþijúgæjar og píur
takast á í beinni útsendingu og úr
verður hin besta skemmtun. Það
verður að segjast hér og nú að Eirík-
ur Jónsson frá kóngsins Köben er
engum líkur, frakkur og djarfur.
Það er með óbkindum hvemig hann
fær fólk til aðopna sig. Vandræðum
losar hann sig úr á kænlegan hátt.
Félagi Eiríks, nafni minn Hólm, mó
tíl með að taka betur i taumana svo
fóUc vaði ekki áfram og þátturinn
endi sem enn ein þjóðarsábn.
Á annarri stöð segir fóUc frá
draumum og maður, sem ég kann
bara ekki að nefna þar sem ég hlust-
aði svo stutt, tekur sig tfi og ræður
þá fyrir fólk. Ekki er hægt að gera
lítið úr upplifunum fólks hvers eðlis
sem þær em en með tilkomu ný-
aldaræðisins og útvarpsstöðvanna
hafa aUs kyns dulúöugir spekingar
fengið kjörið tækifæri til að láta ljós
sitt skína. Nú er þeirra gósentími.
Þeir geta verið misjafnir eins og
annað fólk en einhvern veginn hrýs
manni hugur við þvi þegar allt sem
þessir spekingar segja er lapið upp
til agna í einhverri þakklætísgeðs-
hræringu. En Uði fólki betur eftír á
er kannski einhveijum tilgangi náð
- jafnvel þó aUt sé þetta blekking
ein.
Huukur Lárus Hauksson