Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 2T022 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. Stór tengivagn losnaði frá flutninga- bil og valt á hliðina í mjög snörpum vindi á Vesturlandsvegi á Kjaiarnesi skömmu eftir miðnætti. Steinull var á tengivagninum og var billinn að koma frá Sauðárkróki. DV-mynd JAK AðildaðEB: Þarfnast rækilegrar skoðunar segir Þorsteinn Pálsson „Eg tel eðlilegt aö sá kostur sé skoð- aður rækilega eins og aðrir,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar hann var spurður álits á tillögu Ragnhildar Helgadóttur, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Ragnhildur sagði á Alþingi ►í gærkvöldi að íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu. Flokksbróðir hennar, Hreggvið- ur Jónsson, tók undir það. Þorsteinn sagði að hann hefði þeg- ar bent á að hugmyndin um sameig- inlegt evrópskt efnahagssvæði væri hrunin og tími væri komin til þess að ræða hvernig við tengdumst Evr- ópubandalaginu til frambúðar. Þor- steinn sagði að á þessu stigi væri ekki tímabært að einblína á aðild að bandalaginu en í shkum viðræðum borgaði sig ekki að útiloka neina kosti fyrirfram. -SMJ Akureyri: Peningum stolið úráhaldahúsi bæjarins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Lögreglan á Akureyri leitar nú þess eða þeirra sem brutust inn í áhaldahús bæjarins í fyrrinótt og stálu þaðan hátt í 100 þúsund krón- um í peningum og ávísunum. Álitið er að einhver sem þekkir eitt- hvað til á staðnum hcifi þarna verið að verki en peningarnir, sem stolið var, munu tengjast matarkaupum bæjarstarfsmanna. LOKI Er nokkuð verra að gera útá leigubíla? frá þekktu loðnuskipi ,Ríkinu“ Miöaldra karlmaður frá sjáv- arbæ á Norðurlandi var þrívegis kærður fyrir að standa ekki í skil- um við jafnmarga leigubílstjóra i Reykjavík í síöustu viku. Maðurinn hefur áður komiö við sögu lögreglu vegna slíkra mála. Umræddur maður var hinn brattasti þegar hann kom inn í við- komandi leigubíla. Hann kynnti sig en notaði falskt nafn og lét það fylgja með að hann væri skipstjóri á einu þekktasta loðnuskipinu í ís- lenska fiskiskipaílotanum. Maðurinn fékk í eitt skiptið leigu- bílstjóra til að keyra sig í Áfengis- verslun ríkisins. Bað hann bílstjór- ann um að fara inn fyrír sig og kaupa veígar og spurði jafnframt hvort hann vildi ekki leggja út fyr- ir þeim. í ljósi þess að hér var um mikla aflakió að ræða lagði bílstjór- inn út fyrir víninu. Þegar kom að því að borga átti maðurinn hins vegar enga peninga. Bílstjórinn kærði til lögreglu. Tvær aðrar kærur komu í kjölfarið frákollegum hans. Utanbæjarmað- urinn skuldaði samtals um níu þúsund krónur þegar hann var „sendur" heim. -ÓTT Kirkjuþing sett 21. kirkjuþing Þjóðkirkju íslands verður sett í Bústaðakirkju í dag. Meðal mála sem kirkjuráð leggur fram er áhtsgjörð um störf djákna, áhtsgjörð um messutíma, áhtsgjörð Rannsóknarstofnunar í siðfræði um dauðaskilgreiningu og ígræðslu líf- færa og álit nefndar sem ber saman stöðu vígðrar og óvígðrar sambúðar. -hlh Vigdís af henti sjónvarps- verðlaun Veiðiskipið Stefán Þór frá Reykjavík hefur siðan veiðar hófust i sumar aflað um 100 tonn af stórlúðu djúpt suð- vestur af Reykjanesi. Kaupendur lúðunnar eru Norðmenn og hafa þeir greitt um 400 krónur fyrir kílóið. Myndin er tekin við Faxagarð i gær þar sem hluta aflans var komið fyrir í frystigámi sem berast mun frændum okkar í Noregi á næstunni. DV-mynd GVA Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva stóðu í gær fyrir verðlaunaafhend- ingu fyrir besta sjónvarpsleikritið | 1990. í forsæti dómnefndar var for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Á , myndinni er hún ásamt verðlauna- hafanum, Patricku Aviolat frá Grikk- landi. Aö aflokinni verðlaunaaf- hendingunni, sem fór fram í Genf í Sviss, hélt Vigdís til London en þaðan I er hún væntardeg heim í dag. i Sjávarútvegurinn: Snýst f rá tapi í hagnað Samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofn- unar á afkomu sjávarútvegsins kem- ur í ljós að sameiginleg afkoma veiða og vinnslu hefur snúist úr 2 prósent tapi í fyrra í 1 prósent hagnað í ár. Miðað er við tölur um miðjan októ- ber. Hagnaður af bolfiskveiðum í ár er 3,6 prósent en í fyrra var tap upp á 1,5 prósent. Bátar eru reknir með 1 prósent hagnaði, togarar með 3,7 pró- sent hagnaði og frystiskip meö 7,9 prósent hagnaði. Fiskvinnslan er rekin með 1 pró- sent tapi og eru þá greiðslur í verð- jöfnunarsjóð teknar með í reikning- inn. Án þeirra hefði verið um 1,1 prósenthagnaðaðræða. -S.dór Veðrið á morgun: Él við norð- austur- ströndina Á morgun dregur úr norðanátt og veður kólnar enn frekar. Dálít- il él viö norðausturstöndina en þurrt og víða bjart veður sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu -4 til 6 stig. Reutermynd ..n ■»>*■ i h ■ i im, h — Hcildsöludreifing sími: 91- 41760 S liOM I k l líStoryggfugar m LÍI1RYGGINGARFLIAGIÐ HF. I.ÁGMULI 5 - RL YKJAVlK sinii 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.